Þjóðviljinn - 08.10.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 08.10.1943, Blaðsíða 3
Föstudagur 8. oktöber 1943. I* J O *-> V IL JIN 51 þiðmminni Utgeíandi i SamemiagarHokÍMir nlþýfta -• SéaiaiUufiokknrinn RiUtjórnr: « Einar Olgeirsson Sigfút Sigurhjartarson (áb.) Riutjórn: Garðastreeti 17 — Vfkingsprenl Sfmi 22»V|, Afgreiðsla og auglýsingaskrif— stofa Skólavörðustig 19, neðstu hæð. Víkingsprent, h.f. Garðastr. 17. Frá Alþíngi HjiffiiFueFHaosiiitnd teeiir iMntfli uiösfllpta Ónotuð tækifæri Sumarsókn rauða hersins er ekki fyrr lokið en ný sókn hefst, þótt ótrúlegt virðist er ekki ann að líklegra en að rauði herinn sé nú þegar að hefja vetrarsókn, og það í enn stærri stíl en sóknir undanfarinna vetra. Almennt var álitið, að haust- rigningarnar mundu binda endi á eitt af glæsilegustu sigurtíma- bilum hernaðarsögunnar, — árs- fjórðungsstórsókn þá, er frels- aði Orel, Bjelgorod, Karkoff, Donhéraðið, Brjansk og Smol- ensk úr helgreipum nazista. Or- usturnar í þessari sumarsókn hafa margar hverjar verið allt að því eins harðar og orusturnar við Stalingrad. í orustunni um Orel var á degi hverjum eytt meiri skotfærum en í öllu Pól- landsstríði Þjóðverja. Þýzki herinn hefur beðið gíf- urlegt áfall. Sumarsókn hans j hefur í fyrsta skipti hrapallega mistekizt og snúizt upp í ægi- legt undanhald, sem kostaði hann bæði menn, hergögn og álit. Og hvað mun verða í vet- ur, fyrst svona fór í sumar, hugsa nazistar. « En þýzki herinn er enn ekki brotinn á bak aftur, þó hann hafi beðið þessa gífurlegu ó- sigra fyrir rauða hernum í upp undir ár. Og það, að þýzki her- inn er ekki sundurmalaður enn er Bretum og Bandaríkjamönn- um að kenna. Vesturvígstöðv- arnar, sem lofað var að mynda haustið 1942, eru ókomnar enn. Vesturvígstöðvarnar, sem Chui'- chill lofaði áður en laufin færu að falla, eru ókomnar enn þá — en visnuð laufblöð fjúka eftir Downing Street og milljónir her manna sitja aðgerðalausir á Bret landseyjum, meðan Evrópu blæðir út. Ensk-ameríska afturhaldið hefur fengið sitt fram. — Það hefur hlíft Hitler við falli, eins og það hlífði honum 1936, þeg- ar hann réðst á Ruhrhéraðið, — 1936—39, þegar hann réðst á Spán, — 1938, þegar hann tók Austurríki. Það hefur hjálpað honum eins og í Munchen 1938 þegar það afhenti honum Tékkc slovakiu. Það er von lýðræðis- sinna, að þeir Churchill og Roosevelt leiki ekki með glöðu geði það hlutverk, er þeir nú fara með, — en hve lengi á enn að sleppa tækifærunum til þess að sigra nazismann og frelsa hugsandi þjóðir Evrópu frá grimmdaræði og hungurdauða. Eiga verstu hvatir þeirra auð- jöfra heims, sem svívirðilegast- ir eru, næst þeim þýzku, og í nánustu bandalagi við þá, enn einu sinni að fá að ráða örlög- r «r í gær var í neðri deild sam- þykkt við 2. umræðu breyting- artillaga landbúnaðarnefndar við frumvarp sósíalista um af- nám á valdi mjólkur- og kjöt- verðlagsnefnda. Með samþvkkt þessarar breytingartillögu er á- kveðið að útsöluverð þessara vara, sem mjólkurverðlags- nefnd og kjötverðlagsnefnd á- kveða verð á, skuli háð sam- þykki viðskiptaráðs. Sósíalistar vildu ákveða að viðskiptaráð skyldi beinlínis ákveða útsölu- verðið, en sú breytingartillaga þeirra var felld með 17 atkv. gegn 7. Frumvarpinu var síðan vísað til þriðju umræðu. — Það er þetta frumvarp sem harðsvíruð- ustu Lappomennirnir vildu fella við 1. umræðu. Sigfús Sigurhjartarson skorar á Alþýðuflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn að koma með sínar umbótatil- lögur. Frumvarp