Þjóðviljinn - 28.10.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 28.10.1943, Blaðsíða 1
8. árgangoir. Fimmtudagur 28. október 1943 241. tölublað. llíglína ifluerla milll Saparnssi no Melitopol rolin á lOHm. Raudí herínn í öflugrí sókn I Dneprbugð- unnt. — Bardagar í Krívoj Rog Sigurður Ólafsson, Höfn Hornafirði, heiðraður fyrir björgunarafrek Brezkur liðsforingi sœmdi í ■gær Sigurð Ólafsson á Höfn í Hornafirði heiðurspeningi brezka hersins fyrir að bjarga brezkum flugliðsforirigja, 24. sept. 1942. Sonum hans tveim, sem að- stoðuðu við björgunina, var af- hent þakkarávarp undirritað af Winston Churchill. Brezki liðsforinginn, sem af- henti heiðurspeninginn, hélt Framh. á 4. síðu. í miðnæturtilkynningunni frá Moskva segir að rauði herinn hafi rofið varnarlínu Þjóðverja á 80 km svæði á vígstöðvunum milli Saporossi og Melitopol og sótt fram um 10—30 km. í Dnéprbugðunni er ekkert lát á hinni öflugu sókn sovétherjanna, og er talið að mikill þýzkur her sé þar í yfirvofandi hættu. Sækja Rússar að síðustu járn- brautarlínunni, sem þýzki herinn í Dnéprbugðunni hefur enn á valdi sínu. Þýzki herinn hefur neyðzt til að skilja eftir mikið af hergögnum og birgðum á undanhaldinu. Síðustu dagana hefur rauði herinn tekið fjölda marga fanga. Úrslitin í orustunni um Kri- voj Rog nálgast óðum. Frétta- ritarar í Moskva segja, að skuggi Stalingradósigursins hvíli nú yfir þýzka hernum við Krivoj Rog. Stórar þýzkar flutn ingaflugvélar varpa nú niður vopnum og birgðum til innikró- aðra hersveita á þessum slóð- um. Felllfl IMflsllflli i háshdlaiuiD Vinstri féiögin hafa sameiginlegan lista við stúdentaráðskosningarnar KOSNINGARNAR ERU Á LAUGARD. KEMUR. Vmstri stúdentafélögin, Félag frjálslyndra stúdenta, Félag róttækra stúdenta og Alþýðuflokksfélag háskólastúdenta hafa ákveðið að hafa sameiginlegan lista í stúdentaráðskosningun- um, sem fara fram á laugardaginn kemur. Heita þau á alla frjálslynda stúdenta að leggja fram lið sitt til þess að sigra íhaldsöflin í háskólanum. i Yfirlýsing félaganna um að ganga sameinuð til kosning- anna fer hér á eftir. YFIRLYSING. „Almennur fundur í Félagi frjálslyndra stúdenta, Félagi róttækra stúdenta og Alþýðu- flokksfélagi háskólastúdenta hafa hvert um sig kosið þrjá menn í nefnd til þess að finna grundvöll fyrir samkomulagi áðurgreindra félaga við næstu stúdentaráðskosningar og á- kveða skipun sæta á sameigin- legum framboðslista, ef sam- komulag næðist. Nefnd þessi gerði með sér eftirfarandi sam- komulag: 1) Áðurgreind félög ákveða að leggja fram sameiginlegan framboðslista við kosningar þær, er fram eiga að fara 30. október næstkomandi. Félögin skulu eiga fulltrúa á listanum í þessari röð: Fél. frjálsl., Fél. rótt., Fél. rótt., Alþ.fél., Fél. frjálsl, Fél. frjálsl., Fél. rótt., Alþ.fél., Alþ- fél., Fél. frjálsl., Fél. rótt., Alþ,- fél., Fél. frjálsl., Alþ.fél., Alþ. fél., Fél. rótt., Fél. frjálsl., Fél. rótt. 2) Áðurgreind félög skuld- binda sig til að vinna saman að öllum hagsmunamálum stúd- enta. 3) Þrátt fyrir þennan mál- efnasamning halda félögin á- fram að starfa að sínum sér- stöku áhugamálum hvert fyrir Framhald á 4. síðu. „Samvinna hinna samein- uðu þjóða komin á nýtt stig“. í gær birtist í rússneska tíma ritinu Stríðið og verkalýðurinn, grein um utanríkisstefnu Sov- étríkjanna eftir stríðið. Þar er m. a. lögð áherzla á mikilvægi þess, að varanlegt samkomulag komist á milli Sovétríkjanna, Bandaríkjanna, Bretlands og Kína. Öll önnur lönd heimsins, sem vilja vinna að því að tryggj3 heimsfriðinn munu fylkja sér um þau. Samvínna hinna sameinuðu þjóða hafi þegar borið mikinn árangur, svo sem útvegun her- gagna og annarra nauðsynja, samvinnan í Iran og vopnahléð á Ítalíu. Sáttmáli Bretlands og Sovétríkjanna er grundvöllur