Þjóðviljinn - 22.09.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 22.09.1943, Blaðsíða 3
Miövikudagur 22. sept. 1943 ÞJÖ-JVILJINJ* ÞiðoviiJimf Otgeinndi; Ssinemingaiflokknr alþýoa — SotUliatafkkkarinn Ritttjórar: Einar Olgeirsson Sigfúl Sigurhjartarson (áb.) Ritatjorn: GnrS&ttrtrti 17 — Víkmgiprent Sfmi 227«. Afgreioala og augtýaingaakrif- atofa, Anatnntneti 12 (1. h«6) Sitni 2184. I Vfkingaprent b.l. GaiBaatratti 17. Alexander Guðmundsson FiskveiðiráOstefnan í Lendon og mannavai ríkissQðrnarinnar Það verður ráðstefna um fiskiveiðar í Norðurhöfum haldin í London aö tilhlutun brezku ríkisstjórnarinnar. Það! er um mjög mikilvægt mál að i-æða fyrir íslendinga. Meðal þeirra mála, sem fá þyrfti þar fram, er friðun Faxaflóa og útvíkkun íslenzku land- helginnar, til að tryggja fisk- stofninn. Það hefur verið mikið á- hugamál fiskveiðiþjóða, er veiðar stunda viö lönd sín, að fá landhelgina útvíkkaða. Norðmenn hafa lengi reynt það en komizt skammt. Rúss- ar útvíkkuðu hana upp í 10 mílur og héldu fast við þá á- kvörðun. Það er ^vitanlegt að brezka ríkisstjórnin hefur verið and- stæð útvíkkun landhelginnar. Það þyrfti því aö koma. því svo fyrir að þæ« þjóðir, sem í því máli eiga sameiginlegra hagsmuna aö gæta, stæöu saman um að leggja fast að Bretum aö samþykkja stækk- un landhelginnar hjá þjóöum þeim, sem fyrst og fremst verða að lifa af fiskiveiðum. Mál sem þetta er stórmál fyrir íslendinga, — mál, sem þarf aö ræðast á Alþingi og í utanríkismálanefnd. Fulltrúar ríkisins á slíkri ráöstefnu eiga að hafa fyrir- mæli þings og þjóðar um hvaö þeir skuli vinna og að hverju beri að stefna. En því fer fjarri, hvað snert ir þá nefnd, sem nú hefur verið ákveðin til fararinnar, með Stefán Jóhann sem for- mann fiskveiðisérfræðinga. Málið er ekki rætt á AI- þingi Ríkisstjórnin lætur ekki einu sinni utanríkismálanefnd fá vitneskju um þessa ráð- stefnu. N Sjávarútvegsnefndir þings fá þar heldur. ekkert um aö segja. Ekki er Fiskifélagi íslands boðiö að leggja til mann í slíka nefnd. Algerlega er gengiö fram hjá Fiskimanna- og farmanna sambandi íslands, og sjó- mannasamtökunum og virðist þó svo sem fiskimenn vorir heföu til þess unnið í striui þessu að tekiö hefði verið til- lit til þeirra. Búvisítðlan er röng Niðurlag. í nefndarálitinu er selt hey umreiknað í kindaföður, 22 alls á.kr. 60,00 hvert. Gerir þetta samtals kr. 1.320,00. Hér skakkar æöi miklu frá nefndu neðaltali búreikninganna ár- n 1936—1940. Þar er gert ráö fyrir aö kindafóðrin (selt hey incl.) séu 45. Miðað við kr. 60,00 í meðgjöf með hverri kind, nema þessar tekjur ekki 1320,00 krónum, heldur 2700,00 krónum eða kr. 1380 hærri upphæð en nefndin vill vera láta. En miðaö við rétt framtal- inn meðalheyfeng á búnaðar- skýrslum, fær þetta hvergi staðist og á þessi liður því aö dragast út. Nefndin telur aö meðalbú framleiði 17 tn. af kartöflum. Það svarar til að alls fram- leiði þau rúmlega 100 þús. tn. Miðað við búnaðar- skýrzlumar er þetta ágizkun ein og hún mjög fjarrí lagi. Alls nemur kartöfluuppsker- an í landinu 91 þús. tn. og er ekki ósennilegt aö þar af framleiði bændur 30 þús. tunnur en kaupstaðir og kaup tún hitt. Þennan tekjulið á- ætlar nefndin kr. 1802,00 á meðalbú. Líklegast er að þessi búgrein gefi bændum í aðra hönd um kr. 600,00 og ekk- ert þar fram yfir. Nokkur hluti greiddra vaxta eru tekjur fyrir bændur. í vaxtagreiðslur gerir nefnd in bændum að greiða kr. 900,00 á ári. Er sýnilega viö það miðað að fjármunir land- búnaðarins í meðalbúinu séu um 18—20 þús. kr. Virðist hinsvegar alveg fram hjá því gengið að verulegur hluti þeirra fjármuna sem búiö er metið til, er eign bændanna sjálfra og nokkur hluti hinna; greiddu vaxta því beinar