Þjóðviljinn - 12.10.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 12.10.1943, Blaðsíða 1
JOÐVILJINN 8. árgangur. Þriðjudagur 12. október 1943. 'fimwF' Þjóðviljinn 8 síður! Herðið fjársöfnunina fyrir stækkun Þjóðviljans. Framlögum í blaðsjóð Þjóð- viljans er veitt móttaka á skrif- stofu Sósíalistaflokksins, Skóla- vörðustíg 19. 228. tölublað. Þjóðviljinn 8 síður! Frumvarp Brynjólfs Bjarnasonar útaf fjárveitingum til verðfellingar sam- þykkt til 3, umræðu í gær Breytingartlllaga Brynjólfs um að 6-manna-nefndin tendurskoði grundvðllinn og starf i ðf ram var f elld með 7:6 í gær lauk 2. umræðu í efrideild um frumvarp Brynjólfs Bjarnasonar um að bæta því inn í dýrtíðarlögin, til þess að taka af öll tvímæli um skilning þeirra, að stjórninni væri skylt að leita heimilda hjá þinginu til fjárveitinga, ef hún vildi fá að borga niður afurðir. Var frumvarp Brynjólfs samþykkt með atkvæðúm sósíalista, Alþýðuflokksmanna og Sjálfstæðisflokks- ins, en gegn atkvæðum Framsóknar. Hafði áður verið gerð á því smá orðabreyting, samkvæmt tillögu fjárhagsnefndar, og dagskrártillaga Framsóknar um frávísun var feld. t \ í sambandi við þetta frum- varp kom til atkvæða breytinga- tillaga Brynjólfs um áframhald á störfum 6-manna-nefndarinn- ar svohrjóðandi: „Meðan verð landbúnaðaraf- urða er ákveðið samkvæmt fyr- irmælum þessara laga, skal nefndin endurskoða grundvöll vísitölu þeirrar, er um getur í 1. málsgr., eftir því sem ástæða þykir til, og ákveða verðið sam- kvæmt því fyrir 15. ágúst ár hvert." Aðalatriðið með þessari breyt- ingatillögu er: að tryggja að 6-manna-nefndin haldi nú þegar áfram að starfa og endurskoða grundvöllinn að vísitölunni. Framsóknarmenn voru á móti því að nefndin endurskoðaði grundvölinn, en Alþýðuflokks- menn og nokkuð af Sjálfstæðis- mönnum á móti því yfirleitt að nefndin héldi áfram og virtust helzt vilja hverfa frá þeirri braut, að ákveða verð landbún- aðarafurða með samkomulagi. Þessar tvær öfgar sameinuð- ust gegn tillögu Brynjólfs og tókst þeim að fella hana með7 atkv. gegn 6. Með tillögu Brynjólfs voru: Eiríkur, Kristinn, Magnús Jóns., og Pétur Magn. — Á móti voru: Bernhard, Gísli, Hermann, Ing- var, Lárus, Páll Herm. og Þorst. Þorst. Grænmeti allt áriD Sýning á grænmeti opnuð í dag í húsmæOrakennarðskólanum Sýning á grænmeti verður opnuð í dag í Húsmæðrakenn- araskólanum. Verður þar sýnt allskonar grænmeti, tilreitt á 70 jmismunandi Vegu. Sýning þessi er eðlilega fyrst og fremst fyrir húsmæður bæjarins, en öllum er frjáls aðgangur sem áhuga hafa á ræktun grænmetis og meðferð þess. Helga Sigurðardóttir, forstöðukona Húsmæðrakennaraskól- ans, kvaddi blaðamenn á fund sinn í gær og skýrði þeim frá starfsemi skólans og sýningunni. HUSMÆÐRAKENNARA- SKÓLINN Húsmæðrakennaraskólinn tók til starfa á s. 1. hausti. Námstíminn er 2 ár og að honum loknum taka náms- meyjarnar próf er veitir þeim kennararéttindi við hús- mæöraskóia landsins. 10 stúlkur eru nú í skólanum. Skólinn hefur aösetur í kjallara Háskólans en síðast í maí fluttist hann austur að Laugarvatni og var þar í sumar. Þar fékk hver námsmey 30 ferm. blett til ræktunar, sem þær sáu um sjálfár, sáðu, hirtu, tóku upp, suðu niður og matbjuggu. Voru þar ræktaðar 12 algengustu teg- undir grænmetis. Einnig hafði skólinn sam- eiginlegan garð', þar sem Framh. á 2. síðu. Tanaapsðhn é Hlelf Rússneskt hcr líd og hcrgðgn sf rcymír vestur yfír DncprfIjót, Rtíssar komnír ad 6omcf Þjóðleikhúsið í Osló skemmist af eldi Nazistar í Noregi efndu til samkeppni um leikrit og átti frumsýning á verðlaunaieik- ritinu „Siste skrik" eftir Per Reidarson að vera í þjóðleik- húsinu