Þjóðviljinn - 30.09.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.09.1943, Blaðsíða 1
8. árgangur. Fimmtudagur 30. sept. 1943. 218. tölublað. ÞjóðviljiMM 8 síður! Herðið fjársöfnunina fyrir stækkun Þjóðviljans. Framlögum í blaðsjóð Þjóð- viljans er veitt móttaka á skrif- stofu Sósíalistaflokksins, Skóla- vörðustíg 19. ií Rauðí herítin sæbtr hraft fram í Hvíia~Rússlandí og fekur Rúdnafa, míðja vegu míflí Smofensk og Vífebsb Rauði herinn tók í gær borgina Krementsúk, öfl- ugustu varnarstöð Þjóðverja austan Dnépr. Taka borga'rinnar var tilkynnt í sérstakri dagskipun frá Stalín.. , Krementsúk hefur mikla hernaðarþýðingu, því írá henni liggur ein af f jórum aðalbrúnum yfir Dnépr á svæðinu frá Kíeff og er borgin mikilvæg járnbraut- arstöð. Sókn Rússa í Hvíta-Rússlandi er mjög hröð, og tóku sovéthersveitir í gær járnbautarbæinn Rúdnaja miðja vegu milli Smolensk og Vítebsk. Gomel, ein mesta borg Hvíta-Rússlands, liggur undir stórskota- hríð rauða hersins. Á öllum vígstöðvunum frá Kí- eff til Saprassisvæðisins eru háðir harðir bardagar, og veitir soVéthernum hvarvetna betur. Frá Gomelvígstöðvunum til Dnépropetrovsk vinnur sovét- herinn að því að treysta stöðvar sínar austan Dnéprfljótsins, og eyða einangruðum þýzkum her- flokkum, sem enn verjast á eystri bakkanum. Skæruflokkar vinna þýzka hernum stórtjón I fregn frá Moskva segir, að starfsemi skæruflokkanna í Hvíta-Rússlandi hafi stórum aukizt síðan Þjóðverjar voru neyddir til undanhalds í héruð- um þeim, er verið hafa aðal- starfsvæði skæruhópanna. Hörfa skæruliðarnir jafnhliða þýzka hernum og vinna honum Framhald á 4. síðu. Farnianna- od lishimannasainliandsliinDf 0 Kosnar nefndir til að undirbúa máiin 7. þing- Farmanna- og fiskimannasambands íslands var sett i Kaupþingssalnum í fyrradag. Sambandið telur nú hátt á annað þúsund meðlima. Forseti þingsins var kosinn Þorsteinn Árnason og varafor- seti Hafsteinn Bergþórsson. Ritarar þingsins voru kosnir Henry Hálfdánsson og Halldór Jónsson. Síðan var kosið í nefndir til að f jalla um hin ýmsu mál þings ins áður en þau eru lögð fyrir þingið til endanlegrar meðferð- ar. f dagskrárnefnd voru kosnir: ir: Þbrsteinn Árnason, Svein- björn Einarsson og Sighvatur Bjarnason. í laga- og menntamálanefhd voru kosnir: Friðrik Halldórs- son, Thórberg Einarsson, Hall- grímur Jónsson, Brynjólfur Jónsson, Sveinn Þorsteinsson, Agnar Hreinsson og Þorvarður Björnsson. í atvinnu- og launamálanefnd voru kosnir: Haraldur Guð- mundsson, Þorkell Sigurðsson, Guðmundur Guðmundsson, Þoi- grímur Sigurðsson og Hallfreð- ur Guðmundsson. í fjárhagsnefnd voru kosnir: Hafsteinn Bergþórsson, Valgarð ur Þorkelsson og Guðmundur Markússon. í samgöngu- og öryggismála- nefnd voru kosnir: Snæbjörn Ól- afsson, Kristinn Árnason, Jón Halldórsson Gissur Erlendsson, Sveinbjörn Sveinsson og Sigurð- ur Bjarnason.- í sjávarútvegsnefnd voru kosn ir: Hafsteinn Bergþórsson, Svein björn Guðmundsson, Guðmund- ur Guðmundsson, Júlíus Ólafs- son og Gissur Erlingsson. í allsherjarnefnd voru kosnir: Agnar Guðmundson, Aðalsteinn Björnsson, Kristinn Stefánssor., Svanberg Magnússon, Friðrik Halldórsson, Tryggvi Helgason og Sveinbjörn Jónsson. Framhald á 4. síðu. - Svíþjóð viöurkennir f rönsku þjóðfrelsis- nefndina Sænska stjórnin hefur viður- kennt frönsku Þjóðfrelsisnefnd- ina í Alsír, segir í brezkri út- varpsfregn. Hafa þannig bæði Norðurlönd- in sem frjáls eru gerða sinna, ís- land og Svíþjóð, vikurkennt stjórnarnefnd hinna frjálsu Frakka. Fðlsuðu ávarpi með nafni Terbovens dreift í Osio í Osló hefur verið dreift út fölsuðu ávarpi sem stílað er til „þýzkra hermanna og borgara", þar sem sagt er að afturhalds- öfl í Þýzkalandi undir stjórn hershöfðingja hafi reynt að taka völdin, og er ávarpið undirritað af þýzka landstjóranum, Ter- boven. Þýzk lögregla hefur fram- kvæmt húsrannsóknir í'Osló til