tekj- ur fyrir þá. Mirmsta kosti örl- ar hvergi á þeim ágóða nema En Stefan Jóhann er valinn sem formaður nefndarinnar! Hvaö býr á bak við þetta? Er sendiför Stefáns Jóhanns aðeins yfirskin? Á hann raun- verulega^ að vinna allt ann- að verk, en að berjast fyrir hagsmunum íslands á sviði fiskiveiöanna? Ríkisstjórnin hefur veriö eitthvað undarlega fiskin, er hún renndi færi sínu í mann hafið í Reykjavík og dró upp þennan fiskiformann. Er hon- um ef til vill ætlað að fiska á allt öðrum miðum en fisk veiðaráðstefnunnar? — Þaö er þess vert að þjóðin fylgist með þessum fiskitúr og aflan- um, sem hann færir. ef vera kynni að hans ætti að leita í almenningi grein- argerðarinnar, undir liðnum „ýmislegt". Þá kemur að því að athuga þau atriði málsins sem veiga- mest eru og afdrifaríkust fyr- ir fjárhagsafkomu bænda. sem sé þau, að hve miklu leyti það fær staðist að meðalbúið krefjist þess vinnuafls sem nefndin gengur út frá sem nauðsynlegu og sem nemur til útgjalda hvoi'ki meira né minna en kr. 12.304,00 á hvert býli á landinu. Vert er til glöggvunar í þyí efni að rifja það upp, hvað áður er um það sagt hver áhöfn jarð- anna er í landsmeðaltalinu. En eins og áður er frá skýrt telst fardaga búpeningur landsins samkv. búnaðarskýrsl um að vera 5,5 nautgripir, 7,7 hross og 96 kindur og eru af þeim bústofni 3—4 full- orðnar kýr (kelfdar kvígur incl.) og 5 hross tamin. Útborguð vinnulaun of hátt reiknuð í grein sem ég . ritaði nú fyrir nokkrum dögum benti ég á hve fráleitt það væri að áætla svo háa upphæð í út- borguð vinnulaun og fæöis- kostnað vegna verkafólks, þar eð bóndinn, kona hans og börn myndu í flestum tilfell- um afkasta þeirri vinnu er búiö krefst, nema rétt um heyskapartímann og að sú ó- umflýjanlega hjálp er þá þyrfti við, mundi ekki nema í útgjöldum meiru en 4—6 þús. króna. Sú tálfærsla sem vísitölunefndin gerir innan á- hafnarinnar veldur þar á eng um verulegum breytingum. Þetta ætti að verða mönnum enn ljósara, þá heyþörf bús- fjárins er nánar athuguð jafnframt þeim heyfeng er til fellur. Samkvæmt búnaðar- skýrslum verður heyfengur meðal bújarðar um 350—360 hestburðir og verður að ætla, með tilliti til reiknaðra kjarn- fóðurkaupa að sá heyforði nægi til að framfleyta til- , greindri búfjártölu í hverju j venjulegu árferði. Kostnaður' reiknaður við öflun einnar milijónar hest- burða, sem ekki er aflað Hvað skyldu nú búreikn- ingarnir segja um þetta. í meðaltali búreikninga þeirra, frá árunum 1936—1940, sem til grundvallar eru lagðir gild andi vísitölu framleiðslukostn- aðar landbúnaðarvara, er tal- ið að heyfengur meó'albúsins sé 281 hestburðir af töðu og 228 hestburðir af útbeyi og nemur þá heyöflunin alls 509 hestburðum. Borið saman viö landsmeöaltalið þá fær þetta engan veginn staðizt próf- raun veruleikans, því áð, eins og áður er frá greint, þá er heyöflunin samkvæmt búnað- arskýrslum ekki 509 hestburð- ir heldur 350—360 hestburöir á hverju meðalbúi. Munurinn á því hvað heyjað er, og því, hvaði heyja á að áliti nefnd- arinnar og búreikninganna, er meiri en svo að heimfærður verði undir venjulega reikn- ingsvillu og virðist í fljótu bragði sennilegra að ætla, að hæfileikann til áð álykta rök- rænt og skynsamlega hafi meira brostið. Til þess að hin fráleita niðurstaða um hey- fenginn geti staðizt, þurfa að heyjast á landinu um 3,2 milljónir hestburða, en samkv. niðurstöðum Hagstofu ís- lands og viökomahdi búnað- arskýrslum, en þær eru byggð ar á eigin framtali bænda eins og áður er frá sagt, nem- ur heyöflun allra basnda í landinu aðeins 2,2 millj. hest- burða og vantar þá, svo á- setningur sé sá er Búreikn- ingaskrifstofan telur vera, hvorki meira rié minna en 1 millj. hestb. á nauðsynlega