Þjóðviljinn - 12.10.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 12.10.1943, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 12. október 1943. Þ JÖÐVIL JINN NóflWIW Útgcfandi i Sajneinmgarflolcku: nlþýftn — S6«íali«taflokkuri»n Rítatjárar: Eúar Olgeirsson Sigfú* SigurKjartarson (áb.) Ritatjórn: Garðaatrœti 17 — Vfking»prent Sfmi 227«. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa Skólavörðustíg 19, neðstu hæð. Víkingsprent, h.f. Garðastr. 17. Fískiflotinn Farmanna- og fiskimanna- samband ísland hefm' nýlok- ið þingi sínu. Margar og merkilegar ályktanir hafa verið gerðar þar. Ein af þeim eftirtektarverðustu er um endurnýjun og nýsköpun ís- lenzka fiskiflotans. Stórfelld efling fiskiflotans og fiskiönaðarins hlýtur að verða höfuðverkefnið í at- vinnumálum íslands, sam- fara því að öruggur rnarkað- ur verði tryggður fyrir fisk og fiskafurðir með alþjóöleg- um viöskiptasamningum. En eigi þessi stórfellda efl- ing fiskiflotans að takast, þá veröa að verða allmiklar breytingar á fjármálakerfi voru innanlands. Þaö dugar ekki að hvaða maður, sem fé hefur undir höndum, geti var ið því eins og geðþótti eða gróðavon býður, að hægt sé aö verja 1 milljón kr„ í ó- nýta viðgerð til þess að koma fé undan skatti. Það dugar ekki að þjóðarauönum sé var ið til þess aö koma upp 10— 15 verksmiðjum í atvinnu- grein þar sem ein verksmiðja getur fullnægt, að reistar séu 10—20 smáverksmiðjur tii síldariðnaðar, þegar 2—3 stórar væru að öllu sjálfsagð- ar. Þaö dugar ekki að fé sé tekiö úr sjávarútveginum til að byggja lúxusvillur, stofna braskfýrirtæki eða eyöa á annan hátt. Þaö duga" held- ur ekki að einstökum auö- hringum í olíu, veiöarfærum etc., haldizt uppi að féfletta fiskimenn, svo þeir gsti ekki endurnýjað framleiðslutæki sín. Það er ófært að komiö sé á fiskhring í höndum eir- staks auðfyrirtækis, — að rík iö beinlínis beygi fiskimeun undir ok Kveldúlfs, eins og Framsóknar- og Alþýðublaös- stjórnin gerði 1935. Og það er líka ófært að þjóöbankan- um sé þannig stjórnað aö fiskimenn eigi þangað undir högg aö sækja, en stórlaxar vaði þar uppi eftir vild. Þaö er ekki nóg áð tala um nauðsynina á eflingu fiski- flotans og sköpun fisMÖnað- ar. Það verður líka að gera þær breytingar á atvinnu- og fjármálakerfi voru að hægt sé að einbeita kröftum þjóö- arinnar aö slíkri eflingu í þeirri vissu að hún veröi allri þjóðinni til blessunar. Og það eru margvíslegar Grundvollur Þorsfeínn Péfurssoii: Síðari greiB Niðurlag. Eins og segir í fyrra hluta greinar minnar, sem birtist hér í blaöinu s. 1. sunnudag, hafa flestar þær raddir, sem gagnrýnt hafa niðurstöður nefndarinnar komið fram í Alþýðublaðinu eða ræðum ’ þingmanna Alþýöuflokksins á þingi. Því skal ekki neitað aö einhverjar misfellur kunni aö vera í niðurstöðum sexmanna nefndarinnar. En nær væri þeim mönnum sem hæst láta um það, aö ljá lið sitt til þess að hægt yrði að lag- færa slíkar misfellur, heldur en að fleipra um niðurstöð- ur nefndarinnar án nokkurra raka og án þess jafnvel aö hafa lesiö álit nefndarinnar, eins og greinilega hefur kom- ið fram hjá sumum þeim er mest hafa gagnrýnt niðurstöð ur nefndarinnar. Skal þá vikið að því er helzt hefur verið véfengt í á- liti nefndarinnar. Er þá fyrst þaö, að þessir gagnrýnendur telja aö keypt vinna vísitölu- búsins sé alltof hátt reiknuö, og mun þá aðallega vera átt við það, aö vinnumagnið, 612 karlmannsvinnudagar á ári — sé of hátt. Eg geri ekki ráð fyrir því að neinn nefnd- armanna haldi því fram að þetta sé algjörlega óskeikular tölur. En þetta eru þær nið- breytingar, sem þarf að gera til þess að slíkt sé tryggt. Við skulum t. d. athuga á- standið á einu sviði. Landsbanki íslands liggur nú meö ónotaö veltufé um 100 milljónir króna. Og