Þjóðviljinn - 21.10.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 21.10.1943, Blaðsíða 3
 Fimmtudagur 21. október 1943. ÞJOÐVIL JINN pjðoyiMiwi Otgefandi i Sa. tininsarflokkui nlþýÉa — S6»._ iUtaflokknrinn Ritatjórar i Einar Olgeirsson SigfÚB Sigurhjartarson (áb.) Rititjóm: ' GarBastrseti 17 — Vikingsprent Sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif— stofa Skólavörðustíg 19, neðstu hæð. Víki igsprent, h.f. Garðastr. 17. Hvernig eigum vér að hjálpa börnusn frændþjóðanna ? Það hefur komið fram tillaga um að bjóða börnum, frá Dan- mörku og Noregi, til Islands, þegar stríðinu lýkur. Þessi til- laga hefur hlotið góðar undir- tektir, því naumast mun sá mað ur með þjóð vorri, að hann vilji ekki gera allt, sem í hans valdi stendur, til að létta frændþjóð- um vorum þær raunir, sem yfir þær hafa dunið, og það er nú eitt sinn svo, að alla ærlega menn tekur sárast til barnanna, það er því til tilfinninganna talað, þegar rætt er um að starfa fyrir börn, sem búa við skort. Rétt er að taka fram, til að forðast misskilning, að íslend- ingar líta almennt svo á, að þeim beri að rétta hverjum þeim lijálpar hönd, að stríðinu loknu, sem berst við skort, eftir því sem við verður komið, en Norðurlöndin eru oss næst, land fræðilega, og menningarlega, og tengsl frændsemi- og vináttu gera eðlilegt, að þeirra börn komi fyrst í huga, þegar talað er um að starfa fyrir börn líð- andi þjóða. Hvernig eigum vér þá að hjálpa börnum frændþjóðanna? Ugglaust verða allir sammála um, að bezta hjálpin er í þvi fólkin, að gera heimilum þeirra kleift að láta þeim líða vel heima hjá sér. Þess er líka að vænta, að íslendingar leggi sinn skerf, til að hjálpa Norð- mönnum og Dönum, til að byggja upp sundruð og fallin heimili og til að afla þeim bjarg ar í hvert bú, svo að börn og fullorðnir þurfi ekki að búa við skort. En þetta kostar tíma munu menn segja, og meðan verið er að koma þessu 1 kring, skul- um vér bjóða hóp barna heim, og svo er fjöldi munaðarlausra barna í þessum löndum, einkum Noregi, þeim væri gott og sjálf sagt að bjóða hingað. En hafa menn gert sér ljóst hvaða erfiðleikar eru á slíkum heimboðum? I fyrsta lagi eiga börnin að fara mjög langa og erfiða sjó- ferð. Ekki verður hún hættu- laus með öllu, því lengi'verður sjór „óhreinn“ þótt stríðinu ljúki. Börnin kæmu hér í ólíkt umhverfi, því sem þau eru vön. Veðrátta er ólík og getur það haft áhrif á heilsu barnanna, sem ekki eru sterk fyrir. Matar- Það þarf aðgerðir í sjálfstæðis- málinu og það án tafar Orðín eín duga ebkí lengur Sósíalistaflokkurinn bauð öðr um flokkum þingsins samstarf um það 20. apríl í vor að sam- þykkja lýðveldisstjórnarskrána þá, áður en þingi væri frestað og síðan samvinnu að undir- búningi þjóðaratkvæðagreiðslu s.l. sumar. Þessu boði var ekki tekið. Hinir þingflokkarnir tóku á sig ábyrgðina af því að fresta þessu stórmáli — og er nú orð- inn hálfs árs dráttur á sam- þykkt lýðveldisstjórnarskrár- innar þess vegna. Sósíalistaflokkurinn hefur hvað eftir annað lagt á það á- herzlu að lýðveldisstofnun á íslandi væri beinlínis stofnað í hættu með óhæfilegum drætti þessa máls. íslenzka þjóðin verður fyrst og fremst að sýna einbeittni sína í sjálfstæðismáli sínu. Það er fyrsta skilyrðið til þess að vekja virðingu annarra þjóða fyrir frelsisást hennar. Ef þjóðin hikar í sífellu í þessu máli, þá getur það farið svo fyrr en varir að hún tapi því. Drátturinn og hikið hafa nú orðið til þéss að fjandmönnum íslenzks sjálfstæðis, kvislingun- um innanlands, hefur nú aukizt hugur til þess að taka upp op- inbera baráttu gegn samþykkt lýðveldisstjórnarskrárinnar. Fyrir einu ári síðan lýsti Al- þýðuflokkurinn