Þjóðviljinn - 31.10.1943, Page 4

Þjóðviljinn - 31.10.1943, Page 4
þJÓÐVIUINN Or borglnnt Næturlæknir er í Læknavarðstöð Reykjavík, sími 5030. Næturvörður i Reykjavíkurapót Ljósatími bifreiða ocr bifhjóla er frá kl. 4.50 síðd. til kl. 7.30 að morgni. Hjónaband. í gær voru gefin sam- an í hjónaband ungfrú Sigurlaug Ottesen og Bjöm Þorgeirsson, starfs maður hjá heildverzl. Eddu. Heim- ili ungu hjónanna verður á Hring- braut 184. Oddur Sigurgeirsson varð 64 ára 29. þ. mán. Vinir Odds óska hon- um hjartanlega til hamingju með afmælið. Helgidagslæknir: Ólafur Jóhanns- son, Freyjugötu 40, sími 4119. Aðalfundur 11. deildar verður haldinn mánudaginn 1. nóv. á Rauð- arárstíg 32. Fjölbreytt dagskrá. Fé- lagar fjölmennið. Opnið aldrei þá bílhurðina, sem snýr að umferðinni. Dyr sem allt í einu eru opnaðar, eru mjög hættu- legar þeim, sem framhjá fara. Samtíðin, 9. hefti 10. árg., er ný- komið út. Knútur Arngrímsson skrif ar Viðhorf dagsins: Frá sjónarmiði gagnfræðaskólakennarans. Bjöm Sigfússon skrifar: Nokkur kvenna- nöfn — tráheiti. Þá er framhald greinar eftir André Maurois: List- in að vinna. Risaríkið í Afríku heit- ir grein eftir Attilio Gatti. Enn- fremur er í heftinu ritdómur um fslandsklukkuna eftir Laxness, skop sögur úr sögum Hans Klaufa og margt smágreina. Útvarpið í dag: 14.15—-16.00 Miðdegistónleikar plötur): Óperan „Óthelló“ eft- ir Verdi. (Scala-óperan í Mil- ano. Sungin á ítölsku). 18.40 Barnatími (Vilhj. S. Vilhjálms son, Þorst. Ö. Stephensen, Ámi Bjömsson, Ragnar Jó- hannesson). 19.25 Hljómplötur: „Rómeo og Júl- ía“, forleikur eftir Tchaikow- sky. 20.20 Einleikur á píanó (Fritz Weis- shappel): Sónata í d-moll eft- ir Weber. 20.35 Erindi: „Fórnfæring dýranna" . (Guðm. Friðjónsson skáld á Sandi — Knútur Arngrímsson kennari flytur). 20.55 Hljómplötur: Norðurlanda- söngvarar. 21.10 Upplestur: Kvæði eftir Guð- mund Friðjónsson o. fl. (Sig- urður Skúlason magister.) 21.30 Hljómplötur: Menúettar úr symfóníum. 21.50 Fréttir. 22.00 Danslög. 23.00 Dagskrárlok. Útvarpið á morgun: 18.30 íslenzkukennsla, 1. flokkur. 19.00 Þýzkukennsla, 2. flokkur. 19.25 Þingfréttir. .20.30 Erindi: Upphaf þilskipaútgerð- ar á íslandi II. (Gils Guð- mundsson kennari). 20.55 Hljómplötur: Lög leikin á rússneskan gítar. 21.00 Um daginn og veginn (Vil- hjálmur Þ. Gislason). 21.20 Útvarpshljómsveitin: Þýzk al- þýðulög. — Einsöngur (ung- frú Olga Hjartardóttir): a) Blærinn í laufi eftir Stephan Foster. b) Heimþrá eftir sama. c) Ég lít í anda liðna tíð eftir Sigvalda Kaldalóns. d) Þú ert — eftir Þórarinn Guðmunds- son. 21.50 Fréttir. / Dagskrárlok. ŒpÞ NÝJA Rl& 4flH E3Þ wifiM&Mmté „Tígris" flugsveitin fiýssa fil lei$u Flying Tigers). Stórmynd með: JOHN WAYNE, ANNA LEE, JOHN CARROLL. Börn fá ekki aðgang. Sýnd kl. 5, 7 og 9. (This Gun for Hire) Amerísk lögreglumynd VERONICA LAKE ROBERT PRESTON ALAN LADD Bönnuð fyrir börn innan 16 ára Aukamynd: Norskt fréttablað (m. a. frá Akureyri) Máníon lídur (The Moon is Down) Sýning kl. 3, 5, 7 og 9. Sala aðgöngumiða hefst klukkan 11. Sýnd kl. 3. Síðasta sinn. Börn fá