Þjóðviljinn - 30.10.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.10.1943, Blaðsíða 1
Til æskunnar! Mnnið fmiáiiija uœ sjálístæð- ismálið í Gamla Bíó á morgun kl. 2. 8. árgangur. Laugardagur 30. október 1943. 243. tölublað. RqoscvcI! iílfeynoír: Samkomtilagíð f jallar um samvínnu ríkfanna í sfríðí og fríðí. — Sókn Algert samkomulag hefur náðst á ráðstefnunni í Moskva og bíða skjölin aðeins undirskriftar, sagði Koosevelt forseti á blaðamannafundi í gær. Hann kvaðst ekki vilja skýra nánar frá samkomu- laginu, er fjallaði um samvinnu Bandaríkjahna, Sov- étríkjanna og Bretlands í stríði og friði, fyrr en það hefði verið birt opinberlega i Moskva. Roosevelt sagðist alltaf hafa verið sannfærður um, að Rússar væru fúsir til samvinnu við Banda- ríkin og Bretland að stríðinu loknu um vernd friðar- ins og að fyrirbyggja nýjar styrjaldir. Það væri ekki einungis að náðst hefði mikilvægur árang- ur. sagði Roosevelt, heldur hefði ríkt á ráðstefnunni mjög sterkur samvinnuvilji og vin- semd. Anthony Eden og fulltrúi Churchills forsætisráðherra, Ismay, gengu á fund Stalins í gær, og ræddust þeir við lerngi. FRÁ VÍGSTÖÐVUNUM Sókn Rússa heldur áfram og er ekki sjáanlegt að neitt dragi úr sóknarþunganum. Mestum árangri hejur rauði herinn náð á vígstöðvunum milli Dnéprbugðunnar og As- ovshafs, sótt fram 10—25 km. og tekið fjölda bæja óg þorpa. Hafa Þjóðverjar hvergi getað stöðvað undanhald sitt á þess- um vígstöðvum. í Dnéprbugðunni sóttu Rúss- ár fram í gær 6—10 km. og tóku 20 bæi og þorp. Rússar sækja að bænum Niko pol, sunnarlega í Dnéprbugð- unni, í tangarsókn. Að suðaust- an frá Melitopol, og er sá her 40 km. frá bænum og úr norð- austri, frá Dnépropetrovsk og er sá her 65 km. frá Nikopol. Mjög harðir bardagar standa yfir í norður- og norðvesturút- hverfum borgœrinnar Krivoj Rog, og hratt raúði herinn á- köfum gagnárásum er Þjóð- verjar gerðu á þessum slóðum. STRÍÐSGLÆPAMÖNNUM REFSAÐ Tveir þýzkir liðsforingjar :,.,¦, verið dæmdir til dauða stríðsglæp, af rússneskum 'lum, og skotnir. a.u liðsforingjar þessir lát- ið hengja átján ára stúlkur. Frá Leikfélaginu „Ég hef komið hér áður" eftír Príestley verður næsta leíkrít er félagíð sýnír. — Vopn guðanna eftír Davíð Stefánsson verður jólaleíkrít Stjórn Leikfélags Reykjavíkur skýrði blaðamönn- um frá því í gær, að næsta leikrit er félagið sýndi, yrði „Eg hef komið hér áður", eftir J. B. Priestley, og verður frumsýning á því 12. nóv. n. k. Jólaleikrit félagsins verður'- „Vopn guðanna", nýtt leikrit eftir Davíð Stefánsson. Höfundur leikritsins: Eg hef komið hér áður, J. P. Priestley, ér enskur, og er hann mjög vel þekktur fyrir leikrit sín og smásögur. Hann hefur enn- fremur verið fyrirlesari í enska útvarpinu. „Ég hef komið hér áður" er eitt af beztu leikritum hans. Indriði Waage annast leik- stjórnina, en leikendur eru Arndís Björnsdóttir, Alda Möller, Valur Gíslason, Lárus Pálsson, Jón Aðils og Indriði Waage. Leikrit Davíðs Stefánssonar- Vopn guðanna, verður sýnt á jólunum. Er það nýtt leikrit og er ádeila á harðstjórn — Lárus Pálsson annast leikstjórnina. Breflands, Sovéfríkjanna og Banda~ rauða hersíns heldnr óslítíd áfram Ofnasmiðjan eykur framleiðslu sína í gær var blaðamönnum boðið að skoða húsakost og framleiðslu Ofnasmiðjunnar h.l, og var þeim skýrt frá starfssögu hennar frá upphafi. Fyrirtæki þetta var stofnað sumarið 1936,aðallega vegna á- eggjunar Sveinbjarnar Jónsson- ar byggingarmeistara sem hafði kynnt sér sérstaka gerð af mið- stöðvarofnum, svonefnda Hellu- ofna, sem þá voru að ryðja sér til rúms á Norðurlöndum. Hlutafé fyrirtækisins var í upphafi 35 þús. kr., er jókst bráðlega upp í 50 þús. kr. Byggingu verksmiðjuhússins var lokið haustið 1936 og fram- leiðslan