Þjóðviljinn - 24.10.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.10.1943, Blaðsíða 4
pöKílJiM! Úp borgfnnf, Næturlæknir er í Læknavarðstöð Rejrkjavíkur, sími 1630. Næturvörður í Reykjavíkurapóteki Ljósatimi bifreiða og bifhjóla er frá kl. 5,15 síðd. til kl. 7,00 að morgni. Skáskerið ekki götuna þegar þér farið yfir hana. Notið gangbraut- imar þótt það kosti yður smákrók. Leikfélag Reykjavíkur sýnir Lén- harð fógeta kl. 8 í kvöld. Allir að- göngumiðar seldust í gær. Ferðafélag íslands heldur skemmti fund í Oddfellowhúsinu þriðjudags kvöldið þ. 26. okt. 1943. Húsið opnað kl. 8,45. Steinþór Sigurðsson mag- scient. flytur erindi um Mýrdals- jökul og sýnir skuggamyndir. Dans að til kl. 1. Aðgöngumiðar seldir á þriðjudaginn í Bókaverzlunum Sig- fúsar Eymundssonar og ísafoldar- prentsmiðju. Flokkurinn 1 Konur í Sósíalistafélagi Reykjavikf *r. Mnnið fundinn í dag kl. 4,30 að Skólavörðnstíg 19. Útvarpið í dag: 11,00 Morguntónleikar (plötur). 14,00 Messa í dómkirkjunni. Ferm- ingarmessa (sér Sigurbjöm Einarsson). 18,40 Barnatími (Ragnar Jóhannes- son, Þorsteinn Ö. Stephensen, Ámi Bjömsson). 19,25 Hljómplötur. 20.20 Einleikur á fiðlu (Þórir Jóns- son). 20.35 Erindi: Austur og vestur á fjörðum III (Sigurður Einars son dósent). 21,00 Hljómplötur: Norðurlanda- söngvarar. 21,15 Upplestur: Úr ritum Carl Nielsen (Jón Þórarinsson). 21.35 Hljómplötur: Lög eftir Carl Nielsen. Útvarpið á morgun: 20,30 Þýtt og endursagt (Hersteinn Pálsson ritstjóri). 20,50 Hljómplötur: Lög leikin á fiðlu. 21,00 Um daginn og veginn (Carl D. Tuliníus framkv.stj.) 21.20 Útvarpshljómsveitin: fslenzk alþýðulög. Einsöngur (Garðar Þorsteins- son prestur): Lög eftir sænska höfunda. Háskólínn Pramhald af 1. síðu hægt að gera sér vonir um að þessu mikla verki verði lokið á 10—15 árum. ★ . Prófessor Magnús Jónsson flutti erindi um Hallgrím Pét- ursson. — Rektor bauð nýju stúdentana velkomna og afl- henti þeim háskólaborgarabréf sín. í haust innritast í háskólann 86 stúdentar, 32 í læknisfræði, 25 í heimspekideild, 13 í verk- fræðideild, 8 í lögfræði, 4 í guð- fræði og 4 í viðskiptafræði. Háskólahátíðin hófst og henni lauk með því að sungin voru og leikin hátíðaljóðin „Heilög vé“ eftir Jón Magnús- son, með lögum Hallgríms Helgasonar. Stjórnaði tónskáld- ið kór og hljómsveit er flutti verkið. %S3 nýja mé ___________ „Glctfur" I (You’ll never get Rich) Dans og söngvamynd með: Fred Astaire og Rita Hayworth. Sýnd kl. 3, 5 og 7. Máninn liflur (The Moon is Down) Sýnd kl. 9. — Síðasta sinn Böm fá ekki aðgang Aðgöngumiðasala hefst kl. 11 f. h. > TJARNAJiafé 41 6ay- sysiur (The Gay Sisters) Eftir skáidsögu Stephen Long street’s. Barbara Stanwyck, George Brent. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Sala aðg.m. hefst kl. 11 f. h. 1 OOOOO0OO«OO©O«OOO AUGLYSIÐ í ÞJÖÐVILJANUM >000<><>00<)0<><><><H><KK Hringið í síma 2184 og gerizt áskrifendur LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Vf LÉNHARÐUR FÓGETI“ eftir Einar H. Kvaran. Sýning í kvöld kl. 8. UPPSELT. ^Veislan á Sólhaugum Ný músík eftir Pál ísólfsson. Sýnd í Iðnó annað kvöld kl. 8,30 Aðgöngumiðasala í dag kl. 4—7 og á mánudag frá kl. 2. Jarðarför mannsins míns og föður okkar GUÐLAUGS RUNÓLFSSONAR fer fram mánudaginn 25. október kl. 1,30 e. h. og hefst með bæn að heimili okkar Bragagötu 34 B. Jarðað verður frá Frikikjunni. \ V Margrét Jónsdóttir, Þórunn Guðlaugsdóttir Steinunn Guðlaugsdóttir, Jón Guðlaugsson. Happdræffíshás Hallgrímskirkju Blöðin fluttu þá fregn í gær, að tvær systur, Sigurþjörg og Þórunn Gísladætur að Þórodds- stöðum á Miðnesi, hafi hlotið happdrættishús Hallgríms- kirkju. Séra Jakob Jónsson tjáði Þjóðviljanum að framkvæmda- stjóri happdrættisins myndi skýra Þjóðviljanum frá því, þegar víst væri hver hefði hlot- ið húsið, svo hann gæti flutt lesendum sínum fregnina, en framkvæmdastjóranum láðist þetta og biður Þjóðviljinn les- endur sína að misvirða þetta ekki við herra framkvæmda- stjórann. Sllgandí Framh. af 2. síðu. ingarviðhorf íslendinga. Þá er kvæði eftir Guðmund Frímanns son: Þjóðvísa. Halldór Halldórs son skrifar: Um málvöndun. Þá er kvæði eftir Heiðrek Guð- mundsson frá Sandi: Frá höfn- inni. Helgi Valtýsson skrifar um Fjöll og firnindi og ræðir þar um hreindýr og öræfin á Austurlandi. Kristín Sigfúsdótt ir á þarna stutta sögu: Frúin á Grund. Þá er ennfremur kvæði eftir Þráinn: Samtíð mín og ég og smásaga: Bjarni stór- hríð. Ein þýdd saga er í heft- inu: Skollafaxi eftir Frances Dwyer. þýdd af F. H. Berg. 14 NINI ROI4L ANKRR: ELÍ OG ROAR 3. Allur bærinn vissi að von var á Liegaard lækni og nýju konunni hans með strandferðaskipinu að sunnan. Þau höfðu farið landveg til Danmerkur og með skipi yfir Skagerak til Kristiansand. Og þennan dag þurftu margar frúrnar í bænum að fá sér í soðið niðri á bryggju. Á efri hæðinni í lyfsalahúsinu við torgið gekk Ingrid Liegaard úr einu herberginu í annað til að líta enn einu sinni eftir hvort allt væri í lagi. Hún gekk svo hljóðlega að fótatakið heyrðist varla, ekki einu sinni á dúklausu skrifstofugólfinu; hún lagaði svolítið borðteppið í stof- unni, færði blómin í stóra glugganum enn dálítið til. Við blómaborðið stanzaði hún; burkninn, begónían með breiðu, brúnu flauelsblöðin, gamli kaktusinn dökkgræni — hún sá á þeim að þau höfðu ekki þrifizt vel meðan hún var í Osló. Bernhardína skildi ekki að blóm eru eins og annað fólk, þau eru ekki alltaf jafnþyrst ....... Alla nellíkuafleggjarana í stofunni hafði Bernhardína vökvað til dauða. Ingrid -lagði granna fingurna undir eitt blaðið á elztu begóníunni, — það lá þar slétt eins og stórt hjarta, með oddinn að bláu æðinni á úlnlið hennar. Nú deplaði hún ekki lengur sáru rauðu augnalokunum, gráu augun urðu djúp og dreymin. Varir hennar titruðu, — það hafði verið yndælt að mega hugsa um þá pabba og Sverre þessi tvö ár. Aldrei hafði henni liðið eins vel. Úti fyrir glugganum glitraði torgið í sólskini. Það hafði rignt um nóttina, nú var himininn heiður, en götu- hellurnar enn blautar ..... Hún sá glampa í fiskikass- ana á bryggjunni, — makríll, makríll allsstaðar. En í dag fengju þau ekki makríl í miðdag, heldur þorsk, það bezta sem hægt var að gefa pabba. Og á eftir rifjasteik, „hennar“ vegna .... Unga stúlkan, átján, ára, laut höfði, leit niður í glugga- kistuna, horfði á veikbyggðu blöðin á stofurósunum. Hún hafði gert sér hugmynd af Elí Tofte, eftir því sem pabbi hennar hafði sagt um hana. Káta, góða konan, öðruvísi en allar aðrar. Hún sem pabbi gat ekki annað en eiskað. En þá sem pabbi elskaði, hlutu allir að elska .... Jafn og skær roði breiddist um háls og andlit Ingrid Liegaard. Eftir hálftíma átti það að byrja. Sverre sást hvergi. Hún brá hendi fyrir augu, margt fólk var á gangi um torgið, fullorðið fólk, frú Andersen og frú Tiller, frú Sturland og Albrecht kaupmaður — en hvergi neinir strákar. Hún opnaði gluggann sárgröm, teygði sig á tá út yfir blómin, en gat hvergi komið auga á Sverre. Kannski hafði hann stolizt niður á bryggju þó pabbi hefði tekið það skýrt fram í bréfinu, að þau ættu ekki að taka á móti þeim niðri á bryggju. Ingrid fór fram í eldhús til Bernhardínu. Gamla vinnukonan stóð við eldavélina og hrærði í súkkulaðipottinum. Hún var harðleg og ströng á svip. Neðst á löngu og hvössu nefinu hékk gegnsær dropi. Ingrid tók varlega svuntuhorn konunnar og náði drop- anum, án þess að Bernhardína léti sig það nokkru skipta. Ég skal hræra, sagði Jngrid, — þú verður að fara og líta eftir honum Sverre, Bernhardína, hann er kannski inni'hjá nýja lyfsalanum. Konan lyfti pottinum af eldinum og fór sér að engu óðslega. Súkkulaðið er tilbúið. Hann Sverre tók seglbátinn með sér. Gæti bezt trúað að hann léti ekki sjá sig fyrir kvöldið. Þú hefðir ekki átt að láta hann fá bátinn, sagði Ingrid ásakandi. Konan sneri sér frá henni og leysti af sér svuntuna. Láttu drenginn um það, sagði hún. Hann fær bráðum nóg af því að gegna. Bernhardína! Ingrid stappaði í gólfið. — Manstu hverju þú lofaðir? KAUPIÐ ÞJÓÐVILJANN Kvennadeild Slysavarnafélags íslands. Fundur mánudaginn 25. þ. m. kl. 8,30 í Oddfellowhúsinu. Fjölmennið á fyrsta fund vetrarins. STJÓRNIN.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.