Þjóðviljinn - 18.09.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 18.09.1943, Blaðsíða 1
Laugardagur 18. sept. 1943. 208. tölublaö. m\ lerini í nmanðaldl trð Rússar fílkynna föku Brjansk. Berdjansk 65 km, sudvest- ur af Maríiipol á valdí Rússa Frá aðalstöðvum júgoslavn- eska þjóðfrelsishersins er til- kynnt, aö þýzkar sprengju- flugvélar hafi í gær gert árás á hafnarbæinn Spalato við Adríahaf, sem nú er í hönd- um Júgoslava. Þjóðfrelsisherinn hefur eúon ig tekið hafnarbæinn Drogir, norðvestur af Spalato. Harðir bardagar eru háöir við bæinn Klis, noröaustur af Spalato, þar sem þýzkur her reynir að brjótast til strand ar. . ÞjóðViljinn 8 síður! Sterkasta vopnið í stjóramálabar- áttunni er gott og útbreytt málgagn. Gerið Þjóðviljann betri með því að aðstoða vjð stækkun hans! Þorvaldur Magnússon stýrimaður drukKnar Það slys vildi til á togaran- um Rán, að Þorvaldtn- Magn- ússon fyrsti stýrimaður féll út og drukknaði. Slysið vildi til með þeim hætti að Þorvaldur ætlaði að ýta framhleranum út, sem stóð á sér þegar verið var að varpa honum út. Féll hann út um leið og hlerinn losnaði. Skipið var á ferð og bar það því frá Þor valdi, en um leið og það kom að honum aftur sökk hann. Þorvaldur var kvæntur en barnlaus, 25 ára gamall. Hann átti heima á Hverfisgötu 49 Hafnarfiröi. Þýzki herinn er á undanhaldi á öllum vígstöðv- unum frá Roslavl, norðvestur af Brjansk, og sækir rauði herinn ákaft fram, og verður mikið ágengt þótt I Þjóðverjar verji harðlega hverjar varnarstöðvar. Rúss- ar tóku í gær yfir 300 bæi og þorp. Undanhald þýzka hersins á mið- og suðurvígstöðv- unum vár viðurkennt í hernaðartilkynningu Þjóðverja, í gær, en sagt er að þýzki herinn hafi yfirgefið Brjansk og Novorossísk til að „stytta víglínuna“. Rússar tilkynntu í gær töku Brjansk og bæjarins Berdjansk við Asovshaf, en sá bær er 65 km. suð- vestur af Mariupol. í miðnæturtilkyningu sovét- herstjórnarinnar segir svo frá hernaðaraðgerðum á einstökum hlutum vígstöðvanna í gær. Asovshafsströndin: Rauði her- Alþýðusambandið ekki um lækkun semur vísitöl- unnar á kostnað launþega ÞaO iiefur nú tiinefnt fulltrúa sína í nefndina til að aíhuga leiðir til lækkunar dýrtíðarinnar Alþýðusambandið hefur nú skipað fulltrúa sína í nefnd þá sem ríkisstjórnin mæltist til að það skipaði, ásamt Búnaðarfé- lagi íslands, til þess að athuga leiðir til að hækka dýrtíðina. Búnaðarfélagið hefur tilkynnt að það muni bráðlega til- kynna sína fulltrúa. Alþýðusamhandið sendi forsætisráðuneytinu eftirfarandi bréf í gær: „í tilefni af bréfi forsætis ráóuneytisins frá 15. sept. 1943, þar sem hæstvirt ríkis stjórn mælist til þess, ,,aö A1 þýðusamband íslands skipi M þrjá menn í nefnd, er ásar.** þrem mönnum frá Búnaðarfé lagi íslands, athugi möguleika á því að færa niður verðbólg Una, með frjáisum sammng um milli launþega og fram leiðenda landbúnaöarvara“, viljum vér tjá yður, að á íundi miðstjórnar Alþýöusambands ins 16. sept. s. 1. voru kosnir í nefnd þessa eftirtaldir menn; Þóroddur Guðmundsson, starfsmaður Verkamannafél. Þróttur, Siglufirði. Sæmundur Ólafsson, gjaldkeri Alþýðu sambands íslands. Hermann Guðmundsson, formaður Verkamannafélagsins Hlíf, Hafnarfirði. Og til vara: Brynjólfur Bjarnason alþingismaöur. Guðgeir Jónsson, forseti A1 þýöusambands íslands, og Sigurður Guðnason, formaöur Verkamannafél. Dagsbrún. Jafnframt viljurn vér taka inn er í hraðri sókn í strandhér- uðunum, og tók bæinn Berd- jansk með áhlaupi. Melitopol-Saporossisvæðið: Sovétherinn sótti fram 6—12 km. og tók 60 bæi og þorp. Pavlogradsvæðið: Sovéther sótti fram 6.