Þjóðviljinn - 02.11.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.11.1943, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN Næturlæknir er í Læknavarðstöð Reykjavík, sími 5030. Næturvörður í Reykjavíkurapót-» Leikfélag Reykjavíkur sýnir Lén- harð fógeta annað kvöld. Aðgöngu- ■aiðasala hefst kl. 4 í dag. Glímufélagið Ármann. Skemmti-' fundur verður á miðvikudaginn kl. 9 e. h. Til skemmtunar verður: Einsöngur: Ólafur Magnússon frá Mosfelli. Guðjón Benediktsson segir gam- ansögur. Takið með ykkur skírteini til að sýna við innganginn. Mætið •II. Æ. F. R. Skrifstofa Æskulýðsfylk ingarinnar, Skólavörðustíg 19 er op- in daglega kl. 6—7. Utvarpið í dag. 20,30 Erindi: Cicero og samtíð hans II (Jón Gíslason dr. phil.) 20,55 Tónlistarfræðsla fyrir unglinga (Páll ísólfsson). RÆÐA GUÐMU/NDAR VIGFÚSSONAR Framh. af 3. ’síðu. hraustustu sonum sínum og ómetan- legum menningarverðmætum í fórn- frekri baráttu fyrir þjóðfrelsinu. Hversu lítils myndi ekki hlutur vor metinn, ef vér létum undir höfuð leggjast að taka frelsi vort, þegar Það er jafn auðgert og sjálfsagt og- nú? STOFNUN LÝÐVELDIS Á ÍSLANDI ER MÁL, SEM ÍSLENDINGA EINA VARÐAR. Pví er mjög á lofti haldið af ■andstæðingum skilnaðarmálsins, að það sé mjög ódrengilegt gagnvart Dönum að skilja við þá nú, þegar land þeirra er hernumið og þeir eigi þess engan kost að ræða málið við Islendinga. Þá er því og haldið fram af und- -anhaldsmönnunum, að skilnaður við Dani myndi hafa í för með sér andúð í vom garð af hálfu hinna Norðurlandanna. Skulu nú nokkuð athugaðar þess ar mótbárur þeirra undanhalds- manna og sýnt fram á hversu veiga- litlar og haldlausar þær eru. í fyrsta lagi er stofnun lýðveldis á íslandi mál, er varðar íslendinga eina. Vér teljum oss hafa réttinn undandráttarlaust. Og til nágranna- og frændþjóðanna á Norðurlöndum hljótum vér fyrst og fremst að gera þær kröfur, að þær virði þennan rétt og styðji oss til að ná honum. Það er frekleg móðgun t. d. í garð Norðmanna og vafalaust allra Norð- urlandaþjóðanna að væna þær um fjandskap við þjóðfrelsiskröfur Is- ilendinga. Danska þjóðin sjálf hefur undan- farið fundið hnútasvipu ófrelsisins ríða á baki sinu, hún hefur átt í þyngri eldraun en nokkru sinni í sögu Danmerkur. Danir hafa sýnt :slíkan hetjuskap og manndóm mitt Ii hörmungum sínum, að vilji þeirra til frjálsræðis og sjálfstjómar verð ur ekki véfengdur. Og allt bendir til þess, að Danir hafi betri að- stöðu nú en nokkru sinni til að skilja frelsiskröfur íslendinga og á hvaða forsendum þær eru reistar. Hvílík röksemdafærsla er það ekki að halda því fram að danska þjóðin myndi óvingast við Islendinga, ef þeir stofnuðu nú lýðveldi, einmitt þegar Danir standa í stríði fyrir eigin þjóðfrelsi. Þeir, sem halda öðru eins fram og þessu, eru án vafa lítt kunnir hugarfari dönsku þjóðarinnar nú, enda standa þeir nærri þeim tiltölulega fáu Stór-Dön um, er aldrei hafa getað hugsað sér ísland öðruvísi en danska hjáleigu. Islenclingar og Danir eiga fáar góðar endurminningar í sambandi við þau stjórn- skipulegu tengsl. sem verið liafa milli land- anna. Báðum þjóðum er fvrir beztu að á þau verði skorið þegar löglegur frestur er liðinn. En vér eigum ekki og ætlum ekki að skera á þau eðlilegu bönd frænd- semi. menningar og viðskipta, sem liafa tengt oss Dönum og Norðurlönduin. Vér YÍljum al'tur hitta Dani að lokinni st.vrj- öld, í hópi jafnrétthárra frændþjóða. sem vonandi eiga jafnan mikil og góð sam- NÝJA Bfé „Tígris" flugsveitin Flying Tigers). Stórmynd með: JOHN WAYNE, ANNA LEE, JOHN CARROLL. Börn fá ekki aðgang. Sýnd kl. 5, 7 og 9. IfAJRNAlU&ðé <| Byssa tíl leígu (This Gun for Hire) Amerísk lögreglumynd VERONICA LAKE ROBERT PRESTON ALAN LADD Bönnuð fyrir börn innan 16 ára Aukamynd: Norskt fréttablað (m. a. frá Akureyri) Sýning kl. 5, 7 og 9. