Þjóðviljinn - 23.09.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.09.1943, Blaðsíða 3
Firnixáreudagui í23. sept. 1943. ÞJOJ VILJINS ^ðnwnn Útgefandii SameiningarBokkat alþýfto — Séaía&ietaflokknnim Ritatjírar: Eiaai Olgeirsso* Sigfúa Sigurhjartasson (áb.) Ritstjórn: Garifaatraeti 17 — Vfking.prent Sfmi 2279. Afgreiðala og auglýaingoakrif- stofa. Anatt»ratr«ett 12 (l. b«8) Simi 2184. Vfkingsprent h.f. GarBastrseti 17. Sameinuð eða sundruð Það er mála ljósast, aö alþýða íslands verður fyrr eða síðar, og væntanlega fyr en varir að heyja höfuðorustu um framtíð sína og frelsi, en sú orusta er um leið háð um framtíð og frelsi þjóðarinnar. Mætir alþýðan sundruð eða sameinuð til þeirrar orustu? Á því velta úrslitin, og þess vegna er tímabært að gera sér nokkra grein fyrir líkunum. Samningar sex manna nefnd- arinnar eru eitt hinna stærri spora, sem stigin hafa verið í áttina til einingar alþýðunnar. Með þessari nefndarskipun var farið inn á þá braut, að bænd- ur og neytendur við sjávarsíð- una semdu um viðskipti sín sem jafnréttháir aðilar. Þessir samn- ingar tókust, og það verður erf- itt að komast hjá því að halda áfram á samningabrautinni, en sú braut leiðir tíl einingar al- þýðunnar. Eftirtektarvert er það, að Al- þýðublaðið eitt allra blaða, er óánægt yfir því spori, sem þarna var stigið í áttina til einingar. Dag eftir dag hamast það á full- trúa Alþýðusambandsins fyrir að hafa ekki gert ágreining i nefndinni, og þar með gert starf hennar að engu. Auðvitað er þessum ádeilum raunverulega beint gegn Alþýðusambands- stjórninni allri, hún stóð óskipt að baki fulltrúa síns í nefndinni eins og vera bar, og með hennar samþykki féllst hann á það sam- komulag, sem nefndin gerði. En það er annað spor, og ' stærra, sem fyrirhugað er að stíga á þessu hausti til einingar alþýðunnar. Á þessu hausti verður stofnað bandalag vinn- andi stétta á íslandi undir for- ustu Alþýðusambandsins. Þessi stórfellda tilraun til einingar alþýðunnar mætir andblæstri úr ýmsum áttum en kvað ákveðn- ast frá Alþýðublaðinu, þó hafa Alþýðuflokksmenn á ýmsum stöðum, og í ýmsum félögum léð þessu máli lið og meira að segja hefur Félag ungra jafnað- armanna ákveðið að gérast að- ili að stofnun bandalagsins. Á sviði samvinnumálanna, er og . leitast viö að tengja band milli alþýðunnar við sjó og í sveit. Mikill vilji virð- ist vera fyrir því meðal sam- vinnumanna, að þetta megi takast. En samvinnumenn eiga innan sinna vébanda sitt Alþýðublað og sinn Stefán Pétursson. Jónas Jónsson, sem ræður blaöi samvinnumanna, kom því til leiðar, á aðalfundi Krístínn E. Andrésson: með verðlagsuppbít og nýrri samræmdri stafsetningu fornri Aö undirlagi Jónasar frá Hriflu, efth- áskortm írá kjöt og mjólkurvaldi Alþingis, meö samþykkt Þjóðvinafélagsins jg menntamálaráðs er svo komiö, aö' von er nýrrar út- gáfu af Njálu á vegum Menn- ingarsjóðs með ótakmörkuðu framlagi úr ríkissjóði. Og hvílík útgáfa, eins og nærri má geta. Rokið var í undirbúning hennar í sumar, Magnúsi Finnbogasyni, kenn- ara, flækt út í að búa hana, til prentunar, það er að segja slíta blöð úr prentaðri Finns- útgáfu og krota á þau nokkr- ar stafsetningarbreytingar, svo að ekki verði sagt, að út- gáfan sé nákvæmlega eins. í stað „samræmdrar stafsetning ar fornrar" kemur „ný sam- ræmd stafsetning forn“ með þeim breytingum, a'ð látin verður nægja ein tegund af æ-i, hins vegar þykja óhjá- kvæmileg tvennskonar ö, en kannski verður ritaö st í stað sk 1 miðmynd sagna, ef ekki þykir of stórt spor stigið. Framan viö þessa uppskinn- uöu gömlu útgáfu