Þjóðviljinn - 17.10.1943, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 17.10.1943, Qupperneq 1
8 árgangur. Simnudagur 17. október 1943. Þjóðviljiim 8 síður! Herðið fjársöfnunina fyrir stækkun Þjóðviljans. Framlögum í blaðsjóð Þjóð- viljans er veitt móttaka á skrif- stofu Sósíalistaflokksins, Skóla- vörðustíg 19. 233. töiubiað. Þjóðviljinn 8 síður! Hver a féð, sem verið er aö reisa mjólkurstöðina fyrir? Út af þeim umræðum sem fram hafa farið um mjó.lkur- málið, og þeirri staðhæfingu Morgunblaðsins, að tillaga komm- únista um að bærinn taki við mjólkurstöðinni sé hvatvísleg, skal hér gerð grein fyrir; hvaðan féð kemur sem verja á til að byggja stöðina; hvaða lagafyrirmæli gilda um það og hvað sósíalistar hafa raunverulega lagt til í þessu efni. Féð hefur verið tekið úr verðjöfnunarsjóði sem reisa á mjólkurstöðina fyrir. Fé það, sem verið er að reisa mjólkurstöðina fyrir, er allt tek ið beint eða óbeint úr verðjöfn- unarsjóði. Þessar upphæðir hafa runnið í byggingarsjóð stöðvarinnar frá verðjöfnunarsjóði: árið 1938 — 1939 — 1940 — 1941 — 1942 kr. 107 204,99 — 113 341,15 — 115 890,67 — 153 473,80 — 714 721,76 Vextir af þessu fé 25 946,87 Alls hefur byggingarsjóður mjólkurstöðvarinnar þannig fengið 1.230 579,24 kr. úr verð- jöfnunarsjóði. Árin 1941 og 1942 er raunar talið í reikningum samsölunn- ar, að framlögin til byggingar- sjóðs séu tekin af tekjuafgöng- um samsölunnar, en ekki úr verðjöfnunarsjóði, en um tekju- afganginn segir í lögum mjólk- ursölunnar: „Tekjuafgangur mjólkursölu skal renna í verðjöfnunarsjóð, eftir að nauðsynlegar afskriftir hafa farið fram og aðrar greiðsl ur, er stjómin telur nauðsyn- legt að inna af hendi, enda hafi það áhrif á ákvörðim verðjöfn- unargjaldsins.“ (Lög um með- ferð og sölu mjólkur og rjóma o. fl. nr. 1 frá 7. jan. 1935. 2. gr.) Af þessu verður ljóst, að allt það fé, sem runnið hefur til byggingarsjóðs mjólkurstöðvar- ínnar — 1230 579,24 kr. — hefði átt að renna í verðjöfnunarsjóð, og er því úr homun tekið. Hvert er hlutverk verðjöfn unarsjóðs? * I lögunum um mjólkursölu segir segir svo um verðjöfnun- arsjóðinn: „Verðjöfmmarsjóðsgjaldið skal vera til verðuppbótar á þá mjólk, sem notuð er til vinnslu á viðurkenndum mjólkurbúum, sem starfa á verðjöfnunarsvæð- inu, og slík verðjöfnun skal jafnan fara eftir því sem við verður komið, miðuð við það, að aliir mjólkurframleiðendur á verðjöfnunarsvæðinu fái sama verð fyrir mjólk sína komna á sölustað verðjöfnunarsvæðis- ins“. (Lög nr. 1 frá 7. jan. 1935, 2. gr.). Það er því með öllu ó- heimilt að ráðstafa því fé, sem verðjöfnunarsjóði ber til ann- arra nota en að verjafna mjólk. Tillögur sósíalista. Því hefur verið haldið fram, að sósíalistar ætluðu að taka réttmæta eign bænda af þeim án endurjalds, er þeir leggja til að bærinn yfirtaki mjólk- ina. Tillaga sósíalista um yfir- töku stöðvarinnar er þannig: .ÍNú ákveður bæjarstjóm eða hreppsnefnd að hagnýta sér sér leyfisrétt sinn til sölu og dreif- ingar á mjólk og mjólkurafurð- um, samkvæmt 5. gr. hér að framan, og tekur hún þá við öllum eignum og réttindum, þ. á. m. leiguréttindum þessarar mjólkursamsölu, sem starfandi kann að vera í umdæminu, með skludum,sem á þeim kunna að hvíla, og án annars endurgjalds. Þau mjólkurbú eða þeir mjólk- urframleiðendur, sem kunna að hafa lagt fram stofnfé eða önn- ur peningsframlög til mjólkur- samsala eða annara mannvirkja þeirra vegna, skulu fá það end- urgreitt.‘ Samkvæmt þessu fá bændur endurgreiddan hvern eyri, sem þeir kimna að hafa lagt til mjólkurstöðvarinnar, ef hærinn tekur hana í sínar hendur sam- kvæmt tillögum sósíalista. Af framansögðu verður ljóst, að mjólkursölunefnd hefur und ir forustu Sveinbjöms Högna- sonar, misnotað vald sitt til að leggja á hærra verðjöfnunar- Framh. 