undir framtíðarsamvinnu þeirra Loks hefur ráðstefnan í Moskva valdið því, að samvinna hinna sameinuðu þjóða er komin á nýtt stig. Mun ráðstefnan verða til þess að stytta stríðið. Eduard Renes: Tékkneskur her mun hðlda til Munchen, Dresden og Berlín Tékkóslóvakiskur her er að myndast, og mun áður en langt um líður halda til Munchen, Dresdeh og Berlín, sagði Edu- ard Benes forseti Tékkósló- vakíu í gær, á 25 ára afmœlis- degi lýðveldisins. Benes kvað það liggja Ijóst fyrir, að eftir stríðið fengi Tékkóslóvakía sömu ríkisað- stöðu og hún hafði fyrir Munch- ensamninginn. Framhald á 4. síðu. fl ÆskulýðsfyIkingin og Heimdallur boða til fundarins, en F. U. I. 00 F. U. F. vilja ekki að æskan ræði um sjálfstæði landsins Á sunnudaginn kemur boða Æskulýðsfylkingin, félag ungra sósíalista og Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna, til fundar í Gamla Bíó til að ræða sjálfstæðismálið. Félag ungra jafnaðarmanna og Félag ungra Framsóknar- manna sáu ástæðu til þess að skerast úr leik og hafna þátt- töku í fundinum og hindra þannig að hin pólitísku æskulýðs- félög bæjarins stæðu öll að umræðum æskulýðsins um sjálf- stæðismál þjóðarinnar, enda þótt þau segðust vera málefna- lega sammála, en þeim mun þó boðið að senda fulltrúa á fundinn. Fyrir tæpum þrem vikum hófust viðræður milli pólitísku æskulýðsfélaganna um boðun sameiginlegs fundar um sjálf- stæðismálið, eins fljótt og unnt væri. Kom þá þegar í ljós að for- menn Æskulýðsfylkingarinnar, Heimdallar og F. U. J. virtust hafa mikinn áhuga á því að fundur þessi yrði haldinn og fé- lögin gætu staðið sameig- inlega að ályktun, þar sem skor að væri á Alþingi að ganga frá stofnun lýðveldis á íslandi eigi síðar en 17. júní 1944. Full- trúa félags ungra Framsóknar- manna fannst hins vegar málið ekki nægilega upplýst (enda þótt um ekkert mál hafi verið meira rætt og ritað upp á síð- kastið), og vildi ekki að fund- urinn yrði haldinn fyrr en Al- þingi hefði afgreitt málið.- Fulltrúar hinna félaganna lýstu því hins vegar yfir að fund- inn þyrfti að halda áður en málið yrði afgreitt, ef æskulýð- urinn vildi láta sig það nokkru skipta. Stóð þannig í nokkru þófi, unz félag ungra Framsóknar- manna lýsti því afdráttarlaust yfir, að það tæki ekki þátt í fundinum að sinni. Æskulýðsfylkingin og Heim- dallur kváðust fús til að halda fundinn eftir sem áður, en F. U. J. dró sig þá í hlé, þar eð öll félögin gátu ekki stað- ið að fundinum. Það eru því aðeins æskulýðsfylkingin og Heimdallur, sem boða til fund- arins, sem haldinn verður n. k. sunnud. í Gamla Bíó, en stjórn um F. U. F. og F. U. J. mun verða boðið að senda þangað ræðumenn. ÞjódYlUasöfnunín nemur ntí fæpum 43 þús, krónum Söfnunin fyrir stækkun Þjóðviljans nemnur nú 47 þús. 871,11 kr. Þótt ekki verði annað sagt en að þetta sé góð byrjun, er þó augljóst að betur má ef duga skal, ef takast á að safna nægu fé til að standa straum af þeim kostnaði, sem leiðir af stækk- un Þjóðviljans. Söfnunin hefur hvaryetna fengið hinar beztu undirtektir i og auðséð að hinar vinnandi stéttir ætla ekki að láta standa á sér að stækka Þjóðviljann. Til marks um það, hvað hægt er að gera, skal frá því sagt, að einn maður hefur t. d. safnað 3 þús. krónum. Sósíalistar og aðrir velunnarar Þjóðviljans! Herðið söfnun- ina fyrir stækkun Þjóðviljans! Komið og takið söfnunarlista! Sýnið í verki vilja ykkar að gera Þjóðviljann að sterku vopni í baráttunni gegn yfirdrottnun þjóðstjómarflokkanna og stríðs- gróðavaldsins! Á eftirtöldum stöðum hafa safnazt þessar upphæðir: Reykjavík ............................ 45.024,11 kr. Ólafsfirði Selfossi Hafnarfirði Raufarhöfn Akureyri 150.00 — 1000.00 — 570.00 — 127.00 — 1000.00 — Samtals 47,871,11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.