skilst mér ssvo, að Vilhjálmur Þ. Gísla- son sé ekki ófús að sjóða saman formála, eí hann á ^.völdstund aflögum — þar eð ekki hefur unnizt tími til áö gera útboð á verkinu, svo að konur og karlar alls staðar ; aö af landinu fengju jafna aóstööu til áð keppa um for- \ málann, eins og Hriflujónas hefur hugsað sér í Degi. Þessi útgáfa á tvenns konar markmiö: að gera Siguröi Nor dal og Halldóri Kiljan ein- hverja dularfulla bölvim. Til skarar var látiö skríða, þeg- ar Halldór auglýsti, að hann ætlaði áð gefa út alþýðuút- gáfu af Njálu með nútíma stafsetningu, en áðúr haföi Jónas hafið fjandskap viö Fornritaútgáfuna og viljaö sölsa hana undir Menningar S. í. S. í sumar, að felld var tillaga um áð S. í. S. gerðist aðili að bandalagi vinnandi stétta. Ekki var þó fylgi sundr ungarpost. Jónasar meira en þáð, að aðeins 13 gi'eiddu at- kvæði gegn tillögunni, 5 með henni en 59 tóku ekki þátt í atkvæðagreiöslunni. Það er vert að menn geri sér ljóst, aö fyrir utan hina i eölilegu viðspyrnu, sem stór- atvinnurekendur munu veita öllum tilraunum til áð skapa einingu alþýðunnar munu full trúar þeir innan Framsóknar- ílokksins og Alþýðuflokksins, undir forustu Jónasar Jóns- sonar og Stefáns Péturssonar berjast af alefli gegn slíkri einingu, þó fjöldi þeirra, sem þessum flokkum fylgja muni verða hinir beztu stuðnings- menn einingarinnar. sjóð, eftir áð ritstjóri hennar, Sigurður Nordal, hafði aö Jón asi forspur'ðum valiö sér út- gefanda að Arfi íslendinga. Hins vegar fæ ég ekki skilið, aö þeir muni ekki báðir, Sig- uröur og Halldór, standa jafn- réttir eftir, þó að Menningar- sjóöur sendi Njálu sína gefins um allar sveitir. Annars viröast aðilar þess- arar útgáfu hafa allilla sam- vizku gagnvart Fornritaút- gáfunni. Starfsemi hennar nýtur þjóöarvinsælda fyrir andvirkni og menningaxbrag. Forlagið hefur haft þaö af- markaða verksviö aö gefa út ísiendingasögur og önnur fom rit. Rööin var eljki enn kom- in að Njálu. En hvaða vit gat þá verið í því, að ríkið færi aó dreifa Njálu gefins inn á þúsundir heimila í landinu, rétt áður en Fornritafélagiö, sem var sjálfkjörið til aö vinna að útgáfunni, gæfi bók- ina út? Mönnum gekk víst erfiðlega að neita því með sjálfum sér, að það væri harla kyndug ráðstöfun að láta Menningarsjóösútgáfuna taka fram fyrir hendur þess vandvirka forlags, ekki betur en hún sjálf hafði leyst verk- efni sín af hendi, þar sem hver fásinnan rak aðra. En til þess að friöa samvizkuna, var gripiö til ráðs, sem gefst vel á þessum tíma: að láta ríkis- sjóö greiða uppbætur til Forn- ritaútgáfunnar, bæta henni meö fjámpphæð það tjón, sem hún biöi af því, að rík- issjóður kostaði fyrst aöra út- gáfu af Njálu til að dreifa um landiö og spilla með sölu fyr- ir Njáluútgáfu Fornritafélags- ins! Og til þess að allar aðferð ir væru samkvæmt nýjustu tízku var smalað undirskrift- um þingmanna, er játuðu sig þessu ráöi samþykkir. Prentunarkostnaður við Njálu er áætlaöur 80 þús. kr. (Hið íslenzka, Formitafélag hefur fengið hæst 8 þús. kr. á ári til útgáfu sinnar), þar i að auki fær Magnús Finn- | bogason a. m. k. 200 kr. á örk | fyrir aö breyta stafsetningu. | Aldrei fer svo, að tekjur Menn ingarsjóðsútgáfunnar af tí köllum hennar hrökkvi fyrir útgáfukostnaði þessarar einu bókar. En það skiptir heldur engu máli. Það sem á vantar greiðir ríkissjóður og hinar j bækurnar allar, sem sagt upp- | bætur eftir þörfum. Nú er til | útgáfa Sigurðar Kristjánsson- j ar á Njálu, er fæst i bóka- i verzlunum á 7 krónur. Ég hef ekki heyrt þess getiö, en ekki væri óliklegt, að þessu forlagi yrðu líka