Þjóðviljinn - 22.10.1943, Page 1

Þjóðviljinn - 22.10.1943, Page 1
8. árgangur. Föstudagur 22. október 1943. 236. tölublað. FKA ALÞINGI. mæsm&n’! Fyrstu umræðu um mjðlkurfrumvarp sósíalista lokið Frumvarp sósíalista um að bærinn taki mjólkurstöðina í •sínar hendur var á dagskrá neðri deildar í gær. Kvöldfund- ur í var í deildinni og lukust umræður kl. langt gengin 11. Atkvæðagreiðsla mun fara fram í dag. Framsóknarmenn hafa stundað málþóf til að tefja framgang málsins. Nú kemur til kasta Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins að fylgja þeim umbótum eftir, sem allir Reykvíkingar krefjast á þessu sviði. Reykvíkingar munu vissulega fylgjast vel með afstöðu þessara flokka til málsins. 10» 31101. feá Mvij lig Síödugír götubardagar í Meláfopol, þýzkar og rúsnensk ar hersveitir fluftar þangað frá Krím ÖU athyglin beinist nú að hinni mikilfenglegu sókn rauða hersins til iðnaðarborgarinnar og sam- göngumiðstöðvarinnar Krivoj Rog, símar Poul Wint- erton, Moskvafréttaritari brezka útvarpsins, og bætir við að sú hernaðaraðgerð geti örðið eins afdrifarík og orusturnar um Stalíngrad. Rauði herinn tók í gær bæinn Petrovo, 70 km. norðaustur af Krivoj Rog, en á öðrum stað eru fram- sveitir Rússa aðeins 35 km. frá borginni. Harðir götubardagar eru háðir í Melítopol, og hafa Þjóðverjar flutt þangað þýzkar og rúmenskar her- sveitir frá Krím. Milli Kíeff og Gomel hefur Rauði herinn unnið nokkuð á, en hernaðaraðgerðir í Norður- Mand iiiFðer að honast al san- tonalail ill SoiOMi segár norská ráfsfjórinn Fánn Moe Afstaða Finnlands til Sovétríkjanna er mikið rædd í blöðum hinna sameinuðu þjóða um þessar mundir. Eftirfarandi gi’ein eftir norska sósíademókratann Finn Moe, birtist nýlega í „Norsk tidend“, blaði norsku stjómarinnar i London. „Eftir því sem á líður verður hverjum þeim, sem ekki lætur sér standa á sama um örlög finnsku þjóðarinnar, erfiðara um að skilja stefnu finnsku stjórnarinnar. Eins og nú er komið málum mundi það vera eðlilegt, að unnið væri að því með alefldum kröftum að vinna bug á öllum erfiðleikum og ná ■samkomulagi við Sovétríkin hið allra bráðasta. Aðstaða Finn- lands versnar með hverjum degi sem líður. í þess stað vaknar sú raunalega hugsun í manni að finnska stjórnin sé aðeins að bíða eftir því, að eitthvað komi fyrir, er muni bjarga land inu, án þess að nokkuir maður geti bent á hvað þetta töfraráð er. Það hefur orðið mönnum á- nægjuefni, að þeir hafa orðið varir við, að stjórnmálaleiðtog- ar í Finnlandi virðast vera farn ir að gera sér það ljóst að eina leiðin út úr ógöngunum er sú, að hefja beinar samkomulags- umleitanir við Sovétríkin. Það dugar ekki, eins og högum er nú háttað í alþjóðamálefnum, að reyna að fá aðra, fyrst og fremst Ameríku og Svíþjóð, til að leysa friðarspursmálið fyrir Finnland. Þetta geta menn bor- ið um, sem hafa miklu nánari kynni af Bandaríkjunum, en Finnar eiga kost á. Þegar svo háttar til, þá er ómögulegt að skilja, hversvegna finnska stjórnin reynir ekki að ná sam- bandi við Rússa til þess að komast á snoðir um, hver séu friðarsirilyrði þeirra. Vera má að skilmálarnir séu á þá lund, að sumir menn meðal Finna telji, að ekki sé hægt að ganga að þeim. Ef svo er verður að reyna að fá skilmálunum breytt. Skilmálarnir kunna einn ig að vera á þá lund, að Finnar geti gengið að þeim. En þess- um spurningum verður ekki svarað fyrr en Rúsar hafa ver- ið spurðir, og ef því verður frestað, þá má búast við að hert verði á skilmálunum. Því að allt hik á að tala frjálslega um þetta hlýtur að auka tor- tryggni Rússa. Þegar maður les finnsku blöð in og ummæli finnskra stjórn- málamanna virðist sú helzt á- stæða til að Finnar hefja ekki beinar samkomulagsumleitanir við Rússa, að þeir krefjast trygginga um framtíðina. Að öðrum kosti geta Finnar ekki „verið öruggir um tilveru sína stundinni lengur". Það eru þrír möguleikar á að Finnland geti hlotið slíka trygg ingu. Einn er sá, að Finnland geri varnarbandalag við Þýzka land. Eins og nú er komið mál Úkraínu og Hvíta-Rússlandi eru mjög erfiðar vegna ákafra rigninga. Stalín ræðir við Eden Moskvaútvarpið skýrði frá því í gærkvöld, að Stalín hafi rætt við Anthony Eden, utan- ríkisráðherra Breta, og hafi sendiherra Breta í Moskva, Sir Archibald Clark-Kerr, verið viðstaddur fund þeirra og Molo toff, utanríkisþjóðfulltrúi ’ Sov- étríkjanna. Fundir þríveldaráðstefnunn- ar héldu áfram í gær, og tóku hernaðarsérfræðingar þátt í við- ræðunum, ásamt Molotoff, Eden og Hull. Brezkur flotaforingi látinn Brezki flotaforingimi sir Bud ley Pound, er var yfirflotafor- ingi frá 1939 og þar til nú fyr- ir nokkrum vikum, lézt í gær, 66 ára að aldri. um er hægt að sleppa þessum kosti.. Annar er sá, að vináttusátt- málar verði gerðir með öðrum ríkjum Norðurlanda. Nú er það fyrst og freinst auðsætt, að nor- rænt varnarbandalag mundi jafnvel verða of veikburða í hernaðarefnum til þess að geta veitt nokkra vörn gegn stór- veldi. Utanríkismálaráðherra Noregs hefur lýst því yfir, að hann vænti þess að eiga vin- samleg skipti við frjálst Finn- land, sem stjórnað sé með lýð- ræði. En Noregur mun ekki geta gengið í norrænt varnar- bandalag, sem beinir broddi sín um að Sovétríkjunum. Varnar- bandalag norrænt, ef stofnað yrði, verður að vera afleiðing þess, að skipan sé komin á samskipti Finnlands og Sovét- ríkjanna, en ekki forsenda slíkr ar skipunar. Þríðji möguleikinn er varnar Framhald á 4. síðu. Loftárásir á þýzkar stöðvar á Ítalíu Júgo- slavíu og Þýzkaland Sprengjuflugvélar Banda- vnanna geröu í gær harðar loft- árásir á borgir í Mið- og Norð- ur-ítalíu og ennfremur á jám- brautmbæinn Nis í Júgóslavíu. Aðeins á einum stað, nálægt Róm veittu þýzkar flugvélar mótspyrnu, en þar komu 10 þýzkar orustuflugvéar gegn sprengjuflugvélum Banda- manna, er þær réðust á einn aðalflugvöll Þjóðverja í ná- grenni Rómaborgar. Lítið er barizt á iandvígstöðv um í Ítalíu. Bandamönnum veit ir betur norður af Volturno, en skurðir og sýki seinka sókn þeirra, segir í útvarpsfregn frá London. Sprengjuflugvélar Breta gerðu harða árás á Leipzig í fyrrinótt, frá bœkistöðvum í Bretlandi. Verzlunarsainingur íslands og Bandaríkj- anna gengur í gildi 19. n. mánaðar Eftirfarandi frétt hefur Þjóð- viljanum borizt frá utanrikis- málaráðuneytinu: Eins og frá hefur verið skýrt var hinn 27. ágúst undirritaður hér í Reykjavík verzlunar- og viðskiptasamningur milli ís- lands og Bandaríkjanna. Sam- kvæmt ákvæðum þessa samn- ings skal hann ganga í gildi 30 dögum eftir að staðfestingar- skjölum hefur verið skipzt á í Washington. Samkvæmt til- kynningu sem utanríkisráðu- neytinu hefur borizt var stað- festingarskjölunum skipzt á í Washington í gær og géngur þá samningurinn 1 gildi hinn 19. nóvember 1943. Bolli Thóroddsen bæjarverkfræðingur Bolli Thoroddsen var, á fundi bæjarstjórnar í gær, kjörinn bæjarverkfræðingur, með 15 samhljóða atkvæðum. Bolli mun taka við starfinu um áramót, en þá tekur Val- geir Björnsson núverandi bæj- arverkfræðingur við starfi hafnarstjóra. Lögreglustjórafrumvarpið afgreitt úr neðri deild ÞjðSstjðrnarflokkarnir vilja ekki að Reykvíkingar ráði vali lögreglustjðra Frumvarp ríkisstjórnariimar um skiptingu lögmannsem- bættisins í tvö embætti og um að lögreglustjórinn þurfi að vera lögfræðingur var afgreitt frá neðri deild í gær. Þóroddur Guðmundsson flutti þá breytingatillögu að lögreglu stjóraembættið skuli aðeins veitt með samþykki bæjar- stjórnar Reykjavíkur. Bærinn kostar lögregluna að fimm sjöttu hlutum, ræður ráðningu lögregluþjóna að vissu marki og verður að bera alla fjárhags lega ábyrgð af misfellum lög- reglunnar eða lögreglustjórn. Það virðist því sjálfsagt að bær inn ráði og nokkru um veitingu lögreglustjóraembættisins. En meirihluti þingsins leit ekki svo á. Tillaga Þóroddar var felld með 24 atkvæðum gegn 10. Með henni greiddu at- kvæði allir þingmenn sósíalista (7) og þrír þingmenn Sjálfstæð isflokksins, — en allir þingmenn Framsóknar, Alþýðuflokksins og 9 þingmenn Sjálfstæðisflokks ins á móti. Þeir vilja ekki láta Reykvíkinga ráða miklu þessir herrar, heldur ætlast auðsjáan- lega til þess að lögreglustjórinn sé alltaf fulltrúi ríkisstjórnar- innar á móti fólkinu í Reykja- vík. Þá var borin upp breytingar- tillaga frá Sigurði Bjarnasyni svohljóðandi: „Aftan við 11. gr. komi ný grein, svo hljóðandi: Þegar lög þessi öðlast gildi, skal auglýsa lögreglustjóraem- bættið í Reykjavík laust til um- sóknar með hæfilegum fyrir- vara, enda hafi þá núverandi lögreglustjóra verið veittur kost ur á öðru starfi samkv. 3. mgr. 16. gr. stjórnarskrárinnar. Greinatala frv. breytist samkv. þessu“. Framh. á 4. sfðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.