Þjóðviljinn - 03.10.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 03.10.1943, Blaðsíða 3
( Sunnudagur 3. okt. 1943. prtMunai Utgef andi s Sameiningarfíokkur niþýís — - Sénalutafiokkurinn Riutjórar: Einar Olgeirsson Sigfúa Sigurhjartarson (áb.) Ritatjórn: Garðaatrœti 17 — Vfkingaprent Sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa Skólavörðustíg 19, neðstu hæð. Víkingsprent, h.f. Garðastr. 17. Tvö höfuðverkefni, semkrefjastsameigin- legs átaks þjóðarinnar Það eru tvö aðalviðfangsefni, sem krefjast sameiginlegs átaks allra þeirra, er unna frelsi og framförum íslenzku þjóðarinn- ar: Annað eru sjálfstœðismálin: stofnun lýðveldis í síðasta lagi 17. júní 1944 og þær ráðstafanir í utanríkispólitík íslands, sem miða að því að tryggja frelsi og friðhelgi hins íslenzka lýðveld- is. Hitt er að hindra að atvinnu- leysið komi aftur, tryggja öllum næga vinnu. Það skal í því sam- bandi enganveginn gert lítið úr þeirri atvinnu, sem verður við byggingu íbúðarhúsa og annarra húsa, vegagerð, rafvirkjanir, um breytingar í landbúnaði o. s. frv. 1 en höfuðatriðið, sem byggja verð ur örugga framtíðaratvinnu ís- lendinga á er efling sjávarútvegs ins. Og til þess sú atvinnu-' grein — eðlilegasta og afkasta- mesta atvinna íslendinga — geti orðið örugg undirstaða til fram- búðar, þarf að gera eftirfarandi þrjár meginráðstafanir: 1. Gera alþjóðlega samninga um friðun Faxaflóa og stækkun landhelginnar. Slíkar ráðstaf- anir varða líf eða dauða fisk- veiða við ísland. Oss er það lífs- skilyrði að samfylkja þeim þjóð- um, sem taka vilja hið nauðsyn- lega tillit til viðhalds fiskistofns ins, um þetta mál. Það er við ramman reip að draga þar sem brezkir togaraútgerðarmenn eru Það eru þeir, sem hingað til hafa fengið brezkar stjórnir til að leggjast á móti stækkun land- helginnar, svo fiskveiðaþjóðir hafa átt í deilum við Breta vegna þess máls. Norðmenn knýja fast á um stækkun sinnar landhelgi. Sovétþjóðirnar munu hafa stækkað sína landhelgi upp í 10 mílur. — Oss íslending- um er nauðsyn á því, einmitt nú er vér gerumst algerlega sjálf- stætt ríki, að standa fast á að öðlast þann rétt til landhelgi varnar, sem Danir hafa af oss samið, meðan þeir fóru með mál vor, — og raunar meiri rétt í viðbót, eftir því, sem nauðsyn- legt er til tryggingar fiskistofns- ins og þarmeð 1 þágu allra þeirra mörgu Evrópubúa, sem fisk þurfa að fá frá íslandsmiðum. 2. Tryggja örugga, sífellda fisk framleiðslu íslendinga með milli ríkjasamningum um fisk og fisk afurðir, annarsvegar við aðrar fiskveiðaþjóðir Evrópu en hins- ÞJÓ JVILJINN Ný útgáfustarfsemi: Hfvarpseríndí, sfyrj aldarsaga og saga hernámsíns I síðasta hefti Útvarpstíðinda er sagt frá nýrri útgáfu á veg- um útgefenda blaðsins. Er það útgáfa valinna útvarpserinda, saga styrjaldarinnar og hemámsins. — í boðsbréfi farast útgef- endum svo orð um tildrög útgáfunnar og stefnu: „Oft hefur þeim tilmælum ver ið beint til aðstandenda Útvarps- tíðinda, bréflega, munnlega og á prenti, að þeir hæfust handa um birtingu ýmissa útvarpser- inda, er menn hafa hlýtt á, en óskað að fá á prent. Hafa mörg rök verið fyrir því færð að til þessa bæri mikla nauðsyn, svo að full not yrðu að hinum merk- ustu erindum, sem flutt hafa ver ið í útvarpið. Því verður ekki með rökum neitað, að útvarpið íslenzka hafi boðið margt hið bezta, sem völ hefur verið á hverju sinni. Það hefur haft á vegum sínum mjög marga af ritfærustu og mál- snjöllustu mönnum þjóðarinnar. Útvarpið hefur leyst úr læðingi f jölmarga hugsun, sem ella hefði