Þjóðviljinn - 24.09.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.09.1943, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJIHN Orborgtnnt, Næturlæknir er í Læknavarðstöð Reykjavíkur, sími 1530. Næturvörður í Reykjavíkurapóteki FÖSTUDAGUR 24. SEPT. 19.25 Þingfréttir. 20.30 íþróttafjáttur Í.S.Í. 20.45 Strokkvartett útvarpsins: Flautu- kvartett í C-ciúr eftir Mozart. 21.00 ,,Ur handraðanum“ (Knútur Arn- grímsson). 21.20 Symfóníu-tónleikar (plötur) : Ferðafélag íslands ráðgerir að fara þriðju og síðustu berjaförina á sunnu daginn upp undir Vifilsfell, því þar er mikið af berjum. Lagt af stað kl. 9.45 árdegis frá Lækjartorgi. Farmið ar fram og til baka kosta aaðeins 7 kr. og eru seldir í dag og til kl. 4 á laugardag á skrifstofu Kr. Ó. Skag fjörðs, Túngötu 5. Hlutavelta K. R. verður í dag kl. 5 síðdegis i Listamannaskálanum við Kirkjustræti. Á hlutaveltunni verða 3 þúsund krónur í peningum, stigin saumavél, molasykur í kössum, nið- ursoðnir ávextir, tonn af kolum í ein um drætti, eikarborð 500 kr. virði, far fram og til baka á skíðavikuna á ísafirði, farseðill til Akureyrar, mik- ið af allskonar fatnaði og vefnaðar- vörum og þúsundir ágætra muna. Enginn efi er á því, að bæjarbúar munu fjölmenna á þessa ágætu hlutaveltu, því þar er margt í boði, sem nú er ófáanlegt í bænum. Og allir telja það skyldu sína að styðja þetta þróttmikla íþróttafélag bæjar- FURÐULEG UNDIR- SKRIFT ASÖFNUN Framhald af 1. síðu Undir þetta rita 270 Alþingis kjósendur. Vitað er að andstæðingar þeirr- ar lausnar er stjórnarskrárnefnd sameinaðist um, hafa langan tíma unnið að undiskriftasmöl- un. Eftirtekjan virðist hinsvegar heldur rýr og væri vafalaust hægðarleikur að safna 27 þús- und undirskriftum á áskorun um að Alþingi færi hiklaust leið þá, er stjónarskrárnefnd vísaði. Hinsvegar er þessi undirskrift arsmölun vægast sagt mjög ó- heppileg og vanhugsuð á þessu stigi sjálfstæðismálsins. OOOOOOOOOOOOOOOOO DAGLEGA NÝ EGG, soðin og Krá Kaffisalan Hafnarstræti !6. ooooooooooooooooo NÝJA Rté Vor sólskinsár (On the Sunny Side) Roddy McDowell Jane Darwell Stanley Clements. Sýnd kl. 5, 7 og 9. SiAXNABBlé < Serkjaslóðir (Road to Morocco) Amerísk gaman- og söngva- mynd. Bing Crosbie Bob Hope Dorothy Lamour Sýnd kl. 5, 7 og 9. Fruuuaro stsíaiista ii liílMim Maðurinn minn og faðir okkar PÁLL BÁRÐARSON verður jarðaðxu- að Ytri-Skógum miðvikudaginn 29. þ. m. kl. 11 f. h. stundvíslega. Kveðjuathöfn fer fram í Dómkirkjunni næst- komandi laugardag kl. 11 f. h. Blóm og kransar afbeðnir, minn- izt í stað þess Slysavamafélagsins. Fyrir hönd vandamanna, Margrét Oddsdóttir B. Óli Pálsson, Gústaf E. Pálsson. Kven- og karlmanna ULLARRYKFRAKKAR Verzlun H. Toft Skólavörðustíg 5 Sími 1035 Setepmbermótið Framh. aí 3. síöu. 2. Jóel Kr. Sigurðsson í. R. — 52,59 m. 3. Jens Magnússon — 45,62 m. Kúluvarp: 1. Gunnar Huseby K. R. — 14,57 m. 2. Siguröur Finnsson K. R. — 13,49 m. 3. Jóel Sigurösson í. R. — 12,49 m. Huseby geröi tilraun til aö setja met í kúluvarpi beggja handa, og tókst það. Kastaöi hann 14,57 m. með betri en 11,91 m. með lakari hendi, eöa samtals 26,48 m. gamla metið átti hann sjálfur. 