hvaða menn eru það, sem nú eiga að ráða því, hverja fjár- málastefnu Landsbankinn tekur. Það eru þessir fimn: menn sem nú skipa bar.ka- ráðið: Jón Árnason, Jor.as frá Hriflu, Jónas Guðmunds- sor. Magnús Jónsson og Ól- afur Thórs. Hvernig lýzt mönnum á nýja fjármálastefnu með efl- ingu fiskiflotans og sköpun stórfellds fiskiönaðar undir forustu þessara manna, — þeirra sömu sem ábyrgir voru fyrir öngþveitinu fyrir stríð, — þeirra sömu og' hindi’uöu byggingu „Rauðku“ á Siglufirði og ollu fiskimönn | um milljóna króna tjóni, — manna, sem eins og Fram- sóknarafturhaldsseggirnir helzt vilja hindra írekari vöxt bæjanna á íslandi, — og manna eins og Thórsar- anna,- sem alltaf hafa af póli- tískum ástæðum löngun til þess aö taka höndum saman við Framsóknarafturhaldið gegn verkamönnum og fiski- mönnum, einmitt þeim stétt- um þjóðarinnar, sem eðlilega hljóta að vera boðberi fram- faranna í sjávarútveginum. urstöður sem fengust af þeim gögnum, sem nefndin hafði tök á að afla á hinum skamma starfstíma sínum. Þessi gögn, þó æskilegt heföi verið að þau hefðu verið meiri, eru þó áreiöanlega haldbetri grundvöllur, en full yröingar, sem ekki hafa við nein rök að styðjast og eru oft og^ tíöum sett fram til þess eins að reyna að spilla því samkomulagi, sem land- búnaðarvísitalan hefur skap- að fyrir auknu samstarfi hinna vinnandi stétta til lands og sjávar. Þá er því haldið fram að kaup bóndans sé of Jhátt reiknaö með kr. 14.500 á vísitöluárinu 15. sept. 1942— 15. sept. 1943. Er þetta sér- staklega rökstutt með því að tekjur verkamanna séu ekki svona miklar. Fyrst er því til að svara að kaup bóndans er ekki miðað við tekjur verka- manna einna, heldur meðal- tekjur verkamanna, sjó- manna og iönaöarmanna, enda mæla dýrtíðarlögin svo fyrir orðrétt: „aö heildartekj- ur þeirra, er vinna að land- búnaði, verði í sem nánustu samræmi við tekjur annarra vinnandi stétta“. Hér er ekki talaö um verkamenn einvörð- ungu, heldur aðrar vinnandi stéttir. Þaö voru því bein fyrirmæli Alþingis, einnig j Það þarf að gera margar j og miklar breytingar í lög- gjöf íslendinga, til þess að tryggja stórfellda eflingu sjávarútvegsins, en með þeim breytingum verður aö fylgja alger breyting á valda- kerfi því, sem hingað til hef- ur mótað örlög vor. Það væri fíflska að fela þeim mönnum aftur forsjá þessara mála sem leiddu yfir þjóöina afturför og hrun á síðasta áratug fyr- ir stríð. Sjávarútvegurinn verður ekki gerð sú sterka undirstaða öruggrar afkomu vinnandi stétta íslands, sem hann þarf að veröa, ef hnefa- vald Hriflunga og banda- manna þeirra ræður í banka- málum þjóðarinnar. Auðurinn, sem ísland nú hefur eignazt, er fenginn fyrst og fremst fyrir áhættu og fórnir íslenzkra sjómanna. Það er skylda þjóöarinm' aö verja honum fyrst og fremst til þess að skapa bezta og stærsta fiskiflota, sem ísland hefur átt. í styrkri hendi íslenzka sjó mannsins liggur framtíð lands og þjóöar. En hræðslu- peninga-hnefinn, sem aftur- haldið og Lappomennskan reiðir nú á loft, er ógnun sem alþýðan og framfaraöfl landsins verða að brjóta á bak aftur, til þess að viðreisn og stórfelld framför fái aö eiga sér stað. þingmanna Alþýöuflokkisns, að miða skyldi tekjur þeirra er vinna að landbúnaði viö tekjur fleiri en eínnar at- vinnustéttar. Þá er því einn- ig haldiö fram að nefndin telji meðalárstekjur fyrr- greindra stétta 15.500 kr. og látið í þaö skína aö þar sé átt við áriö 1942. Þetta er al- rangt. Meðaltekjur sjómanna, verkamanna og iönaðar- manna áriö 1942 reyndust samkvæmt stéttaframtölum að vera kr. 12.400, en ekki 15.500 kr. En hvernig stend- ur þá á því, munu menn spyrja, að kaup bóndans er reiknaö 14.500 kr.? Þaö stend ur þannig á því, að nefndin var ekki að reikna út tekjur bænda fyrir