í Osló í gær. En aðfaranótt föstudags kom upp eldur í þjóðleikhús- Framhald á 4. síðu. Þjóðviijaskemmtun annað kvöld Annað kvöld verður kvöld- skemmtun Sósíalistaf lokksins til ágóða fyrir blaðsjóð Þjóð- viljans. Skemmtunin hefst í Listamannaskálanum klukk- an níu. Skemmtiskráin er mjög fjölbreytt. Fyrst verður flutt ræða um hina fyrirfuiguðu stækkun Þjóðviljans. Síðan er einsöngur. Þvínæst talar Sig- urður Guömundsson, blaða- maöur og segir frá feröalagi sínu og ritstjóra Þjóðviljans í Brixton fangelsið í London sumarið 1941. Þá leikur Skúli Halldórsson einl^ik á' píanó, en að því loknu verður sýnd kvikmynd frá loftárásunum á þýzkar borgir. Myndin er tek- in í samvinnu við brezku her- stjómina og stendur sýning- in yfir í klukkutíma. Síðan verður frjáls skemmtun. Það er enginn vafi á að mikil aðsókn muni verða að skemmtun þessari og er því bezt fyrir flokksmenn og gesti þeirra að tryggja sér miða i tíma. Þeir eru til sölu á skrifstofu flokksins og af- greiöslu Þjóðviljans, skóla- vöröustíg 19, og kosta 10 krónur. Má panta miðana í síma 4824, en þeir verða og seldir við innganginn í Lista- mannaskálanum eftir kl. átta annað kvöld. Ekki ætti það að draga úr aðsókninni að skemmtuninni, að allur ágóði rennur í blað- sjóð Þjóðviljans til fyrirhug- aðrar stækkunar hans upp í 8 síður. Allir í Listamanna- skálann annað kvöld. Rauði herinn sækir að Kieff í tangarsókn úr norðri ogr suðri, og: hefur sovétherinn rofið ytri varn- arlínu borgarinnar, segir í fréttastofufregn frá Moskva í gær. Rauði herinn norður af Kieff er kominn langt vestur fyrir Dnépr. „Bráðlega, mjög bráðlega mun Kieff verða frjáls", segir í ritstjórnargrein Pravda, aðalmálgagns Komm- únistaflokks Sovétríkjanna, í gær. „Rauði herinn hef- ur sýnt að Dnéprfljótið er honum ekki ósigrandi hindr- "n, og hann mun halda áfram hinu mikla ætlunar- verki: Frelsun allrar Úkraínu." Sókn rauða hersins vestur af Dnéprfljóti heldur áfram, þrátt fyrir mjög harðar varn- ir Þjóðverja. Skriðdrekaorust- uniun og loftbardögunum vestur af Krementsúk er líkt við hörðustu bardagana unt Stalíngrad. Eftir fregnum frá Moskva Framhald á 4. síðu. ii IWfö i nopshpl hifi Þrír kafbáfar fórusf • Brezkum kafbátum tókst að laska þýzka orustuskipið Tir- pitz í óvæntri árás, er gerð var 22. september á þýzk herskip í Altenfirði, Norður-Noregi. Ljósmyndir, teknar úr lofti, sýna að frá Tirpitz liggur olíu- brá tvær mílur til sjávar, og f jöldi smárra skipa, sem talið er að séu viðgerðaskip, liggja við oustuskipið. kafbátar af Það voru smæstu gerð, sem árásina gerðu, og er för þeirra talin mjög frækileg. Þrír kafbát- anna hafa ekki skilað sér heim, og er talið að þeir hafi farizt, en von er til þess að einhverjir af áhöfnunum hafi bjargazt. síífiiíi ai ei i eaniHu I í fyrrakvöld um kl. 9 kom upp eldur í Kaupfélagi N-Þing- eyinga á Kópaskeri. Hvasst var og breiddist eldurinn ört út. Skrifstofubygging og geymsluhús brunnu og allmikið af vörum. Önnur hús skemmdust mikið. Eldurinn kom upp í sölubúð- inni og barst þaðan í áföst hús, skrifstofubyggingu, geymslu- hús og frystihús. Tókst að bjarga sölubúðinni og frystihúsi sem þó skemmdist mjög mikið, og mikið af vörum eyðilagðist í eldi og vatni. Skrifstofubyggingin og geymsluhúsið brunnu og var all mikið af vörum í geymsluhús- inu og brunnu þær einnig. Tjón af brunanum er því mjög mikið, en ekkert manntjón varð af völdum eldsins. Engin slökkvitæki voru á Kópaskeri og var borinn sjór í vatnsfötum til að slökkva með eldinn. .Var allmargt manna í kaupstaðarferð og mannafli því meiri en ella hefði verið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.