greiddar skaðabæt- ur eða upplagið keypt af rík- inu. Mætti síðan selja þessa útgáfu, með 100% álagi, og fá með því dálítið upp í verö- lagsuppbæturnar, sem ríkið þarf að greiöa á Njáluútgáfu Menningarsj óðs. Það er sérstakt hugleiðing- arefni, hvemig ráðstöfun eins og þessi Njáluútgáfa getur orð ið kappsmál Alþingis og náð einróma samþykki Þjóðvinafé- agsstjórnarinnar og mennta- málai'áðs (ef imdanskilinn er einn kommúnisti). Það eru þó engir smákallar, sem sitja í þessum stofnunum, fyrir utan alþingismennina doktorar, fyrrverandi og núverandi landsbók avörð ur, rektor og adjunkt við Menntaskólarm hér, skólastjóri Verzlunarskól- ms, þjóðskjalavorður o. fl. Allt þetta stórmenni samþykk ir ráðstöfun, sem þeir í sín- um hóp hafa um orðatiltæki á þessa leið: auðvitaö er þessi Njáluútgáfa tóm andskotans vitleysa. Þeir samþykkja hana engu síðtu;, og þið skuluð ekki halda, aö þeir beri nokkurn kinnroða. En hér er aðeins eitt dæmi, þótt í smáu sé, sem lýsir upp þjóðfélag okk- ar, frá grunni til þaks; rotn- un þess, spillingu og óheilindi. í næsta hefti af Tímariti Máls og memiingar mim ég taka þetta efni til dálítið ítar- legri meöferðar. Kr. E. A. Samþykktir B. S. R. B. Laun séu samrœmd og hinna versClaunuðd verulega bœtt Þingið féllstlá tillögur fulltrúalsinna í launamálanefnd Hér fer á eftir samþykkt 3. þings B. S. R. B. í launamálum. Leggur þingið áherzlu á að laim séu samræmd en ekki lækkuð, en laun hinna verst launuðu verulega bætt. Ennfremur að starfsmönnum verði raðað í launaflokka og öll laun séu næg til lífsframfæris, en aukagreiðslur fyrir annað en unnin aukastörf falli niður. verði grundvöllur fyrir tíma- kaupi í hverjum launaflokki. 4. Að kostað verði kapps um að raða starfsmönnum í launa- flokka eftir nákvæmustu athug- un á störfum og aðstæðum. 5. Að aldursuppbót fastlaun- aðra starfsmanna verði þannig, að hámarkslaunum verði náð á ekki lengri tíma en sex árum. 6. að fulltrúar Bandalagsins í launalaganefnd ríkisins vinni að því, að starfsfólk í opinberri þjónustu, sem .fær laun sín af skrifstofufé, komi inn í launa- lög.“ Samþykkt þessi var gerð ein- róma. Aukaþing, ef þörf krefur- Þá samþykkti þingið ennfrem- ur eftirfarandi: „Þriðja þing B.S.R.B. felur stjórn Bandalagsins að , kalla saman aukaþing til aðgerð í launamálinu, ef þörf gerist. Að öðru leyti gefvrr þingið stjórn- inni fullt umboð til nauðsyn- legra ráðstafana í launamál- inu.“ )'ja þing B. S. R. B. fellst í aðalatriðum á þann launastiga, sem nefndarmenn B. S. R. B. hafa lagt fram í ríkisskipaöri launanefnd, en áskilur þó hinum einstöku félögum rétt til að setja fram við nefndarmenn tillögur sín ar um tilfærslur milli flokka. í því sambandi vill þingið benda á sérstaklega: 1. Að þeirra aðalsjónarmiða sé gætt, að laun séu samræmd og yfirleitt ekki lækkuð frá því sem þau eru nú. 2. Að launakjör þeirra starfs- stétta, sem verst hafa verið laun aðar, séu verulega bætt, og við það miðað, að laun í lægsta flokki séu nægileg til lífsfram- færslu. 3. Að starfslaun séu almennt svo rúm, að þau samsvari þeim kröfum, sem gerðar eru til starfs ins, enda falli þá niður auka- greiðslur aðrar en fyrir óhjá- kvæmilega aukavinnu. Ákveðið verði, að greiðslur fyrir auka- við stundafjölda og fundinn iiiiinnii m 111111111111111 iii iiiiiiniiimiiiiiii iii miiiiiiMiiiiiiniiiiiiiiiHiiiiiimimimtiuiiiiiiiiiiiiiiniiti ii Símanúmer hjá Almennar tryggingar -ft f. eru 2704 og 5693. mimmmmmimmmmmimmmmmiimmmmmmmmmmiiimmmmiiimiimmmmimmmmimmmimmmmmm KAUPIÐ ÞJÓÐVILJANN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.