Þjóðviljinn - 17.10.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.10.1943, Blaðsíða 4
þJÓÐVIUINN Næturlæknir er í Læknavarðstöð Reykjavíkur, sími 1530. Næturvörður í Reykjavíkurapóteki Ljósatími bifreiða og bifhjóla er í dag frá kl. 5,40 (17.40) síðdegis til kl. 6.50 að morgni. Mæður! Gætið barnanna, látið þau ekki leika sér á akbrautinni. Farið varlega í umferðinni. Óvar- kámi og kæruleysi getur valdið þvi að þér verðið fatlaður alla ævi. Hlutavelta Blindrafélagsins hefst kl. 2 í dag á Laugaveg 22 A (ný- byggingunni). Stofnun Félags Suðurnesjamanna í Reykjavík. Með því að nokkrir Reykvíkingar fæddir á Suðumesj- um, hafa fyrirhugað að stofna Fé- lag Suðurnesjamanna, búsettra í Reykjavík og Hafnarfirði, í líkingu við önnur héraðafélög starfandi í Reykjavík, eru þeir Suðurnesja- menn, sem fæddir eru eða uppaldir í Gullbringusýslu, og áhuga hafa fyrirslíkri félagsstofnun, beðnir að koma á stofnfund, sem haldinn verð ur í Oddfellowhúsinu í dag kl. 3 síðdegis. Félagsmenn geta þeir orðið, konur og karlar, sem fæddir eru eða upp- aldir í Gullbringusýslu og búsett- ir eru í Reykjavík og Hafnarfirði Ennfremur þeir, sem dvalið hafa langdvölum á Suðurnesjum. Undirbúningsnefndin. Gjafir og áheit til Blindravinafé- lags íslands: Frá konu til Blindra- heimilis 100 kr. Dótturminning 50 kr. Áheit frá Jórunni 100 kr. Áheit frá St. 10 kr. Gjöf frá G. O. 25 kr. Áheit frá K. 10 kr. — Með þakklæti móttekið. — Formaður. Leikfélag Reykjavíkur sýnir Lén- harð fógeta kl. 8 í kvöld. — Að- göngumiðar seldust upp á svip- stundu í gær. Hjálpið blindum. Framh. af 1. síðu. stöðu til að stunda vinnu við þess hæfi, sér til dægrastytting- ar. Þorsteinn Bjarnason, xofmað- ur Blindravinafélagsins, tók það fram í viðtali við Þjóðviljann í gær, að nauðsynlegt væri að fá blindafólkið á blindraheimili. áður en það missti alla sjón og gæfi upp alla von og lokaði sig úti frá heiminum. Blindravinafélagið fékk áður 6500 kr. styrk frá ríkinu og um 1000 kr. frá bænum. Nú voru veittar 15 þús. kr. til blindra- starfsemi og mun það eiga að skiptast milli Blindravinafélags ins og Blindrafélagsins. — Liggur 1 augum uppi að það er alltof lítið, ef sú starfsemi á að vera í góðu lagi. Fundur Sósíalistaflokksins staklega taka til meðferðar landbúnaðarvísitöluna og hvað gerzt hefur í dýrtíðarmálunum á Alþingi nú undanfarið. Um olíusöluna og afskipti rík isvaldsins af henni, talar Lúð- vik Jósepsson. Hefur margt nýtt verið upplýst um fyrir- komulag olíusölunnar til smá- bátaútvegsins nú upp á síðkast- ið, bæði hvað snertir viðskipti olíuhringanna við neytendur og ekki síður um afskipti hins op- inbera af þessum málum. Olíu- málið er orðið stórkostlegt hneykslismál og kveður svo PÍÝJA Blé tláninn líður (The Moon is Down) Stórmynd eftir sögu John Steinbeck. Aðalhlutverk: Sir Cedric Hardwicke. Dorris Bowdon. Henry Travers. Bönnuð fyrir böm yngri en 16 ára. Sýningar í dag kl. 3, 5, 7 og 9. Sala aðg.m. hefst kl. 11 f. h Böm fá ekki aðgang. Á morgun kl. 5: DÁÐADRENGUR (A Gentleman at Heart) CESAR ROMERO, CAROLE LANDIS. Þ' TiAMNABmáé Takíð undír. (Priorities on Parade). Amerísk söngva- og gaman- mynd. ANN MILLER, BETTY ROHDES, JERRY COLONNA, JOHNNY JOHNSTON. AUKAMYND: NORSKUR HER Á ÍSLANDI (Arctic Patrol) Sýning kl. 3, 5, 7 og 9 Sala aðgöngumiða hefst kl. 11 SÓSÍALISTAR í REYKJAVÍK! Félagsfundur verður á Skólavörðu- stíg 19, n.k. þriðjudagskvöld kl. 8(4. Áríðandi mál á dagskrá! Nánar auglýst í þriðjudagsblaðinu. STJÓRNIN. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKIJR ..LÉNHARÐUR FÓGETr eftir Einar H. Kvaran. Sýning í kvöld kl. 8. UPPSELT. Jarðarför konunnar minnar, SÓLVEIGAR UNADÓTTUR, fer fram þriðjudaginn 19. október. Hefst með hús- kveðju á heimili hennar, Brekkustíg 7, kl. 1 e. h. Sigurður Ólafsson. Opinber stjornmálafnndur Sósíalistaflokkurinn boðar til stjómmálafundar í sýningarskála listamanna við Kirkjustræti næst- komandi miðvikudagskvöld. DAGSKRA: Brynjólfur Bjarnason alþm.: Hvemig á að vinna bug á dýrtíðinni? Lúðvík Jósefsson alþm.: Olíusalan og afskipti ríkisvaldsins af henni. / Sigfús Sigurhjartarson alþm.: Mjólkurmálið og tillögur sósíalista. SÓSÍALISTAFLOKKURINN. rammt að, að þingmenn úr öll- um flokkum hafa nú borið