Þjóðviljinn - 03.10.1943, Side 4

Þjóðviljinn - 03.10.1943, Side 4
hJÓÐVIUINN Næturlæknir er í Læknavarðstöð Reykjavíkur, sími 1530. Næturvörður í Reykjavíkurapóteki FLOKKURINN Félagrar, munið bréfasölufundinn í félagsskrifstofunni annað kvöld kl. sy2. Sósíalistafélagið. Vilhjálmur S. Vilhjálmsson, blaða- maður við Alþýðublaðið, er fertug- ur á morgun. Berklavörn, blað S. í. B. S. verður selt hér í bænum í dag. Blaðið er mjög fjölbreytt að efni og flytur margar athyglisverðar greinar. — Það er 37 lesmálssjður í allstóru broti. Fjalakötturinn hefur ákveðið að taka upp aftur sýningar á hinum vinsæla skopleik „Leynimel 13“, og verður fyrsta sýning þessa leikárs næstkomandi þriðjudag kl. 8. Leik- urinn var, sem kunnugt er, sýndur nokkrum sinnum í vor við mikla að- sókn, en sýningum var hætt þá, sök- um þess hve áliðið var sumars. Má vænta þess að margir sem ekki gátu séð leikinn í vor, muni nota tækifærið til þess að sjá hann nú. Berklavarnadagurinn: Börn og fullorðnir óskast til að selja merki og blað dagsins. — Afgreiðslan er í Kirkjustræti 12, (Líkn, Heilsuvernd- arstöð Reykjavíkur). Opnað kl. 9 árd. Leikfélag Reykjavíkur sýnir Lén- harð fógeta kl. 8 í kvöld. Framhaldsaðalfundur félagsins er kl. 2 í dag. NÝJA Bté Kátir voru karlar (Pardon My Sarong) . Söngvamynd með skopleit- urunum: BUD ABBOTT og LOU COSTELLO. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 11. f. h. MUNIÐ Kaffisöluna Hafnarstræti 16 I SÞ TMAt&iASSMÉé <1 Storm sktiiii þeir uppskera KAY MILLAND, JOHN WAYNE, PAULETTE GODDAKD. Bönnuð fyrir böm innan 14 ára. Sýning kí 6,30 og 9. I SEKKJASLOÐIR (Road to Morocco) BING CROSBY. BOB HOPE, DOROTHY LAMOUR. Sýning kL 3 og 5. Aðgöngumiðasala hefst kl. 11 f. h. »11111111IIIlllllIIIIIIIIIIIII■|||■|||l|■|■||||■l|||l|||l■■l||||fltll•V«IVC009IIIIIIIIIIIIIVII■IIBIIIII■■■ll■lll■llllllll•••«»fl»»»■■ltIIIII LEIKFELAG REYKJAVIKUR Þing F.F.S.I. 'Eramhald af 1. síðu. mun sjálfsagt standa nokkra daga enn. Þingfulltrúar ætla í dag að mæta við hinn nýja stýrimanna- skóla, til að sjá hve langt hann er kominn áleiðis. Ný útgáfustarfsemi Pramh. af 3. bíöu. til sín beint, ef menn óska, og þá með betri kjörum, en heimilt verður þó áskrifendum að sleppa úr vissum ritum, sem þeir ekki óska eftir. Þá skulu enn nefndir nokkrir þekktir menn, er hafa heitið heft inu efni eða haft góð orð um stuðning: Helgi Hjörvar rithöf- undur, Jón Eyþórsson veðurfræð ingur, Knútur Arngrímss. kenn- ari, Magnús Jónsson prófessor, Páll ísólfsson tónskáld, Pálmi Hannesson rektor, Sigurður Ein- arsson dósent, Sigurður Nordal prófessor, Vilhjálmur Þ. Gísla- son skólastjóri. .»♦»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦»♦»♦♦♦» Nokkrar fallegar PLUSSKÁPUR teknar upp í dag- Verzlun H. Toft Skólavörðustíg 5 Sími 1035 „LÉNHARÐUR FÖGETI“ eftir Einar H. Kvaran. Sýning í kvöld kL 8. Aðgöngumiðasalan er opin frá kl. 2 í dag. II MflfllflflflfllfllilfllflflJflM>flll FJALAKÖTTURINN LEYNIMEL 13 verður leikið í fyrsta sinn á þessum vetri nJc. þriðjudag kl. 8. Aðgöngumiðar seldir í dag kl. 4—7 og eftir kl. 2 daginn sem leikið er. S. G. T. dansleikur verður í Listamannaskálanum í kvöld kl. 10. Sími 3240. Aðgöngumiðasala kl. 5—7. — Danshljámsveit Bjarna Böðvarssonar spilar. BERKLAVARNADAGURINN Daaslelknr verður haldinn í Tjamarcafé í kvöld kl. 10. Aðgöngumiðar frá kL 4. Ágóðinn rennur til starfsemi S. í. B. S. Miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiii>iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii'iiiiiiiiiiMM»iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii<'i|111" NINI