Þjóðviljinn - 21.09.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 21.09.1943, Blaðsíða 2
2 :>.r Ð 'r L T ‘ N í' ÞriÖjudagur 21. sept. 1943. Gúmmífðtagerðin Vopni Aðalstxæti 16. er kaupandi að notuðum bílaslöngum. <><><><><><><><><><><><><><><><>0 DAGLEGA NY EGG, soðin og hrá Kaf fisalan Hafnarstræti 16. * MMtimitiiHmMiMiDimmiiMtimmiiiimiiimttimiimuiiiiri OOOO^OOOOOOOOO^OO Barnavagn tíl soln Eniil Tómasson Grettisgötu 46. ♦❖❖ooooooooo^oooö Gerizt áskrifendur Þjóðviljans! IMMMIHMMMMIHIIHMIIUMMMIMMMIHlllMMIMIMIilMMIMMIIiMI heldur fund þriðjudaginn 21- september kl. 8,30 e. h. að Skólavörðustíg 19. FUNDAREFNI: 1. Þjóðviljinn 8 síður. 2. Vetrarstarfið 3. Viðhorfið 1 landsmálum (málshefjandi Brynj. Bjarnason alþm.) STJÓRNIN. Verðákvðrðnn á ktndak|ött 1. Heildsöluverð til smásala: I. Verðflokkur, dilka og geldf járkjöt kr. 5,75 kg- II. Verðflokkur dilka og geldfjárkjöt kr. 4,75 — III. Verðflokkur, ær og hrútakjöt kr. 4,20 — IV. Verðflokkur, ær og hrútakjöt kr. 3,60 — 2. Smásöluverð: Dilka- og geldfjárkjöt (súpukjöt) kr. 6.50 kg. og aðrir hlutar kroppsins í samræmi við það. í heilum kroppum til neytenda kr. 6,00 — Ærkjöt, fyrsta flokks kr. 4,90 — Meðan verð þetta gildir greiðir ríkissjóður uppbætur á það magn dilkakjöts og geldfjárkjöts, sem selt verð- ur neytendum með kr. 1,95 á hvert kíló. kjötverðlagsnefndin. ■ UimillllllMIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIlillllllllllllllMIII|MIIIIIIIIIIIHIMIIIIIIIII'IIIIIMIIIIIIIMIIIIIIIIIIHMMIIIIinilllllllllMIIIIIMIIIIimiHII Verkamenn, trésmíðí 0$ mtirara vantar nú þegar í hitaveituna. Ráðning milli kl. 11 og 12 daglega í skrifstofunni Mið- stræti 12. HÖJGAARD & SCHULTZ, A/S. aBcejcK'pósfowvmi Gamlar vísur úr Þingeyjar- sýslu. Herra ritstjóri! Vilt þú gera svo vel og ljá eftir- farandi línum rúm í Bæjarpóstinum. Á ofanverðri öldnni sem leið, bjó í Hriflu bóndi sá, er Sigurður hét, auknefndur „hvíti“. Hann átti 'fyrir konu Hólmfríði Hinriksdóttur, systur Jóns Hinriks- sonar skálds á Helluvaði í Mývatns- sveit. Sigurður ávarpaði konu sína jafnan: „Hólmfríður góð“ eða „Hólm fríður mín góð“. — Sigurður hvíti var allvel hagmæltur, en Hólmfríður þó meira og og var mælt, að hún umbætti alloft kveðskap bónda síns. Um Sigurð var þetta kveðið: Engin lýti bagan bar i bragarlegu formi, sem í flýti samin var af Sigurði hvíta Hólmfríðar. Ekki er mér kunnugt um höfund þessarar vísu, en mjög sver hún sig í ætt vísu þeirrar, er hér fer á eftir. Um þessar sömu mundir bjó að Ingjaldsstöðum bóndi sá, er Jóhann hét Jóhannsson, bróðir Sigurbjöms á Fótaskinni, sem viða vaf kunnur fyrir kveðskap sinn. JÞeir bræður fóru báðir til Ameríku og dóu þar. — Jóhann var ágætlega hagmæltur en kallaður nokkuð kerskinn. Þeir Sigurður hvíti í Hriflu og Jóhann á Ingjaldsstöðum skiptust á hvefsnis- vísum og gekk þar á ýmsu. Eitt sinn bar svo til, að Sigurður kom í Ingjaldsstaði og hafði þær fréttir að segja, að er Hólmfríður sín góð hefði þá um morguninn efnt til skyrgerðar hefði hlaupið í skolla- gelli. En „skollagellir“ var það kall- að, er mjólkin hljóp, án þess að skyr yrði og varð úr ostaglundur. Þá kvað Jóhann um Sigurð þessa vísu: Við matbolla syngur sinn söng, er fáir hrósa. Óbúhollan höld ég finn Hriflu skollagellirinn. Þykir sumum nútíðarmönnum sem vísa þessi hafi verið kveðin nokkuð fram í tímann og-þykjast sjá að Samband ísl. samvinnufélaga sé mat- bolli sá, sem Hriflubóndinn syngur við og til er bent í vísunni. Vísnasafnari. Umgengnin á Hreðavatni. Eg vil biðja yður, herra ritstjóri, að taka þessa grein í Bæjarpóstinn í blaði yðar. Þar sem svo mikið er rætt og rit- að um þrifnað og