Þjóðviljinn - 21.10.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 21.10.1943, Blaðsíða 2
a ÞJOÐVIL JINN Fimmtudagur 21. október 194S. » cjy * ' b ■v' tekið á móti flutningi til Horna fjarðar, Djúpavogs og Breiðdals víkur á morgun, eftir því sem rúm leyfir. Vegna forfalla Þórs verða vörurnar, sem í honum áttu að sendast til Austfjarða sendar með Gróttu. Þetta eru vörueig- endur og vátryggjendur vin- samlega beðnir að athuga. K>6«0««<X!XX>0<XK>iiíXK oo^oooooooooooooo DAGLEGA NY EGG, soðin og hrá Kaf f isalan Hafnarstræti 16. OOOOOOOOOOPOOdOOO „Hreindýrabók" vænfaoleg í hausf Útgáfufélagið Norðri á Akur- eyri hefur í hyggju að gefa út „hreincLýrabók“ á þessu hausti. Verður þar saman komið allt, sem vitað er um hreindýr hér á landi.' Þar verða frásagnir af ferðum Helga Valtýssonar og Edvards Sigurgeirssonar um ör- æfi Austurlands, en það er eini staðurinn hér á landi, þar sem hreindýrahjarðir hafast við. Verður bókin prýdd myndum, sem teknar voru á þessum slóð- um á ferðum þeirra félaga. SefeSir Nýlega hafa eftirgreindar verzlanir á Isafirði verið sekt- aðar sem hér segir, fyrir að selja kartöflur of háu verði: Kaupfélag ísfirðinga. Sekt og ólöglegur hagnaður kr. 200.00. Verzl. Páls Jónssonar. Sekt og ólöglegur hagnaður kr. 70.00. Reykjavík, 19. okt. 1943. Skrifstofa verðlagsstjóra. Blaðið verður að komast til kaupendanna. Sósíalistar og velunnarar Þjóðvilj ans hafa ákveðið að breyta blaðinu í átta síðu blað um mánaðamótin. Þetta er geysimikið átak og kostar miklar fómir af hendi þessara manna, en þær fórnir eru þeir á- kveðnir í að færa. En þetta verður að mestu leyti unnið fyrir gýg, ef ekki tekst að koma blaðinu skil- víslega til kaupenda, og á því eru eins og margsinnis hefur verið lýst, hinir ótrúlegustu erfiðleikar. En þessa erfiðleika hlýtur þó að vera hægt að leysa, ef sósíalistar og aðrir þeir, sem áhuga hafa fyrir að blaðið aukist að áhrifum og út- breiðslu, gera sér ljóst að þeir verða að leysa þá. í þessu sambandi er j ekki verið að biðja um gjafir eða ! styrk, heldur vinnu gegn fullri borgun. Verið þið nú samhuga um það, félagar góðir, að útvega Þjóðviljan- um ábyggilega og duglega unglinga, eða eldra fólk, sem ekki getur unn- ið erfiðisvinnu, til að bera blaðið til kaupenda. Þetta er tveggja tíma vinna morgun hvern og greidd fullu verði. Orion svarað. „ER XRÚARBRAGÐAFRELSI SOVÉTRÍKJUNUM?" Ein þeirra spurninga, sem Orion sendi Þjóðviljanum í sumar var svohljóðandi: „Er trúarbragðafrelsi í Sovétríkjunum?“ • Spurningu þessari verður bezt svarað með því að birta hér þá grein í stjórnarskrá Sovétríkjanna, sem fjallar um þetta efni. í þeim kafla stjórnarskrár Sov- étríkjanna, sem fjallar um réttindi og skyldur sovétþegna segir svo í 124. gr.: „Til þess að tryggja skoðanafrelsi þjóðfélagsþegnanna, er ríki og kirkja aðskilin, og einnig skóli og kirkja. Öllum er frjálst að iðka trúárathafnir, svo og að vinna geg j trúarbrögðum." Samkvæmt þessari grein stjórn- arskrár Sovétríkjanna er trúuðum mönnum og trúleysingjum tryggður hinn sami réttur. Hinsvegar er ekk- ert undarlegt þótt spurning Orions kæmi fram, þar sem borgarablöðin hafa stundað þá iðju að flytja logn- ar frásagnir af prestadrápi og kirkjubrennum bolsanna í Sovétríkj unum. RÚSSNESKIR BISKUPAR ÁVARPA KRISTNA MENN UM HEIM ALLAN. Hefðu þær frásagnir verið réttar, hefði mátt ætla að rússneskir prest- ar gripu fegins