ROLL ANKER: ELÍ OG ROAR Roar hefði samt getað þraukað ... Já, Nils, hann hefði kannski getað það, ef hann hefði ekki fundið mig. Hún stóð upp svo snöggt að einn svæflanna datt á gólfið En hann þarfnast mín,|til þess að verða það, sem hon- um var ætlað. Og verði það ekki — hún lagði hönd að hjarta sér — Verði hann ekki það sem hann átti að verða, hjá mér, þá máttu koma eftir nokkur ár með ásakanir þínar, þá hef ég tapað. Nils sneri sér til hennar, skelkaður. Aldrei fyrr í samveru þeirra hafði hann heyrt systur sína svona ákafa, aldrei fyrr séð leiftra úr stóru augunum. Elí! Ósjálfrátt gekk hann til hennar og- breiddi út faðm- inn. Hún vék undan. Nei, Níls. Elí! Fyrirgefðu. Hann lét handleggina síga, alveg ráða- laus. Það — það kom mér svo óvænt. Og — og þú hefur vanið mig á að segja allt sem býr í brjósti, þú hefur gert mig keipóttan. þú hefur gert mig svo sjálfselskan, Elí. Heldurðu að ég viti það ekki, að betri félaga en þig getur enginn maður eignazt? Elí! Hún grét ekki. En það var kökkur í hálsinum. Hvernig ætti ég að ásaka þig, systir mín? Þú veizt sjálf hvað þú ert að gera. Það varð henni snöggvast ofraun, hún brá handlegg fyr- ir andlit sér. Barátta og efi síðustu mánuðanna minntu á sig, — andvökunæturnar, þegar hún var að reyna að tor- tíma mynd hinnar konunnar. Hann leit upp á bróður sinn, andlitið fölt og úr skorðum. Það er ekki von að þú skiljir það. Þið Tora áttuð ykkar hamingjutíma, og hann var þér nógur, endist þér alla ævi. Þú hefur aldrei verið bundinn í báða skó, eins og Roar. Já, ég veit hvað ég er að gera, því ég get ekki gert neitt annað. Eg vildi gera allt, sem gæti orðið honum til góðs. Honum gengi kannski bezt að vinna einsömlum, ég væri hér og hann útfrá. En það blessast ekki, hann getur það ekki. Hann vill fá mig til sín. Og hann ræður. Við erum ekki þessháttar fólk, sem þýtur hvort í annars fang eftir smádaður. Feiminn, kafrjóður eins og ungmey leit Nils Tofte und- an. Augnaráðið snerti þilið yfir legubekknum, þar sem myndir foreldranna héngu. Og roðinn smitaði, hann breiddist um bjart hörund Elí upp að ljósa hárinu; hún hafði horft einnig yfir á gömlu myndirnar í sporöskjurömmunum. Já, það er líklega vel farið, að pabbi og mamma lifðu það ekki, Nils. Því ég hefði gert það samt. En nú var orðin svipbreyting á andliti hans, í fyrsta sinn þetta kvöld horfði hann hiklaust á hana. Þú ert eins og pabbi, sagði hann, þú ert sterk og — og síung, Elí — þú ert sköpuð fyrir hamingjuna. Hann rétti henni báðar hendur sínar. Og nú tók hún þeim, hörðu drættirnir við augabrúnir og varir slöknuðu, hún brosti. Það þarf ekki mikinn styrk, Nils, ef maður á ekki ann- ars völ. En þá fannst henni snögglega, að hún hefði ekki tekið eftir því fyrr, hve magurt og skorpið andlit bróðurins var orðið — og langt, já óralangt, síðan varir höfðu mætt vör- um hans. Hefur þér aldrei dottið í hug að gifta þig aftur, Nils — öll þessi ár? Orðin voru þotin út úr henni jafnsnemma og þau voru hugsuð. Þá hló hann, slangraði frá henni yfir að skrifborðinu. í því hann setti sig í stólinn, sagði hann: Það var dálítil hætta á ferðum, fyrir tveim árum, Elí. En mér tókst að afstýra henni. Fyrir tveimur árum? Þegar þú komst með hana ungfrú Jensen. Deu Jensen? Nei, nei, Nils! Hún sem var innan við tvítugt! i ■ ■ ii ■ ■■• ii ii <4IIIIIIIII<IIIIIIIIIIII<IIIII lllll«l<llllllllllll

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.