Þjóðviljinn - 17.09.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.09.1943, Blaðsíða 3
^ r> e Þ J O þlðOVIMIMN Útgelandi i Sameiningarflokkut siþýía — Sómaiiataflokkorinn Ritatjórar: Einar Olgeirsson Sigfúa Sigurhjartarson (áb.) Ritstjórn: Garðastraeti 17 — Vfkingaprent Sími 2270. Afgteiðsla og auglýsingaskrif- stofa, Austurstrœti 12 (I. hseð) Simi 2184. Vfkingaprent h.f. Garðastrseti 17. Þjóðin verður að sameinast gegn skemmdarvörgunum Hrífluklíkan ætlar sér ad sfela 15~20 mítljónum króna úr rikíssfóðí fíl þess að engír peningar séu effír fíl víðreísnir oz eflíngar afvinnuveganna ÞESSIR SKEMMDARVARGAR ERU VÍSVITANDI AÐ LEIÐA ATV^NNULEYSI ÖG HRUN YFIR ÞJÓÐINA TIL ÞESS AÐ REYNA AÐ FÁ AÐSTÖÐU TIL KAUPLÆKKUNARHERFERÐAR GEGN VERKALÝÐNUM Það er nauðsynlegt að öll þjóðin, og alveg sérstaklega launþegarnir, skiljí hvað það er sem nú er að gerast í þjóð- lífi voru. Það er þar um svívirðilegra framferði að ræða en aft- urhaldið, — sem eins og kuimugt er skríður saman um Hrifl- ungaklíkuna — hefur nokkru sinni leyft sér fyrr: Það á að ræna úr ríkissjóði, helzt með einskonar samsæri, 15—20 milljónum króna, máske meiru, af tekjum næsta árs. Þessu á að verja til uppbóta til bænda eftir spillingarkerfi þeirra Hriflunga, þannig að þeir fái stórar fjárfúlgur, er einskis þurfa með, en hinir svo að segja ekkert, sem berjast í bökkum. Eiga . svo smábændum og bæjarbúar með tollum að borga það, sem stórbændurnir fá. Hin gerspillta valdaklíka Hriflunga ætlar sér að slá tvær flugur í einu höggi með þessum aðförum: Það á að ausa úr rikissjóðnum .milljónatugum til efnuðustu bændanna og skilja svo samtímis eftir ríkissjóðinn þurrausinn, þannig að hann gæti ekki af tekjum sínum lagt fram fé til byggingar nýrra verk- smiðja, fískiskipa og ýmissa annarra verklegra framkvæmda. Fulltrúar Alþýðusam- bandsins og Búnað- arfélagsins aftur við samningaberð Það var viturleg tillaga að skipa sex manna samninganefnd framleiðenda og neytenda til að finna landbúnaðarvísitölu. Sú nefnd vann geysi þýðingarmikið starf. Hún hóf samninga- starf milli bænda og neytenda. Hún lagði grundvöll að því að tengja hagsmuni þessara stétta saman á þann hátt, sem vera ber, því samkvæmt samningi hennar þýðir bættur hagur ann- ars aðila einnig^bættan hag hins, og lakari afkoma annars e'nnig versnandi hag hins. Hitt er svo annað mál, að á þeim stutta tíma sem nefndin hafði tii starfa, vannst ekki tími til annars en að leggja til grundvallar starfi hennar, þá búreikninga, sem bú- reikningsskrifstofa landbúnaðar ins hefur safnað, en þá má ugg- laust gagnrýna með miklum röK um, og sýna fram á að þeir gefi ekki eðlilega mynd af íslenzk- um búskap eins og hann gengur og gerist. En þetta stendur til bóta, víðtækari búreikninga þarf að fá , og rannsaka nánar hinn raunverulega hag landbúnaðar- ins. Ríkisstjórnin hefur nú farið þess á leit að fulltrúar frá Al- þýðusambandinu og Búnaðarfé- laginu setjist aftur á rökstóla og ræði vandamál dýrtíðarinnar með það fyrir augum, að finna leiðir