Þjóðviljinn - 16.10.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 16.10.1943, Blaðsíða 1
JOÐVIUIN 8. árgangur. Laugardagur 16. október 1943 232. tölublað. Bandamenn sækja fram norour af Vol- Uppþot f Róm og Mílanð Bandamannaherinn á Volt- urnovígstöðvunum sækír fram, og hefur síðastliðinn sólarhring hrundið mörgurn hörðum gagn- árásum Þjóðverja. Norðan við mynni Volturno- fljótsins settu Bandamenn lið á land og tókst þvi í gær að sækja 10 km. inn í landið og sameinast Bandamannahersveit nm, er brotizt höfðu norður yf- ir fljótið. Báðu megin Capúa sækja Bandamenn fram eftir aðalveg- unum til Róm, og verður. vel ágengt. í fregn frá Bern segir að tál uppþota hafi komið í Róm og Milano þegar fréttist um stríðs- yfirlýsingu Badogliostjórnar- innar. Þjóðvefjar flylja líð frá Letiítigfradsvæðínu tíl míðvígsföðvanna, Geysíharðír bardagar enn háðír um Melífopol Þjóðviljinn 8 síður! ídðfl | er þriðji skiladagur f jársöfn-1 I unarinnar fyrir Þjóðviljann. | I Söfnunarnefndin biður alla | 1 að koma á skrifstofu flokks-f | ins í dag kl. 10—12 og 1—7 \ 1 og skila af söfnunargögnum I I sínum. Þeir sem eiga óhægt I § með að koma í dag, mæti á § | morgun kl. 1—3. f Herðið söfnunina fyr-f | ir Þjóðviljann! Þjóðviljinn 8 síður! I • iiiiiiiiiiuniiiiiiin Ákafir bardagar eru háðir um aðalvarnarvirki Þjóðverja norður og suður af Kíeff. Rauði herinn hefur stækkað yfirráðasvæði sit* vestan Dnépr, báðu megin við Kíeff, og er kominn að aðalvarnarlinu þýzka hersins suður af borginni. Norður af Kíeff brutust Rússar gegnum varnarlínu Þjóðverja og náðu aðalstöðvum þriggja herfylkja. Þjóðverjar leggja allt sitt fram í orustunum um Kíeff, og hafa sent lið frá Leningradsvæðinu þangað suður og til vígstöðvanna í Hvíta-Rússlandi. Þýzki herinn reynir einnig af öllum mætti að stöðva sókn rauða hersins á víglínunni frá Dnéprbugðunni til Asofshafs, og gerir þar geysihörð gagná- hlaup. Rauði herinn sækir suð- ur með járnbrautinni frá Sap- orossi.og tók í gær 12 km. kafla af brautinni og 'fimm járnbraut arstöðvar. Þriggla manna nef nd athugar rekstur strætisvagnanna Bæjarráði hefur borizt bréf frá póst- og símamálastjóra þar sem hann fer þess á leit að borgarstjóri setji mann til að rannsaka rekstur og ástand strætisvagna, ásamt manni er post- og símamálastjóri tilnefni og öðrum. er Strætisvagnafélagið tilnefnir. Bréf póst- og símamálastjóra er þannig: „Vegna hinna tíðu kvartana, sem fram hafa kömið um rekst ur Strætisvagna Reykjavíkur, ástand þeirra o. fl. vill póst- og símamálastjórnin hér með mælast til, að þér, háttvirtur borgarstjóri, setjið mann, sem ásamt manni frá póststjórninni og manni frá Strætisvagnafélag inu athugi rekstur Strætis- vagnafélags Reykjavíkur, á- stand, hirðingu vagnanna o. fl. og gera tillögur um úrbætur á þeim ágöllum, sem í ljós kynnu að koma við téða athugun". Borgarstjóra var falið að til- nefna mann til þessa starfs. 15,5 milliðnip liFdna uepfliiF gpeittf uerð- MMW fUFÍF afUFflÍF áPSÍRS 1942 Vilhjálmur í»ór, atvinnumála ráðherra, gaf þinginu í gær skýrslu um greiðslu verðupp- bóta á útfluttar landbúnaðar- afurðir ársins 1942. Samkvæmt skýrslu hans munu verðuppbæturnar verða sem hér segir: Á kjöti 2.212,810 kr. Á ull ca. 4.500.000 — A gærur ca 8.850.000 — Alls verða þessar verðupp- bætur því um 15% milljón króna. Þessar verðuppbætur eru greiddar samkvæmt þingsálykt un frá í ágúst 1942, sem sam- þykkt var af þjóðstjórnarflokk- unum þrem gegn atkvæðum sósíalista og fékkst ekki einu sinni vísað til nefndar. í Melitopol halda áfram mjög harðir bardagar, og hefur mörg um gagnáhlaupum Þjóðverja verið hrundið. Ef Þjóðverjar missa Melitopol, er mjög óhægt um varnir vestur af borginni, sléttlendar. gresjur allt að Dnéprfljótinu, en það er um 3 km. á breidd þar og óbrúað. Hernaðaraðgerðir í Hvíta- Rússlandi eru mjög erfiðar vegna ákafra rigninga. Rússar