Þjóðviljinn - 25.09.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 25.09.1943, Blaðsíða 2
2 T - ð TT ~ L T ' N r Laugardagur 24. sept. 1943. S. G. T. dansleikur verður í Listamannaskálanum í kvöld kl. 10. — Aðgöngumiða- sala kl. 5—7, sími 3240. —> Danshljómsveit Bjama Böðvarssonar leikur. — S. F. H. dansleikur í Tjarnarcafé í kvöld klukkan 9,30- — Aðgöngumiðar sendir í Tjamarcafé í dag eftir kl. 5. Ölvuðum mönnum bannaður aðgangur. Símanúmer hjá Almennar tryggingar h. f. eru 2704 og 5093. Menntamálaráð íslands tilkynnir, að þeir listamenn, sem kynnu að vilja óska þess að ráðið skoði verk þeirra í þeim tUgangi að keypt verði af þeim verk til væntanlegs Listasafns, geta snúið sér með slík tilmæli til skrifstofu Menntamálaráðs, Hverf- isgötu 21, simi 3652. MENNTAMÁLARÁÐ ÍSLANDS NÁMSKEIÐ Alþýðusambands íslands fyrir meðlimi sambands- félaga, hefst í Reykjavík 2. nóvember n. k. Umsóknir um þátttöku sendist skrifstofu sam- bandsins fyrir 25. október n. k. Honum þætti vist þunnt að lifa á einu saman „brauð- inu“ Séra Sveinbjörn Högnason hefur gengið fram fyrir skjöldu í baráttu Framsóknarmanna fyrir völdum hinna illræmdu kjöt- og mjólkur- verðlagsnefnda. Eins og kunnugt er mun klerkurinn þyggja meiri laun fyrir „störf“ í nefndum þessum og öðrum skaðsemdarstofnunum en tekjur nema af brauði hans í Fljóts- hlíð. Einum þeim, er hlýddi á þingræðu klerksins um þetta mál varð að orði: „Það er ekki von að hann vilji missa mjólkina. honum þætti víst þunnur þrettándi að lifa á „brauð- inu“ einu saman. Heldur til bóta fyrir Hitler Alþýðublaðið skrifaði nýlega leið- ara um undanhald Þjóðverja í Rúss- landi, og komst að þeirri niðurstöðu, að heldur væri það nú til bóta fyr- ir Hitler, og að sennilega mundi það lengja stríðið til muna. En skyldu nú vonir Alþýðublaðsins um að Hitler takist að vinna „hið menningarsögu- lega hlutverk" að útrýma sósíalism- anum, ekki vera að byrja að dofna, þrátt fyrir allt? Enn um bílaviðkomur í Innri-Njarðvík. Herra ritstjóri! Enn bið ég Bæjar- póstinn fyrir greinarkom. Magnús Stefánsson form. skipu- lagsnefndar fólksflutninga hefur í CTTTf Með skírskotun til fyrri aug- lýsingar um að vér tækjum á móti flutningi til hafna milli Haganesvíkur og Blönduóss fyrir hádegi í dag, tilkynnist hér með, að fresta verður þessari vörumóttöku, og munum vér auglýsa nánar, hvenær hún get- ur farið frgm. Akranesferðirnar Þjóðviljanum þ. 26. f. m. svarað, sem hann kallar svo, greinarkomi frá mér í sama blaði frá 22. sama mánaðar. Kann ég honum þakkir fyrir þær upplýsingar, sem hann gefur, enda þótt „svar“ hans sé ekkert svar við því ófremdarástandi, sem Innri- Njarðvíkingar hafa átt við að búa hvað bílaviðkomur snertir og ég vildi lýsa með letrun greinarinnar. Hans svar verður aðeins til þess að færa sökina af einni nefnd yfir á aðra og er ekki nema gott um það að segja að skýrt komi fram hver valdið hafi. Síðan er það að segja um þetta mál, að það hefur verið kært formlega til póststjórnarinnar, en hvergi hef ég séð í blöðum bæjarins dómsnið- urstöðu þeirrar, kæru. Úrslit málsins eins og Njarðvíkingum eru þau kunn eru með þeim endemum, að póst- stjómin mun ekki hafa talið sig vaxa sem valdhafi af þeim. En samkvæmt bréfi póststjórnarinnar, sem hún sendi kæranda afrit af, áttu sérleyf- ishafamir, Steindór og Keflavíkur- hreppur, að koma við í Innri-Njarð- vík frá 1. sept. á leið til Reykjavíkur að morgni og að kvöldi á suðurleið — sína vikuna hvor. Enda þótt sér- leyfishafamir hefðu nú breytt eftir þessu boði póststjómarinnar síðan, sem þeir hafa þó ekki ætíð gert, eru það ekki nema hundsbætur fyrir undanfama vanrækslu með viðkomu í Innri-Njarðvík. Og hváð um sektina eða