Þjóðviljinn - 05.10.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.10.1943, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJIHN Orborgtnnlc Næturlæknir er í Læknavarðstöð Reykjavíkur, sími 1530. Næturvörður í Reykjavíkurapóteki Útvarpstíðindi, 1. h. 6. árg. eru ný- komin út. Þau flytja m. a. viðtal við Ragnar Jóhannesson, fulltrúa út- varpsráðs og frásögn af nýrri út- gáfustarfsemi á vegum Útvarpstíð- inda, Raddir hlustenda, Sindur o. fl. Heimilisritið, júlí-ágúst heftið er nýkomið út. Flytur sögur o. fl. Leikfélag Reykjavíkur sýnir Lén- harð fógeta kl. 8 annað kvöld og hefst sala aðgöngumiða í dag. Orlofsfé hjá setuUðinu. Þeir verka menn, sem eiga inni orlofsfe hja ameríska setuliðinu og hafa ekki sótt það, verða að vitja þess fyrir 15. þ. m. — Sjá auglýsingu frá Dags brún á 2. síðu blaðsins í dag. Guðmundur Jónsson söngvari held ur síðustu kveðjuhljómleika sína í -Gamla Bíó í kvöld kl. 11,30. — Að- göngumiðar hjá Eymundsen og Hljóðfærahúsinu. NtjA Bté Kátir voru karlar (Pardon My Sarong). Söngvamynd með skopleik- urunum: BUD ABBOTT og LOU COSTELLO. Sýnd kl. 5, 7 og 9 Aðgöngumiðar seldir eftir kl, 11. f. h. Storm skulu þeír uppskera RAY MILLAND, JOHN WAYNE, PAULETTE GODDARD Bönnuð fyrir böm innan 14 ára. Sýning kl. 4, 6,30 og 9 LEIKFELAG REYKJAVIKUK 5? Grein Eggerts Þorbjarnar Framh. af 3. síðu. En meðan afturhaldið her- týgist, eru „sérfræðingar“ Al- þýðuflokksins á kafi við skemmdarverk í verklýðssam- tökunum, eina viginu, sem vígtennur fasismans geta brotnað á. Enginn hlutur er Hriflu- Jónasi kærkomnari nú, en skemmdarstarf Alþýðuflokks- ins í verklýðshreyfingunni. En einingin, sem verkalýð- urinn skapaði á 17. þingi Al- þýðusambandsins á sér dýpri rætur en skemmdarvargamir hyggja. Verkalýðurinn mun ekki leyfa nýjan klofning. Sjó menn og landverkamenn munu taka höndum saman þegar í harðbakkann slær. Faglærðir og ófaglærðir verka menn munu einnig standa saman um einingu stéttarinn- ar. Engar úrsagnir eða hótanir ,,eignamanna“ geta fengiö verkalýðinn til að gefa afkall á einingu samtakanna, heldur mun hann snúast til vamar og svara hverri rýtingsstungu með ennþá öflugri einingu. E. Þ. ♦ Yfirlýsing frð viBskipta- málaráðuneytinu Svohljóðandi yfirlýsing hefur Þjóðviljanum borizt frá við- skiptamálaráðuney tinu: Út af greinargerð olíufélag- anna í Morgunblaðinu 3. þ. m. um olíuverðið, óskar viðskipta- málaráðherra að taka það fram, að hann telur greinargerðina þurfa leiðréttingar við að því er snertir viðskipti ríkisstjórnar innar og félaganna um málið. En af sérstökum ástæðum er ekki að svo stöddu hægt að gefa opinbera skýrslu um það, sem fram hefur farið í málinu. Strax og ástæður leyfa verður slík skýrsla gefin á Alþingi. Um kl. 11 á laugardagskvöld- ið lenti í ryskingum fyrir utan „Pennann“ í Hafnarstræti, milli drukkins íslendings og setuliðs- manna. Var íslendingurinn bar- inn með fullri bjórflösku. Hlaut hann 4 cm. langan skurð á