hendi, við innrás nazistanna og reyndu að „steypa veldi bolsévíka“, en sú hefur ekki orðið raunin á. 8. sept. s.l. komu biskupar rúss- nesku rétttrúnaðarkirkjunnar saman á fund í Moskva, en fjórum dögum áður gengu nokkrir þeirra á fund Stalíns. Á þessum fundi samþykktu rúss- neskir biskupar ávarp til kristinna manna um heim allan. Þar segja þeir m. a. svo, eftir að hafa farið nokkrum orðum um stríðið: „Föðurland vórt hefur borið hit- ann og þungan gegn árásarherjum Þjóðverja, en með guðs hjálp og ýtrasta átaki sovétþjóðanna og þakk að sé sigrum vor ágæta rauða hers, hefur tekizt að hrekja hina svik- samlegu fjandmenn til undanhalds út úr landi voru og vinna þeim mik- ið tjón, og ásamt öðrum frelsiselsk- andi þjóðum berjumst vér fyrir al- gerri útrýmingu hins blóðstokkna fasisma, hvar sem er í heiminum, því ekkert markmið er eins þráð, ekkert eins háleitt fyrir mannlegan anda og útrýming styrjalda. Rússneska rétttrúnaðarkirkjan, sem ásamt allri þjóðinni þolir nú þungar raunir, heitir á kristna menn um heim allan, í nafni Krists, að sameinast af heilum hug og bróður- þeli og leggja fram fulla krafta sína í baráttunni gegn hinum sameigin- lega óvini.“ RÚSSNESKIR BISKUPAR VÆNTA NÝRRA VESTURVÍGSTÖÐVA. Síðar í þessu sama ávarpi segja þeir ennfremur: Rússneska rétttrúnaðarkirkjan vonar að með átaki kristinna manna í öllum löndum Bandamanna, verði þetta ágæta tækifæri notað — þeg- ar vor rússneski, rauði her, sem hefur barizt við mikinn hluta fjand- mannaherjanna, er í sigursælli sókn að hrekja fjandmennina burtu úr landi voru — til . þess, að lokum, að mynda nýjar vígstöðvar og flýta þannig fyrir sigri og friði meðal þjóðanna." RÚSSNESKUR PRESTUR LÝSIR ÞVÍ HVERNIG ÞÝZKU NAZIST- ARNIR „BJARGA KRISTINNI MENNINGU UNDAN OKI BOLSÉVIKA“. Valerían Maljarovskí, aðstoðar- prestur við Rozdestvensko-Bogo- rodiskaja-kirkjuna lýsir komu þýzku nazistanna á eftirfarandi hátt: „Það var 30. jan. 1943, að hóp- ur þýzkra hermanna og herlögreglu manna kröfðust þess af mér að ég afhenti þeim kirkju mína tafar- laust til afnota fyrir herinn. Eg neitaði að verða við þessari kröfu, nema frá þýzku herstjórninni og þá að því tilskyldu að ég fengi leyfi til að flytja á brott helga muni kirkjunnar. En þrjótarnir svör uðu með því einu að brjóta kirkj- una upp. Eg snéri mér til stöðva þýzka herforingjans, en var vísað rudda- lega í burtu. Eg fékk ekki einu sinni leyfi til þess að fara inn í kirkjuna og sækja þangað muni guðshúss- ins, kaleik, skírnarfont, nýja testa- mentið, altari, krossa og messu- klæði. í þess stað ráku Þjóðverjarn- ir mig og fjölskyldu mína út úr íbúð minni, án þess ég ætti víst nokkurt þak yfir höfuðið. Hitlerítamir lögðu síðan kirkjuna sjálfa og tilheyrandi hús undir sig og öllum helgimunum kirkjunnar og verðmætum var síðan stolið eða þau eyðilögð. Húsgögn kirkjunnar voru ýmist eyðilögð eða þau brennd. 120 helgimyndir, altarið, skrýtt ómetanlegum, fomurc mál- verkum, messuklæðin og kirkju- bækurnar var gersamlega eyðilagt.