Þjóðviljinn - 13.10.1943, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 13.10.1943, Qupperneq 1
I 8. «gaugur. Miðvikudagur 13. okt. 1943. 229. tölublað. Þjóðviljmn 8 síður! Herðið fjársöfnuniaa fyrir stækkun Þjóðviljans. Framlögum í blaðsjóð Þjóð- viljans er veitt móttaka á skrif- stofu Sósíalistaflokksins, Skóla- vörðustíg 19. Þjóðviljinn 8 síður! s Bretar fá herstoðuar á itzoreuiuiB Erezfcei sfíórnin lofar portúgölsku fasisfasffórninní fyllsfa studningi í hernaðar~ og fjármálum Bretar hafa fengið leyfi til að hafa herstöðvar á Azoreyjum, með samningum við portúgölsku stjómina og er brezkt herlið þegar komið til eyjanna. Miðstöðvar á Azoreyjum eru mikilvægar vegna siglinga um Mið-Atlanzhaf, og telja Bretar sér mikinn feng í samningum þessum. Brezka stjórnin heitir portúgölsku stjórninni stuðningi við hervarnir landsins og á f jármálasviðinu, hráefnum, vörum og hergögnum. Stjóm sú er nú sit- ur í Portúgal, hefur mjög beitt fasistiskum aðferðum í innanlandsmálum, en landið hefur verið og er mjög háð brezku auðmagni- Churchill tilkynnti þetta samkomulag brezku og portú gölsku stjórnanna á fundi í neðri málstofu brezka þings- ins í gær. Samningurinn um herstöðv ar Breta á Azoreyjum gildir aðeins meðan stríðið stendur, og skuldbinda Bretar sig til að flytja allan herafla sinn á brott þegar í stríðslok. Bæjarbúar fylgja engu máli sem nú liggur fyrir Alþingi af meiri áhuga en frumvarpi sósíal ista um að bærinn taki mjólk- urstöðina í sínar hendur, og að gerðar verði aðrar nauðsynleg- ar breytingar á mjólkurlögun- um. Framsóknarmenn hafa eins og vænta máttislegið skjaldborg um séra Sveinbjörn og öll þau hneyksli sem flokkurinn hefur framið í skjóli mjólkurlaganna, og hafa tveir þingmenn þeirra lýst því yfir að þeir muni greiða atkvæði gegn frumvarpi sósíal- ista vð fyrstu umræðu. Þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins og Alþýðuflokksins tvístíga hinsvegar í málinu og er enn ekki ljóst, hvort þeir ætla að slá skjaldborg um það ástand í Portúgal mun eftir sem áð- ur halda hlutleysi í styrjöld- inni, sagöi Churchill, í því skyni að forðast að stríöið breiðist út til Pýreneuskaga. Churchill lauk miklu lofs- oröi á þann þátt er Anthony Eden hefði átt í samnings- gerðinni, og lýsti því yfir að- Bandaríkjastjórn hafi fylgzt meö samningum brezku og portúgölsku stjórnanna. mjólkurmálunum, sem bæjar- stjórn Reykjavíkur hefur ein- rórna lýst yfir að sé .,óþolandi“ og sem Emil Jónsson þingmað- ur Hafnfirðinga hefur sagt að | væri þannig, að það gæti blátt áfram leítt til byltingar. Forseti neðri deildar, Jörund- ur Brynjólfsson, mun nú naum- ast sjá sér fært að taka mál þetta öllu oftar út af dagskrá, og fer þá naumast hjá því að það komist fljótlega til nefndar. Þá fá þingmenn Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins tækifæri til að marka afstöðu sína til málsins, bera fram þær breytingar eða viðaukatillögur, sem þeir telja nauðsynlegar við frumvarp sósíalista. Dregur til stðrbardaga við Volturno Þjóðverjar auka lið sltt á norSurbakka árinnar Heldur hefur dregið úr bar- dögum við Volturnoána, þar sem 5. bandaríski herinn sæk- ir að síðustu öflugu vamar- hnu fasistaherjaima sunnan við Róm. Segir í fregnum Banda- manna aö þýzki herinn við Volturno hafi 100 skriðdreka til vamar, og sé stööugt flutt nýtt liö til vígstöðvanna. bjóðfrelsisher Júgo- slava vinnur á Júgóslavneski þjóðfrelsis- herinn tók í gær eyna Cherso við Dalamatíuströnd, segir í hemaðartilkynningu Júgó- slava í gærkvöld. Eru þá allar eyjarnar og Dalmatíuströndin milh Zara og Fiume á valdi Júgóslava. Sundmót Ármanns Glímufélagið Ármann hefur fyrir nokkru auglýst sundmót sem félagið gengst fyrir um 20. þ. m. Er mót þetta mjög fjölbreytt þar sem bæði eru stutt sund og svo 400 metra sund sem aöeins er á meist- aramóti. Þá er þar boðsund 8x50 m. sem ætti að geta orö- ið mjög skemmtilegt. Annars lítur sundskráin þannig út: 1. 