Þjóðviljinn - 14.10.1943, Síða 1

Þjóðviljinn - 14.10.1943, Síða 1
8. áxgangwr- Þjóðviljinn 8 síðar! Herðið fjársöfmmina fyrir stækkun Þjóðviljans. Framlögum í blaðsjóð Þjóð- viljans er veitt móttaka á skrif- stofu Sósíalistaflokksins, Skóla- vörðustíg 19. 230. tölublað. Þjóðviljinn 8 síðnr! q Islaad sem sfeiptimynf stórvelda? Irellaill islaid san Effírfefetairverdair upplýsingar ufanrífeísmálarádlierra á Aiþingi í gær. Italfa I stríði viö Þýzkaland SQðrnir Bretlands, Sovétrikjanna og Bandarlkjanna viðurkenna ítðlsku þjöBina sem bandamann ítalska Badogliostjórnin hefur sagt Þýzkalandi stríð á hendur. Yfirlýsingu frá Badoglio um friðslit Ítalíu og Þýzkalands var útvarpað frá ítölsku borg- inni Bari síðdegis í gær. Jafnframt var birt í London, Moskva og Was- hington tilkynning þess efnis að stjórnir Bretlands, Sovétríkjanna og Bandaríkjanna viðurkenndu ítölsku þjóðina og herinn sem samherja (,,co-belligerent“) í stríðinu gegn Þýzkalandi. Vilhjálmur Þór, utanríkismálaráðherra, sagði á Alþingi í gær í ræðu þeirri, sem prentuð er á öðrum stað í blaðinu eft- irfarandi: „Hinn 4. okt. s.l. tilkynnti sendiráð Breta mér hins- vegar í formlegu erindi, að brezka flotastjórnin muni hér eftir hafa hönd í bagga með aðal olíubirgðastöðinni' hér á landi, og að hún hafi tilnefnt brezka olíufélagið Asiatic Petroleum Co. umboðsmann sinn, til þess að fara með umráðin yfir birgða- stöðum, meðan brezk yfirvöld hafa umráðaréttinn.“ Einar Olgeirsson vakti sérstaka athygli á þessari tilkynn- ingu í ræðu, sem liann hélt um skýrslu ríkisstjórnarinnar í olíu- málinu. Hann benti á að ísland hefði samning við Bandaríkin um hervernd og útvegun nauðsynja, en eftir þessu að dæma væri Bandaríkjastjórn að afhenda umráðarétt, sem hún hefði fengið með samningi við ísland, án þess svo mikið sem að spyrja íslendinga að og án nokkurrar heimildar til slíkrar afhend- ingar, því ólíklegt væri að hér væri bara um olíubirgðastöð- ina að ræða, heldur fylgdi raunverulega flotastöðin með, því olíutankarnir væru aðalmannvirkin þar. í yfirlýsingu þrívéldastjórn- anna segir, að undanfarnar vik- ur hafi raunverulega skapazt það ástand, að ítalska þjóðin og herinn sé orðinn samherji þjóð- anna sem berjast gegn Hitlers- Þýzkalandi, og sé yfirlýsingin því ekki annað en viðurkenn- ing á staðeynd. Lögð er áherzla á það í yfir- lýsingunni að þó Badogliostjórn in sé nú viðurkennd samherji Bandamanna, haldi hinar sam- einuðu þjóðir fast við þá kröfu að ítalska þjóðin fái sjálf að velja sér stjórn þegar Þjóðverj- ar hafa verið hraktir burt úr landinu. Á vígstöðvunum á Ítalíu hef- ur mátt heita hlé á bardögum, en báðir aðilar halda áfram und irbúningi -að átökunum sem í vændum eru ÆÍIa þeír ad drepa málínu á dreíf? Einar kvað þess fulla þröf að Alþingi ræddi þessa hlið máls- ins eigi síður en olíuverðið og skipulag olíusölunnar. Islending ar yrðu að halda fast á því að þeir hefðu einir umráðaréttinn yfir sínu landi og hverskonar afhending í sambandi við hann væru óheimil án þeirra sam- þykkis. Þar með væi'i ekki um það sagt hvort oss þætti ljúfara eða lakara að Bretar tæku við þessum umráðarétti af Banda- ríkjamönnum eða ekki. Vér Is- lendingar vildum ekki að land vort væri nein skiptimynt, sem stórveldin gætu samið um eins og þeim þóknaðist, víxlað því sín á milli, t. d. fyrir einhverjar eyjar í Kyrrahafi og tilkynnt svo bara íslendingum á eftir ! I --------------------------------------.i hverju þeirra þóknaðist að ráða landinu nú. Hvað hann nauðsynlegt að rík ’isstjórnin mótmælti þessum að- förum jafnhliða því, sem hún stæði á verði um hagsmuni landsmanna gagnvart olíuhring- unum. Það