legið í þagnargildi, en fyrir til- hlutun þess orðið til gagns og gleði, og þegar bezt lætur til al- þjóðar-vakningar. Útvarpið hefur haldið uppi fræðslu um íslenzkt mál, með erindum, kennslu og orðaskýr- ingum í spurningaformi. Árang- urinn hefur orðið sá, að fólk er að vakna til nýrrar vitundar um móðurmálið, það rökræðir mál- venjur, talshætti, forn orð, út- lendar slettur, sem sagt hugsar um tunguna og meðferð hennar. Margt af því, sem flutt hefur verið í útvarpið, rataði beina leið að hjarta fólksins, kveikti þar fróðleiksneista, og varpaði ljósi yfir vegleysur. En orðið, sem berst á ljósvak- anum til eyrna okkar í kvöld, er horfið út í eilífan bláinn í sömu andrá, en þegar til á að taka höf- um við ekki höndlað nema lítinn hluta þess. Fjölmargar raddir hafa því heyrzt á almennum vettvangi, um að nauðsyn bæri til að hafizt væri handa um útgáfu á ýmsu því bezta, sem flutt hefur verið í útvarpinu. Nú hafa Útvarpstíð- indi orðið við þessum óskum, og ráðizt í útgáfu erindasafns, sem hefst með hefti þessu. Hyggjum við, að hér sé lagður grundvöllur að miklu ritverki í framtíðinni, sem ekki einungis fái viður- kenndan tilverurétt, heldur verði skoðað sem eðlilegur, veigamerk ur þáttur í bókmenntastarfsemi þjóðarinnar á hverjum tíma. — Höfundar verða margir og efnið valið með tilliti til gagnlegrar hugsunar og skemmtunar í senn. Við köllum ritið Erindasafn- ið, en þó skal þess getið, að nafn- ið er ekki bindandi og má vera, að ýmislegt annað en erindi verði gefið út í safninu, svo sem sagnaþættir, útvarpsleikrit, sög- ur og ljóð. Auk þess höfum við frjálsar hendur í vali; ef við ósk- um ákveðins efnis, munum við reyna að fá það unnið.“ Útgáfan hefur göngu sína inn- an skamms, og verða. í fyrsta heftinu nokkur ísl. erindi Björns Sigfússonar magisters og nefn- ist það Auðug tunga og menn- ing. í næsta hefti verða Ferða- þættir eftir Guðm. Thoroddsen prófessor, og í hinu þriðja er- indi Sverris Kristjánssonar sagn fræðings, Frá Vín til Versala. Eftir nýárið kemur hefti með er- indum séra Sigurbjörns Einars- sonar um indversk trúarbrögð. Einn liður í útgáfu þessari verður saga styrjaldarinnar og heVnámsins. Hefst styrjaldarsag- an með erindum Sverris Kristj- ánssonar, Frá Vín til Versala; mun hann einnig segja frá til- drögum styrjaldarinnar, en þá taka þeir við Jón Magnússon fréttastjóri og Axel Thorsteins- son rithöfundur. — Gunnar M. Magnúss mun rita hernámssög- una. — Ennfremur er ætlunin, að sjálfstæðum erindum verði safnað saman, jafnvel frá fjór- um mönnum í sama hefti um ólík efni til f jölbreytni. — Hvert hefti verður selt sérstakt, en þó geta menn gerzt áskrifendur að ritsafninu og Jengið heftin send Framhald á 4. síðu. vegar við neyzlulöndin. Með slíkum samningum verður að tryggja það að íslendingar geti framleitt fisk og fiskafurðir svo sem þeir frekast megna, án þess að þurfa að óttast að geta ekki selt hann. Það þarf m. ö. o. að koma á alþjóðlegri skipulagn- ingu fiskframleiðslunnar, tryggja fiskmarkaðina og skapa þar með grundvöll fyrir öruggri atvinnu við þá framleiðslu. 