Þjóðviljinn - 27.10.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 27.10.1943, Blaðsíða 4
P&ssuisœ Úrbot*glnnt Næturlæknir er í Læknavarðstöð Reykjavíkur, sími 1530. Næturvörður í Reykjavíkurapóteki Útvarpið: 20.30 Kvöldvaka: a) dr. Broddi Jóhannesson: „Hestur á heirn- leið“. Frásaga. b) 21.00 Kol- beinn Högnason í Kollafirði: „Kræklur, olnbogabörn og hnoðnaglar“. Upplestur á kvæðum og stökum. c) 21.15 Kvæðalög (Jón Lárusson). — plata. d) 21.20 Jón Sigurðs- son frá Kaldaðarnesi: „Blítt lætur veröldin", sögukafli eft- ir Guðm. Gíslason Hagalír.. — Upplestur. Ennfrebur ís- lenzk lög. Ljósatími bifreiða og bifhjóla er frá kl. 5,15 síðdegis til kl. 7,10 að morgni. Gefið gaum að umferðinni áður en bér gangið út á götuna.______ Fáein varnarorð . ± WÞ ’fflARNABBÉé „Gleítm" 6ay- sysíur (You’ll never get Rich) (The Gay Sisters) Dans og söngvamynd með: Eftir skáldsögu Stephen Long street’s. Fred Astaire og Barbara Stanwyck, Rita Hayworth. George Brent. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sala aðg.m. hefst kl. 1 LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUK LÉNHARÐUR FÓGETI“ eftir Einar H. Kvaran. Sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðasalan er opin frá kl. 4 til 7 í dag. rJ HJARTANLEGT ÞAKKLÆTI flyt ég öllum þeim, sem á einn eða annan hátt sýndu mér vináttu og hlýjan hug á fimmtugsafmæli mínu. Páll ísólfsson. *••••••»•••»»»••••«••••» **■•«*»••»*,,,,•,•,,,•*•*,,,,,,,,,,M,,,,,,M,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,M,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,I Framh. af 2. síðu. ræða, að börnin hefðu þurft að vera burtu allan veturinn. En hér var aðeins um að ræða stuttan tíma. Mér fannst því mikið í sölurnar leggjandi til að sleppa við þetta úrræði. Þá kom enn til álita, hvort mik- ill skaði væri, þó að þeir 12 dreng- ir, sem áttu eftir að vera i heima- vistinni frá s. 1. vetri, biðu eftir að komast í vistina þessa 2—3 mánuði. Þegar svo á skólanefndarfundinn kom þ. 9. september, bar ég öll þessi mál fram við nefndina með sömu röksemdum og hér hef ég gert, og fannst þá nefndarmönnum að frambærilegt væri að fara fram á það við bæjarráð og bæjarstjóm, að skólinn fengi að kenna í her- bergjum heimavistarinnar um skeið, en böm þau, sem annars áttu að koma í vistina 1. október, biðu heima 2—3 mánuði. Enda mun bæði mér og nefndinni hafa fundizt nokk- ur vafi á, að drengirnir, sem ekki voru í vistinni í vor vegna slæmra aðstæðna hér í bili, mundu verða látnir koma hingað til dvalar fyrr en mestu steypuvinnunni yrði lok-' ið og auðið yrði að loka nýbygging- unni svo, að börn kæmust ekki inn í hana meðan hætta gæti stafað af að ganga um hana t. d. um stiga og svalir handriðslausar. Hitt vil ég taka skýrt fram, að mér féll mjög illa, þegar þær yfir- skriftir sáust í blöðum bæjarins að ég hefði lagt til að loka heimavist- inni. Slíkur skilningur minn á mál- inu var svo víðfjarri allri minni hugsun og málsmeðferð að sjálf- vilja mínum. Og hitt er ég sannfærð ur um, að góðvilji í garð þessa örð- uga viðfangsefnis hefði getað hitt á viðfeldnara orð, sem þá hefði gefið almenningi fullnægjandi upplýsmg- ar um þá tillögu, sem skólanefndin bar fram. Því að það, sem fundar- menn og ég gerðu, var þó ekki glæpsamlegra en það, að við bent- um á það sem bráðabirgðalausn, að stjórn bæjarins heimilaði skólan- um að kenna í húsnæði heimavist- arinnar um stuttan tíma og láta starf heimavistar liggja niðri á með- an. Hitt er satt, að í fundargerðinni er talað um