Þjóðviljinn - 16.10.1943, Síða 2

Þjóðviljinn - 16.10.1943, Síða 2
1 ÞJÖÐ VILJINN Laugardagur 16. október 1943 S. G. T. dansleikur verður í Listamannaskálanum í kvöld kl. 10. Sími 3240. Aðgöngumiðasala kl. 5—7. — Danshljómsveit Bjama Böðvarssonar spilar.___________________ S.K.T." dansleikur í Góðtemplarahúsinu í kvöld kl. 10. — Aðeins eldri dansamir. Aðgöngumiðar frá kl. 2,30, sími 3355. Dansinn lengir lífið! KVENNADEILD SLYSAVARNAFÉLAGSINS. DANSLEIKDB í Oddfel lowhúsinu í kvöld kl. 10. Dansað bæði uppi og niðrL Gömlu og nýju dansamir. Aðgöngumiðar seldir í skrifstofu Slysavarnafélagsins í dag og í Oddfellowhúsinu eftir kl. 8 síðd. Sfofnfundur i FéL Sudurnesíamanna ▼erður haldinn í Oddfellowhúsinu sunnudaginn þ. 17. október kl. 3 síðdegis. Félagsmenn geta þeir orðið, konur og karlar, sem fæddir eru eða uppaldir í Gullbringusýslu og búsettir eru í Reykjavík og Hafnarfirði. Ennfremur þeir, sem dvalið hafa langdvölum á Suðumes jum. Æskilegt væri, að menn fjölmenntu á fundinn. UNDntBÚNINGSNEFNDIN. _________________>__________________ Nokkur eintök af sögunni Björn formaöur eftir Davíð Þorvaldsson og KALVIÐIR eftir sama höfund fást í bókaverzlunum næstu daga. KVEN- og KARLMANNSHANZKAR fóðraðir og ófóðraðir. Verzlun H. Toft Skóiavörðustíg 5 Sími 1035 Unglingsstúlka óskast til að gæta barns. Áki Jakobsson, Rauðarárstíg 32. vörumóttaka í Brúarfossi í dag, til Akureyrar, Siglufjarðar, ísa- fjarðar og Patreksfjarðar. <XKX><><><><>0<>0<>0<X><>0 DAGLEGA NÝ EGG, soíKn og hrá Kaf f isalan Hafnarstræti 16. IÞOO0OOOOOO«O»O»»« eftir hið heimsfræga enska skáld Charles Dickens, er komin í bókabúðir. Sagan um Oliver Twist hefur verið þýdd á f jölda tungumála og alstaðar vakið óskipta at- hygli og vinsældir. er prýðilega skemmtileg og smellin saga fyrir ungar stúlkur 10—14 ára. Lifandi fjör í allri frásögninni frá upphafi til enda. Fallegar forsíðumyndir. Margar myndir. Bókaforlag Æskunnar Fyrir nokkrum dögum voru hér 1 blaðinu færð rök að því, að Alþýðublaðsmennimir væru mótfallnir sjálfstæði verklýðs- samtakanna, mótfallnir rétti þeirra til að skipta sér af öðr- um málum en kaupgjaldi einu saman og mótfallnir rétti þeirra til að verja hendur sínar, ef á þau væri ráðizt. Stefán Pétursson hefur með forystugrein í Alþýðublaðinu í fyrradag undirstrikað að ein- mitt svona sé afstaða Alþýðu- flokksins til verklýðssamtak • anna. Hann staðfestir þetta á þann augljósa hátt, að í svar- grein sinni þorir hann ekki að minnast á málið, þar sem hann veit sig berskjaldaðan. Eiga verklýðssamtökin að vera eltiskinn á milli stjórnmála flokka, réttlaus og vængstýfð, eðá eiga þau að álíta sig sjálf- ráð gerða sinna í hvívetna? Þetta er spurningin, sem Stef án treystir sér ekki til að svara og því þegir hann. Um hvað fjallaði þá „svar grein“ hans? Hún fjallaði um það, hvort Alþýðublaðið hafi rétt til að gagnrýna verklýðssamtökin. Vart getur augljósari flótta frá málefni en spurningu þessa. Það kannast nefnilega enginn við, að einn eða neinn í þessu landi hafi véfengt rétt Alþbl. til að birta það í dálkum sín- um, sem það lystir. Grein Stef- áns er því svar við spurningu, sem engum hefur dottið í hug að setja fram nema honum. Þó er eitt atriði í „svargrein“ Stefáns, sem verðskuldar at- hygli: Hann heldur því blákalt fram, að árásir Alþýðublaðs- ins á verklýðssamtökin séu „vörn“ fyrir þau. Það hlálega við þessa stað- hæfingu er það, að verklýðs- samtökin hafa ekki