3. Það þarf á grundvelli fyrr- nefndra ráðstafana að efla stór- kostlega fiskveiðiflota íslend- inga, reisa nýjar síldarverk- smiðjur, niðursuðuverksmiðjur fyrir fisk og sild og skapa hér yfirleitt stórfelldan fiskiðnað. í kjölfar slíkra grundvallarráð- stafana til eflingar sjávarútvegs ins sigla svo eðlilega auknar framkvæmdir á sviði bygginga, hafnargerða, skipasmíða, sem- entsframleiðslu, raforku, hita- veitu, námugraftar og annarar atvinnu, sem óhjákvæmilega eflir bæjarlífið á íslandi og skapar því styrkari undirstöðu. Lausn dýrtíðarvandamálsins er einn þáttur í þeim ráðstöfun- um, sem gera þarf til þess að tryggja markaðsframleiðslu vora á fiski, — og það þarf sam- tímis lausn þess máls að tryggja það að það takmark náist sem hér er lýst: trygging atvinnu handa öllum. Dýrtíðin er ekki einangrað mál út af fyrir sig, heldur sem einn þáttur í því þjóðfélagsböli, sem yfirvinna verður, ef nýtt og betra þjóðfé- lag á að rísa upp í frjálsu, ís- lenzku lýðveldi, en það ófremd- arástand atvinnuleysis, kreppna og skorts, sem áður ríkti. Það er um lausn þessara tveggja höfuðverkefna — og síðan fleiri mála — sem þjóð vor þarf nú að sameinast. . ............. Stephan G. Stephansson 1853 — 3. obt. — 1943 Níutíu ár liðin frá fæðingu Stephans G. Stephanssonar, mesta brautryðjanda sósíalismans í íslenzkum bókmenntum, íslenzkri hugsun. Og aldrei hefur Stephan verið nær þjóð sinni en nú. Enginn íslendingur hefur skilið betur en hann, að ættjarðarást og alþjóðahyggja sósíalismans eru ekki andstæður, heldur þurfa hvor annarrar við til fulls þroska, að samruni þeirra í lífi og ljóði skerpir sjón og skilning og virðist geta opnað allar gáttir mann- heima jafnt fyrir einyrkjabónda á and- vökunóttum, verkamanninum og menntamanni. Stephan G. Stephansson fór ekki varhluta af fordómum og ámæli, sem jafnan brima um brautryðjendur hugsjóna. En ekkert aðkast megn- aði að sveigja hann frá braut sinni. Til dauðadags var honum það eins mikið alvörumál er hann orti um frelsisbaráttu alþýðunnar og kúg- aðra þjóða og þegar hann kvað ættjarðarljóðin, sem nú eru kennd hverju skólabarni á íslandi. Hann gerði sjálfur greinarmun á afstöð- . unni til íslands og annarra landa: | Til framandi landa ég bróðurhug ber þar brestur á viðkvæmnin ein. I * Aldrei hefur íslenzkri alþýðu verið meiri þörf að þiggja leiðsögn I þessa manns, öðlast þjóðrækni hans og alþjóðahyggju, mannsins sem | 1918 heilsar aldraður hinum ofsótta og rægða forustuflokki alþýðu- § | byltingarinnar rússnesku: I Er hann heims úr böli boginn, = blóðugur að risa og hækka, | múginn vorn að máttkva, stækka? § Sannleiksvottur, lýtum loginn! | Ljós, sem fyrir hundrað árum ; Frakkar slökktu í sínum sárum? | Lítilmagnans morgunroði? = Fóttroðinna friðarboði? | Það var sami maðurinn sem kvað um ísland, unaðslega, svo hver = j íslenzkur strengur hlýtur að óma: i Þó þú langförull legðir | sérhvert land undir fót, | bera hugur og hjarta | samt þíns heimalands mót, frænka eldfjalls og íshafs! I sifji árfoss og hvers! i I dóttír Iangholts og lyngmós! § sonur landvers og skers! 1 Yfir heim eða himin i = hvort sem hugar þín önd, | l skreyta fossar og fjallshlíð i öll þín framtíðarlönd! i j Fjarst í eilífðar útsæ § vakir eylendan þin: | j nóttlaus voraldar veröld \ | þar sem víðsýnið skín. | i t»að er óskaland íslenzkt i = sem að yfir þú býr, | | aðeins blómgróin björgin, | sérhver baldjökull hlýr, = j frænka eldfjalls og ishafs! | sifji árfoss og hvers! i dóttir langholts og lyngmós! | i sonur landvers og skers! | * i Ævistarf Stephans G. Stephanssonar er einn drýgsti þátturinn i | j frelsisbaráttu íslenzkrar alþýðu. Traustari andlegur leiðtogi mun vand- | i fundinn en hann, sem ságði: Lýður, bíð ei lausnarans, leys þig sjálfur. | fianlraeaasUíUim i lipiwii verður settur mánudaginn 4. október. Nem- endur 2. og 3. bekkjar mæti kl. 2. Nemendur 1. bekkjar mæti kl. 4. IIMGIMAR JÓNSSON.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.