árið 1942, heldur hvað þeir þyrftu að fá mikiö verð fyrir afurðir sínar fyrir tímabilið frá 15. sept. í ár til jafnlengdar næsta ár. Engar skýrslur eru til um tekjur launþega við sjávar- síöuna fyrir þetta tímabil, sem skiljanlegt er. Þessvegna varð að áætla tekjur þessara stétta. Það var gert meö því, að bera saman meðalfram- færsluvísitöluna 1942 og með- alframfærsluvísitöluna ágúst 1942 til júlí 1943, sem var 25% hærri en meðalvísitala ársins 1942. Hér er því aöeins um hækkun að ræða, sem stafar beint af hækkun kaup- gj aldsvísitölunnar. Reynist tekjur fyrrgi'eindra þriggja launástétta • hinsvegar lægri, á yfirstandandi ári en nefnd- in hefur áætláö, þýöir þaö að kaup bóndans veröur þeim mun lægra næsta ár. Mikið er talað um það, að bóndan- um sé reiknuð yfirvinna, en að yfirvinnu annarra stétta sé | sleppt. Þetta er ekki rétt, í tekjum annarra stétta er öll yfirvinna reiknuð með. Hins- vegar er tekið tillit til þess, að kaup bóndans lækkar framvegis í hlutfalli við tekj- ur annarra launastétta, vegna minnkandi atvinnu, en vinnu magn þaö sem bóndinn verö- ur að láta í té verður hins- vegar það sama, þótt kaup hans lækki. Eitt af því, sem helzt hef- ur veriö fundiö áð niðurstöð- um nefndarinnar er það, að til grundvallar fyrir niður- stööunum hafi aöeins verið notaöir 40 búreikningar til þess að finna reksturs- afkomu landbúnaðarins. Þetta er ekki allskostar rétt. Búreikningar bænda voru | ekki notaöir einvöi’ðung-u og I þar sem þeir voru notaðir | voru niðurstöður þeirra born- | ar saman við aðrar opinber- ! ar skýrslur sem fyrir hendi | voru, eða skýrslur, sem I nefndin aflaði sér sérstak- | lega. Það kann að vera mikiö ! rétt áð 40 búreikningar séu ! ekki einhlítur mælikvarði á afkomu rúmlega 6 þúsuiUI býla. Fleh’i búreikningar voni ekki til. En hvað segja meni um þaö, aö kauplagsnefn4 hefur árum saman notazt við búreikninga 40 launþegm til þess aö reikna út vísitölu- álag á kaup ca. 40 þúsu»4 launþega. Þeir, sem gagnrýnt hafa það verð á landbúnaðara.f- uröum, sem niðurstöður lan4 búnaöarvísitölunnar sýna, telja þaö allt of hátt. Ba. þeir sömu menn hafa aldrei vikiö einu oröi aö því, hva4 verðið hefði orðiö, ef ekkeri samkomulag hefði orðið í sexmannanefndinni, og mjólk ur- og kjötverölagsnefn4 hefðu einar ákveðið veröid. Við þekkjum þaö af margra ára reynslu að þessar nefnd- ir hafa alla tíó verölagt af- uröirnar eftir eigin geðþótta. og þegar tekið er tillit til þess að kaupgjaldsvísitalan hefur hækkað úr 195 frá því í ágúst í fyrra í 247 í ágúst s. 1. eða um 53 stig og aö kaup verkamanna hefur hækkað úr kr. 2.65 frá því í ágúst í fyrra 1 kr. 5.19 1 ágúst s. 1., þá þarf maður ekki að fara í neinar grafgötur um það, aá' kjöt- og mjólkurverö hefði vitanlega hækkaö í nokkurn- vegin sama hlutfalli, eða að kjötverðið hefði orðið rúm- lega 10 kr kg. og mjólkurlít- erinn hefði varla kostað minna en 2 kr. Verö það sem náöist mei samningum milli framleiö- enda og neytenda er því mun lægra. Þeir menn sem gagn- rýnt hafa núverandi verö landbúnaðarafurða vilja kannske halda því fram, aö ef „fulltrúar“ bænda heföu ákveðið verðiö sjálfir, án sapininga, að þá hefði það verið lægra. Samkvæmt því myndi t. d. kaup sjómanna verða lægra ef Sjómannafé- lagið gæti ákveðið þaö án samninga, heldur en þaö er nú meö samningum við út- gerðarmenn. Þessu má hver trúa sem vill, en staðreynd- irnar tala sínu máli í þessu efni. Þorsteinn Pétui-sseia. nrr-VM i; n Sverrir Tekið á móti flutningi til Ingólfsfjarðar, Norðurfjarðar, Djúpuvíkur, Hólmavíkur, Drangsness, Ospakseyrar, Borðeyrar og Hvammstanga árdegis í dag. Þár Tekið á móti flutningi til Vestmannaeyja síödegis á morgun. 0<KK>O<><X><K>OO<><KX>O

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.