hnakkann. — Hermennirnir náð ust. Sama kvöldið lenti í rysking- um milli íslendings og her- manns inni í kaffistofunni í Hafnarstræti 6. Hlaut íslending urinn áverka á andlit og brák- að rif. — Einhverjar skemmdir urðu á húsmunum. S. 1. laugardag voru tveir út- lendingar dæmdir í lögreglu- rétti Reykjavíkur. Annar þeirra, Uruguay-maður var dæmdur 1 800 kr. sekt fyrir óleyfilegan inn Utn vída vetröld Framh. af 2. síðu. The Rights of the Soviet Citizen, eftir dómprófastinn af Kantara- borg. f öllum þessum bæklingum er at- hyglisverð fræðsla um Sovétríkin. Bæklingarnir fást hjá Snæbirni og fleiri bækur um Sovétríkin. Danes Stand to for Zero nefnist bæklingur eftir Eric Dan- cy, fyrrverandi fréttaritara News Cronicle á Norðurlöndum. Er þar fróðleg frásögn um baráttu Dana gegn Þjóðverjum og nýjar staðreynd ir um það mál. Christmas Möller ritar formála. Bæklingur þessi fæst einnig hjá Snæbimi Jónssyni. MUNIÐ Kaffisöluna Hafnarstræti 16 LÉNHARÐUR FÓGETr eftir Einar H. Kvaran. Sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 í dag. Ölvuii og ryskingar aukast 25 teknír út umferð um helgina Um síðustu helgi var óvenjumikið um ölvun á almannafæri og er þó ekki hægt að segja, að ölvun sé neitt óvenjulegt fyrir brigði hér í bænum nú. Nokkuð bar á ryskingum milli íslendinga og setuliðsmanna. — 25 voru teknir úr umferð. flutning áfengis. Hinn, Austur- ríkismaður, var dæmdur í 300 kr. sekt fyrir óleyfilega áfengis- sölu. Um kl. 11 á sunnudagskvöldið lenti í ryskingum milli drukk- ins íslendings og amerískra her- manna inni á Gullfossi. — Skemmdir urðu á húsmunum. Um kl. 4,30 á sunnudaginn ók vörubifreið á Ijósastaur á Kapla skjólsveginum og braut hann. Bifreiðarstjórinn var undir á- hrifum áfengis. Þing F. F. S. I. Þing Farmanna- og fiski- mannasambandsins' hélt áfram í gær. Þingið hefur nú afgreitt á- lyktanir viðvíkjandi vélaútveg- un fyrir bátaflotann, radíómið- unarstöð á Garðskaga o. fl. ör- yggisráðstafanir fyrir sjófarend ur; beituforðabúr og tillögui um björgunar- og eftirlitsskip framtíðarinnar. Á morgun verður nánar skýrt frá störfum þingsins. Þýzk árás á Cos á Tylftareyum Öflugar þýzkar liðssveitir gengu á land á eyjunni Cos í Tylftareyjunum, örskammt frá Tyrklandsströndum, í gær. Tók’ust harðir bardagar við Bandamannahersveitir er fyrir voru, og er ekki vitað um úrslit þeirra. NINI ROLL ANKBK: ELÍ OG ROAR Var hún það? Sei, sei, nei! Eg gerði þdð heldur ekki. Það hefði líka orðið hræðilegt, sagði hún ákveðin. Tutt- ugu og sex ára aldursmunur. Hann hló í barm sér. Annað eins hefur nú skeð. En ég minntist orða mömmu:: Ef þú eignast börn, Nils, máttu aldrei gefa þeim stjúpu! — Eg hugsaði til Tore. Elí svaraði engu. Þá fyrst blossaði upp í honum hvað hann hefði gert. En töluð orðin urðu ekki aftur tekin. Hann setti á sig gler- augun. Hvernig ætlar Roar að hafa það með börnin? spurði hann alvarlega. Og hún svaraði í sama tón. Eldri pilturinn og yngsta