fóðuröflun. Þetta svarar til að bændur afli einungis % hluta þess fóðurs sem ráð er fyrir gert í vísitölunni, sem þýðir aftur á móti einfaldlega það, að lagt er í ákveöinn kostnaö, útborguö vinnulaun og fæöi vegna verkafólks viö heyöflun sem aldrei ier fram að y3 hluta. Raunverulega verður þessi 1 milljón hey- hesta aldrei til og því heldur ekki sá kostnaöur sem þeirra vegna er reiknaður í meöaltali íbúreiknínganna frá árunum 936—1940. Þetta ilgsur svo augum uppi að ekki er um- ræðu vert. Hitt væri miklu frekar athugunarefni, hvern- ig Búreikningaskrifstofa ríkis- ins og vísitölunefndin hafa slampazt fram hjá jafn aug- ljósum staðreyndum um al- menna búnaðarhætti lands- manna. >, * í Kaup bænda. Þá hefur því verið flíkað að ' hin rétta reikningslega út- koma á kaupi bænda hafi ver- ' ið ,13.000,00 krónur, en ekki 14.500,00 krónur eins og fram kemur í nefndarálitinu. 1.500 krónur séu einskonar uppbót serri samkomulag hafi orðið um innan nefndarinnar. Þessi höfðingsskapur gat átt við ef nefndarmenn hefðu getað haft það á tilfinningunni að bændur bæru skertan hlut frá borði, en til þess eru ekki minnstu líkindi. Ég tel mig ekki þurfa að rökræða nánar hina fráleitu „búvísitölu" né þær forsendur sem tilvera hennar er byggö á, en vil að lokum undirstrika það sem ég áður hef haldið fram, að framleiösluverð bún aöarvaranna er ákveðið um li of hærra en rök segja til um að vera eigi. Lætur mjög nærri að veröuppbætur þær sem ríkissjóð á að skylda til aö greiða, nemi áþekkri upp- hæð og með þarf til þess að taka þann kúf af. Hér er því á ferðinni all alvárlegt mál. Það er sém sé til þess ætl- ast af sJkattþegnum landsins að þeir taki að sér að greiða, ekki nauðsynlega niðurfærslu vísitölunnar, heldur óþarfa hækkun hennar sem váfalaust er að verulégu leytá til orðin fyrir pótitíska ýtni einstakra stjórmnálaflokka. Væri hér um óviðráðanleg- ar orsakir að ræða þá yrði þjóðin aö sjálfsögðu skyld til aö taka á sig nauðsynlegar kvaðir þeirra vegna, alveg möglunarlaust. Verði hinsveg- ar það sannað að hér sé á ferðirini „gervimál" eitt o"g annað ekki, þá er þjóðin jafn siðferðilega skyld til þess að varpa af sér hinu óréttmæta oki og hlutast til um, að graf- ið sé fyrir rætur málsins og dregiö fram í dagsljósið það eina rétta um eðli þess og af- leiðingar. Meginatriði. Þar eð grein þessi fjallar um jafn yfirgripsmikið mál og raun ber vitni, þykir ástæða tl að draga saman í nokkrar ályktanir megin atriði henn- ar: 1 Meðaltal búreikninganna árin 1936—1940 er mjög f jarri því að vera ábyggilegt lands- meðaltal. 2. Fylgiskjöl búreikning- anna voru ekki lögð fram og gat því sex manna nefndin ekki sannreynt þá. 3. Tekjur bænda af seldum heyjum og fóðurfé fær ekki staðízt, þar eð heyfengurinn 350 héstb. leyfir ekki neina heysölu frá eigih bústofni. 4. í vaxtagreiðslum bænda eru þeim ekki færðir til tekna vextir af eigin fjármunum. 5. Áætlun vinnukostnaðar er vafaUtið Iangt frá því raun verulega miðað við bústærð. 6. Samkv. búnaðarskýrslum mun kartófluuppskera bænda vera um 5,7 tn. á meðalbú. Tekjur þeirra í þeim lið eru því of hátt áætlaðar, um 8 milljónir króna á öllu land- inu. 7. Heyfengurinn er of hátt áætlaður og nemur skekkjan miðað við framtal bænda í búnaðarskýrsltim 1,- milljón hestburða eða % alls hey- fengs á landinu. Samkv. grunn tölum vísitölunefndar gerir þetta í krónum talið uum 30 milljónir. Á þessa 1 milljón hestburða sem aldrei eru hey- aðir, leggur vísitölunefnd sömu vinnueiningar bændum til útgjalda eins og á þær 2,2 millj. hestb. sem raunveru- lega verða til. í grein þessari hafa niður- stöðum sex manna nefndar- innar verið gerð nokkur skil Framhald á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.