þess að finna leyniprentsmiðju þá, er prentaði ávarpið. Engin prentsmiðja fannst, en nokkur útvarpstæki og leyni- blöð. Þrjátíu menn voru hand- teknir. íslendinour barinn af hermanni Á laugardagskvöldið var varð Ármann Eyjólfsson kaupm. fyrir árás amerísks hermanns og hlaut nokkur meiðsl. Hann var staddur á Njarðar- götunni þegar hann mætti ís- lendingi á hlaupum, en rétt á eftir sá hánn amerískan her- mann koma út úr veitingastof- unni „Foldin"" og hljóp hann rakleitt að Ármanni og sló hann í götuna, svo að hann hlaut nokk ur meiðsl og hljóp síðan burtu. íslendingurinn og hermaðurinn höfðu lent í deilu inni á Fold- inni, en komið var í veg fyrir að þeir færu í handalögmál. Is- lendingurinn fór síðan út dg her- maðurinn á eftir honum og er sennilegt að hann hafi álitið Ár- Framh. á 4. síðu. Bandamenn 20 km. f rá Napoli Þýzki berinn er að missa fótfestu á Korsíku Bandamannaherirnir brutust í gær gegnum varnarlínur þýzku herjanna suður af Napolísléttunni, sóttu fram í átt til borgarinnar, og hafa tekið . bæina Sorrento og Pompei, en hann er aðeins 20 km. frá Napoli. í bandarískum útvarpsfregn- um segir, að Þjóðverjar hafi í gær lagt allt afl sitt í hart gagn- áhlaup, en því hafi verið hrund- ið, og hafi þá þýzki herinn hafið hratt og skipulegt undanhald, og hafi fáir fangar verið teknir í sókn 5. hersins norður sléttuna. Talið er, að þýzki herinn neyð- ist til að hörfa frá Napoli fyrst ekki tókst að hindra sókn Banda manna norður sléttuna. Þýzki herinn virðist í þann veginn að missa síðustu fótfestu siqa á Korsíku, bœinn Bastia, segir í útvarpsfregn frá Alsír í gærkvöld. Þrír lögregluþjðnar slasast í viðureign við drukkna menn Einn þeirra liggur nú á Landspítalanum Rétt eftir miðnætti í fyrrinótt voru 3 lögregluþjónar slas- aðir í viðureign við drukkna menn, sem þeir ætluðu að hand- taka. Einn hinna drukknu manna náði kylfu eins lögregluþjóns- ins og barði þá síðan unz þeir lágu óvígir. Lögregluþjónarn?.r sem meiddust voru þessir: Geir Jón Helgason, Aðalsteinn Jónsson og Kjartan Jónsson. Ölvuðu mennirnir voru: Hrafn Jónsson. hnefaleikameistari, Sigurjón Þórðajrson og Andrés Bjarnason — einnig hnefaleik- arar. Hrafn og félagar hans voru á dansleik í Listamannaskálanum í fyrrakvöld. Þegar kl. var að verða 2 kom kona Hrafns að dyr- unum og var tregða á að hleypa henni inn en þó varð það úr. En rétt á eftir voru Hrafn og félagar hans komnir með svarta dauðaflösku á borðið hjá sér. Jónas Lárusson fór þá til þeirra og sagði þeim að þetta væri ekki leyft barna inni og bað þá fara út. Lögregluþjónn fór einnig til þeirra og bað þá einnig þess sama, en þeir skeyttu því engu, en þar sem dansleikurinn var að verða bú- inn var þetta látið liggja kyrrt. Rétt á eftir fór Andrés Bjarna son fram í fatageymslu, var þar j fyrir ungur , maður og stjakaði i Andrés honum óþyrmilega frá ! sér. Hafði maðurinn orð um það ; hvað þetta ætti að þýða og fékk \ hann þegar hnefahögg. Maður j sem var nærstaddur sagði þá Framh. á 4. síðu. Aðalfundur Armanns í kvöld. Sexmannanefndin tekur til starfa Sexmannanefndin hélt fyrsta fund sinn í gær, og kaus formann og ritara. Formaður var kosinn Stein- grímur Steinþórsson búnaðar- málastjóri en ritari Hermann Guðmundsson verkamaöur. Nefndina skipa auk þeirra sem kunnugt er, Þóroddur Guömundsson aiþingismaður, Sæmundur Ólafsson forstjóri, Jón Hannesson bóndi Deildar- tungu og Pétur Bjarnason bóndi Grund í Skorradal. Nefndin mun halda fund flesta daga á næstunni. Engír danskír Kvíslíngar Allar tilraunir þýzku nazista- yfirvaldanna í Danmörku að mynda nýja danska stjórn hafa j strandað á mótspyrnu Kristjáns Aðalfundur Glímufélagsins j konungs og stjórnmálamann- Ármanns verður haldinn í kvöld anna dönsku, segir í útvarps- kl. 8.30 í Oddfellowhúsinu, uppi. fregn frá Stokkhólmi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.