stúlkan eru hjá móðurinni hér í bænum. Eldri stúlkan og drengur, tólf ára, verða hjá okkur. Þeim hefur aldrei komið saman, Ingrid og móður- inni, Ingrid kaus sjálf að verða hjá Roar. Sverre er ekki nema barn, yngri en Tore var þegar ég kom til ykkar. ÞaÚ er ég ekki smeyk við. Nei.. þú hefur alltaf haft lag á börnum, en... hann þagn- aði og hugsaði sig um. En þú færð nóg að stríða við, Elí, vertu viss Lítinn gullpening handa mér, stóran gullpening handa Roar! Hún hló og laut áfram, studdi grönnum höndunum á borðið. Nils, við Roar ætlum að vera í París fyrstu mán- uðina, hann ætlar að vinna á Pasteurstofnuninni, ég ætla að hafa upp á gamla kennaranum mínum. Þar niðri frá ætlum við að byrja. Hann leit upp til hennar léttari á svip. Það var góð hugmynd, Elí, — ein fyrstu mánuðina. Ætl- ar Roar að stunda nám? . Háskólinn hefur efnt til verðlaunasamkeppni í sýkla- fræði, um gullpening konungs. Roar ætlar að reyna. I sýklafræði — það verður ekki auðvelt. Hann hefur tvö ár til stefnu. í París ætlar hann að byrja. Hann vildi fyrst ekki taka við því — en gæti ég varið arf- inum mínum betur? Nils, viltu ekki sjá mynd, sem ég hef teiknað af Roar — áður en þú ferð aftur að skrifa. Hann hafði gripið pennastöngina, í hugsunarleysi, en Elí tók hana af honum. Eg skal hlaupa eftir henni! Hún flýtti sér út úr herberg- inu. Uppi í herbergi sínu, á annarri hæð, hafði hún haft blöð- in til: síðustu tréskurðarmyndina af húsinu þeirra, með gömlu trjánum. Og teikninguna af höfði Roar Liegaards. Hún tók aðeins þá síðarnefndu, leit snöggt á hana. Þá fannst henni eitthvað ókennilegt við þetta karlmannsand- lit, við myndina sem hún hafði sjálf gert. Máttlítil í hnjáliðunum settist hún á rúmstokkinn. með myndina í kjöltu sér. Og ókyrrð, sem hún réð ekki við, leiftraði um hana alla. Hafði Nils gert hana hrædda? 2. Eftir vikudvöl í París fengu Liegaardshjónin litla íbúð með húsgögnum uppi í Montmartre. Elí hafði fyrr á árum stundað teikningu og málaranám við Ecole Etienne — um eitt skeið átti hún heima í ná- grenni Sacré-Coeur-kirkjunnar. Hún gerði sér ferð með manni sínum til að finna gömlu dyravarðarkonuna þar, og hjá henni frétti hún um lausa íbúð vestur við brekk- una. Þau tóku hana strax. Og dag einn í febrúar, fyrir há- degi, flutti Elí ein þangað. með töskurnar. Stórt járngrindahlið var fyrir breiðum malargangi, er lá að röð tveggja hæða húsa með litlum görðum framanvið. Sami húsvörðurinn gætti þeirra. Húsin voru gömul, sum voru með djúpum, hvelfdum kjöllurum; húsvarðarkonan fræddi Elí á því, að flóttamenn hefðu falizt þar í bylting- unni 1789. íbúðin, sem þau Roar fengu, var á annarri hæð. Upp mjóan og brattan steinstiga með lélegu handriði tróð flutn- ingamaðurinn sér með töskurnar, gangurinn uppi var hálf- dimmur og daunillur, en litlu herbergin inn af voru björt og aðlaðandi. Og þegar Elí var búin að loka mjóu dyrun- I!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.