til umbóta. Þetta er góð tillaga, og felur í sér maklega- viðurkenningu á heildarsamtök ■ um verkamanna annarsvegar og bænda hinsvegar. Það eru þessi samtök, sem raunverulega ráða yfir hinu þýðingarmesta valdi í þjóðfélaginu og án þeirra vilja verða engar stórfelldar ráðstaf- anir gerðar gegn dýrtíðinni. Hvað á þessi nefnd að athuga° spyrja menn. Vandamál dýrtíðarinnar í heild, er svarið. Hún á að leitast við að finna ráð til að koma dýr- tíðinni á það stig, er útflutn- irjgsverzlun okkar og þá fyrst og fremst fiskverzlunin, gaeti staðizt. Leiðirnar sem hægt er Tilgangurinn hjá þeim mönn- um, sem að þessu vinna er að koma hér á sem mestu atvinnu- leysi og sliga atvinnulífið við sjávarsíðuna. Þá ætla þessir Hriflungar að beíta hungursvip- uhni á ný, brjóta verkamenn til undirgefni með kauplækkunai- herferð gegn þeim, skipuleggja að nýju skoðanakúgunina meðal launþega, endurtaka á enn verra stigi en fyrr kúgun þjóðstjórn- arafturhaldsins. Þessi fasistalýður er svo ósvíf inn í aðferðum sínum að hann dirfist nú þegar að boða atvinnu leysi og hrun að þessu stríði loknu, þegar hver einasta ríkis- stjórn í heimi þorir ekki annað en lofa alþýðunni nægri at- vinnu, af því að vitað er að engri ríkisstjórn verður eirt, sem drýgir þann glæp að leiða atvinnuleysið aftur yfir þjóðirn- ar. að benda á í fljótu bragði. er ao lækka verð á innflúttum vörum með niðurfellingu tolla. Þetta ætti að gera kleyft að lækka verð á landbúnaðarafurðum, en það aftur ásamt niðurfellingu tollanna mundi leiða til lækkun- ar á vísitölu, og væri þannig haf in gangan niður stigann. Annars'þykir ekki ástæða til að vera að leggja væntanlegri sex manna nefnd ráð, hún mun vissulega sjálf leita þeirra. og vonandi finna þau. Þó vissulega sé rétt að gera sér ljóst. að lík- urnar fyrir að greiðlega gangi að fá samkomulag eru ekki mikl- ar. En hvað sem því líður. er rétt og sjálfsagt að reyna. Aðeins hér á íslandi er valda- klíkan svo ósvífin að hún í senn boðar atvinnuleysið sem sjálf- sagt mál og hlakkar til þess að fá það sem átyllu til kaupkúg- unarherferðar. Og ein ástæðan til þess að Hriflungaafturhaldið er svo ósvífið og gleitt, er það. að það á sem erindreka innan verklýðshrevfingarinnar þá sót- svörtu afturhalds og sundrung- arseggi sem Alþýðublaðið rita, en þeir erú líklega einna brjál- aðastir hatursmenn sósíalismans af öllum þeim, sem reyna að kenna sig , við verklýðshreyf- ingu. Alþýða landsins má ekki láta svo til ganga að þessar aftur- haldsklíkur fái komið áhugamál um sínum í framkvæmd. Það verður nú þegar að taka fram fyrir hendur þessara skemmd- arvarga, áður en þeim tekst að rupla því fé úr ríkissjóði, sem nota þarf til verklegra fram- kvæmda. Baráttan gegn atvinnuleysinu. | baráttan fyrir stórfelldri við- reisn atvinnulífsins á íslandi er nú þegar háð. Og hún hlýtur að beinast að því að efla sjávarút- veginn og fiskiðnaðinn. En Hriflungarnir mæna á‘það eitt að viðhalda valdakerfi sínu og fjármálaspillingu, og hika ekki við að sliga allt atvinnulífið, til