Þjóðviljinn - 29.09.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.09.1943, Blaðsíða 4
þlÓÐVILJINK ■'vTr'' Næturlæknir er í Læknavarðstöð Reykjavíkur, sími 1530. Næturvörður í Reykjavíkurapóteki MIÐVIKUDAGUR 29. SEPT. 19.25 Þingfréttir. 20.30 Utvarpssagan: ,,Liljur vallarins“, XIII, lokalestur (Karl ísfeld). 21.00 Hljómplötur: Lög leikin á bíó- orgel. 21.10 Erindi: Fyrir ströndum Afríku II. (Thorolf Smith). 21.30 Hljómplötur: Islenzkir einsöngvarar og kórar. Leikfélag Reykjavíkur hefur frum- sýningu í kvöld á Lénharði fógeta. Önnur sýning verður annað kvöld. Aðgöngumiðasalan er opin í dag. Afhending matvælaseðla Afhending matvælaseðla fyrir næsta skömmtunartímabil hófst í gær og stendur yfir næstu daga frá kl. 10—12 f. h. og 1—6 e. h. Afhending þeirra fer fram í Hótel Heklu — gengið inn um suðurdyr — en ekki Góðtempl- arahúsinu eins og undanfarið. K. R. vann Walters- keppnina, sigraðl Val með 4:0 í úrslitaleik Walterskeppninn- ar sigraði K.R. Val auðveldlega með 4:0. Tók K.R. þegar í upp- hafi leiks forustuna og hélt henni allan leikinn, nema stutta stund í byrjun fyrri hálfleiks, sem þó gaf Val engan árangur. Settu þeir sín 2 mörkin í hvor- um hálfleik. Voru K.-R.-ingar fljótari „á boltann“, kvikari og sýndu betri samleik en nokkru sinni fyrr á sumrinu. Hafa þeir sýnilega bú- ið sig vel undir þennan leik, og fengu verðskuldaðan ávöxt af elju sinni. Valsliðið var dauft og drunga- legt, samleikur í molum, stað- setningar ekki góðar. Þá vantaði flýti, eða flest það, sem þeir hafa sýnt fyrr 1 sumar, enda sýnilega ekki í æfingu, og er slíkt engin afsökun fyrir ósigri þeirra. — Hraði K.-R.-inganna truflaði Valsmennina svo, að þeir fengu ekki við neitt ráðið. Eru þetta skemmtileg „vertíð- *arlok“ fyrir K.R., en gefa Val umhugsunar ef ni. Valur vann II. fl. mótið eftir að hafa leikið 3 úrslitaleiki við K.R., en áður fóru leikar þannig: 0:0 — 1:1, og í þriðja og síðasta sinn sigraði Valur með 4:0. Á sunnudag fóru fram úrslit í 4. fl„ og vann Fram K.R. með 1:0, og þar með bikarinn til eign- ar. — Bretar taka Foggia Framh. af 1. síðu. Þjóðverjar tilkynntu í gær, að þeir hefðu tekið eyna Korfú, milli Grikklands og „hælsins^ á ítalíu. Fregn þessi hefur ekki verið staðfest. I NÝJá BSé Bæjarslúðrið I (The Talk of the Town) Stórmynd með Ronald Colmann. Jean Artliur Cary Grant. Sýnd kl. 6,30 og 9. Bönnuð börnum yngri en 14 ára. TVIFARINN Kl. 3 og 5 (So you won’t Talk) með skopleikaranum Joe E. Brown. i Þ TiAKNARBðé < Storm skultt þeír uppskera („Reap the Wild Wind“) Stórfengleg mynd í eðlilegum litum, tekin af snillingnum Cecil B. de Mille. RAY MILLAND, JOHN WAYNE, PAULETTE GODDARD. Sýníng kl. 4, 6.30 og 9. Bönnuð fyrir böm innan 14 ára. I MUNÍÐ Kaffisöltma Hafnarstræti 16 LEIKFELAG REYKJAVÍKUR „LENHARÐUR FOGETP eftir Einar H. Kvaran. Frumsýning í kvöld kl. 8. 2. sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðasalan er opin frá kl. 2 1 dag. I ■ MINMMIIIIHVIIIII ÞJÓÐVILJINN 8 SÍÐUR. Annar skiladagur fjársöfnunarinnar fyrir stækkun Þjóðviljans hefur verið ákveðinn ♦ 1. október næstkomandi. Flokksmenn og aðrir sem vinna að söfnuninni eru beðnir að koma þá og skila af listum sínum. Skrifstofa söfnunarinnar er á Skólavörðustíg 19 (nýja húsið)- SÖFNUNARNEFNDl'N. Frá Alþíngí Framh. af 1. síðu. nema þing samþykkti. Benti hann á að Brynjólfur Bjarnason hefði lagt fram frumvarp í efri deild um breytingu á orðalagi dýrtíðarlaganna, til þess að fá úr því skorið hver meining þings- ins væri. Qg fyrst ríkisstjórnin vildi ekki leggja heimildar- beiðni fyrir Alþingi þá væri sjálf sagt að þingið léti Ijósi skoðun sína með afgreiðslu á frumvarpi þessu hið bráðasta. Alþýðuflokkurinn og Fram- sókn þögðu undir umræðum þessum. Vitað er að Framsókn stendur með uppbótunum, en Alþýðuflokkurinn hefur þótzt vera á móti því að ríkisstjórnin hefði heimildir til ótakmarkaðra f járgreiðslna úr ríkissjóði til verðfellingar landbúnaðaraf- urða. Er afstaða hans máske að breytast. ÁsKriftarsímí Þjúðviljans er 2184 RÆTT UM NÝBÝLI Sveinbjörn Högnason flytur þingsályktunartillögu um rann- sókn á nýbýlamálinu. Var tillag- an