því yfir á þingi, að hann væri reiðubúinn til þess að samþykkja lýðveldis- stjórnarskrá á árinu 1942 og æðið er ólíkt, grænmeti og á- vextir miklu minna hér en þar. Tungumálið mundi og valda börnunum mikilla erfiðleika. Naumast mundu börnin komin yfir þessa erfiðleika eftir hálfs til heils árs dvöl, en þess er að vænta, að á þeim tíma mundi svo skipast, að hvert heimili frændþjóða vorra gæti kallað börn sín heim. En getum vér þá gert eitt- hvað annað fyrir börnin, sem minni tormerkjum er háð? Auðvéldara virðist, að Islend- ingar taki að sér strax og stríð- inu lýkur, að reka nokkur barnaheimili í Danmörku og Noregi. Ugglaust verða skóla- hús og ýmsar aðrar opinberar byggingar í þessum löndum tek- in til slíkra nota, og það ætti ekki að vera verúlegum erfið- leikum bundið fyrir íslendinga að sjá nokkrum slíkum heimil- um fyrir öllum þeirra nauð- þurftum, og börnunum væri það áreiðanlega betra en heimboð til íslands. Ekki er þessu máli hreyft hér til að hefja um það deilur, það á ekki við að deila um svo sjálf sagt mál sem að hjálpa börnum frændþjóða vorra, en deilu- og áreitnislaust ætti að ræða hvaða leiðir eru hentastar og greiðast ar að því marki, sem vér allir viljum ná. tæki hún gildi 1944, og ennfrem ur væri flokkurinn reiðubúinn til að styðja ríkisstjórn til þess- ara framkvæmda í sjálfstæðis- málinu, ef allir aðrir flokkar gerðu það líka. Og þá var þó gengið út frá því að m. a. s. viðurkenning Bandaríkjastjórn- ar á þessum aðgerðum væri óviss. Síðan þetta gerðist hefur hægra liðið í Alþýðuflokknum' — kvislingadótið kringum Al- þýðublaðið — umhverft pólitík flokksins í það að fjandskapast við stofnun lýðveldis á íslandi, nema með því að spyrja Dani! Samstarf nazista og kvisl- inga Alþýðuflokksins gegn sjálfstæði íslands. Það er rétt að athuga það fyr- irbrigði, sem gerzt hefur hér á íslandi í sjálfstæðismáli voru í ljósi alþjóðlegrar reynslu. Það mun þá koma í ljós að hér er ekki um neitt einangrað fyrir- brigði að ræða. Þýzki nazisminn hefur átt og á sína erindreka í öllum lönd- um. Hann hefur jafnt í Frakk- landi sem Danmörku,. Belgíu sem Noregi, unnið að því að skapa sér þar fimmtu herdeild, sem á úrslitastund viðkomandi þjóða hefur brugðist henni og svikið sjálfstæði hennar. Það þarf því engan að undra, þó menn eins og Guðbrandur Jóns- son og Brynleifur Tobíasson krefjist þess að ekkert sé gert í sjálfstæðismálum íslendinga, hlýði röddunum frá Berlín, sem eðlilega hamast gegn lýðveldis- stofnun á Islandi. En nazismanum hafa í flest- öllum löndum bætzt liðsmenn, er unnið hafa gegn sjálfstæði þjóðar sinnar, liðsmenn, sem menn máske sízt bjuggust við að færu að fylgja þeim. Þessir liðsmenn eru úrhrakið úr verk- lýðshreyfingunni, — menn, sem þar stóðu lengst til hægri og höfðu það sameiginlega ein- kenni að hata kommúnismann og þar af leiðandi þjóðfrelsi og lýðræði meira en nazismann. í Frakklandi voru það menn eins og Marcel Déat, — hægri sósíaldemókrataleiðtogi með á- líka feril að baki sér 1939 og Stefán Jóhann hér — eða Doriot j— maður sem um margt svipar til Stefáns Péturssonar, — sem gerðust æstir kvislingar og boðuðu af sama krafti og Hitler „krossferðina gegn bolsé- vismanum“. Og þeir unnu að því að Hitler gæti borið sigur úr býtum 1 viðskiptum við rauða herinn, þar sem kvisling- arnir við Alþýðublaðið af skilj- anlegum ástæðum urðu að láta sér nægja að óska Hitler opin- berlega sigurs yfir Sovétríkj- unum. í Belgíu gengu hægri sósíal- demokratar eins og de Man, höf undur „fjögra ára áætlunarinn- ar“ margræddu, í lið með naz- istum gegn sjálfstæði síns eigin lands. Alþýðublaðsklíkan reynir að dylja andlegan skyldleika sinn við kvislingana