Þjóðviljinn - 05.10.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 05.10.1943, Blaðsíða 1
I Mlli ¦¦ &Jif^i Þjóðviljimi 8 síður! BlllA1I1 11 III mm I Ul Herðið fjársöfnunina fyrir I 'lliAI 11 1 1 ' 1 stækkun Þjóðviljans. UIl flilralll Í|l|l|l Framlögum í blaðsjóð Þjóð- w \ W 111 wÆW 11 H ^H H ^i viljans er veitt móttaka á skrif- stofu Sósíalistaflokksins, Skóla- vörðustíg 19. Þríðjudagur 5. október 1943. 222. tölublað. ÞjóðViljinn 8 síður! Frakfear taka Basfía á Korsíku Brezkar sveitir úr 8. hernum gengu á land við Ter- jntoli á Adriahafsströnd í gær, 28 km. norðar en meghr her Breta hafði stöðvar sínar. Tókst landgönguhernum að ná fótfestu og verjast árásum Þjóðverja þar til meginher Montgomerys, er sótti hratt fram úr suðri, náði samhandi við landgöngu- sveitirnar. Bærinn Termoli, sem er á valdi 8. hersins er álíka norðarlega og Róm. Það er hægri armur 8. hersins, sem sækir fram eftir strönd Adríahafsins, en vinstri armur hans sækir inn í landið og hef- ur einnig orðið vel ágengt. Bandamannaherinn norðúr af Napoli sótti frarh- 10—12 km. í gæj. Segir í fregnum frá víg- stöðvunum að Þjóðverjar hörfi til norðurs, en verji undanhald- ið mjög sterklega. Flugvélar Bandamanna halda uppi loftárásum á járnbrautir og vegi til Róm, en talið er að Þjóðverjar ætli að verjast í borginni. Frönsku hersveitirnar á Korsíku tóku í gær hafnarbæ- inn Bastía, en það var síðasta höfnin er Þjóðverjar höfðu á eyjjunni. Þýzku liðssveitirnar sem enn eru á Korsíku eru kró- aðar af á mjóum landtanga nyrst á eyjunni, en heita má að öll Korsika sé á valdi Frakka. Franska þjóðfrelsisnefndin í Alsír hefur tilkynnt, að bæja- og sveitastjórna-kosningar verði látnar fara fram á Kors- íku strax og búið sé að hrekja fasistaherina á brott og dag- legt líf sé farið að færast í venjulegar skorður. Lög franska lýðveldisins gilda nú á Korsíku, en tilskip- anir og lög Vichystjórnarinn- ax aö engu höfð. / Rauði herinn sækir fram í átt til Moglleff og Gomel Haustrigningar byrjaðar í Hvíta-Rússlandi Sókn rauða hersins í lívíta-Kússlandi heldur áfrani, eink- um sunnan til, þar sem Rússar sækja að borgunum Mogileff og Gomel. Sótti sovétherinn fram allt að 10 km. á þessum vig- stöðvum síðastliðinn sólarhring og tók um 80 bæi og þorp. Ofsalegar rigningar eru byrjaðar á Víbetsksvæðinu og hafa hernaðaraðgerðir þar nær stöðvazt af þeim orsökum. Haustrigningar eru að hef jast á öllum vígstöðvunum, og segja fréttaritarar að þar velti hernað araðgerðir mest á flutningunum, þar sem mjög örðugt sé orðið að koma skriðdrekum og þunga- hergögnum eftir vegunum. Flugmenn Rússa skýra svo frá að víða á vegunum frá vígstöðv- unum til Minsk hafi samgöng- ur Þjóðverja teppzt. Þjóðverjar tilkynntu í gær, að þeim hefði orðið vel ágengt í baráttu við sovéthersveitir vest- an Dnéprfljótsins. Ekki er kunn ugt um hvar á Dnéprsvæðinu þessar rússnesku hersveitir hafa verið, og minnast Rússar sjálfir ekki á neina slíka bardaga í hernaðartilkynningum sínum. Samvinna Sovétríkj- anna og Bandaríkjanna Hinn nýi sendiherra Sovét- ríkjanna í Washington afhenti í gær embættisskjöl sín. Lét hann svo ummælt við það tækifæri, að samvinna Sovét- ríkjanna og Bandaríkjanna væri nauðsynleg til að vinna styrj- öldina og tryggja friðinn. Harðar loftárásir á Frankfurt m Kassel Bandarisk flugvirki gerðu í gær harða árás á þýzku borgina Frankfurt am Main. Fylgdu Thunderboltorusjtuflugv. flug- virkjunum langt inn yfir Þýzka land, en á heúnleiðinni komu brezkar Spitfireflugvélar til móts við bandarísku sprengju- flugvélarnar. Brezkar sprengjuflugvélar vörpuðu 1500 tonnum sprengna á þýzku borgina Kassel í fyrri- nótt, og komu upp miklir eldar í borginni. Kassel er mikil iðnaðarborg, með 200 þúsund íbúa. Brezkar og bandarískar sprengjuflugvélar réðust einnig á herstöðvar og verksmiðjubæi í Frakklandi, Hollandi og Belg- íu. [ Hvaða verð hefði orð- f E / E [ ið á kjöti og mjólk í \ 1 haust, ef ekkert sam- | { komulag hefði náðst? f I Alþýðublaðið óskapast út § | af