ekki aðgang. Aðgm. seldir frá kl. 11 f. h ÁsKriftarsfmi Þjöðviijans er 2184 LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR. „LÉNHARÐUR FÓGETP eftir Einar H. Kvaran. Sýnmg í kvöld kl. 8. UPPSELT. Vandamál mann- legs lífs Ný bók eftir Ágúst H. Bjarnason. Vandamál mannlegs lífs heit- ir ný bók eftir próf. Ágnst H. Bjamason. Er bókin fylgirit við Árbók Háskólans 1937—’38. f inngangsorðum segir höf- undur, að bókin sé runnin upp úr erindum, er hann hafi hald- ið nýlega við háskólann. í bók- inni er rætt um erfðir, uppeldi, siðgæði og siðmenningu, og seg- ir höf., að hún sé eins konar niðurlag á bók hans Siðfræði, er kom út 1924 og 1926. Ennfremur segir í inngangs- orðum, að rit þetta skiptist í tvo þætti: „Fyrri þátturinn ræð- ir um erfðir og uppeldi; en hinn síðari, sem verður öllu lengri, um siðmenning og siðgæði. Höfðín^leg gjöf Blindravinafélagi íslands voru nýlega afhentar að gjöf kr. 5.000,00 frá ónefndum hjón- um hér í bænum. Upphæðin rennur óskert í Blindraheimilissjóð félagsins. Stjórn félagsins færir hjón- unum sínar innilegustu þakkir og óskar þeim allrar blessunar. Kaup og sala á Alþingi. Fraxnh. af 1. síðu. drepa rannsóknartillöguna á olíufélögin, en íhaldið svíki Reykvíkinga í mjólkurmálinu og drepi breytingatiiiögu Sósí- alistaflokksins við mjólkurlög- in. Það er bezt fyrir menn að fylgjast vel með framferði þess- ara flokka á næstunni. | Tekjur og gjöld ríkis- sjóðs tll september- loka 1943 Þjóðviijanum hefur borizt yf- irlit fjármálaráðuneytisins yfir tekjur og gjöld ríkissjóðs frá áramótum til septemberloka. Samkvæmt því hafa tekjur ríkissjóðs á þessu tímabili num- ið 47,5 milij., en gjöld 50,9 millj. króna. Á sama tíma 1 fyrra námu tekjurnar 39,2 millj. og gjöldin 30,6 milljónum. Af einstökum tekjuliðum má nefna: Verðtollur 23,2 millj.; vörumagnstollur 7,1 millj.; manntalsbókargjald 7,4 millj.: útflutningsgjald 2,2 millj.; bif- reiða- og benzínskattur 1,2 millj. og stimpilgjald 1,2 millj. kr. Ólafur Björnsson hagfræðing- ur hefur verið skipaður í við- skiptaráð þegar það fjallar um verðlagsmál, í stað Klemenzar Tryggvasonar, sem lætur af störfum, samkvæmt eigin ósk. Tölur, Hnappar, Kragar, Belti og Pallíettur í miklu úrvali. Verzlun H. Toft Skólavörðustíg 5 Sími 1035 MUNIÐ Kaffisöluna Hafnarstræti 16 18 NINI KOLL ANKEK: ELÍ OG ROAR Og gluggarnir höfðu verið tæmdir. Á blómaborðinu var úrval af skárstu inniblómum, en yrði varla þar heldur til lángframa. Elí hafði orðið vör við að Ingrid var dálítið skelkuð við breytingarnar. Henni hafði skilizt hve lítt þroskuð stúlkan var, það varð að kenna henni að sjá: Liti, form, fegurð. Hún gat varla setið á sér með allt það sem hún ætlaði að gefa Ingrid og drengnum hlutdeild í, en lík- lega var réttara að bíða svolítið. Samt gat hún ekki stillt sig um að stanza í miðju verki og útskýra eitt og annað fyrir Ingrid, hvers vegna þetta er fallegt og hitt ósnoturt. Hvers vegna rauði liturinn á legu- bekknum og stólunum ætti ekki við gult veggfóðrið, hvers- vegna stóra skipamyndin eftir einhvern klessumálara gat gert