Þjóðviljinn - 30.09.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.09.1943, Blaðsíða 1
8. árgangur. Þjóðviljinn 8 síður! Herðið fjársöfnunina fyrir stækkun Þjóðviljans. Framlögum í blaðsjóð Þjóð- viljans er veitt móttaka á skrif- stofu Sósíalistaflokksins, Skóla- vörðustíg 19. inmilslli i Nldl líissa Rauði herínn sækír hraft fram í Hvíta~Rússlandí og fekur Rúdnaja, mídja vegu mílli Smolensk og Vífebsk Rauði herinn tók í gær borgina Krementsúk, öfl- ugustu varnarstöð Þjóðverja austan Dnépr. Taka borgarinnar var tilkynnt í sérstakri dagskipun frá Stalín.. Krementsúk hefur mikla hernaðarþýðingu, því frá henni liggur ein af f jórum aðalbrúnum yfir Dnépr á svæðinu frá Kíeff og er borgin mikilvæg járnbraut- arstöð. ' Sókn Rússa í Hvíta-Rússlandi er mjög hröð, og tóku sovéthersveitir í gær járnbautarbæinn Rúdnaja miðja vegu milli Smolensk og Vítebsk. Gomel, ein mesta borg Hvíta-Rússlands, liggur undir stórskota- hríð rauða hersins. Á öllum vígstöðvunum frá Kí- eff til Saprassisvæðisins eru háðir harðir bardagar, og veitir sívéthernum hvarvetna betur. Frá Gomelvígstöðvunum til Dnépropetrovsk vinnur sovét- herinn að því að treysta stöðvar sínar austan Dnéprfljótsins, og eyða einangruðum þýzk-um her- flokkum, sem enn verjast á eystri bakkanum. Síðan var kosið í nefndir til að fjalla um hin ýmsu mál þings ins áður en þau eru lögð fyrir þingið til endanlegrar meðferð- ar. í dagskrárnefnd voru kosnir: ir: Þorsteinn Árnason, Svein- björn Einarsson og Sighvatur Bjarnason. í laga- og menntamálaneínd voru kosnir: Friðrik Halldórs- son, Thórberg Einarsson, Hall- grímur Jónsson, Brynjólfur Jónsson, Sveinn Þorsteinsson, Agnar Hreinsson og Þorvarður Björnsson. í atvinnu- og launamálanefnd voru kosnir: Haraldur Guð- mundsson, Þorkell Sigurðsson, Guðmundur Guðmundsson, Þoi- grímur Sigurðsson og Hallfreð- ur Guðmundsson. Skæruflokkar vinna þýzka hernum stórtjón t fregn frá Moskva segir, að starfsemi skæruflokkanna í Hvíta-Rússlandi hafi stórum aukizt síðan Þjóðverjar voru neyddir til undanhalds í héruð- um þeim, er verið hafa aðal- starfsvæði skæruhópanna. Hörfa skæruliðarnir jafnhliða þýzka hernum og vinna honum Framhald á 4. síðu. I fjárhagsnefnd voru kosnir. Hafsteinn Bergþórsson, Valgarð ur Þorkelsson og Guðmundur Markússon. í samgöngu- og öryggismála- nefnd voru kosnir: Snæbjörn Ól- afsson, Kristinn Árnason, Jón Halldórsson Gissur Erlendsson, Sveinbjörn Sveinsson og Sigurð- ur Bjarnason,- í sjávarútvegsnefnd voru kosn ir: Hafsteinn Bergþórsson, Svein björn Guðmundsson, Guðmund- ur Guðmundsson, Júlíus Ólafs- son og Gissur Erlingsson. í allsherjarnefnd voru kosnir: Agnar Guðmundson, Aðalsteinn Björnsson, Kristinn Stefánssor., Svanberg Magnússon, Friðrik Halldórsson, Tryggvi Helgason og Sveinbjörn Jónsson. Framhald á 4. síðu. - Svíþjóð viðurkennir frönsku þjóðfrelsis- nefsdina Sænska stjórnin hefur viður- kennt frönsku Þjóðfrelsisnefnd- ina í Alsír, segir í brezkri wt- varpsfregn. Hafa þannig bæði Norðurlönd- in sem frjáls eru gerða sinna, ís- land og Svíþjóð, vikurkennt stjórnarnefnd hinna frjálsu Frakka. FðlsuSu ávarpi með nafni Terbovens dreift i Oslo í Osló hefur verið dreift út fölsuðu ávarpi sem stílað er til „þýzkra hermanna og borgara“, þar sem sagt er að afturhalds- öfl í Þýzkalandi undir stjóm hersliöfðingja hafi reynt að taka völdin, og er ávarpið undirritað af þýzka landstjóranum, Ter- boven. Þýzk lögregla hefur fram- kvæmt húsrannsóknir í'Osló til þess að finna leyniprentsmiðju þá, er prentaði ávarpið. Engin prentsmiðja fannst, en nokkur útvarpstæki og leyni- blöð. Þrjátíu menn voru hand- teknir. íslendingur barinn af hermanni Á laugardagskvöldið var varð Ármann Eyjólfsson kaupm. fyrir árás amerísks hermanns og hlaut nokkur meiðsl. Hann var staddur á Njarðar- götunni þegar hann mætti ís- lendingi á hlaupum, en rétt á eftir