Þjóðviljinn - 28.09.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 28.09.1943, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN Nætnrlæknir er í Læknavarðstöð Reykjavíkur, sími 1530. Naeturvörður í Reykjavíkurapóteki ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPT. 20.30 Erindi: Er styrjöldin stríð milli hag- kerfa? I: Sögulegt yfirlit (Gylfi Þ. Gíslason docent). 20.55 Lög og Iétt hjal (Pétur Pétursson). 21.20 Hljómplötur: Kirkjutónlist. Hlutaveltuhappdrætti Ármanns. Þessir vinningar komu upp: Nr. 10504 íslendingasögumar. — 11925 Málverk. — 4494 Stoppaður stóll. — 11952 Orðabók Sigf. Blöndals. — 22885 Rykfrakki. — 16867 Frakkaefni. — 12142 Skíði. — 10914 Fataefni. — 915 Safn af bamabókum. — 31767 Værðarvoð. — 4181 Stækkuð ljósmynd. — 8815 Bakpoki. — 13819 Arfur íslendinga. — 12495 50 kg. hveiti. — 10730 Katrín mikla. Vinninganna sé vitjað sem allra fyrst í Körfugerðina í Bankastrætí. Leikfélag Reykjavíkur hefur frum sýningu á Lénharði fógeta annað kvöld. Aðgöngumiðasalan er opin frá kl. 4 í dag. Frá Alþíngt Tramh. af 3. síðu. Sigfús Sigurhjartarson hafði framsögu í máli þessu, en næst- ur talaði Eysteinn Jónsson af hálfu Framsóknarflokksins og kvartaði sáran. Var á honum að finna, að Framsókn þættist missa spón úr aski sínum, ef neytendur fengju rétt sinn. Hrópaði hann upp að hér væri ,,pólitísk of- sókn" á ferðinni og mun það vera alveg nýtt fyrirbirgði í þinginu, að Framsóknarmenn fari að kvarta undan pólitískum ofsókn- um. Umræðu var ekki lokið. Heimavistin við Laugar- nesskólann verður ekki lögð niður . Skplalœknar og bccrnatíerndar- nefnd hafa sent bœjaráði álit tíarðandi heimatíist fyrir tíeikluð börn í Laugarnesskóla, og leggja )bessir aðilar eindregið gegn þtít uð heimatíistin tíerði lögð niður. Eins og kunnugt er, kom fram sú furðulega tillaga frá skóla- nefnd Laugarnesskóla, að leggja heimavist þá, sem starfað hefur við skólann fyrir veikluð börn, uiður. Steinþór Guðmundsson mælti eindregið gegn þessari til- lögu á síðasta fundi bæjarstjórn- ar. Á fundi bæjarráðs í gær, lá fyrir álit skólalækna og barna- verndarnefndar á málinu, og mæltu þessir aðilar eindregið gegn því, að heimavistin verði lögð niður. Upplýst var og að skóla- stjóri hefði fallið frá sinni tillögu um að leggja heimavistina niður, og er málið þar með úr sögunni. Auglýst eftir vélstjórum við ihtaveituna. Upplýst var á fundi bæjarráðs í gær, að ráða þyrfti fjóra vél- stjóra við hitaveituna. Þrír þeirra eiga að starfa uppi á Reykjum við dælustöðina þar, en einn við dælustöðina í Oskjuhlíð. Samþykkt var að auglýsa þess- ar stöður lausar til umsóknar. NÝJA nté BæjarslúðrijB (The Talk of the Town) Stórmynd með Ronald Colmann. Jean Arthur Cary Grant. Sýnd kl. 6,30 og 9. Bönnuð börnum yngri en 14 ára. I TVIFARINN Kl. 3 og 5 (So you won’t Talk) með skopleikaranum Joe E. Brown. Serkjaslððir (Road to Morocco) Amerísk gaman- og söngva- mynd. Ring Crosbie Bob Hope Dorothy Lamour Sýnd kl. 5, 7 og 9. MUNIÐ Kaffisöluna Hafnarstræti 16 LEIKFELAG REYKJAVIKUR „LÉNHARÐUR FÓGETF eftir Einar H. Kvaran. Frumsýning' annað kvöld kl. 8. 2. sýning á fimmtudag 30. þ. m. Aðgöngumiðasalan er opin frá kl. 4 til 7 i dag. tiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiin 11111111111•IIIII•IIII■••IIIIIIIII■IIIII■IIIII■IIIII•*••III■•II•••I•II••II•IIII•>♦••I•I•■I••••I••I••••M>••••■•■••••»< iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuut>Mniiiiiniiiiiiiiiiimii»iiim>mmiiiiiiiiiiiniiiiiii:iiiiiiiiiiiiim» GUÐMUNDUR JÓNSSON: Kveðjuhljömleikar í Gamla Bíó í dag 28. september kl. 11,30 e. h. Við hljóðfærið: Einar Markússon. Aðgöngumiðar seldir í Bókaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar og Hljóðfærahúsinu- Brunatryggingar í Reykjavík boðnar út Ákveðið hefur verið að bjóða brunatryggingar á öllum hús- eignum í Reykjavík út frá 1. apríl 1944 að telja. Óskað verður að tilboðin verði miðuð við þau lög og reglur, sem nú gilda um brunamöt hér í bæ, og einnig við þann gnmdvöll, sem skapast mundi ef lögum þessum og reglum yrði breytt í það horf að möt yrðu samræmd gangverði, og breytast samkvæmt vísitölu. Eins og kunnugt er hefur mál þetta legið alllengi fyrir bæjar- ráði. BæjarráS ákvaS á sínum tíma aS segja ekki upp samn- ingum þeim, sem í gildi hafa veriS viS Sjóvátryggingarfélag ís- lands um brunamöt í bænum. SjóvátryggingarfélagiS