hegning- una, sem um getur í 9. gr. laga um skipulag fólksflutninga með bifreið- um og M. St. lætur prenta upp til leiðbeiningar í „svari" sínu. Vill ekki póststjórnin upplýsa það? Sem einn maður fylkja Innri-Njarð víkingar sér um þá sjálfsögðu kröfu að sérleyfishafamir komi við í hverri ferð og ekki einungis niður að kirkju og snúi þar við, eins og nú á sér stað, heldur fari gegnum Hverfið. Og jafnframt krefjast þeir þess að bréfhirðing komi á staðinn og betri skil verði á pósti Innri-Njarðvíkinga hér eftir en hingað til hefur verið. Njarðvíkurbúi. Happdrætti Hallgrímskirkju. Herra ritstjóri! Eg hef hugsað mér að fá við tækifæri að svara í blaði yðar síðari grein kunningja míns, hins heiðna húsnæðisleysingja. Þó að á því verði nokkur dáttur vil ég ekki láta hjá líða að útskýra dálitla skekkju í grein hans. Hann bendir á, að Hall- grímssöfnuður fái happdrættisleyfi 28. mai, en Laugarnessöfnuður 21. apríl og því orðið fyrri til og við íarið í kapp við hann. M. ö. o., grein arhöfundur kemst að þeirri niður- stöðu, að ég hafi sagt ósatt í minni grein, og þá sennilega vísvitandi. Til þess að firra mig slíkum grun hans eða annarra, langar mig til að gefa eftirfarandi skýringar. Þegar 18. nóv. 1941 er Hallgrímssöfnuður búinn að fá leyfi til húshappdrættis, heilu ári og ca. 5 mánuðum á undan Laugar- nessöfnuði. Skyldi dráttur þá fara fram haustið 1942. Af ýmsum orsök- um gat ekki af því orðið, en þó var haldið áfram undirbúningi happ- drættisins, (meira að segja prentað- ir miðar) og almenningi gert viðvart að við væmm alls ekki hættir við happdrættið. í maímánuði í vor var happdrættið loksins undirbúið, en af því að þá var liðið fram yfir þann tíma, en drátturinn var ákveðinn, þurfti að fá happdrættisleyfið endur nýjað, og það var gert með nýju happdrættisleyfi 28. maí 1943. — Það er sú dagsetning, sem greinarhöfund- ur hefur fengið sem stofnunardag happdrættisins. — Það sem ég held fram og tel að standi óhaggað er þetta: 1) Að Hallgrímssöfnuður fékk happdrættisleyfi, áður en nokkur annar söfnuður hafði fengið leyfi til húshappdrættis. 2) Happdrættisnefnd okkar hélt stöðugt áfram undirbúningi, þó að, því miður, sá undirbúningur tæki svo langan tíma, að fá þyrfti nýtt leyfi, þegar til kom. Hafi einhverjir hald- ið að við værum hættir við happ- drættið, var þeim innan handar að fá vitneskju um að svo var ekki. Eg mun nú ekki frekar ræða þessa ásökun í okkar garð, að við höfum, viljað níðast á Laugarnessöfnuði, en vona, að landsmenn leggist á eitt að styðja báðar þessar nauðsynlegu kirkjur. ■ Jakob Jónsson. S.G.T.- dansleikur í Goodtemplarhúsinu í kvöld kl. 10. Aðeins eldri dansamir. Aðgöngumiðasala frá kl. 2,30, sími 3355. ALÞÝÐUSAMBAND ÍSLANDS Almenna byggingafélagið h. f. Skrifstofur vorar verða lokaðar í dag ALMENNA BYGGINGAFÉLAGH) h.f. FRÁ 26. SEPT. 1943 FYRST UM SINN Sunnudaga: Engar ferðir Mánudag n. k. óbreytt áætlun, en upp frá því alla virka daga: Frá Reykjavík kl. 11,30 árdegis Frá Akranesi kl. 4,00 síðdegis nema laugardaga, þá verður far- ið frá Akranesi kl. 3 síðdegis. ÁsKriftarsími Þjððviljans er 2134 DUGLEGAN SENDISVEIN vantar okkur frá 1. október næstkomandi. • - AFGREIÐSLA ÞJÓÐVILJANS ' Skólavörðustíg 19. Anglýsing nm hámarksvnrð Með tilliti til árstíðasveiflna á verði eggja hefur Viðskiptaráðið ákveðið eftirfarandi hámarksverð á eggjum frá og með 25. september 1943. íheildsölu .......... kr- 14,60 í smásölu ........... — 17,20 Með auglýsingu þessari er úr gildi fallin tilkynn- ing Viðskiptaráðsins um hámarksverð á eggjum, dags.. 30. apríl s. 1. Reykjavík, 24. september 1943, VERÐL AGS ST J ÓRINN. AUGLÝSIÐ í ÞJÓÐVIUANUM

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.