4x50 m. bringusund karla. 2. 50 m. bringusund dreng- ir innan 16 ára. 3. 50 m. frjáls aöferð dreng ir ínnan 16 ára. 4. 400 m. frjáls aöferð karl- ar. 5. 100 m. baksund karlar. Framhald á 4. síðu. Hoil ien siillMMoMnirlnn no mWioliMo i niilMlinn? 9 Frumvarp sósíalista hefur verið níu sinnum á dagskrá neðri deildar. Fimm sinnum hefur það verið tekið út af dagskránni, en fjórum sinnum tekið til umræðu. Fyrstu umræðu er enn eigi lokið. Framsóknarmenn ætla að greiða atkvæði gegn frumvarpinu við fyrstu umræðu. ðrustan um Kfeff harðnar Landganga sovétbers á Krím talin líkleg Bardagamir um varnarhring borgarinnar Kíeff fara sí- harðnandi og era miklar skriðdreka- og fótgönguliðsorustur háðar norður af borginni. Við Gomel er ákaft barizt og segir í fréttastofufregn að Þjóðverjar hafi þegar kveikt í borginni. •umi > í fregnum um síöustu bar- dagana í Kákasus hefur veriö nefnt að það sé Tímosjenko marskálkur, er stjórnað hafi lokasókninni gegn fasistaherj- unum í Kúbanhéraði. Er nú taliö líklegt, að rauöi herinn leggi innan skamms til land- göngu á Krím, yfir Kerts- sund. | Um bardagana vestan Dnépr segir í miðnæturtil- kynningu sovétherstjórnarinn ar að rauði herinn stækki stööugt yfirráðasvæði sín vestan fljótsins, þrátt fyrir mjög harða mótspyrnu Þjóð- verja. Rauði herinn fær vetrarútbúnað Bandarískur fréttaritari í Moskva símar, að þegar sé farið að útbúa rauða herinn til vetr- arhernaðar. Hafi herinn á öllum norður- hluta austurvígstöðvanna þegar fengið hlýjan vetrarklæðnað og vetr ar útbúnað. Sovétsöfnunin 155486,29 kr. Lokauppgför ekkí komíd Söfnun fulltrúaráðs verklýðsfélaganna hefur niunið 155 þús. 486,29 kr. samkvæmt yfirliti því um söfnunina er Þjóðviljanum hefur borizt. Yfirlit þetta er þó ekki loka- uppgjör. Söfnunin á hinum ýmsu stöðum er sem hér segir: Reykjavík 93527.24 Vestmannaeyjar 14900.00 Akureyri 10847.00 Siglufjörður 6057.00 ísafjöröur 3290.00 Borgarnes s 2533.00 Akranes 1477.00 Hafnarfjörður .... 1401.45 Sauðárkrókur .... 1319.00 Selfoss 1247.00 Glæsibæj arhreppur 1157.00 Neskaupstaður ... 1101.00 Seyðisfjörður .... 945.00 Reykdælahreppur .. . 906.25 Stokkseyri 904.00 Hólmavík 727.00 Mýrahreppur .... 720.00 Húsavík 700.00 Eskifjöröur 665.00 Raufarhöfn 660.00 Svalbarðseyri .... 630.00 Reyðarfjörður .... 555.00 Eyrarbakki 555.00 Innr i-N j arð víkur 550.00 Bolungarvík 503.00 Hraunhreppur og Álftaneshreppur, Mýr . 502.50 Djúpivogur 501.65 Suöureyri, Sugandaf. 500.00 Bæjai'hreppur .... 480.00 Hverageröi ......... 450.00 Flatey, Breiðaf..... 370.00 Bíldudalur ........... 370.00 Kvenfél. Sigurvon Þykkvabæ . . 330.00 Fáskrúðsfjörður . . 325.00 Sandur ............... 320.50 Grundarfjörður .. 315.00 Vík, Mýrdal .......... 305.00 Kvenf. Kirkjubæjarhr. 300.00 Hnífsdalur ........... 246.00 Nesjahreppur .... 230.00 Ketildalshreppur 230.00 Hvanneyri ............ 213.00 Ólafsfjöröur ......... 210.00 Vopnafjöröur .... 208.70 Jökuldalur ........... 200.00 Tálknafjöröur .... 175.00 Hrísey ............... 160.00 Tunguhreppur . .. 152.00 Grindavík ............ 145.00 Úr S-Þingeyjars. . . 100.00 Úr Mosfellssveit . . 70.00 Súðavík ............... 50.00 Flateyrí .............. 50.00 Alls kr. 155 486.29

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.