því, að með samkomulag-1 | inu í sex-manna-nefndinni § = hafi Alþýðusambandið verið | | allt of gott við bændur! | Það er rétt fyrir verka-1 i menn að íhuga þetta. [ Með samkomulaginu náðist | | það að samræma hagsmuni | [ og kjör verkamanna og | = bænda. Og það er einhver | | mesti ávinningur fyrir alla | 1 framtíðarbaráttu vinnandi 1 I stéttanna á íslandi. | En hafa verkamenn nokk- i i urt augnablikstjón af þessum = i samning? | 1 Hvaða verð halda menn, að i | Sveínbjörn og Ingólfur hefðu I | sett á mjólk og kjöt, ef alræði I | þeirra hefði haldizt? i I Mjólkin hefði líklega kost-1 | að 2 kr. líterinn og kjötið 10 I I kr. kílóið í smásölu. Það var þessháttar verð, i I sem Alþýðublaðið vildi — og | 1 hatröm barátta bænda og | i neytenda samtímis! Hverskonar ástand er í kjötsölumálunum? Var 25 tonnum af kjoti ekið í sjóinn um helgina ? Hafa 82 tonn af rottuétnu kjöti verlð seld sem mannamatur? Það er rétt, að kjötyfirvöldin á íslandi segi almenningi satt um það, sem gerist í kjötmálunum, Það ganga nú sögur um þau mál um bæinn, sem eru þess efnis, að fólk á heimtingu á að vita hvort sannar séu eða ekki og. skulu þær sagðar hér .til þess að gefa hlutaðeigandi tækifæri til að hrekja þær, ef ósannar eru. Önnur sagan er sú, að um síðustu helgi hafi verið ekið í sjó- inn úr íshúsinu Herðubreið hér í Reykjavík mörgum tonnum af kjöti, líklega um 25 tonnum. Hin sagan er sú að í ágúst í sumar hafi verið skipað fram í enskt skip í Stykkishólmi 82 tonnum af frosnu kjöti frá Kaup- félagi Stykkishólms. Skipstjórinn sá þess merki að rottur hefðu komizt í kjötið og mótmælti. En ekki var tekið tillit til mótmæla hans. Síðan var skipinu haldið til Reykjavíkur. Þar skárust hern aðaryfirvöldin í málið. Öllu kjötinu var skipað upp í Reykja- vík sem óhæfu til manneldis. — Og síðan segir sagan, að kjöt þetta hafi verið selt hér innanlands til neyzlu. Er þetta satt? Það er skorað á kjötyfirvöldin að svara. Það er nógu erfitt um samstarfið milli neytenda og kjötframleiðenda, þó ekki sé látið vera á huldu um hvort svona atburðir eigi sér virkilega stað eða ekki. — Og það er líka full þörf á að hrekja svona sögur, ef ósannar eru. TueiF Ufezliir blaOamenn á Islandi Tveir þekktir brezkir blaðamenn hafa dvalið hér á landi undanfarið. Eru það þeir Col. Bernard L. Jacot og James Jarche ljós- myndari, sem er talinn einn allra snjallasti ljósmyndari Breta. Á stríðsarunum hafa þeir víða verið og f ylgzt með þvi iuark- verðasta, sem gerzt hefur á vigstöðvunum. Col. B. L. Jacot var flug maður í fyrra stríði og særð- ist þegar flugvél hans var skotin niður yfir Fnakklandi. Hann hefur einnig tekið þátt í þessu stríði sem her- maöur og særöist í návígis- bardaga í Dunkirk og gerðist síðan stríðsfréttaritari. Hann hefur verið meö frönskum, rússneskum, ame- rískum og brezkum herjum í orustum. Hann var með brezka hernum í Norður-Af- ríku og í innrásinni á Sikiley og kvað hann samvinnu brezku og amerísku herjanna. hafa verið ágæta og hefðu ítalir fagnað komu Banda- manna. Hann dvaldi 6 vikur í Sovét ríkjunum og fylgdist með rauða hernum. Dáðist hann mjög að rauða hernum og sagði: „Ef Bretar og Bandaríkja- menn berjast eins og Rússarn ir, þegar þar að kemur, verð- ur stríðinu lokið á 2—3 mán- uðum". Greinar Jacots birtast í mörgum viðlesnum blöðum, þ. á. m. This Week, sem er fylgi- rit New York Herald Tribune, og er notað af 369 stórblöö- um með um 12 millj. áskrif- enda. James Jarche er talinn Ijós- myndari Breta nr. 1. Hann tekur m. a. myndir fyrir Od- hams Press, sem gefur út um 100 tímarit, þ. á. m. London Illustrated, News Review o. fl. verða e. t. v. birtar 7 síður af myndum frá íslandi í Lond on Illustrated. Jarche hefur tekið fjölda ágætra mynda meðan hann dvaldist meö brezka hernum í Noröur-Afríku. Hann var hrifinn af íslandi og kvað það vera paradís fyr- ir ljósmyndara ^og feröamenn. Þeir félagarnir ferðuðust töluvert um ísland meöan þeir dvöldu hér.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.