3. síðu. segír Isvestía, adalmálgan sovétstjórnar- innar. — Harðír hardagar vestan víð Dnépr Akafir bardagar halda áfram vestan Dnjeprfljóts, bœði á Ísvestía, aðalmálgagn sovétstjómarinnar, birti í gær ritstjómargrein um þríveldaráðstefnuna í Moskva, sem hefst innan skamms. Er lögð áherzla á að aðalvandamálið, sem nú bíði úrlausnar, sé það að ljúka styrjöldinni á sem stytztum tíma, og til þess þurfi nána samvinnu Bretlands, Sov- étríkjanna og Bandaríkjanna. Þetta vandamál sé ó- rjúfanlega tengt myndun nýrra vígstöðva í Vestur- Evrópu. Blaðið lætur þá von í ljós, að Moskvaráðstefnan muni leggja drjúgan skerf til lausnar þessu vanda- máli. Kíeffsvæðinu og suðvestur af Krementsúk. Þýzki herinn veitir harðvít- uga mótspymu og hefur gert mjög harðar gagnárásir, eink- um á Krementsuksvæðinu, en Rússar hafa hrundið þeim öll- um og sótt fram 5—10 km. Norðaustur af Kíeff hefur rauði herinn stækkað yfirráða- svæði sitt, og suður af Gomel. Syðst á vígstöðvunum er einnig ákaft barizt, og hefur enn ekki komið til úrslita í or- ustunum um Melítopol. Gagn- árásum Þjóðverja hefur verið hrundið, og eyðilögðu Rússar í gær 60 skriðdreka í suðvestur- úthverfum borgarinnar. Suður af Saporossi hefur rauði herinn sótt fram 5—10 km. og tekið nokkra bæi og þorp. | Þjóðviljinn 8 síður! Þeir 189 aftökur í Noregi að sðgn nazistanna sjálfra I Með aftöku ^hina fimm gisla, sem skýrt var frá í fyrradag, hafa nazistayfirvöldin játað op- inberlega aftökur 189 Norð- manna. Þar af hafa 57 verið skotnir fyrir svonefnda „glæpi“ sem aðrir hafa framið. Á 15 þeirra voru engar ákveðnar sakir born ar, nema „rangsnúinn hugsun- arháttur“. Hinir 42 vóru líflátn ir án þess að eiga sjálfir nokkra „sök“, fyrir brot sem sagt var að einhverjir aðrir hefðu drýgt. Átján þeirra voru ungir Norð- menn, sem búið var að halda í fangelsi fyrir „tilraun til að flýja til Englands “ Þeir voru líflátnir í apríl 1942 í hefndar- skyni fyrir tvo þýzka Gestapo- menn, sem skotnir voru í Tele- vaag. Sósíalistaflokkurinn boðar til opin- bers fundar í Reykjavík Til umræðu: Dýrtíðin og landbúnaðarvísitalan — Olíusalan — njólkurmáiið * Næstkomandi miðvikudagskvöld boðar Sameiningarflokk- ur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn — til opinbers stjórnmála- fundar í Listamannaskálaum. i flokksmenn og aðrir, sem | \ vinna að f jársöfnuninni til | | stækkunar Þjóðviljans og \ I ekki komu til þess að skila | I af listum sínum í gær, eru | | vinsamlega beðnir að láta | | nú ekki bregðast að koma í i I dag. | Í Skrifstofa Sósíalistaflokks-f | ins á Skólavörðustíg 19, verð 1 [ ur opin í dag kl. 1—3. Í Árangur söfnunarinnar eins i I og hann verður eftir þennan | i skiladag, verður hirtur í [ | þriðjudagshlaðinu. i [ Flýtið fyrir stækkun Þjóð- \ [ viljans, með því að herða í \ söfnunina í blaðsjóðinn. | Hjáipið blindum Á fundi þessum verða tekin fyrir þau þrjú málin, sem nú eru efst á dagskrá Ræðumenn verða þrír þingmenn flokksins. Brynjólfur Bjamason mun ræða um dýrtíðarmálin og um leiðir þær sem flokkurinn bend ir á til úrlausnar á dýrtíðinni. Mun hann í því sambandi sér- Framh. á 4. síðu. Merkjasala Blindravina- félagsins Blindravinafélagið hefur merkjasölu í dag til ágóða fyrir Blindraheimili. Félagið hefur nú vinnustofu fyrir blinda menn í Ingólfs- stræti 16 og vinna þar 7 blindir menn að burstagerð ogvefnaði, vefa þeir gólfdregla, þurrkur handklæði. Einnig vinnur þar blindur piltur frá Akureyri, sem er að læra dívanasmíði. 7 blindir menn búa þarna í hús- inu, en 3 þeirra vinna annars- staðar. Húsið í Ingólfsstræti er hugs- að sem millistig milli eigin hús næðis óg leiguhúsnæðis. Nauðsynlegt er að koma upp heimili fyrir blint fólk, því margt af því býr í slæmum húsakynnum og hefur ekki að- Framhald á 4. síðu. Hlutavelta Blindrafélagsins Blindrafélagið hefur hluta- veltu í dag á Laugaveg 22 A (nýbyggingunni) og hefst hún kl. 2. Blindrafélagið er eins og nafn ið ber með sér, félag hinna blindu manna sjálfra, en þó geta alsjáandi menn einnig ver- ið í því sem styrktarfélagar. Blindrafélagið hefur vinnu- stofu í kjallara á Laugaveg 97 og er það húsnæði orðið alltof lítið og ófullnægjandi á annan hátt. I vinnustofu þess vinna nú 7 blindir menn. Einnig hefur félagið blindra- bókasafn, sem það leggur á- herzlu á að auka. Fjárþörf félagsins er því mjög knýjandi og ættu menn því að leggja félaginu lið með því að koma á hlutaveltu þess í dag á Laugaveg 22 A.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.