hafín í nóvember, og hefur henni verið óslitið hald- ið áfram síðan, þó við ýmsa örðugleika væri að stríða, eink- um fyrst í stað. En Hellu-ofnarnir urðu brátt vinsælir, þóttu fyrirferðarlitlir og smekklegir. Sala þeirra jókst Framh. á 4. síðu. Sósíalistafélagið heldur fund á þriðiudagskvöid Sósíalistafélag Reykjavík- ur heldur félagsfund á þriðju dagskvöid í hinum nýja fund arsal á Skólavörðustíg 19. Halldór Stefánsson rithöf- undur les upp á fundi þi-ss- um. Einar Olgeirsson ræðir um vetrarsóknina. Rannveig Kristjánsdóttir kennari flytur erindi. Sósíalistar! Fjölmennið á félagsfundinn. Takið nýja fé- laga með. Veizlan á Sólhaugum hefur verið sýnd hér nokkrum sinn- um undanfarið, en sýningar á leiknum hófust á s. 1. vori. Vegna þess að hús til sýn- inga fæst ekki lengur, verður sýningum nú hætt og verður leikurinn sýndur í næst síðasta sinn á sunnudaginn kemur. Verður hægt aö koma á stórfelldri síldar- soltun og niðursuðu á næsta ári? 4 þingmenn sósíalísta bera fram þíngsálvktunartíllögu um rannsókn og undírbúníng þessháttar framkvæmda Fjórir af þingmönnum Sósíalistaflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu, sem leitt getur til stórfelldrar atvinnu- og framleiðsluaukningar íslendinga á næsta sumri, ef vel tekst til. Tillaga þessi verðskuldar það, að menn íhugi hana mjög vel, — hinsvegar er allt um framkvæmd hennar undir því komið, hve rösklega Alþingi og ríkisstjórnin annars vegar, og svo hjálparstofnun hinna sameinuðu þjóða hins vegar bregst við því, að hrinda hugmyndum þehn, sem í henni felast, í framkvæmd. Tillagan og greinargerðin birtast hér í heild: „Tillaga til þingsályktunar um undirbúning að söltun og niðursuðu síldar í stórum stíl fyrir Evrópumarkað. Flm.: Einar Olgeirsson, Lúð- vík Jósefsson, Steingrímur Að- alsteinsson, Þóroddur Guð- mundsson. Alþingi ályktar að kjósa með hlutfallskosningu í sameinuðu þingi 5 manna nefnd, er annist eftirfarandi verkefni á sviði síldarmála: 1. Rannsaka innanlands og ut an, hvort möguleikar væru á að salta hér á landi næsta sum- ar helzt alla söltunarhœfa síld, sem veiðisthér, jafnvel þótt það skipti hundruðum þúsunda tunna. 2. Gera, ef jákvæð niðurstaða fœst af þessari rannsókn, ráð- stafanir til að afla utan lands frá, helzt í samvinnu við hjálp- arstofnun hinna sameinuðu þjóða, eftirfarandi: a. Tæki til að framleiða síld- artunnur og efni til að vinna þær úr. b. Vélar í niðursuðuverk- smiðjur, er unnið gætu úr 1— 2000 tunnum síldar á dag. c. Vélar til þess að vinna blikkdósir og hagnýta gamalt járn og blikk til slikrar fram- leiðslu. d. Efni tH bess að byggja verksmiðjur, kœlihús og annað, sem til rekstrarins þarf. 3. Gera samtímis ráðstafanir til þess að tafarlaust vœri hægt að fara að vinna að því að reisa þessi fyrirtœki, þegar efni og vélar væru til, og embeita til þess vinnukrafti landsmanna, svo að skilyrði verði til um- ræddrar hagnýtingar síldveið- innar sumarið 1944. 4. Athuga, hvaða rekstrarfyr- irkomulag væri heppilegast á framkvœmdum sem þessum og hverjar tryggingar Islendingar gœtu fengið frá hinni alþjóð- legu hjálparstofnun við að skipu leggja svo stórfetlda og að inssu leyti áhættusama matarfram- leiðslu. Nefndin skal, strax og útlit er fyrir, að um framkvæmdir geti verið að rœða á þessu sviði, útbúa lagafrumvarp, er þá verði lagt fyrir Alþingi, þar sem á- kveðið sé um skipulag fram- kvœmda, stjórn, ábyrgð o. s. frv. Allur kostnaður við störf nefndarinnar greiðist úr ríkis- sjóði. Ríkisstjórn er falið að aðstoða nefndina, svo sem verða má. Nefndin kýs sér sjálf for- mann. GREINARGERÐ: ísland hefur nú gerzt aðili að hjálparstofnun hinna sam- einuðu þjóða. Sú siðferðilega Framhald á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.