Þjóðviljinn - 20.10.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 20.10.1943, Blaðsíða 2
7 ÞJÓÐ VI L JINN ‘Jiovikudagur 20. október 1943.. i?1 Sósíalistaílokksins í Listamannaskálanum kl. 9 í kvöld. Hvernig er hægt að vinna bug á dýrtíðinni? Framsögumaður: Bryhjólfur Bjarnason. Olíusalan og afskipti ríkisvaldsins af henni. Framsögumaður: Lúðvík Jósepsson. Mjólkurmálið og tillögur sósíalista. Framsögumaður: Sigfús Sigurhjartarson. Reykvíkingar! Fylgist með dagskrármálunum! Kynnist afstöðu sósíalista til þessara mála! Allir í Listamannaskálann annað kvöld! Mætið stundvíslega! SÓSÍALISTAFLOKKURINN. Frá hagHratll lilliMlitfi Síðustu forvöð að ná í miða. DREGIÐ VERÐUR í DAG. Dráttarvextlr Dráttarvextir falla á tekju- og eignarskatt og verðlækkunarskatt ársins 1943, hafi gjöld þessi ekki verið greidd í síðasta lagi laugardaginn 6. nóvember næstkomandi, kl. 12 á hádegi. Á það, sem þá verður ógreitt, reiknast drátt- arvextir frá gjalddaganum, 15. ágúst síðastliðnum. Reykjavík, 19. október 1943. TOLLSTJÓRASKRIFSTOFAN. Hafnarstræti 5. Simi 1550. Rangæingafélagið SfeemmtiKondar í Tjarnarcafé fimmtudaginn 21. þ. m. kl. 8.30 síðd. — Fundarboð ekki sent í pósti. STJÓRNIN. „Ófullkomið þjóðskipulag“ Njáll lét segja sér merk tíðindi tvisvar, en auðvitað aðeins þau allra merkustu, og oft er það sama og þau allra ótrúlegustu. Ekki veit ég hvort er hægt að segja að marg- ir séu Njálar vorra daga, en víst er um það, að margir lesa leiðara Morgunblaðsins tvisvar síðastliðinn sunnudag. Hann hófst með þessum orðum: „Ekkert fyrirbrigði er jafn glögg- ur vottur ófullkomins þjóðskipulags og atvinnuleysið." Blóðrauðir bolsar og sótsvartir íhaldsmennn, ráku upp stór augu, þeir snéru blaðinu á alla enda og kanta, tautandi fyrir munni sér: Hvað er þetta, er þetta Þjóðviljinn. Nei, það var ekki um að villast, það var Morgunblaðið, og svo héldu þeir áfram að lesa, og sjá skrifað stóð: „Athugum hvað atvinnuleysi í raun réttri er. Hundruð, þúsundir eða jafnvel milljónir manna, sem vilja og geta starfað og séð sjálfum sér og öðrum farborða, ganga um starfslausir. Þjóðfélagið eða atvinnu lífið í landinu, hefur engin verkefni til þess að fá þessu fólki vinnu, heimili þeirra líða skort, starfsorka þeirra og viljaþrek lamast, trúin á einstaklinginn þverr, en í þess stáð kemur beizkja og hatur.“ Lesandinn lítur aftur upp og full- vissar sig um að hann sé að lesa Morgunblaðið. Handritin skyldu þó ekik hafa ruglast í prentsmiðjunum og leiðari Þjóðviljans borist út í Moggann. — Eða er Morgunblaðið höfuðverjandi þess þjóðskipulags, sem við búum við, komið að þeirri niðurstöðu að þetta sama þjóðskipu- lag sé „ófullkomið“? Og vér lesum áfram. Meiri samkeppni Morgunblaðið segir og efast eng- inn um, að það séu Morgunblaðs- menn sem tala: „Það verður að koma í veg fyrir að þjóðin eyði orku sinni í hung- urgöngu atvinnuleysisins. En hvem- ig verður tryggilegast að því unnið? Dúohelf léreff nýkomið. Verzlun H. Toft ; Um það greinast leiðimar nokkuð. Reynsla íslenzku þjóðarinnar gefur greinileg svör við þessari spumingu. Þjóðin hefur brotizt úr fátækt til nokkurra bjargálna, þótt ennþá sé hún í raun réttri fátæk. Lífskjör manna hafa jafnast, menntim og menning hefur blómgast og fullkom ið stjórnarfarslegt sjálfstæði er í þann mund að vinnast. Sigra sína hefur þjóðin unnið á grundvelli ein staklingsframtaksins, trúarinnar á einstaklinginn. Svo mun enn reyn- ast. íslenzka þjóðin getur skapað sér öryggi í framtíðinni á sama grundvelli, sem hóf hana úr niður- lægingu erlendrar áþjánar og efna- legs vesaldóms. Vér hljótum því að nota vesaldarárin til þess að treysta þennan grundvöll, skapa sem flest sjálfstæð og vel stæð atvinnufyrir- tæki í landinu, gera sem flestum einstaklingum kleift að bæta hag sinn og búa sig undir framtíðina.