þess að halda í yfirdrottnun sína, hvað sem það kostar. Þeg- ar þeir svo væru búnir að við- halda þessu valdakerfi sínu þangað til atvinnuleysið er kom ið, þá vonast Jónas frá Hriflu til þess að geta verzlað svo við vin : sinn Ólaf Thors að valdakerfi Framsóknar haldi áfram og hjá- leigan, Alþýðublaðsklikan, fái að laía með að vanda. Nú er því tíminn fyrir ís- lenzku alþýðustéttirnar og' alla þá, sem vilja framfarir, frelsi og næga atvinnu á íslandi, að láta til sín taka. Nú er tíminn fyrir bandalag alþýðustéttanna að skera upp herör til þess að knýja fram þær róttæku ráðstafanir, sem gera þarf til þess að tryggja næga atvinnu handa öllum. Sígurgeír jóhannsson Framh. af 2. síðu. þau málefni er hann taldi varða heill stéttar sinnar eöa flokks. Við stéttarbræður hans og félagar söknum hins glaö- lynda og áhugasama manns og við hugsum með innilegri samúð til aldraðra foreldra, eftirlifandi konu og fimm ungrá barna sem öll hafa misst svo mikið. Þökk fyrir kynninguna. Z. J Athugíð! 5 krónur er ekki mikið fé, en þó getið þér eignazt heilt nýtizku hús fyrir þær, ef heppnin er með. En ef þér fáið ekki húsið haf- ið þér samt þá gleði að vera einn af þeim sem byggðu Laugarneskirkju. I MUNIÐ Kaffisöluna Hafnarstræti 16 Bæirnír eiga að taka mjólkursöluna Framh. af 1. síðu. þrengja sjálfum sér- inn sem óþörfum, dýrum og frekum milliliðum milli neytenda og bænda. Neytendur eiga sjálfir að annast söluna og meöferð þeirar mjólkur, sem þeir kaupa af bændum og greiða þeim gott verð fyrir. Og hin eðlilegu samtök heytenda til þess að annast þetta fyrir þá, eru bæjarfélögin. Það, sem þarf því strax að gera er aö tryggja bæjarfélög unum valdið til þess að taka alla mjólkursöluna í sínar hendur og ráðin yfir mjólkur hi'einsunarstöðvunum. Þaö þarf að koma lögum þess efnis í gegnum þingið tafarlaust. Þegar þau eru komin í gegn, geta bæirnir sjálfir ákveðið útsöluverðið á mjólkinni, ef þeim finnst þaö eiga að vera lægra en það, sem opinberar verðlagsnefnd ir ákveða. Þá geta bæirnir líka gert nauösynlegar ráö- I stafanir til þess að tryggja það tvennt, sem bæjarbúar sérgtaklega krefjast: 1. Að gæði mjólkurinnar séu viöunandi, en ekki það Framsóknarsull, sem núver andi einræöisklíku finnst full- gott að bjóða neytendum. 2. Aö mjólkurafurðirnar séu til, en ekki gangi eins og nú aö hvað eftir annað skorti vörur og safnaö sé | saman, t. d. smjöri, af brösk- ! urum Framsóknar, til þess að , liggja með þaö í von um hækkun. Þessar breytingar á mjólk- ursöluskipulag-inu þarf að gera tafarlaust. Hver dagur, sem lfóur án þess að þær séu geröar, kost ar stórfé af almannafé. Þeir flokkar í þinginu, sem tryggja vilja réttj neytenda, og skapa grundvöll fyrir heil- brigðu samstarfi bænda og neytenda, verða nú þegar að taka höndum saman um þetta mal og hrinda því fram. Msaa i mörg bæjarhverfi Þjóðviljann til kaupenda vantar okkur nú þegar unglinga til að bera i Afgreiðslan, Skólavörðustíg 19, sími 2184

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.