—15 km. og tók yfir 60 bæi og þorp. Poltava Krasnograd: Sovét- herinn sótti fram 8—12 km. gegn mjög harðri mótspyrnu Þjóðverja og tók um 70 bæi og þorp. Kieffsvæðiö: Sókn sovétherj anna verður stöðugt víðtæk- ari og var þýzki herinn hrak inn úr 130 bæjurn og þorpum. Brjansksvæðið: Sólarhring eftir að sovétherinn hafði brotist yfir Desnafljótiö á breiðu svæöi suður af Brjansk og tekió borgina Novgorod Se- versk, tókst honum að kom ast yfir fljótið' við Brjansk, og taka borgina eftir mjög haröa bardaga. Höfðu Þjóðverjár 6 herfylki til varnar borginni cg héraðinu umhverfis hana. Roslavlsvæðið: Sovéther sótti fram 4—10 km. og tók 40 bæi og þorp. þaö fram, aö Alþýðusamband íslands tilnefnir ofangreinda menn í nefndina í þeim til gangi einum, að vinna aö raunverulegri lækkun dýrtíð arinnar, en ekki til þess að semja um neinar ráðstafanir um lækkun á dýrtíðarvísitöl unni á kostnað láunþega eða annarra vinnandi stétta í ýlandinu11. lanlananiaMo i Salerno ag átlndi heriai ii sanaa MestOll Suður-ltalía á valdi Bandamanna Áttundi brezki herinn og Bandamannaherinn liafa náð saman syðst á Salernovígstöðvunum. og hefur áttundi herinn sótt fram yfir 300 km. á tveimur vikum. Mestallur suðurhluti Í'talíu er nú á valdi Bandamanna og ítala. Þjóðverjar hafa hörfað af syðsta hluta Salemovígstöðvanna, og virðast vera að búa menn undir tilkynningu um frekara und- anhald. í fregnum frá Ítalíu er lögð áherzla á að einungis lítill hluti af landinu sé á valdi Þjóðverja. Þýzki herinn hafi einungis vald á helztu bæjunum- og verði að- staða hans stöðugt erfiðari, Verkföll og skemmdarverk gera Þjóðverjum mjög erfitt fyr- ir í Norður-Ítalíu. Verkfall átti að hefjast í dag - Samningar undirritaðir í gær Undanfarið hafa staðið yfir samningaumleitanir milli Starfs stúlknafélagsins Sókn og Elli- og hjúkrunarheimilisins Grund. Ellilieimilið neitaði í fyrstu að ganga að kröfum Sóknar og eftir nokkra samningafundi lét félagið fara fram allsherjaratkvæða- greiðslu um vinnustöðvun á Elliheimilinu og var hún samþykkt með 54 samhljóða atkvæðum. Elliheimilið svaraði með því að skjóta málinu til sáttasemjara, Jónatans Hallvarðssonar, og hafa sáttaumleitanir staðið yfir undanfarna daga. í gær tókust síðan samningar, en aðalatriði þeirra eru þessi: Stúlkunum er tryggður 8 stunda vinnutími og einn frí dagur í viku hverri. Lágmarks kaup er kr. 120,00 á mánuði, eftirvinnukaup verður kr. 1,65 á klst. og næturvinna kr. 2,20 á klst., allt grunnkaup. Auk þessa fá stúlkurnar ókeypis fæöi, húsnæði, ljós og hita, vinnuföt, þjónustu og læknis hjálp. Veikindadagar eru 45 á ári með fullu kaupi. Orlof 6— 19 dagar eftir starfsaldri, auk fæðispeninga. Uppsagnarfrest ur á vinnu er einn og hálfur mánuður. Samningur gildir frá 1. ágúst s. 1. til 31. des. n. k. Þetta eru fyrstu samnin'gar sem gerðir hafa , Veriö um kaup og kjör stai’fsstúlkna, á Elliheimilinu og er hér um verulegar kjarabætur til handa stúlkunum að ræða. Samninganefnd frá „Sókn“ fór með samningaumleitanir, en Þorsteinn Pétursson aöstoð' aði félagið fyrir hönd Alþýðu sambandsins. 3, í>ín$ B. S. R. B. seff í dag 3. þing Bandalags starfs- manna fíkis og bæja verÖUr sett hér í bænum í dag. Félagið telur nú um 20 sam bandsfélög með um 1800 með ■ limum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.