menningu vora, þá kom mér til hugar, hvort ekki væri tímabært að minnast örfáum orðum á þá menningarfrömuðí, sem leigja sumardvalarfólki tjaldstæði. Nú nýverið var ég á ferð um Borg- arfjörð og kom þá auðvitað að Hreða vatnsskála. Er ég háfði fengið mér hressingu gekk ég niður að vatninu til að skoða hinn margrómaða sum- ardvalarstað. Víst er það satt, sem sagt er, að staðurinn sé fallegur frá náttúrunn- ar hendi, og sízt ura of rómaður. En það var einnig annað, sem ég tók eftir, og það var hinn viðurstyggi legi sóðaskapur, er það fólk, sem hef ur dvalið þar í sumar hefur látið eft- ir sig. Suðaustan við vatnið, þar sem tjöldin hafa staðið þéttast (í hraun- inu), er ófagurt um að litast. Þarna eru alls konar matarleifar út um allt, dósir, flöskur heilar og brotnar, pappaumbúðir og bréfarusl og ýmis annar óþverri, er ég hirði ekki um að nefna. Þetta er sjálfsagt að kenna því fólki, .sem þarna hefur dvalið í sum- ar. Og eftir öllum ummerkjum hefur það góða fólk afar takmarkaðan smekk fyrir náttúrufegurð, og því minni sómatilfinningu. En þó finnst mér ekki öll sökin vera hjá þessu fólki, er þarna hefur dvalið. Heldur finnst mér gestgjaf- inn, Vigfús Guðmundsson, vera á- mælisverður fyrir það skeytingar- leysi, er hann heíur sýnt, þar sem hann leigir tjaldstæðin, að láta slík- an sóðaskap viðgangast. Með þökk fyrir birtinguna. Ferðamaður. ATH. RITSTJÓRA. Það er ekki nema sjálfsagt að birta þetta bréf „ferðamanns", því aldrei er of oft minnzt á að sýna móður náttúru nærgætni í umgengni, og sóðaskapur slíkur sem „ferðamaður“ talar um er svívirða. En getur ekki verið að hann hafi Vigfús Guðmunds son fyrir rangri sök, er víst að það sé Vigfús, sem leigir þessi tjaldstæði? Ef hér skyldi vera um misskilning að ræða, er Þjóðviljanum ánægja að birta leiðréttingu. Mörgum línum svarað með fáum línum. Einn allra „vinsamlegasti“ leiðtogí Alþýðuflokksins hefur sent mér þó nokkuð margar línur undanfarna daga í Alþýðublaðinu. Undir þessar línur hefur hann ritað: „Með vin- semd. Gamall flokksbróðir". Þessuni mér „vinsamlega“ leiðtoga til verð- ugs heiðurs ætla ég að birta niður- lagsorðin úr einu þessara bréfa hans. Þau eru þannig: „Nei, séra Sigfús, haltu bara á- ' fram ósanninda og loddara starfinu, | til þess ert þú sýnilega kominn í þennan heim. En þú sérð nú þessa dagana hvað bíður slíkra manna og síðar kemur röðin áreiðanlega að hinum kommúnistísku lygurum, þó þessa dagana séu það afkomendur ykkar, fasistarnir og nazistarnir, sem þola dóm sinn. Það verður áreiðan-1 lega ekki hátt risið á þér þegar þar að kemur — ef þú verður þá ekki búinn að forða þér fyrir fullt og allt yfir til Kveldúlfs og Bjarna". Tvennt má læra af þessu. Fyrst hvað „vinsemd" Alþýðuflokksleiðtog- anna þýðir, og þar næst, að hver sá er kýs sér skjól hjá „Kveldúlfi og Bjarna“ þarf ekki að óttast árásir frá þeirra hendi. Með þessum fáu línum er hinum mörgu „vinsamlegu“ línum míns gamla flokksbróður fullsvarað. Sigfús A. Sigurhjartarson. En svo var það „fyrrver- andi Alþýðuflokksmaður‘;. Það voru nokkrir bréfkaflar, sem „fyrrverandi Alþýðuflokksmaður ‘ hefur sent Þjóðviljanum, sem gáfn mínum „gamla flokksbróður“ anda- giftina, er stjórnað hefur penna hans í tilskrifunum til mín. Þessi „fyrrver andi Alþýðuflokksmaður“ hefur nú sent mér sitt fjórða bréf. í upphafi bréfsins vikur hann nokkrum orðum að mér persónulega, og verður hann að sætta sig við, að ég striki þau út. Þjóðviljinn er ekki gefinn út til að ræða um mína persónu, við skulurr eftirláta Alþýðublaðinu það hlutverk og er þá vel fyrir séð. Ekki sé ég heldur ástæðu til að vera að birta hugleiðingar hans um