mann þunglyndan. Finnst þér ramminn heldur ekki fallegur? spurði Ing- rid. Þá hló Elí og lofaði að nota rammann ef þau fengju al- mennilegt málverk 1 hann. Verst gekk þó með blómin. Elí rauk í þau kvöld eitt þegar Ingrid var í saumaklúbb. Allar ljótu blaðplönturnar með loðnu andlitin hafði hún gefið Bernhardínu. En ekki einu sinni hún vildi eiga þær. Nei, þær urðu þá að fleygja þeim. Burknann og annað ljósgrænt setti hún á blómaborðið og ýtti öllu draslinu út í horn með hjálp vinnukonunnar. Sólskinið átti ólíkt greiðari leið í stofuna á eftir. En þegar Ingrid kom heim, stanzaði hún á þröskuldinum eins og hún væri orðin að saltstólpa. Og Elí hafði orðið að útskýra það fyrir henni á ný, að það væri ekki verandi í sama húsi og þessi vesalings fangablóm í svona ljótum leirpottum. Manni hlyti að koma í hug litlir krypplingar sem stæðu upp við flatan ljósvegg, hungraðir eftir útilofti og sólskini. Svolitlar skrípamyndir af því sem þeim var ætlað að verða í hlýrra loftslagi. En rósirnar voru að blómgast, sagði Ingrid. Þær gætu ekki breitt úr sér þarna í myrkrinu. Reyndar, þegar Elí gáði betur að, voru litlir blómhnapp- ar komnir á rósirnar. En rósir eiga að vera stórar og dökkar af sólskini, Ing- rid! Þær ilma líka þó þær verði ekki stórar, — en þér þyk- ir kannski ekki vænt um blóm? Þá gat Elí ekki stillt sig að hlæja, — hún sem elskaði blóm, var vön að fylla stofuna heim af blómum! En það voru falleg blóm, og mörg! og litskrúð! En samt, hún hafði tekið eftir einhverju í svip stúlk- unnar, — vissi ekki vel hvað það var — þrjóska — eða reiði. Þó lét hún undan. — Ef þér er það svo mikilsvert, skulum við ýta borðinu dálítið fram, hafði hún sagt. Þær hjálpuðust að því. Ingrid fékk að nostra við blóm sín framvegis. Þangað til henni batnaði í augunum og gæti byrjað á einhverju. Laugardagskvöld seint í apríl sat Ingrid inni í nýja her- berginu sínu við hliðina á stofunni. Dyrnar voru opnar. Elí kom inn með fangið fullt af hvítu efni, nýju glugga- tjöldin; nú skyldu þau komast upp og þar með var stofan i lagi. Raulandi lagði hún frá sér þessa léttu byrði og leit inn um opnu dyrnar. Stúlkan sat uppi í legubekknum og las. Við birtuna frá glugganum á herbergisgaflinum sást vangamyndin eins og teiknuð ... Hún var niðursokkinn í lesturinn, varirnar bærðust hægt eins og í miðilssvefni. En það sem hún var að lesa var skemmtisíðan í vikublaði. EIí hafði tekið eftir því áður, að Ingrid virtist gleyma sér ef hún næði í þetta blað. Þegar hún nálgaðist dyrnar, leit Ingrid upp , alvarleg og annars hugar. Hvað ertu að lesa svona hrífandi, spurði Elí. Óviðbúin og undrandi leit stúlkan aftur niður á lit' myndirnar. Binni og Pinni, svaraði hún. En þér stekkur ekki bros, Ingrid. Eins og ég þurfi endilega að hlæja. Hún lagði blaðið frá sér. Jú, það finnst mér. Þetta er gert til þess að menn hlæi1 að því. Ingrid setti á sig stút. Eins og ég megi ekki hafa það hvernig sem ég vil. Jú, auðvitað, Ingrid. Á litla borðinu við gluggann lá bókin sem hún hafð*

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.