er engum efa bundið að hér er á ferðinni mál, sem alla þjóðina varðar, — mál, sem í senn er mikilvægt sjálfstæðis- og utanríkismál. Sameinaðir verða íslendingar að standa á verði um að sjálfsákvörðunar- rétti þeirra sé ekki misboðið. standa fast á þeim sáttmálum og loforðum, er þeir hafa og hvika hvergi frá rétti sínum til algers umráðaréttar yfir landi sínu. Setuliðið óskar ekki eftir mjólk ef íslend- ingar þurfa hennar Er séra Sveinbjörn að þröngva því til að kaupa mjólk sem Reykvíkinga skortir? Utanríkisráðherra til- kynnti eftirfarandi á fundi í sameinuðu þingi miðvikudag inn 13. okt., utan dagskrár: „Að gefnu tilefni þykir mér rétt og nauðsynlegt að upplýsa, að öll ámæli á setu- liðsstjórnina, sem kunna að hafa fram komið í blöðum og annars’ staðar út af kaupum hennar á mjólk, eru með öllu ástæðulaus. Setuliðsstjórnin hefur hvað eftir annað formlega yfirlýst, að hún óskaði ekki eftir að kaupa hér á landi mjólk né aðrar matvörur, nema aðeins í þeim tilfellum. sem matvör- ur þessar væru til umfrám það sem landsmenn sjálfir gætu eða vildu nota. Setuliðsstjórnin hefur hins vegar oftar en einu sinni eft- ir ósk aukið mjólkurkaup sín á þeim tíma árs þegar mikill mjólkurafgangur hefur verið, en þá gengið ríkt eftir að fá að vita, að um afgangsmjólk væri að ræða. Setuliðsstjórnin óskar ekki frekar nú heldur en áður að kaupa mjólk hér á landi nema um sé að ræða afgangs- mjólk. Af þessum ástæðum er ljóst, að með öllu er ástæðu- laust að gera nokkrar sam- þykktir á Alþingi til þess að hefta setuliðið í kaupum þess á mjólk. Þetta vildi ég hafa upp- lýst til að fyrirbyggja mis- skilning.“ Loks kom að því að Sjálfstæðismenn og Alþýðuflokksmenn á þingi sáu sér ekki annað fært en að koma með tillögur í mjólkurmálinu, eftir að frumvarp sósíalista hefur verið á dagskrá í neðrí deild níu sinnum og verið rætt meira en nokk- uð annað þingmál. Gunnar Thoroddsen flytur tillögu til þingsályktunar um rannsóknarnefnd í mjólkurmálinu, og mun í henni felast af- staða Sjálfstæðisflokksins. Emil Jónsson og Haraldur Guðmunds son flytja þingsályktunartillögu um að stöðva mjólkursölu til setuliðsins. Samstilling hernaðaraðgerða aðalverkefni hoskvarðð- stefnunnar Aðalvlðíangsefni þríveldaráðstefnunnar í Moskva verða ráðsjtafanir til að samstilla svo hernaðaraðgerðir hinna samein- uðu þjóða, að hægt verði að ljúka styrjöldinni með sigri sem fyrst, segir í ritstjórnargrein er Pravda, aðalmálgagn Kommún- istaflokks Sovétríkjanna, birtir f. fyrradag. Tillaga Gunnars Thoroddsen er þannig: „Neðri deild Alþingis ályktar að kjósa rannsóknarnefnd mjólkurmála, er skipuð skal 5 innandeildarþingmönnum. — Nefndin kýs sér sjálf formann og skiptir að öðru leyti með sér störfum. Nefndin skal rannsaka og gera tillögur um þau atriði, er hér segir: 1. Að hve miklu leyti séu rétt- mætar margítrekaðar umkvart- anir neytenda í Reykjavík og Hafnarfirði um gallaða og lé- lega mjólk. 2. Orsakir þess tilfinnanlega skorts á mjólk og mjólkurafurð- um, svo sem smjöri, skyri og rjóma, sem oft hefur gert vart við sig. 3. Hversu mikið mjólkurmagn hefur á hverjum tíma verið selt hinu erlenda setuhði. 4. Hversu mikið mjólkurmagn hefur hin síðustu ár farið til neyzlu og hversu mikið til vinnslu mjólkurafurða. 5. Rannsaka dreifingar- og vinnslukostnað, flutningskostn- að og flutningsfyrirkomulag í Framhald á 4. síðu. Pravda telur algerlega ó- þarft að taka nokkurt mark á slúðri, sem komizt hefði á kreik. um að rætt yrði á ráðstefnu þess ari um landamæri Sovétríkj- anna. Slíkt sé jafnmikil fjar- stæða og farið yrði að ræða þar Framhald á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.