leit þeirra Al- þýðuflokksmanna í hinu mikla safni gamalla Alþýðuflokksmanna, sem nú starfa í Sósíalistaflokknum, að höf- undi þessara bréfa. Eg strika þau um mæli iíka út. Þannig limlest færðu svo þetta fjórða bréf þitt birt „fyrr- verandi Alþýðuflokksmaður“. En vel komið er að birta fleiri bréf frá þér. S. A. S. Enn um Dagsbrún og Al- þýðuflokkinn. i Herra ritstjóri! Þeim Alþýðublaðsmönnum gengur að vonum erfiðlega að verja málstað sinn gagnvart verkamönnum og Dags brún um þessar mundir. Nú nægir þeim ekki lengur að beina rógi sín- um að stjórn Dagsbrúnar aðeins, þeir verða lika að hella úr skálum Háskólanámskeið fyrir verzlunarmenn í vetur mun háskólinn halda nokkur námsskeið fyrir starfandi verzlunarmenn, eins og síðastliðinLn vetur. VerÖa námsskeiðin þessi: Bókfærsla og er paö nám- skeið ekki fyrir byrjendur, heldur þá, sem verið hafa í verzlunarskóla eöa hafa feng- iö svipaða menntun. Verður* kennslán aöallega verkleg. Rekstrarhagfræði, og er þar fjallaö um ýmis atriöi hag- fræöinnar, sem sérstaka. þýö ingu hafa fyrir þá, sem fást viö atvnnurekstur og við- skipti. Þjóðhagfræði, og er þar fjallaö um hin almennu lögmál hagfræöinnar. Enska og þýzka, og eru þau nám- skeið ekki ætluö byrjendum, en jöfn áherzla lögö á al- menna kennslu og bréfa skriftir. Bókfærslunámskeiöið verö- ur 3 stundir vikulega, en hin tvær. G. E. Nielsen, löggiltur endurskoðandi, kennir verk- lega hlutann í bókfræslunni, en Gylfi Þ. Gíslason dósent bóklega hlutann og rekstrar- hagfræðina, Bjöm Bjarnason magister ensku og dr. Irm- Framh. á 4. síðu. reiði sinnar yfir Sigfús Sigurhjartar- son. Bókstaflega allt, sem Alþýðublaðs- menn segja um stjórn Dagsbrúnar er uppspúni og rógur í því einu skyni fram sett, að því er bezt verður séð, til þess að vekja sundrung meðal verkamanna. Alþýðublaðsmenn eru jafnvel svo taktlausir, að þeir viður- kenna „Óðinn“ sem sundrungartæki íhaldsins meðal verkamanna. Félagið sem þeir sjálfir höfðu samstarf við í stjórn Dagsbrúnar í heilt ár og lifðu á náð þess með þeim endemum, sem tæpast hafa orðið í þágu verka- manna. „Segðu mér, hverja þú um- gengst, og ég skal segja þér, hver þú ert“. Síðustu afskipti Alþýðublaðs- ins í stjórn Dagsbrúnar eru tengd bræðraböndum við sundrungarfélag íhaldsins meðal verkamanna. Þeir skríða saman, sem skyldir eru og hafa lík áhugamál. Og nú hefur Al- þýðublaðið lýst þessum félögum sín- um furðulega rétt. Þar sem Alþýðublaðsmenn halda sífellt áfram rógsiðju sinni um Dagsbrún og stjóm hennar og reyna að telja fólki trú um, að hún sé nú miklu veikari fjárhagslega en nokkru sinni áður, skulu þeim útvegaðar nokkrar staðreyndir, er afhjúpa róg þeirra og illmæli um þessi samtök verkamanna. Hér kemur fyrsta staðreyndin: Árið 1932 voru tekjur Dagsbrúnar kr. 10 200,00. Kostnaður við störf þetta ár var kr. 14 500,00. Halli af starfseminni var því kr. 4 300,00. Þrátt fyrir þessa bágu afkomu félagsins þetta ár taldi félagsstjórn- in ekki eftir Dagsbrúnarmönnum að gefa úr sjóði félagsins kr. 2000,00 til Alþýðublaðsins. Það svarar til þess. að núverandi stjóm gæfi úr sjóði Dagsbrúnar kr. 22 000,00 til Þjóðvilj- ans. Sama ár er skrifstofukostnaður Dagsbrúnar kr. 6 650,00. Hlutfalls- lega hefði kostnaður við skrifstofu Dagsbrúnar miðað við innheimtu átt að vera 1942 ca. kr. 80 000,00, en var um 48 000,00, þar í falin laun til þriggja starfsmanna. Eignir Dagsbrúnar minnkuðu 1932 um kr. 4 300,00, en árið 1942 jukust þær um rúmar 44 þús. kr. Þegar svo fór 1932 um hið græna tré, hvernig mundi þá nú fara um hið visnaða? Fyrrverandi Alþýðuflokksmaður

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.