Þjóðviljinn - 28.10.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 28.10.1943, Blaðsíða 2
2 ÞJÐÐVILJINN Fimmtudagur 28. október 1948 ooooooooooooooooo Mæðrafélagið heldur fipd á Skólavörðustíg 19 (gengið inn frá Klapparstg) í kvöld kl. 8,30. Félagskonur, mætið vel og stundvíslega og takið gesti með ykkur. STJÓRNIN. Kven- Karlmanna- og Unglinga- rykfrakkar. Verdim H. Toft Skólavö r ðustrg 5 S£mi 1035 Skýringar á leiðbeiningum, vegna tak- mörkunar á rafmagnsnotkun, frá Raf- magnsveitu Reykjavíkur rvr i =11 '.iiTm Sverrír Tekið á móti flutningi til Sveinseyrar, Bíldudals, Þing- eyrar, Flateyrar og Súganda- fjarðar árdegis á morgun. Skipaútgerð ríkisins. ooooooooovooooooo <><><><><><><><><><><><><><><>00 1.0. G.T. St. Mínerva nr. 172. Fundur í kvöld kl. 8.30 s. d. 1. Inntaka. 2. Kosning embættismanna. 3. Upplestur (Bróðir Ingi- mar Jóhannesson). Stækkun stöðvarinnar við Ljósafoss hefur seinkað nokkuð frá því, sem gert var ráð fyr- ir, af óviðráðanlegum ástæð- um. Aftur á móti hefur álagið aukizt á stöðvunum frá því í fyrra,- vegna nýbygginga og iðn- fyrirtækja, sem sett hafa verið upp. Þetta orsakar, að erfiðleikar eru nú miklir á að skaffa not- endum á orkuveitusvæði Raf- magnsveitu Reykjavíkur næga raforku, þar til stækkun stöðv- arinnar við Ljósafoss er búin. Tekin hefur því verið upp aft- ur skoðun í húsum, hvort raf- magnsofnar eru notaðir frá kl. 10.45 til 12 og leiðir sú skoð- un í ljós, að nokkuð er gert að því ennþá, sérstaklega í verzl- unum og skrifstofum, einnig í smáiðnaði. Það er mjög mikils varðandi, að banni bæjarstjórnar Reykja- víkur, um ofnanotkun á þess- um tíma, sé hlýtt til hins ítr- asta. Þá hefur bæjarráð Reykja- víkur samþykkt að senda öll- um rafmagnsnotendum í Rvík og nágrenni hennar reglur, um hvernig notendum sé bezt að haga rafmagnsnotkun sinni, á meðan ástand það varir, sem nú er, svo þeim verði sem bezt not af raftækjunum, og er n^i þegar búið að senda þær til flestra rafmagnsnötenda, og verða þær sendar til allra not- enda í Reykjavík. Reglur þessar miða allar að því, að fá rafmagnsnotkunina minnkaða á tímabilinu frá kl. 10 til 12. Að spennan hefur lækkað að kvöldinu, stafar að rhestu leyti af vatnsskorti í Ell- iðaánum, sem hefur nú lagazt í bili. ..'T5SB S. 6. T. dansleíkur í Listamannaskálanum kl. 10 í kvöld Aðgöngumiðasala frá kl. 9. Sími 3240. Danshljómsveit Bjarna Böðvarssonár spilar. KL. 12: NÝTT SKEMMTIATRIÐI. vetdur lokað frá kl. 1-4 e.h. í da$ vegna jarðarfarar P.L. Mogensen. Vér viljum nú í stuttu móli skýra áður nefndar reglur fyr- ir notendum: Fyrsta atriðið í reglunum er að taka alla rafmagnshitunar- ofna úr sambandi frá kl. 10 til 12. Við það að taka ofnana úr sambandi léttir álagið á lín- unum svo meiri orka verður á suðuvélum, hreyfivélum og ljósum. Eins og áður er sagt. þá er bannað að ncta ofna frá kl. 10.45 til 12. Annað atriðið er dreyfing matsuðunnar á tímann frá kl. 9.30 til 12, og að nota sem minnstan straum á suðuhell- urnar eftir að suðan er komin upp. Þetta atriði er mjög mik- ilsvarðandi eins bg nú á stend- ur, sérstaklega að nota sem minnstan straum á hellurnar eftir að suðan er komin upp. Verður því ávallt, þegar 'suðan byrjar að stilla rofa hellunn- ar á minnsta straum, ef þf.