“ NAZISTARNIR BREYTTU KIRKJ- UNNI í KVALASTAÐ. „Eftir að hafa rænt og eyðilagt inni í kirkjunni, fylltu þýzku morð- Ástmey hrfipar • Framhald af 1. síðu. fram í Tímanum, að þeir haö lofað því 17. janúar 1942 kl. 12,25 að Sjálfstæðisflokkurinn skyldi ekki vera með breyting um á kjördæmaskipuninni fyr- ir kosningar 1942. Eysteinn kvað ráðherra Sjálf- stæðisflokksins hafa lagt fast að Framsóknarráðherrunum að fallast á að fresta bæjarstjórn- arkosningunum í Reykjavík þar til prentaraverkfallinu væri af- lokið. Eysteinn kvað Framsókn- armenn hafa litið svo á að nauð syn bæri til að stjórnarsam- vinna gæti haldizt til þess að framkvæma gerðardómslögin og hefðu þeir viljað tryggja að ekki yrði hreyft við kjördæma málinu við kosningarnar 1942, ef fram færu. Þeir hefðu því sett það að skilyrði fyrir frest- un bæjarstjórnarkosninganna, að Sjálfstæðisflokkurinn fylgdi ekki breytingum á kjördæma- skipuninni fyrir þær kosni'ngar, og hefðu þeir Ólafur Thors og Jakob Möller lofað þessu fyrir hönd flokksins. Ólafur kvað Eystein fará með firrur einar og rangfærslur í þessu máli. Framsóknarmenn og Sjálf- stæðismenn sátu gneypir undir þessum umræðum, og Ólafur Thórs var, aldrei þessu vant, bljúgur í máli og lá við að hann bæði Eystein griða. Allar vofu þessar orðræður hinar merkilegustu, þær sýna eins ljóslega og á verður kosið það hyldýpi stjórnmálaspilling- ar, sem þjóðstjórnarflokkarnir hafa svamlað í og munu sig aldrei upp úr hafa. Þegar Eysteinn bar heitrofin hvað fastast á Ólaf, heyrðist eínn þingmaður tauta fyrir munni sér: „Heitrofi, heitrofi, hrópa ég á þig. Það eru álög, sem ástin lagði á mig“. j ingjarnir hana með föngum. Um þúsund manns var troðið þar sam- an. Það er hægt að hugsa sér hvem ig kirkjan leit út, full af hungruð- um, þjáðum mönnum. Kirkjan var ekkert hituð upp þótt 20 stiga frost væri. Dvölin í þessari ' stóru stein- byggingu, með steingólfi, leiddi fjölda hinna þjáðu manna til dauða. Á hverjum degi var 20—30 likum hent út á götuna. Ef lífsmark sást með einhverjum sem út var hent, skutu þessi þýzku, stálhjálmuðu illþýði þá, eða stungu þá með byssu stingjunum. Það er naumast hægt að trúa því, að mannlegar verur geti orðið að villidýrum. En samt sem áð- ur voru Þjóðverjarnir verri en nokk urt blóðþyrst villidýr. Húsi guðs, sem trúaðir menn álíta heilagt, breyttu fasistarnir í helvíti fangels- aðra manna. Hinir blóði drifnu veggir og gólf kirkjunnar mun bera framtíðinni vitni um ógnarstjórn Þjóðverja í Kúban. Bölvaðar veri hinar þýzka mæður er ólu syni til að setja slík- an smánarblett á mannkynið." Ljésmæðrastöður Samkvæmt ályktun bæjarstjórnar Reykjavíkur 7. þ. m. verða skipaðar 3 (þrjár) nýjar ljósmæður í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur frá 1. janúar næst- komandi. Laun verða greidd samkv. ákvæðum ljósmæðra- laganna nr. 17, 19. júní 1933, kr. 1000.00 á ári (byrj- unarlaun) auk venjulegra kaup- og verðlagsuppbóta. Umsóknir sendist til lögmannsembættisins fyrir 15. nóvember næstk., en stöðurnar verða veittar eftir tillögum bæjarstjórnarinnar, svo sem fyrir er mælt í ljósmæðralögunum. LÖGMAÐURINN í REYKJAVÍK, Kr. Kristjánsson, settur. TILKYNNING Að gefnu tilefni vill ráðuneytið benda á að öll erindi varðandi úthlutun á skömmtunarvörum til iðnfyrirtækja og veitingastaða, ber að senda Skömmt- unarskrifstofu ríkisins, sem annast þau mál und- ir yfirstjórn og samkvæmt ákvörðun viðskiptaráðs. Er þýðingarlaust að snúa sér til ráðuneytisins út af þessum málum. 20. okt. 1943. VIÐSKIPTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ. -- r "'T' - r* 1 mörg bæjarhveríi Þjóðviljann til kaupenda vantar okkur Afgreiðslan, nu þegar unglinga til að bera Skólavörðustíg 19, sími 2184

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.