á Vesturlönd- um, en því stoltari er hún af kvislingunum 1 þjónustu Hitl- ers í austurvegi. Islenzku kvislingarnir ætla að rifna af monti yfir finnska kvislingnum Tanner, sem í tvö I ár hefur þjónað Hitler af trú | og dyggð, látið fangelsa róttæk- ustu þingmenn finnska sósíal- . demokrataflokksins og ofsótt ! andfasista Finnlands. Og allra skýrast hefur aðdáun Alþýðu- blaðsklíkunnar á verstu erind- rekum nazismans komið fram, þegar klíkan hóf upp til skýj- anna fimmtu herdeild Hitlers í Sovétríkjunum og ætlaði af göflum að ganga út af því að þeim skemmdarvörgum skyldi vera útrýmt í tæka tíð. Þarf nú nokkrum að koma það á óvart, þótt íslenzku kvisl ingarnir við Alþýðublaðið fari að óskum Hitlers í sjálfstæðis- málum íslendinga og hafi að yfirvarpi vináttu við Dani og svo auðvitað það að þeir séu að vernda Island gegn bolsjevism- anum með slíku. (Mönnum finnst það máske ótrúlegt að svona ekta Hitlers-röksemdir skuli koma fram í Alþýðublað- inu, en samt er það satt: Alþbl. segir sem sé að „ótætis komm- únistarnir“ séu með sjálfstæði íslands bara til þess að ein- angra landið frá Norðurlöndum og fleygja því þannig í fangic^ á Rússum!!) Þjóðin verður tafarlaust að hefja baráttuna gegn kvislingunum íslenzka þjóðin hafði ekki trúað því, fyrr en á reyndi, að til væru þeir menn hér á landi, sem tækju afstöðu gegn sjálf- stæði íslendinga og berðust gegn því undir lognum forsend- um og með yfirvarpsvináttu við Norðurlandaþjóðirnar að vopni, samtímis því, sem þeir væru að rægja þær í augum Is- lendinga með því að telja þær fjandsamlegar því að Island verði lýðveldi. Nú hefur íslenzka þjóðin séð það svart á hvítu að slíkir menn eru til og verður hún að taka afleiðingunum af því. Daði í Snóksdal hlaut jarðir frá kongi fyrir sitt þokkastarf. Þeir Alþýðublaðsmenn virðast hafa gerzt landsetar þess er- lenda valds, sem gerði þá út til klofningsins og húsakaup- anna hér 1938 — og svo háðir eru þeir því, að 1939 snarsnúast þeir, eftir ósk erlends forsætis- ráðherra frá 12 ára stefnu Al- Petrína S. Magnúsdóttir I dag er til moldar borin frá Dómkirkjunni frú Petrína Sig- ríður Magnúsdóttir. Hún var fædd að Hvítanesi í Ögursveit 5. október 1910, dóttir Magnús- ar Guðmundssonar og Karítasar Skarphéðinsdóttur. 25. marz 1930 giftist hún eftirlifandi manni sínum Tómasi Gísla- syni skipstjóra. Varð þeim eigi barna auðið, en kjördóttir 3 ára gömul, Alda Stéina, er á fóstri hjá Karítas móður hennar. Petrína sáluga átti við 11 ára vanheilsu að stríða. Hvíti dauð- inn tók hana heljargreipum sínum árið 1932 og sleppti henni aldrei síðan, unz hann lagði hana að velli 14. þ. m. að heilsu hælinu á Vífilsstöðum. Allan þennan tíma sýndi Petrína hugrekki og óbilandi kjark. Hún var að eðlisfari glaðvær og léttlynd og áhugi hennar fyrir þeim félagsmálum sem hún sinnti, var einstakur. Síðustu vikuna, sem hún lifði, vann hún t. d. af mesta dugn- aði að undirbúningi berklavarna dagsins, því henni var það ljóst, hver nauðsyn er þess að málefni þeirra, sem lent hafa í klóm berklaveikinnar, sé gaum ur gefinn og þeim gert mögu- legt að lifa frjálsu lífi í sam- ræmi við getu sína og krafta. Hún var eindreginn verkalýðs- sinni og stóð ætíð vinstra meg- in í baráttunni fyrir bættum kjörum lítilmagnans og hinnar vinnandi stéttar. Vegna glaðværðar sinnar og óbilandi kjarks átti Petrína marga vini í sínum hópi ög for- eldrar hennar, maður hennar, dóttir og systkini harma lát hennar, er hún svo ung hverf- ur héðan. I. þýðuflokksins í sjálfstæðismál- inu til algers undanhalds — og þegar þeir svo eru „réttir af“ 1942, þá snúast þeir aftur 1943, FramhaW á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.