tíma, sem geti orðið fram að miðjum vetri. En það var gert með ráði eins nefndarmanns, sem ekki treysti því, að áætlun verkfræðinganna stæðist. Og hefur það máske villt nokkuð og stækkað málið í augum manna. Til skýringar þeim, sem ekki hafa fylgzt með málinu, skal og geta þess, að þessari tillögu eða bend- ingu mín og skólanefndar Laugar- nesskóla 9. sept. s. 1., vísaði stjóm bæjarins til umsagnar skólalækn- anna er mæltu á móti uppástungu okkar, og þar með var málið að sjálfsögðu úr sögunni frá okkar hendi. Síðan bauð svo stjórn safnaðar Laugarneskirkju að lofa skólanum að kenna í fundarsal kirkjunnar meðan beðið væri eftir stofunum í viðbyggingunni, og var það auðvit- að með þökkum þegið. Þrátt fyrir þetta, voru samt þrjár deildir húsnæðislausar, og var þeim, nú um þessara tveggja mán- aða skeið, komið fyrir í handavinnu stofu skólans, sem er prýðileg og vistleg. Nú vona ég bara, að menn rjúki ekki upp yfir þeirri ráðstöfun, því að þá yrði ég máske að láta blessuð börnin koma í skólann frá kl. 5—8 að kvöldinu, og það er ófær tími í dreifbýlinu hér innfrá. Eg vona líka, að hægt verði að bæta bömunum upp það, sem þau missa nú í handavinnu, seinna í vetur. Eg hef nú skýrt þetta eins vel og ég hef getað, og að minnsta kosti er greinin orðin nógu orðmörg. All- ir ættu þó að geta séð, hver vand- ræði eru að eiga að sjá mörgum nemnendum fyrir kennslu og hafa ónóg kennslurúm. Nú er verið að byggja veglega við bót við húsnæði Laugarnesskólans, og heyrzt hefur, að það nái ekki nokkurri átt að ausa fé í þennan eina skóla, það væri nær fyrir bæ- inn að byggja spítala o. fl. o. fl. Það er vandi að sitja svo öllum líki, stendur þar. Og í einu er ég þess- um mönnum sammála. Nú ætti að byggja nóga skóla fyrir öll börn og fullorðna i bænum og spítala fyrir alla sjúka, og góðar íbúðir fyrir alla húsnæðislausa. Því að ef við ekki getum fengið slíku til vegar komið meðan vel árar, hvernig fer þá þeg- ar stríðsgróðinn gengui" til þurrðar? Laugarnesskóla 22. október 1943 Jón Sigurðsson, skólastjóri. AðalYundur síldar- útvegsnefndar Aðalfundur síldarútvegsnefnd ar hófst í fyrradag, kl. 5 síðdeg- is í kaupþingsalnum. Sigurður Kristjánsspn Siglu- firði setti fundinn, fundarstjóri var kosinn Jóh. Þ. Jósefsson. Lögð var fram skýrsla Er- lendar Þorsteinssonar skrifstofu stjóra um starf síldarútvegs- nefndar fyrir árin 1941—’42 og 1942—1'43. Ennfremur voru lagðir fram reikningar síldarútvegsnefndar yfir fyrrgreint tímabil og voru þeir samþykktir. Skýrt var frá tilraunum með hraðfrystingu síldar til útflutn- j ings, sem hefði gefist vel. Nýi tíminn Framhald af 1. síðu. Framsóknarflokksins í þessum málum gagnrýnd allmjög. Hlöðver Sigurðsson skrifar skemmtilega ferðapistla úr Austur-Skaftafellssýslu. Óvenjumikið er nú gert að því að áfflytja stefnu sósíalista í landbúnaðarmálum og æsa sveitamenn og kaupstaðabúa hvora gegn öðrum, því í sundr- ungu og deilum þessara stétta hyggjast þjóðstjórnarflokkarnir að viðhalda'völdum sínum. Nýi tíminn er enn, að vísu, alltof lítið blað, en þeim mun meiri nauðsyn er fyrir sósíal- ista og aðra, sem ekki vilja Framsóknarrógi og ísafoldar- sannleika óskorað vald „í hin- um dreifðu byggðum“ að vinna ötullega að útbreiðslu Nýja tímans. 