“ Heimska eða hræsni? Hvort er það heimska, sem veldur því að slík ummæli birtast í Morg- unblaðinu? Er þeim, sem blaðið rit- ar ekki ljóst, að það er skipulag hinnar frjálsu samkeppni, eða öllu heldur skipulagsleysi framleiðslunn- ar, sem valdið hefur þvi að „hundr- uð, þúsundir og jafnvel milljónir manna, sem vilja og geta starfað ganga um starfslausir." Vissulega er þeim það ljóst, það er ekki heimska, sem fær þá til að lýsa því yfir í öðru orðinu, að þjóðskipulagið sé „ófullkomið“, en í hinu orðinu, að það sé um að gera að láta sérein- kenni þessa skipulags njóta sin sem allra bezt. Morgunblaðsmenn munu svara því að frjáls samkeppni hafi aldrei notið sín hér, vegna allskonar hafta, um greipar hins opinbera. En hvað þá um hina voldugu Ameríku? Þar hefur einkaframtakið og sam- keppnin fengið að njóta sín. En var það þó ekki einmitt. þar. sem atvinnuleysingjarnir skiptu milljón- um? Nei, orsökin til þass að Morgun- blaðsmenn skrifa á þessa leið er einfaldlega sú, að þeim er Ijóst að krafa fjöldans er „aldrei framar at- vinnuleysi", þessvegna verða þeir að hræsna, látast berjast gegn atvinnu leysinu, þegar höfuð markmiðið er að berjast fyrir viðhaldi þess þjóð- skipulags, sem veitir fáeinum stór- gróða, nokkrum bjargálnir, en fjöld anum skort og atvinnuleysi. Morgunblaðið er gefið út af þeim fáu, sem hljóta stórgróðann, þeirra Skólavörðustíg 5 Sími 1035 >-:*->-:**x,*>*>*>*x~>*x**x—X“X-<~x**:**J ooooooooo<xx>ooooo DAGLEGA NÝ EGG, soðin og hrá Kaf f isalan Hafnarstraeti 16« ooooooooooooooooo Mjólkurmál flokkanna Allir þiiigflokkar eiga nú sitt mjólkurmál. Málin eru þessi: 1. Sósíalistaflokkurinn: Reykjavík- urbær taki mjólkurstöðina í sín- ar hendur, mjólkursölunefnd og mjólkurverðlagsnefnd verði skip- aðar með* eðlilegum hætti, og bændur fái samningsbundið verð fyrir mjólkina utan við stöðvar- vegg. 2. Alþýðuflokkurinn: Setuliðinu verði ekki seld mjólk. 3. Sjálfstæðisflokkurinn: Ný nefnd. 4. Framsóknarflokkurinn: Séra Sveinbjörn. Verðuppbætur iítflBttra landbúnað- arafurða greiðist bændum Þeir Finnur Jónsson, Sigurö- ur Kristjánsson og Áki Jakobs- son lögðu fram á Alþingi í gær eftirfarandi tillögu til þings- ályktunar um greiöslu uppbóta. á landbúnaðarafurðir: „Alþingi ályktar að leggja fyrir ríkisstjórnina að fram- kvæma svo þingsályktunina frá 31. ág. 1942, um verðuppbætur á útfluttar landbúnaðarvörur, að uppbæturnar greiðist bænd- um þeim, er vöruna framleiddu, enda krefji ríkisstjórnin út- flytjendur um sundurliðaðar skrár yfir úthlutun uppbót- anna, með árituðum kvittunum viðtakenda“. í greinargerð segir: „Út af fyrirspurn, sem fram kom á fundi neðri deildar Al- þingis hinn 18. okt., um fyrir- komulag á greiðslu uppbóta á útfluttar landbúnaðarafurðir, kvaðst atvinnumálaráðh. eigi mundi leggja fyrir útflytjend- ur landbúnaðarafurða að gefa skýrslu þá, eða kvittanir, er þingsályktunartillaga þessi ræð ir, nema eftir sérstökum fyrir- mælum frá Alþingi. Þar eð hér er um að ræða greiðslur úr ríkissjóði, er nema 15—16 millj.. króna og ekkert . liggur fyrir hvernig þessi upphæð skiptist. á hin einstöku býli eða bændur í landinu, en föst regla er að' taka kvittanir fyrir öllum greiðslum úr ríkissjóði, smáum sem stórum, telja flm. rétt að að gefa ríkisstjórninni þau fyr- irmæli, er í þáltill. felast“. Bföm §í$urdsson Framh. af 1. síðu. Björn Sigurðsson læknir, sem nú tekur sæti í Rannsóknaráði ríkisins samkvæmt tilnefningu Sósíalistaflokksins, er fæddur 3. marz 1913 og útskrifaðist úr læknadeild Háskóla íslands 1937, en hefur síðan unnið að rannsóknum í sjúkdómafræði. Vann hann fyrst eitt ár við Rannsóknarstofu háskólans, því næst 2 ár (1938—40) við Carls- bergsfondets Biologiske Institut í Kaupmannahöfn, þá aftur eitt ár við Rannsóknarstofu háskól- ans. Því næst starfaði hann 1941 til 1943 við The Rocke- feller Institute for Medical Research í Princeton í Banda- ríkjunum, og vinnur nú eftir heimkomu sína við Rannsókn- arstofu háskólans. I. S. I. Sundmót Ármanns S. R. R. fer fram í Sundhöllinni í kvöíd kl. 8-30. Keppt verður í: 4x50 m. boðsundi (bringusund), 100 m. bringusundi, 100 m. baksundi, 400 m. frjálsri aðferð, 8x50 m. boðsundi, o. fl. Skemmtilegasta mót ársins. Allir upp í Sundhöll. Aðgöngumiðar seldir í Sundhöllinni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.