sá hánn amerískan her- mann koma út úr veitingastof - unni „Foldin“' og hljóp hann rakleitt að Ármanni og sló hann í götuna, svo að hann hlaut nokk ur meiðsl og hljóp síðan burtu. íslendingurinn og hermaðurinn höfðu lent í deilu inni á Fold- inni, en komið var í veg fyrir að þeir færu í handalögmál. Is- lendingurinn fór síðan út og her- maðurinn á eftir honum og er sennilegt að hann hafi álitið Ár- Framh. á 4. síðu. Fapmama- oa iisftimaimasainfiandsliingifl Kosnar nefndir til að undirbúa málin 7. þing Farmanna- og fiskimannasambands í'slands var sett í Kaupþingssalnum í fyrradag. Sambandið telur nú hátt á annað þúsund meðlima. Forseti þingsins var kosinn Þorsteinn Árnason og varafor- seti Hafsteinn Bergþórsson. Ritarar þingsins voru kosnir Henry Hálfdánsson og Halldór Jónsson. Bandamenn 20 km. f rð Napoli Þýzki herinn er að missa fótfestu á Korsíku Bandamannaherirnir brutust í gær gegnum varnarlínur þýzku herjanna suður af Napolísléttunni, sóttu fram í átt til borgarinnar, og hafa tekið . bæina Sorrento og Pompei, en hann er aðeins 20 km. frá Napoli. í bandarískum útvarpsfregn- um segir, að Þjóðverjar hafi í gær lagt allt. afl sitt í hart gagn- áhlaup, en því hafi verið hrund- ið, og hafi þá þýzki herinn hafið hratt og skipulegt undanhald, og hafi fáir fangar verið teknir í sókn 5. hersins norður sléttuna. Talið er, að þýzki herinn neyð- ist til að hörfa frá Napoli fyrst ekki tókst að hindra sókn Banda manna norður sléttuna. Þýzki herinn virðist í þann veginn að missa síðustu fótfestu siya á Korsíku, bœinn Bastia, segir í útvarpsfregn frá Alsír í gœrkvöld. Þrir Iðgregluþjðnar slasast í viðureign við drukkna menn Einn þeirra liggur nú á Landspítalanum Rétt eftir miðnætti í fyrrinótt voru 3 lögregluþjónar slas- aðir í viðureign við drukkna menn, sem þeir ætluðu að hand- taka. Einn hinna drukknu manna náði kylfu eins lögregluþjóns- ins og barði þá síðan unz þeir lágu óvígir. Lögregluþjónarni.r sem meiddust voru þessir: Geir Jón Helgason, Aðalsteinn Jónsson og Kjartan Jónsson. Ölvuðu mennirnir voru: Hrafn Jónsson. hnefaleikameistari, Sigurjón Þórðarson og Andrés Bjarnason — einnig hnefaleik- arar. Hrafn og félagar hans voru á dansleik í Listamannaskálanum í fyrrakvöld. Þegar kl. var að verða 2 kom kona Hrafns að dyr- unum og var tregða á að hleypa henni inn en þó varð það úr. En rétt á eftir voru Hrafn og félagar hans komnir með svarta dauðaflösku á borðið hjá sér. Jónas Lárusson fór þá til þeirra og sagði þeim að þetta væri ekki leyft þarna inni og bað þá fara út. Lögregluþjónn 1 fór einnig til þeirra og bað þá ! einnig þess sama, en þeir ! skeyttu því engu, en þar sem i dansleikurinn var að verða bú- inn var þetta látið liggja kyrrt. Rétt á eftir fór Andrés Bjarna son fram í fatageymslu, var þar I fyrir ungur maður og stjakaði Andrés honum óþyrmilega frá sér. Hafði maðurinn orð um það hvað þetta ætti að þýða og fékk ' hann þegar hnefahögg. Maður j sem var nærstaddur sagði þá Framh. á 4. síðu. Sexmannanefndin tekur til starfa Sexmannanefndin hélt fyrsta fund sinn í gær, og' kaus formann og ritara. Formaður var kosinn Stein- grímur Steinþórsson búnaðar- málastjóri en ritari Hermann Guðmundsson verkamaður. Nefndina skipa auk þeii’ra sem kunnugt er, Þóroddur Guömundsson alþingismaður, Sæmundur Ólafsson forstjói'i, Jón Hannesson bóndi Deildar - tungu og Pétur Bjarnason bóndi Grund í Skorradal. Nefndin mun halda fund flesta daga á næstunni. Engír danskir Kvíslingar Aðalfundur Ármanns í kvöld. Aðalfundur Glímufélagsins Ármanns verður haldinn í kvöld kl. 8.30 í Oddfellowhixsinu, uppi. Allar tilraunir þýzku nazista- yfirvaldanna % Danmörku að mynda nýja danska stjórn hafa strandað á mótspyrnu Kristjáns konungs og stjórnmálamann- anna dönsku, segir í útvarps- fregn frá Stokkhólmi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.