1000 m. hlaup 1. Höröur Hafliðason Á. — 2,47,2 2. Óskar Guðmundsson K. R. — 2,48,1 3. Óskar Jónsson í. R. — 2,48,9 Stjórnarboðhlaupið vann F. H. á 48,0 sek. Nr 2 varð Ármann á 49,9 sek og í. R. á 52,5 sek. F. H. hefur unn- ið í öll 5 skiptin sem keppt hefur verió 1 þessum tilgangi. Öldungaboðhlaupið vann Ár mann í 5 skifti, eða síðan það byrjaði, og náði nú einum bezta tíma, 54,9 sek. í sveit inni voru Þórarinn Magnús- son, Konráð Gislasðn, Stefán Runólfsson, Jóhann Jóhann- esson og Sigurjón Pétursson. MUNIÐ Kaffisöluna Hafnarstræti 16 áOOOOOOOOOOOOOOOO „ÁFANGAR“ Framhald af 1. síðu. dagur, íslenzk yoga, Samlagn- j ing, Viljinn og verkið. Kurteisi, Manndráp. I næsta bindi gerir höfundur j ráð fyrir að verði mannlýsingar | er áður hafa birzt á víð og dreif, 1 en í síðari bindunum verði efni, sém eigi hefur áður komið fyr- ir almenningssjónir. Allir bókamenn munu fagna því að fá þessa ágætu útgáfu á ritgerðasafni Nordals. ÆTLAR STJÓNIN AÐ HALDA ÁFRAM AÐ - Framhald af 1. síðu. þeirri stefnu stjórnarinnar að lækka vísitöluna án þess að lækka dýrtíðina, ef hún spyr þingið. Það verður ekki sízt fróðlegt að sjá, hvaða flokkar vilja eira stjórninni, ef hún gengur fram hjá þinginu. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Framhald af 1. síðu Er smíði nýrrar vörugeymslu þegar hafin samkvæmt munn- legum upplýsingum flotafor- ingja Breta. Öllum leiklistarunnendum og öðrum íslendingum er það ó- blandið gleðiefni, að þjóðleikhús inu skuli nú brátt skilað í hend- ur íslendinga Jafnframt verð- ur þess krafizt, að þegar verði hafnar framkvæmdir við það að fullgera þjóðleikhúsið svo ís- lenzkir leikarar fái loks viðun- andi starfsskilyrði. 3SSSS3SS888S8S$88g888OT? Gerizt áskrifendur Þjóðvilians Framh. af 1. síðu. og annast stjórn þessi allan daglegan rekstur samsölunn- ar, ræður framkvæmdastjóra og annað starfsfólk. Skal bæj arstjóm setja mjólkursamsölu starfsreglur, en ráðherra stað festir þær að fenginni um- sögn mjólkursölunefndar“. M j ólkurverðlagsnef nd „Innkaupsveró mjólkur samsölu á mjólk og mjólkur- afuröum hvers verðjöfnunar svæðis skal ákveðiö af 5 mönnum. Menn þessir eru skipaðir þannig: Tveir menn skulu til- nefndir af bæjarstjórn eða hreppsnefnd, tveir menn til nefndir af stjórn hlutaaöeig- andi mjólkurbús eöa mjólkur búa, en ef mjólkurbú starfa ekki á verðjöfnunarsvæðinu, þá skulu þeir tilnefndir af Búnaðarfélagi íslands, en oddamann skipar hæstiréttui'. Innkaupsverð mjólkursamsal- anna skal, svo sem við veröur komið, reiknað út eftir visi tölu. Nánari ákvæði um þetta skulu sett meö reglugerð. Þar, sem ákvæöi laga þess- ara um verölagsákvæöi ná ekki tii, er veröið til mjólkur samsala ákveöið meö samn- ingum milli viðkomandi sam sala og þeirra mjólkurbúa eða mjólkurframleiðenda, sem til greina geti komið sem selj- endur neyzlumjólkur á þeim staö. Náist samkomulag ekki, skai nefnd sú, er um ræöir 1 þessai'i grein, ákveða inn kaupsveröiö“. Ákvæöi þetta komi þó eigi til framkvæmda meöan sam- AUSTURVÍGSTÖÐV- ARNAR Framh. af 1. síöu. austur af borginni í gær, og herinn sem sækir að Smolensk úr norðvestri, átti aðeins 30 km. ófarna til borgarinnar. ar. Þjóðverjar óttast sýnilega sókn Rússa á Smolenskvíg- stöövunum