sósíalista um mjólkursölu bæjarfélaganna var enn til 1. umræðu í gær. Tók nú Sigfús Sigurhjartarson, aðalflutningsmaður frumvarps- ins, til máls. Svaraði hann fyrst þeirri gagnrýni, sem fram kom á frum varpið frá hálfu Emils Jónsson- ar. Kvað Sigfús það frumvarp, er fyrir lægi, alls ekki bæta úr öllum göllum mjólkurskipulags ins, enda hefðu flutningsmenn þess ekki ætlað sér þá dul með því. Hinsvegar óskaði hann eft- ir tillögum þingmanna Alþýðu- flokksins og Sjálfstæðisflokks- ins til umbóta á mjólkurskipu- laginu og kvað Sósíalistaflokk- inn reiðubúinn til samstarfs við þá um gagngerar endurbætur á þessu sviði og kvaðst sízt harma þó þær yrðu miklu víðtækari en það frumvarp, er fyrir lægi. Því næst tók Sigfús síra Svein björn til bæna fyrir þvaður hans um mjólkursölumálin. Hrakti hann nú lið fyrir lið staðhæfingar Sveinbjarnar, sýndi fram á fjandskap hans 1 garð neytenda, andstöðu hans gegn því, að aukið eftirlit sé með heilbrigði mjólkurinnar frá hálfu neytenda, kúgunar- stefnu hans gagnvart starfsfólki mjólkursamsölunnar og tætti 1 sundur í ræðu sinni allar hinar fáránlegu fullyrðingar síra Sveinbjarnar. Sigfús tók mjög rækilega til meðferðar fullyrðingu Svein- bjarnar um að verið væri að taka „eignir bænda“ þar sem mjólkurstöðin væri. Sýndi hann fram á það með reikningum mjólkursamsölunnar að öll framlög til mjólkurstöðvarinnar væru tekin úr verðjöfnunar- sjóði og rekstrarafgangi sam- sölunnar, — m. ö. o. beint frá neytendum. Síðan tók Sigfús framkomu Sveipbjarnar í samsölustjórn til umræðu eins og sagt er frá á öðrum stað í blaðinu. Framsóknarmenn sátu hljóðir undir ræðu Sigfúsar. Þingheim- ur hlustaði með athygli. Það var verið að afhjúpa spillt og ófært skipulag. Nú ríður á að þingið bogni ekki á að breyta því. um milljónanna? Sárþjáð ítölsk alþýða hóf lýð- ræðisbyltingu sína 25. júlí. — Bandamenn höfðu skorað á hana að varpa af sér oki fasismans. Iiún gerði það. — Leyniílokkar lýðræðisins komu fram í dags- ins ljós. Verkamannasamtokin tóku ráðin í borgum Norður-ít- alíu. — Stundin var komin fyr- ir Bandamenn til innrásar í Ítalíu alls staðar. Böðulstjórn Badoglio sendi her sinn gegn lýðræðissinnunum. Bandamenn létu sprengjum rigna yfir borg- ir þeirra, — í stað þess að senda þeim vopn. Nazistar tóku að festa sig í sessi á Norður-Ítalíu í vopnuðu stéttastríði við vopn- litla lýðræðishreyfingu ítölsku alþýðunnar. Bandamenn biðu — biðu — biðu. — Badoglio gaf nazistum tækifæri til að ná tökum á Norð- ur-ítaliu og taka að kæfa lýð- ræðisbyltinguna í blóði. Banda- menn hjálpa til með þvi að bíða og bíða. Og nú murka nazistar lífiö úr frelsissinnum á Norður-Italíu, sem steyptu fasismanum, — í trausti á virka aðstoð Banda- manna. — Leynifélög lýðræðis- sinna, allt frá kaþólskum til kommúnista, sem í ,20 ára of- sóknum hafa dulizt og unnið á laun, hafa nú svipt af sér huliðs- hjálmum og standa nú varnar- lítil fyrir morðvéi Gestapo. Verkamenn Ítalíu sýna nú, að hugrekki Garibaldasveitanna lifir i frelsishreyfingu ítala. En þeir eru ofurseldir undir böð- ulsexi nazista — meðan millj- ónaherir bíða á Bretlandseyjum. Sömu söguna getur þjóðfrels- isher Júgóslava sagt. Hvað lengi enn á það að ganga þannig? Hve ’mörgum tækifærum á enn að sleppa? Var Evrópa ekki búin að þjást nóg af Chamberlain-pólitíkinni fyrir stríð þó hún eigi ekki að fá hana aftur strax og Sovét- þjóðirnar með fórnum sínum og hetjudug við Stalíngrad hafa tryggt ósigur fasismans? * Ný stórsókn er hafin á