segja í miðnæturtilkynningu sinni að sovétherinn hafi bætt aðstöðu sína suður af Gomel. AððlfundurÆskulýðs- fylkingarinnar Aðalfundur Æskulýösfylking arinnar í Reykjavík var hald- inn í fyrrakvöld. Fráfarandi for maður, Haraldur Steinþórsson, flutti skýrslu stjórnarinnar. Því næst voru reikningarnir lesnir upp og samþykktir. Þeir sýndu aö fjárhagur félagsins hafði batna.5 mikið síðasta starfstímábil. Síðan var gengið til stjórn- arkosningar. Þessir hlutu kosn- ingu: Formaður: Stefán Magnússon, varaformaður: Bóas Emilsson, meðstjórnendur: Björn Haralds son, Gestur Þorgrímsson, Guð- jón Einarsson, Halldór Gunnars son og Málmfríður Jóhannes- dóttir. Varastjórn: Haraldur Stein- þórsson, Marta G. Jóhannsdótt- ir og Nikulás Guðmundsson. Endurskoðendur voru kosnir: Ásm. Sigurjónsson og Halldór Þorgrímsson. Að því loknu flutti Einar 01- geirsson erindi um sjálfstæðis- málið og Ólafur Jóh. Sigurðs- son rithöfurtdur las upp smá- sögu. „Friðsamur" nazisti. ísvestía, aðalmálgagn sovét- stjórnarinnar, skýrir svo frá að Rússar hafi handtekið héraðs- stjóra nazista á Melitopolsvæð- inu, Heines að nafni. Hafi hann borið sig aumlega mjög, sagzt vera „friðsamur maður" og of gamall til þátttöku í styrjöld. Heines játaði að hafa sent 8000 sovétverkamenn í þvingun arvinnu til Þýzkalands. „Talan er mikils til of lág", segir.ís- vestía, „og Heines hefði mátt bæta við að allir sem mót- mæltu voru teknir og þeim mis þyrmt, margir voru hengdir." Bæjarráð óskar breytinga á lögunum um brunatrygg- ingar í Reykjavík. Bæjarráð samþykkti í gær að óska, að Alþingi geri breyting- ar á lögum um brunatrygging- ar í Reykjavík, í þá átt, að möt- in breytist samkvæmt vísitölu. Verður óskað eftir, að tilboð þau, sem óskað er eftir í bruna tryggingar í bænum, verði mið- uð við þetta fyrirkomulag, og einnig við það fyrirkomulag, er nú gildir". Ný skáfdsaga WMsðssr frá Bffímarhólmí," eftir Friðrik Á Brekkan í gær kom í bókabúðir nýj- asta skáldsaga Friðriks Á. Brekkan, Maður frá Brimar- hólmi. Bók þessa mun Brekk- an hafa lokið við á síðasta ári. Það er viðburður að fá nú eftir margra ára hlé stóra skáld sögu eftir þennan vinsæla rit- höfund, sem fyrir löngu er kunnur um öll Norðurlönd fyr ir bækur sínar. Bolii Thóroddsen sækir um bæjarverkfræðingsstarfið Umsóknarfrestur um starf bæjarverkfræðings var útrunn- inn í gær. Bolli Thoroddsen er eini umsækjandinn. Bolli hef- ur starfað sem verkfræðingur hjá bænum milli 10 og 20 ár, og gegnt störfum bæjarverk- fræðings í forföllum hans. 4 þingmenn ílytja þingsályktunar- tillögu um rannsókn á oiíufélögin Þingsályktunartillaga um rannsókn á ólíufélögin og um olíuverzlunina hefur verið lögð fram í neðri deild. Flutnings- menn eru: Finnur Jónsson, Eysteinn Jónsson, Lúðvík Jósefsson, Sigurður Bjamason. Tillagan hijóðar svo: „Neðri deild Alþingis ályktar að skora á ríkisstjórnina að gera eftirfarandi ráðstafanir: 1. Láta nú þegar i'ara fram opinbera rannsókn á bókum og skjölum olíufélaganna í þeim tilgangi að ganga úr skugga um, hvort skýrslur þær, sem þau hafa gefið viðskiptaráði um rekstursinn og um verðlag á olíu og benzíni, fái staðizt og hvort skattaframtöl þeirra hafi verið rétt. Ennfremur verði rannsökuð að öðru leyti framkoma olíufélaganna í olíusölu- málunum. 2. Undibúa. í samráði við milliþinganefnd í sjávarútvegs- málum og leggja fyrir Alþingi það, er nú situr, löggjöf og tillögur um olíuverzlunina, er tryggi það, að notendur fái olíu og benzíri með sannvirði." Greinargerðin hljóðar svo: „Tillaga þessi er flutt í tilefni af skýrslu ríkisstjórnarinnar, er hún flutti á Alþingi 13. þ. m. og birt hefur verið í blöðum landsins, um viðskipti ríkis- stjórnarinnar og olíufélaganna. Telja flm. viðskipti þessi vera þess eðlis, að við svo búið megi ekki standa af hálfu Alþingis."

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.