fór hins vegar fram á allverulegar hækk- anir á iSgjöldunum. Almennar tryggingar h.f. hafa skrifaS bæjarráSi og leitt aS því rök, aS rétt og sjálfsagt væri, aS tryggingarnar yrSi boSnar út, og taliS sig reiSubúiS aS gera tilboS. Á síSasta fundi bæjarstjórnar var bæjarráSinu faliS máliS til endanlegrar meSferSar. Á fundi þess í gær var samþykkt, meS samhljóSa atkvæSum, aS bjóSa tryggingarnar og verSa útboSs- skilmálarnir bæSi á íslenzku og ensku. Etdur í Kolasundi I gærkvöld kviknaði í skúr við Kolasund á milli Útvegs- bankans og Nýhafnar. Slökkviliðið var kvatt á vettvang kl. 22,14. Var bá all- mikill eldur í skúrnum og stóð revkjarstrókurinn hátt upd í loftið. Mun skúrinn hafa eyðilagzt að mestu, en hægt var að koma í veg fyrir að eldurinn breiddist út nema gaflinn á Nýþöfn skemmdist nokkuð af vatni, en ekkert af eldi. Um kl. 11.15 var lokið við að slökkva eldinn. Um upptök eldsins er ó- kunnugt. ÞJÓÐVILJINN 8 SÍÐUEL Framlögum til blaðssjóðs Þjóðviljans er veitt móttaka í skrifstofu Sósíalistaflokksins, Skólavörðustíg 19, opin daglega klukkan 10—12 og 1—-7. Flokksmenn! Herðið söfnunina fyrir stækkun. Þjóðviljans^ 2, skiladagur af söfnunargögnunum hefur verið ákveðinn næstkomandi föstu- dag, 1. október. Notið tímann þangað til: vel og vinnið: kappsam- Iega að söfnunínni. Á sunnudaginn verða svo niðurstöður söfn- unarinnar, eins og þær verða þá, birtar. ÞJÖÐVILJINN 8 SlÐUR. Ný frainhaldssaga hefst í Þjóðviljanum á morgun þJÓÐVILJINN ætlar að bregða sér til Norðurlanda eftir næstu sögu, og raunar að lofa lesendum að heilsa upp á gamla feunningja, þó hér sé um sjálfstæða sögu að ræða. Þeir sem Iásu Þjóðviljanrt síðustu mánuðina áður en hann var bannaður vorið 1941, muna eftir sögunni Anna Liegaard, um stórlyndu norsku lækniskonuna, er lifði fyrir mann sinn, heimili og börn, en tófest efeki að sfeilja, að heimilið var bonum ekfei nóg, að í hug hans vakti draum- urinn um hinn glapsilega en erfiða feril vísindamannsins. Ur þessu efni gerði norska skáldkonan Nini Roll Anker ágæta skáldsögu, hjónabandinu og beimilinu var lýst frá sjónarmiði feonunnar og móðurinnar. lesandinn skildi og fann til með Onnu Liegaard í baráttu hennar fyrir því, sem var henni verðmætara en allt armað, heimilið, sem hún hafði skapað. * En höfundurinn fékk þá ágætu hugmynd að skrifa aðra bók, þar sem litið er á þetta viðfangsefni frá sjónarmiði læknisins Roar Liegaards, og seinni konu hans. Roar hlýðir fealli draumsins, sem blaut að kosta bann konu hans og heimili og þægilega og örugga stöðu, tekur sér rétt til að byrja miðaldra nýtt líf, nýjar ástir, og lei'ta sér fullnægju í vísindastarfinu, sem hann hafði alltaf þráð. Einnig úr þessu efni tókst Nini Roll Anker að gera góða skáldsögu, þrungna skilningi á mannlegum breyzkleika og styrk , draum- um og dáðum. Það er þessi saga, sagan um lækninn Roar Liegard og uppreisn hans gegn hversdagslífinu, sem verður næsta fram- haldssaga Þjóðviljans. og hefst í blaðinu á margun. Bæjarhúsin fara mikið fram úr áætlun Stærri íbúðirnar kosta, um 78 þús., þær minni 64 þús. Eins og kunnugt er> úar áœtlað, þegar bœjarhúsin tíoru boð- in til kauPs’ uð stœrri íbúðirnar myndu /jjosfa 66—70 þús. kr-> en nú er /jomið í Ijós, að þœr muni kosta um 78 þús. Minni íbúðirnar tíoru áœtlaðar á 54—58 þús., en þœr /^osfa um 64 þús. Húsin tíerða tilbúin til íbúðar snemma í nœsta múnuði. vsv Þegar bæjarhúsin voru boðin til kaups í sumar, var auðvitað gerð áætlun um, hvað þau mundu kosta. Húsin voru þá boðin til kaups á kostnaðarverði, einsog það reyndist, er þau væru full- gerð, og skyldu kaupendur borga fjórða hluta (25%) þess út, 33V3% af kostnaðarverði skyldi hvíla á fyrsta veðrétti til 40 ára, 20% á öðrum veðrétti til 60 ára un um afhendingu húsanna og 21 %% á þriðja veðrétti til átta ára. Ekki getur hjá því farið, að kaupendum húsanna komi mjög illa, hve illa kostnaðaráætlun bæjarins hefur staðizt, einkum mun mörgum þeirra mjög erfitt að kljúfa hærri útborgun en ráð var fyrir gert. Bæjarráð mun halda fund í aag og taka endanlega ákvörð- iiiiiiiiimM IIMIMIMIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII lllllllllllllllllllllllll KAUPIÐ ÞJÓÐVILJANN iiiimiiimm imiimii 111111111111111111111111111111111 ■1111111111111111111111111111111111111111111111111 imiiiiiniiimi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.