og hafa sent þang að úrvalshersveitir ef veröa mætti aö þeim tækist aö stööva hinar signrsælu sovét ■ hersveitir. En hingaö’ til hafa allar tilraunir Þjóöverja í þá átt reynzt ái’angurslausar. Rússar sækja hratt fram í átt til Kieff, og segir 1 einni fregn, aö orusturnar sem nú eru háöar austur af borginni séu í raun og veru um yfir- ráö borgarinnar, því takist Þjóöverjum ekki aö stööva sókn Rússa fyrir austan borg ina, sé engin leiö aö verja hana sjálfa. Framsveitir rauöa hersins voru aöeins 10—15 km. frá Kíeff í gærkvöld, aö því er segir í miðnæturtilkynning unni frá Moskva. AUCLYSIÐ í ÞJÓÐVILJANUM komulag vísitölunefndar land búnaöarafuröa er í gildi. — Sjá síöar. Skipun mjólkursölunefndar „Mjólkursölunefnd skal skipuö til 4 ára í senn. í hennj eiga sæti 7 menn, skipaðir á eftirfarandi hátt: Sameinaó Alþingi kýs 3 menn hlutbundinni kosningu, BúnaÖarfélag íslands skipar 2 menn, Alþýðusamband Ís- lands skipar 1 mann og Bandalag starfsmanna ríkis og bæja skipar 1 mann. Nú vanrækir einhver þeirra aðila, er skipa eiga menn í mjólkur sölunefnd, að gera það, og skal þá ríkisstjómin skipa mennina í þeirra staö. Á sama hátt skulu skipaðir varamenn og til jafnlangs tíma. Mjólk- ursölunefnd kýs sér sjálf for mann og skiptir að öðm leyti meö sér verkum“. . Þá segir m. a. svo í „ákvæðum um stundarsakir“: „Eftir að lög þessi hafa öðlast gildi, skal þegar skipa mjólkur- sölunefnd samkvæmt þeim regl um, sem lögin fela i sér, og fell- ur bá niður umboð núverandi nefndar. Meðan verð það á mjólk, sem samkomulag varð um í vísitölu- nefnd landbúnaðarafurða, gild- ir, kemur 5. gr. þessara laga, um mjólkurverðlagsnefnd. ekki til framkvæmda“. I greinargerð frumvarpsins segir m. a. svo: „Tilgangur frumvarps þessa er sá að laga verstu gallana á nú- gildandi lögum um sölu mjólkur og mjólkurafurða, þann galla, er kemur mjög þungt niður á neyt endum og skaðar raunar fram- leiðendur líka. Þessi galli er í því fólginn, að neytendur mjólk urinnar eru alveg afskornir með að geta haft nokkur minnstu phrif á sölufyrirkomuiag, eftirlit með meðferð mjólkurinnar heil- brigðislega eða aðstöðu til þess að geta fylgzt með, að milliliða kostnaður verði ekki of hár“. „Það fyrirkomulag að láta framleiðendur ráða öllu um sölu og dreifingu mjólkurinnar en gera neytandann alveg afskipt- an er með öllu ótækt. Sú litla hluttaka, sem neytendúm var tryggð með því fyrirkomulagi, er var á mjólkursamsölunni í Reykjavík og afnumin var í sum ar, hefur aldrei fullnægt kröf- um þeirra“. „Með samningum vísitölunefnd ar landbúnaðarins er gengið inn á þá braut að tryggja bændum ákveðið verð fyrir neyzlumjólk, kr. 1,23. Eðlilegt framhald þeirra samninga er það, að neytendur taki nú við mjólkinni sjálfir beint frá bændum og ráði því sjálfir, hvernig þeir haga dreif- ingu hennar. Það fyrirkomulag að ákveða með samningum verð ið til bænda felur það í sér, að neytendpr annast sjálfir dreif- ingu og sölu. Bóndinn hefur mestan hag af því, að neytand- inn sé sem ánægðastur með dreif ingarfyrirkomulagið, og þess vegna er það bezt fyrir hann að láta neytandann sjálfráðan um það“.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.