fram þingsályktunartillögu um op- inbera rannsókn á alla starf- semi olíufélaganna. Loks talar Sigfús Sigurhjart- arson um mjólkugmálið. Hann mun gera grein fyrir tillögum sósíalista til lausnar á öngþveiti því sem mjólkursalan er nú komin í. Reykvíkingar! Fjölmennið á fundinn á miðvikudaginn. Fylg- ist vel með stefnu og starfi stjórnmálaflokkanna og þessi mál, sem öll snerta svo mjög hagsmuni allra bæjarbúa! NINI ROLL ANKER: ELI OG ROAR nýr, — hún ætlaði að koma honum á óvart í kvöld. Heima hafði hún verið farin að velja sér daufa liti, var líklega orðin litfælin af því að fást alltaf við svart og hvítt. Hér niðri frá var allt orðið öðruvísi, líka það. Hann sagði að hún væri ung, og þegar hún leit í spegilinn virtist henni að hann segði það sama. Henrii var vel óhætt að nota þetta heiðbláa efni, hún strauk eftir hinu mjúka silki kjólsins. Hégómleg var hún orðin, löt og starfslítil, þegar hún var ekki með honum gerði hún lítið annað en bíða eftir honum. Elí spennti greipar um hnakkann, teygði sig og lét augun aftur. Yndælt að vera ein um stund — yndælt þegar hann kæmi.... Þá var barið á gangdyrnar. Það var símasendill. Með skeyti. Hún tók við því. Sím- skeyti til Róars. Hún lagði það á borðið í stofunni. Þar lá það.... Hún gekk fram og aftur um litlu stofuna, sneri oft að borðinu, fitlaði við lokað símskeytið, las utanáskriftina enn einu sinni. Nei, það var ekki til hennar. — Dr. Lie- gaard, stóð þar greinilega. Það gat verið frá einhverjum kunningja hans, kannski síðbúið heillaóskaskeyti frá vini hans.. Eða einhver kunn- ugur væri að koma til París og bæði hann að útvega hús- næði. En það var ekki lengur skemmtilegt þarna inni, hjá skeytinu. Hún hengdi kjólinn inn í klæðaskáp, tók til, fór í kápu og út. Þegar hún kom heim að húsinu eftir nokkurra klukku- tíma fjarveru, sá hún Róar við einn gluggann. Hann var þá kominn heim... og hann lyfti hendinni og veifaði til hennar. Góðar fréttir þrátt fyrir allt! Á leið upp stigann heyrði hún að hann opnaði gangdyrnar, og kallaði upp til hans: Eg hef verið í Louvre að skoða teikningar, í dag hef ég engan miðdegismat handa þér En hann svaraði ekki. Dyrnar voru opnar, hann hafði farið inn aftur. Hún lét hægt aftur á eftir sér. Slæma,r fréttir — hún lagði hönd að hjartastað. Hann stóð á miðju gólfi 1 stofunni með skeytið í hend- inni. Annik varð fyrir bíl, sagði hann. Hann var fölur eins og hálmur, — höndin sem rétti henni skeytið, titraði. Æ.... Hún tók við skeytinu en hafði ekki af honum augun. Er það hættulegt, Róar? Lestu það, sagði hann, sneri sér við og gekk yfir að glugg- anum. Þá laut hún höfði og las: Annik varð fyrir bíl. Vinstri fótur brotinn. Óttast um innvortis meiðsli. Liggur landspítalanum. — Anna. Hún braut blaðið hægt saman. Svo gekk hún til hans, lagði handlegg um háls honum. Hann hreyfði sig ekki. Vilt þú fara heim, Róar? Þetta hefur sjálfsagt gerzt í skíðatúr. Hún hefur rennt sér niður eina þvergötuna þar sem Nils á heima.... Hún kunni svo lítið á skíðum, heima var ekki oft skíðafæri. Hún er svo áköf og ógætin, hefur ekki getað beygt frá bílnum. Þú gætir flogið, sagði Elí. Farið með flugvélinni til Malmö. Þá ertu ekki nema tvo daga á leiðinni. Hann hristi höfuðið. Það datt mér líka í hug fyrst, en við skulum sjá hvernig fer. Hún er í góðum höndum. En ég verð að síma, ég verð að skrifa til landspítalans. Nú sneri hann sér til hennar. — W\ V etrardagskráin Framh. af 2. síðu. Þetta var um talað' orð. En þá er tónlistin. Er þá fyrst að nefna þaö, að útvarpiö hefur enn samiö viö Tónlistarfélag- iö um tónleika Tónlistarskól- ans, 30—35 tónleika alls, og verða þeir á þriöjudögum. . Tónleikum útvarpshljómsveit- arinnar verður einnig hagaö ; líkt og áöur, og leikur hún me'ö liðsauka á fimmtudög- um. Einsöngvar veröa líkt og áöm', en um kórsöngva fer eftir því sem efni kann aö fást. Symfóníutónleikar af plötum, fyrir þá sem vandlátastir eru á tónlist, verða, á föstudögum, eftir venjuleg dagskrárlok, eöa til kl. 23 eða lengur. Danslögin verða um helgar, eins og áður, og er nú verið að athuga, aö hve miklu leyti kann aö verö’a hægt aö fá hljómsveitir til aö' leika dans- lög viö og viö.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.