16 NINI ROLL ANKER: ELÍ OG ROAR Elí laut niður og klappaði honum á vangann, en horfði um leið á Ingrid, stórum bláum augum. Svo gekk hún á undan inn í innri ganginn. Er þau höfðu farið úr yfirhöfnunum og voru komin inn í stofuna, vék Ingrid ekki frá föður sínum, og drengurinn gekk afturábak á undan honum og spurningarnar ultu út úr honum, án þess hann biði eftir svari: Mundurðu eftir að kaupa fyrir mig öngla, pabbi? Sástu nýja togarann hans Gúnderuds, pabbi? Hefurðu heyrt það pabbi að Ann- ik gengur við hækju? — Róar lagði fremur eyru að því sem Ingrid sagði: Nýju húsgögnin í svefnstofuna voru komin, þau voru ljómandi lagleg. Bernhardína hafði fengið illt í fingur, Pryser læknir hafði skorið í hann. Allir nellikuaf- leggjararnir voru dauðir ... Jæja, jæja! Róar Liegaard leit af einu andlitinu á annað, drakk í sig það sem hann sá. Svo sneri hann sér að Elí. Hún hafði stanzað á rniðju gólfi. Hann losaði sig með hægð frá börnunum, snöggvast naut hann þess að sjá konuna sína 1 þessu kunnuga húsi, það ljómaði af henni, í kapp við sólskinið . . . Og hann tók langt skref til hennar, faðmaði hana að sér, kyssti hana, hélt henni svolítið frá sér og sagði: Vertu velkomin heim, Elí — nú er komið að mér að segja það. Og kyssti hana aftur. Hún reyndi ekki að losa sig, faldi andlitið við barm hans. Sverre var búinn að ná 1 tösku föður síns og bagsaði við lásinn. En Ingrid sneri sér hægt að hjónunum, granna höndin fálmaði eftir borðinu, svo æddi roðinn upp í fölt og óreglu- legt andlitið, sjáöldrin þöndust út ... Og hún flýði út úr stofunni, hljóðlega eins og skuggi. Þessa fyrstu nótt sofnaði Elí ekki í faðmi manns síns, eins og 1 París. Rúmin voru of mjó, hvöss hliðarbríkin skildi þau að; Róar hafði orðið gramur þegar hann tók eftir því — hann skyldi láta ná í smið strax daginn eftir og hefla brúnina af. Elí lá með hönd undir kinn og horfði á Róar er hann sofnaði, djúpum rólegum svefni. Sjálf var hún glaðvak- andi, bros og skuggi skiptust á í stóru augunum. Hugsa sér að hann skyldi eiga svona ósnoturt heimili! Rauða klæðið á húsgögnunum — eða öll inniblómin. — Hugurinn reikaði um herbergin, hún sá aftur píanóið, er stóð á ská í horninu, dórisku súluómyndina undir pálm- anum, og hyllurnar troðfullar af rammamyndum. Óvist- lega borðstofan — diskar í öllum stærðpm upp um hvít- málaðan, háan rekka! Vesalings Ingrid hafði víst orðið að sjá um húsið hjálp- arlaust. En eitt var gott: Hér hafði Anna Liegaard aldrei stigið fæti. Þau höfðu átt heima i hinum enda bæjarins, áður fyrr, í litlu húsi með garði, hafði hann sagt. Elí færði sig ofar í rúmið og lagðist á bakið. — Hann hafði orðið að minnka við sig þegar fjölskyldan sundrað- ist, eins og vonlegt var. Og hann hafði líklega ekk;i átt völ á betri íbúð. En eitthvað hlaut að vera hægt að endurbæta hana. Og henni hitnaði af ákafa þegar hún fór að hugsa um breytingarnar sem þyrfti að gera, bara að kominn væri morgunn svo hún gæti tekið upp kassana sína og byrjað. Hún hugsaði um hvert herbergi fyrir sig, íhugaði og upp- hugsaði... Þá rauk hún snögglega upp í rúminu. Það glamraði í glasi, fast hjá henni. Einhver dró djúpt andann. Hún sneri sér. Glas var sett niður ... Aftur djúpt andvarp hinu megin þilsins. Hún sat eins og lömuð, hreyfingarlaus, með hendur að brjósti sér. Svona hljóðbært var milli svefnstofunnar og herbergis- ins sem Ingrid svaf í. En þau höfðu ekki heyrt stigið nið- ur meðan þau voru að hátta. Og ekki heldur stunu eða hósta eftir það ... Því hún, þarna inni, hlaut að vita það. I tvö ár hafði Ró- ar sofið þarna. Elí eldroðnaði. Hún færði sig hljóðlega út að rúmstokkn- um, og lá þár grafkyrr og hlustaði eftir henni sem lá hinu megin við þunnt þilið, og var líka að hlusta .... iBg™

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.