til fyrri umræðu 1 sameinuðu þingi í gær. Þóroddur Guð- mundsson notaði þetta tækifæri til þess að gagnrýna landbúnað- arpólitík Framsóknar vel og rækilega. Sveinbjörn svaraði með stóryrðavaðli, sem við var að búast úr þeirri átt. Málið var ekki útrætt. MEIRIHLUTI LANDBÍJNAÐ ARNEFNDAR NEÐRI DEILD- AR MÓTI BANNI VIÐ MINKA- ELDI. Pétur Ottesen flytur frum- varp um að banna minkaeldi. Meirihluti landbúnaðarnefndar (Bjarni Ásg., Sigurður Guðna- son, Jón Sigurðsson og Emil Jónsson) hefur nú skilað áliti um málið og leggur til að frum- varpinu sé vísað frá með rök- studdri dagskrá. Pétur er einn með frumvarpi sínu af nefndar- mönnum. Ný saga byrjar í dag NINI ROLL ANKER: ELÍ OG ROAR Elí Tofte hikaði við dyrnar á skrifstofu bróður síns. Svo sneri hún við og læddist inn í stofuna aftur. í annað sinn ... Eyðilögð og skömmustuleg settist hún á stól fast við þilið, studdi hendi undir brjóst sér og reyndi af sefa hjartsláttinn. Hálfdimmt var í stofunni og þögult. Samt fannst henni sem hlutirnir þarna inn og gömlu húsgögnin brostu að henni. Einmitt þarna hafði hún setzt, líka í fyrra sinnið! En hún varð að bíða. Varð að vera róleg — að minnsta kosti þegar hún byrjaði ... Yfir á skrifborðinu lá skeytið frá Roar, það var rétt að hún eygði það innan um allt það hvíta sem þar var; það lá opið, teygði sig eftir hynni og hvatti hana: Farðu inn og segðu það, farðu og segðu Nils það svo það sé frá. Hún laut höfði. Með augun aftur sá hún Roar ... fast við andlitið, sem hún elskaði, tók hún í sig kjark, Eitt lítið spor enn ... svolítil stund enn, þangað til þú og ég verðum saman ævinlega. Þegar hún kom inn til bróður síns, hálftíma síðar, sat hann við skriftir eins og endranær. Ert það þú, Elí? Hann leit ekki upp. Er Tore kominn heim? Nei, Nils. Þá leit hann upp. Og hún fann, að hún hafði varla komið upp orðunum. Tore ætlaði á stúdentafund í kvöld; hún neyddi rödd- ina til hlýðni. En mig langaði til að tala við þig dálítið, Nils. Tofte prófessor lagði frá sér pennann, tók af sér gler- augun og horfði á systur sína. Hún stóð á miðju gólfi undir hengilampanum, birtan helltist mikil og skær yfir granna konuna, lagðist eins og geislabaugur um ljóst hárið. Varir Elí skildust í brosi, en honum fannst augun einkennilega skær ... Það er — hann reis upp í sætinu — það er þó ekki neitt að, Elí? Hún gekk rösklega að skrifborðinu, strauk yfir ennið og settist umsvifalaust í stólinn beint á móti honum. Jú, Nils — hún var enn brosandi, en bogdregin efrivörin titraði — þér finnst það líklega verra. Ég — ég ætla að fara að gifta mig, Nils. Hann gat ekkert sagt. Nú fyrst vék af andliti hans á- reynslusvipurinn, sem ætíð virtist herpa það saman er hann var að starfi. Hann horfði á hana stórum augum, skelfdur. Hefurðu aldrei hugsað að það gæti orðið, Nils? Þá varð hann dálítið feiminn, strauk litla gráa yfirvarar- skeggið og sagði: Nei — en því ekki það, Elí? Þú sem ert svo ung. Og — og það er ekki sanngjarnt að ætlast til að þú verðir alltaf hjá okkur. Hún tók í höndina sem hann rétti, og lagði vangann að henni snöggvast. Þá varð hann djúpt snortinn — ástúðarstarf hennar fyr- ir hann og drenginn hans, löngu árin, frá því Tora dó, yljaði honum .öllum. / Góða Elí! Áður en hann tók að sér höndina snerti hann vanga hennar andartak. Þau þögðu bæði um stund. Ertu ekki nokkurn skapaðan hlut forvitinn, Nils? Eða — hefurðu vitað það? Vitað það? Hann var alveg úti á þekju. Þú þekkir hann vel, Nils. Er það Olsen prófessor? Hún skellti upp úr — skær og ferskur hláturinn hljóm- aði yfir borðið með blöðum og doðröntum, upp um bókþak- in þilin. Olsen gamli prófessor, það var gaman Ég sá að hann sendi þér blóm um daginn, sagði hann af- sakandi. Þeir senda mér allir blóm annað slagið prófessorarnir þínir, til að þakka fyrir matinn. Nei, Nils, það er ekki hann Olsen. Það er Roar. Roar? Nils stóð upp .Roar Liegaard? Hún kinkaði kolli. En Roar hann er ... eða eiginlega ... Ilann greiddi hárið með fingrunum, í vandræðum. Elí roðnaði. Það eru tvö ár síðan þau skildu, Nils. Hann er frjáls.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.