aust- urvígstöðvunum. Verður það tækifæri notað? Heimæðagjald hitaveitunnar Jón Axel hóf máls á því á fundi bæjarstjórnar í gær, að ekki væri gætt fullrar sann- girni í ákvörðun heimæðagjalds hitaveitunnar, þar sem aðeins væri miðað við rúmmál húsa, en ekki tekið tillit til hvort fleiri eða færri miðstöðv- arkerfi væru í húsinu. Taldi hann, að þau hús, sem hefðu að- eins eitt miðstöðvarkerfi, ættu að fá lægra heimæðagjald, en hin, sem fleiri hafa miðstöðv- arkerfin. Nokkrar umræður urðu um málið, og bar Jón fram eftir- farandi tillögu, sem var vísað til bæjarráðs: „Bæjarstjórnin samþykkir að fela bæjarráði og borgarstjóra að láta endurskoða samþykktar reglur um heimæðagjald hita- veitunnar, með það fyrir aug- um, að heimæðagjaldið miðist við hitaþörf og ennfremur fjölda teninga innan hinna ýmsu húsa. Ennfremur að leita eftir láni með 3/2% ársvöxtum til greiðslu kostnaðar við lagningu heimæða í húsin“„ Fjórar Ijósmæður verða skipaðar í Reykjavík Katrín Pálsdóttir, Soffía Ing- varsdóttir og Guðrún Jónasson fluttu eftirfarandi tillögu á fundi bœjarstjómar í gœr: „Bæjarstjórn Reykjavíkur á- kveður að verða við tilmælum Ljósmæðrafélags Reykjavíkur um að skipa minnst 4 ljósmæð- ur í Reykjavík". Hver er búsaleigan í ,hrútakofanum‘ ? Hver eru laun slra Svein bjarnar og aukajiðknanir f mjölkursðlunefnd ? Fyrirspurnir Sigfúsar Signr- hjartarsonar á þingi (gær Sveinbjörn Högnason býr um þingtímann í skúrum inn við mjólkurvinnslustöð, sem samsalan á, og eru vistarver- ur þessar kallaðar „hrútakof- inn“. Sigfús Siguhjartarson kvaðst ekki sjá af reikning- um samsölunnar hvaða húsa- leigu Sveinbjörn borgaði fyr- ir „hrútakofann“ og bað Sveinbjörn að svara. Ekki kvaðst hann heldur sjá hvað samsalan greiddi mikið í ferðakostnað fyrir Svein- björn, ekki hvað mikið bíl- stjóri samsölunnar verði mikl um tíma í að keyra bíl Svein björns og gera við hann, og ekki hvort að það væri rétt að Sveinbjörn fengi 300 kr. á mánuði auk launa fyrir fundi, með öllum uppbótum auðvit- að. Sveinbjörn var beðinn að upplýsa þetta. Séra Sveinbirni er „á- nægja að neita kerling- um í Reykjavík um smjor . Sigfús Sigurhjartarson upp- lýsti að í málskjölum í máli einu sem nýlega hefur verið rekið fyrir dómstólum í Reykjavík væri fullyrt, að Sveinbjörn hefði eitt sinn sagt í votta viður vist, að sér væri „ánægja að neita kerlingum í Reykjavík um smjör“. Tillagan var samþykkt með 8 atkv. gegn 3. Helgi Hermann bar fram til- lögu um að aðeins yrðu 2 fast- ráðnar ljósmæður í bænum. Katrín Pálsdóttir mælti fyrir tillögu kvenbæjarfulltrúanna. Effírtcbiarvcrdar afhfúpaníffg Forsiri hkÉw laiiir neðllin- an nlMinnsHislliraar að slí inisrsllsiiiH sinsðliiiar Sigfús Sigurhjartarson afhjúpar þetta ótrúlega fram- ferði ó fundi i neðri deild Alþingis I gær Snemma í síðasta mánuði hringdi Jón Brynjólfsson, sem er fulltrúi Alþýðusambandsins í mjólkursölunefnd, í skrifstofu samsölunnar og spurði hvaða verð bændur fengju fyrir mjólkina. Skrifstofumaðurinn svaraði, að sér væri bannað að skýra frá því. Jón kvað það ekki koma að sök, því hann gæti komið og litið í bækurnar. Skrifstofumaðurinn kvað sér einnig bannað að hleypa nokkrum manni í þær. Hann hringdi þá til forstjóra sam- sölunnar, sem staðfesti þau fyrirmæli, að mjólkursölunefndar- maður mætti^ekki fá að skoða bækurnar, hinsvegar kvaðst hann geta gefið honum upplýsingar um hvað bændur fengju fyrir mjólkina, en bækurnar — þær skyldu vera lokaðar. —-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.