ð ekki nægir til að halda við suð- unni, þá stilla á næsta stig, og mun það nægja. Að láta sjóða á fullum straum er óþarfa straum eyðsla og óþörf útgjöld fyrir notendur, og eins og nú á stend- ur, er beinlínis nauðsynlegt að gæta þessa atriðis vandlega, þar sem með því að láta sjóða á óþarflega miklum straum er lækkuð spennan að óþörfu. Uppsettar eru nú í Reykjavík um 5000 eldavélar og munar því miklu á álaginu, hvort þess er yfirleitt gætt að láta sjóða í pottunum á sem minnstum straum að hægt er. Þá er þriðja atriði að nota ekki bökunarofna til baksturs frá kl. 9,30 til 12. Bæði er það að baksturinn á þessum tíma eykur straumnotkunina og þar með spennufallið, og einnig er hætt við, að það sem baka skal skemmist, ef ekki er full spenna og er því hyggilegra að geyma baksturinn til þess tíma dagsins, sem spennan er í lagi. Fjórða atriðið er um rafknú- in heimilisáhöld að nota þau ekki, þegar spennan er lág. Þó þessi áhöld taki ekki mik- inn straum hvert, þá eru þau mörg og safnazt, þegar saman kemur, einnig er hætta á, að mótorar þeirra hitni um of og eyðileggist. Það sem hér hefur verið sagt á aðallega við heimili og veitingastofur, en reglurnar frá 5 til 8 eiga aðallega við verzl- unar og iðnaðarfyrirtæki. Fimmta atriðið þarf ekki að skýra frekar, en gert var 1 sambandi við fyrsta lið, það er að nota ekki hitunarofna frá kl. 10 til 12. Sjötta atriðið aftur á móti er rétt að skýra, sérstaklega þó að það að nokkru leyti falli undir skýringu á öðrum lið. Það atriði er um að taka öll rafmagnssuðu og hitatæki úr sambandi, sem með nokkru móti er hægt að vera án í iðnaðinum frá kl. 10 til 12. Sigurlaug Guðmundsdóttir — Kvedjuord — Hinn 21. þ. m. andaðist Sig- urlaug Guðmundsdóttir á Lands spítalanum eftir mjög stutta legu, og í dag verður hún til grafar borin. Sigurlaug var dóttir Guð- mundar Sigurðssonar og Önnu Ásmundsdóttur á Helgavatni í Þverárhlíð. Hún fæddist 24. marz 1904, ólst upp hjá for- eldrum sínum til fullorðinsára, fluttist síðan hingað til bæjar- ins og hafði ofan af fyrir sér við hin ýmsu og algengu störf hinnar vinnandi stúlku, þar til 1935, að hún giftist manni sín- um, Hafsteini Hjartarsyni, veíkamanni, núverandi lög- regluþjóni. Á blómaskeiði hins velheppn- aða atvinnuleysis fengu þau hjónin, eins og fleiri, að kenna á fátæktinni og erfiðleikunum, sem eru hennar fylgifiskar. En hvenær gefst hinn v.innandi maður upp við að sjá sér og sínum farborða? Hann gerir það aldrei. Og auðvitað var það jafn fjarri þeim og öðrum. Við hina breyttu atvinnu hans tókst þeim þó að komast úr kjallaraholun- um, sem þau höfðu búið í, og eignast sína eigin íbúð í félagi með öðrum á Hringbraut 33. Ég gleymi aldrei brosinu þínu, Lauga mín, þegar ég heim Sjálfsagt er að minnka straum á þeim tækjum, sem ekki er hægt að taka úr sambandi á þessum tíma og gildir það sama að nokkru leyti um ýms af þessum tækjum, eins og sagt var viðvíkjandi öðrum lið. Þá er sjöunda atriðið að nota ekki rafknúðar logsuðuvélar frá kl. 10 til 12. Þessar rafknúðu logsuðuvélar nota mikinn straum, en stuttan