orðið vör við sterkar varnir af hendi Alþbl. Hinsvegar hefur sprengjum ringt yfir þau frá Alþbl. eins og eftirfarandi staðreyndir sýna: Þegar verkalýðurinn á Akur- eyri sameinaðist síðastl. vetur í eitt félag með stjórn Alþýðu- sambandsins einhuga að baki sér, staðhæfði Alþbl að verka- lýðnum á Akureyri hefði verið sundrað að nýju. Þegar Alþýðusambandið hófst handa um undirbúning að sam vinnu alþýðusamtakanna, birtir Alþýðublaðið níðgreinar um stjórn Alþýðusambandsins, ó- frægði hugmynd hennar á all- an hátt og kórónaði svo allt saman með því að skipuleggja njósnastarf í stjórn Alþýðu- sambandsins og birta fregnir af lokuðum fundum hennar. Þfegar vmf. Dagsbrún ákvað, í fullu samráði við stjórn Al- þýðusambandsins og einstök verklýðsfélög, að segja ekki samningum upp í sumar, en ein beita sér á að knýja fram end- urskoðun hinnar margrengdu vísitölu, sá Alþbl. rautt og titl- Séra Sveinbjörn kann auðvitað ekki að skammast sía Séra Sveinbjörn Högnason, maðurinn sem mestan þátt hef- ur átt í öllu því sem aflaga hef- ur farið í mjólkurmálunum, hef ur lagt fram breytingartillögu við þingsályktunartillögu þeirra Emils Jónssonar og Gunnars Thoroddsen, sem birtar voru hér í blaðinu í fyrradag. Svbj. leggur þar til meðal annars, að setuliðið sem hér dvelur sam- kvæmt samningi, fái ekki vatn (skyldi vatnið vanta í mjólk- ina?). Samkvæmt annárri þess- ari tillögu virðist Sveinbjörn líta á vinnuafl sem neyzluvöru Sveinbirni til „sæmdar" skulu tillögur hans birtar. Hann leggur til að tillaga Em ils um að setuliðið fái ekki mjólk meðan bæjarbúa skortir hana orðist þannig: „Alþingi ályktar að skora á ríkis- stjómina að hlutast til um, að sala á mjólk, rafmagni og vatni til setu- liðsins verði stöðvuð, meðan skortur er á þessum nauðsynjum meðai landsmanna sjálfra, þar sem salan fer fram. Ennfremur ályktar Alþingi að fela ríkisstjóminni að semja þannig við stjóm setuliðsins hér á landi, að það taki aldrei meira innlent vinnuafl í þjónustu sína en það, sem afgangs er á þessum nauðsynjum meðal a hverjum tíma. 2. Fyrirsögn till. verði: Tillaga til þingsályktunar um ráðstafanir til að bæta úr skorti innlendra neyzlu- vara.“ Tillaga Gunnars um rannsókn á athæfi Sveinbjarnar og kum- pána hans, vill hinn sami Svein- björn orða þannig: „Neðri deild Alþingis ályktar að kjósa rannsóknamefnd neyzluvara almennings, er skipuð sé 5 innan- deildarþingmönnum. Nefndin kýs Framh. á 4. síðu. aði stjórn Dagsbrúnar „fóta- þurrku atvinnurékenda“ og það an af verra. Og loks, þegar Alþýðusam- bandið, Hlíf og Dagsbrún, hóf- ust handa á þessu ári una út- gáfu eigin málgagna, nokkuð sem Alþ.blaðsmennirnir höfðu aldrei haft dáð til að fram- kvæma, þá trakterar Alþbl. þessi samtök á því, að þau hafi ekki leyfi til að birta annað en kaupskrár. Hið sanna í þessum málum skyldi þó ekki vera það, að Stefáni þyki nú alls við þurfa til að verja Alþýðuflokkim* sem hefur afrekað það, að koma Alþbl. í opna andstöðu við verklýðssamtökin. Menn þurfa tæplega að aumk ast yfir verklýðssamtökin þeg- ar þau hafa slíkan verndara sem Stefán Pétursson og Alþbl. I spursmálinu um sjálfstæði verklýðssamtakanna hefur Al- þbl. tekið of mikið upp í sig og getur nú hvorki kyngt né spýtt. Fyrir verkamenn er þetta hinsvegar lærdómur um, að enn lifir í gömlum glæðum herra- mennskunnar og að þeir þurfa að slá vörð um sjálfstæði sam- takanna. S. Þ.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.