tíma í einu og ætti enginn að nota þær á þessum tíma, því bæði valda þær spennufalli í leiðslunum og svo er hætt við, að vinnan, sem unnin er með þeim, þegar spennan er lág verði ekki góð. Þá er áttunda og síðasta at- riðið í þessum reglum, um að stöðva alla rafmagnsmótora, sem frekast er hægt að vera án frá kl. 10 til 12 og létta sem mest álag á þeim, sem verða að vera í gangi. Það er mjög mikilsvarðandi, að iðnrekendur og aðrir, sem nota rafmagnsmótora gæti þessara atriða, bæði til þess að minnka spennufallið í leiðsí- unum og einnig til að vernda mótorana fyrir ofraun. Ef mótorar eru látnir ganga með fullu álagi við of lága spennu, er mikil hætta á, að þeir ofreynist og í versta til- felli kvikni í þeim og vindingar þeirra eyðileggist. Eins og nú er ástatt, eru það notendur raforkunnar, sem með því að fylgja reglum þessum geta afstýrt vandræðum. Eng- inn má hugsa sem svo að ekk- ert muni um þó hann taki strauminn af ofninum sínum eða láti sjóða á sem minnst- um straum á suðuhellunni. Allir verða að gera sitt til að spara raforkuna. sótti þig í fyrsta sinn í hina nýju íbúð, hve lukkuleg þú varst. Ég bjó þá sjálfur í kjall- ara, þar sem lengd mín hrökk ekki til að ná upp í gluggana, en gleymdi þó að öfunda þig- En lengi varaði húh ekki, sæl- an sú, því dauðinn hefur nú að- skilið þig frá heimili þínu. Og þung er hún nú, byrðin fyrir manninn þinn og hann Tomma litla ykkar, aðeins átta ára gamlan. Hversu góða umönnun sem þeir feðgarnir fá sér í framtíðinni, hversu vel, sem verður hirt um leikföngin og stoppað í sokkana hans Tomma, hversu mjúkt sem á vangann hans þá verður klappað, ekk- ert getur þó komið í staðinn fyrir handtökin þín. Við fráfall þitt eiga þó fleiri um sárt að binda, systkini þín öll, og ekki sízt hinir öldruðu foreldrar þínir. Ofan á heilsu- feysi flestra sinna barna fá þau nú í ellinni að sjá þig hvería af leiksviðinu. Skóli lífsins hef- ur verið þeim ómiskunnsam- ur. En hin langa og óbilgjarna i lífsbarátta hefur hert þau og stælt í því að taka með karl- mennsku og hugprýði hverju, sem að höndum ber. Lauga mín, þú varst fáskipt- in mjög í daglegri umgengni, en vel gefin og skemmtileg heim að sækja, tókst þá alltaf af því, sem bezt var til. Eins og i flestar alþýðukonur lifðir þú | fyrst og fremst fyrir heimili ! þitt, en þrátt fyrir gott hjóna- i band og skemmtilegt heimilis- líf, er það hulinn leyndardóm- ur, sem þú hefur farið með yf- ir landamærin, hvort þig hefði langað að kasta þér út í meira félagslíf, og hvort þér hefur fundizt sviðið of þröngt. Það gildir það sama um þig og þegar ég hef misst nánustu ættingja mína, þá finnst mér ég alltaf eiga svo mikið ósagt. — Þó að ég og aðrir prédiki venjulega, að það sé of seint að iðrast eftir dauðann, er það nú svo, að við iðrumst sjaldan fyrr. Þessi kveðjuorð án svars eru brot af uppfyllingu þess. sem ósagt var. Að endingu þakka ég þér svo, Lauga mín, góða viðkynningu og marga og skemmtilega sam- verustund. Ég geymi minning- una um góða og göfuga stúlku. Það er óbrothætt eign, sem íir sjálfs mín eigu verður aldret dæmd. Binar Andrásson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.