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR. „LÉNHARÐUR FÓGETI“ eftir Einar H. Kvaran. Sýning annað kvöld ki. 8. Aðgöngumiðasalan er opin frá kl. 4 til 7 í dag. skipti í atvinnu- og menningarlegu tilliti. En þó að meginhluti dönsku þjóðaa’innar unni Islendingum vafalaust frelsis og sjálf- stæðis, verður ekki fram hjá þeirri stað- reynd gengið, að viss hluti danskra valda- manna liefur jafnan, af misskildum metn- aði, viljað Iialda í yfirráðin yfir íslandi Engin trygging er fyrir því, að þessir stór- Danir verði ekki mikils ráðandi, þegur samningar væru reyndir, ef sú leið væri farin, þrátt fyrir eindregna andstöðu yfir- gnæfandi meirihluta þjóðarinnar. NORRÆNAR SAMBÚÐARVENTJUR. — FORDÆMI SVÍA OG NORÐ- MANNA 1905. Það hefur, af undanhaldsmanna. hálfu, mjög verið rætt um „norrænar sainbúðar- venjur" í sambandi við skilnaðarmálið. Því hefur verið lialdið fram að skilnaður við Dani nú, væri ekki í samræmi við þær. Vér höfum aðeins eitt dæmi úr sögu Norðurlanda á síðari öldum, um skilnað ríkja. I>að er skilnaður Noregs og Svíþjóð- ar árið 1905. Sá skilnaður fór fram á þann hátl, að norska Stórþingið iýsti því yfir að sænski konungurinn væri ekki lengur kon- ungur Norðmanna og stjórnarfarslegu sam- bandi landanna að fullu slitið. Að þessari yfiriýsingu Stórþingsins stóð norska þjóð- in einhuga og óskipt. Nú kom til kasta Svíþjóðar. Og Sviar voru klofnir í málinu. Afturhaldið og yfir- stéttin í Svíþjóð viidi halda Norðmönnum nauðugum undir sænska konungsvaldinu. En verkalýðshreyfing Svíþjóðar stóð með frelsisyfirlýsingu Noregs og mat rétt Norð- manna að fullu. Hinn frægi forustumaður sænsku verkalýðslireyfingarinnar, Hjalmar Branting, hlaul dóm og var stimplaður landráðamaður fyrir baráttu sína fyrir rétti Norðmanna. Afstaða verkalýðslireyfingar Norcgs og Svíþjóðar var í fullu samræmi við eðli þeirra og tilgang. Báðar stóðu þær gegu yfirdroltnunartilhneigingum sænska aflur- lialdsins og unnu fullan sigur. Þannig eru þær norrænu sambúðarvenj- ur, sem verkalýðshreyfing Norðurlanda liefur skapað í því eina tilfelli, þegar kom- ið hefur til liennar kasta að leggja lóð I silt á vogarskálina í skilnaðarmáli tveggja frændþjóða. Mætti íslenzk og dönsk al- þýða gjarna minnast þessa, og taka ]>að sér til fyrirmyndar í sambandi við skilnað lslands og Danmerkur. Eins og ég hef áður tekið fram höfum vér rökstudda ástæðu til að byggja frelsis- kröfur þjóðarinnar á velvilja og stuðningi danskrar alþýðu. Þau óhugnanlegu fyrir- hæri, sem benda i aðra átt hjá einstökum mönnum, sem staðið hafa i sambandi við verkalýðshreyfinguna, bæði hér heima og í Danmörku, eru ekki i samræmi við eðli hennar og tilgang. Þau sýna aðeins sjúk- leika og spillingu einstakra foringja, sem slitnað liafa úr lifrænum tengslum við verkalýðshreyfihguna, liugsjón hennar og stefnu. Norrænar sambúðarvenjur eru því sízt til fyrirstöðu við stofnun lýðveldis á ís- Iandi, eins og að er stefnt með áliti og till. stjórnarskrárnefndar. Þvert á móti er það í fullu samræmi við ]>ær og myndi á engan hátt spílla sambúð vorri við frelsis- uimandi þjóðir Norðurlanda. Vér getum ótvirætt treyst á fullan stuðning Norð- manna. Og þótt örfáir Stór-Danir og sænskir afturhaldssinnar kynnu að sýna oss kulda og andúð fyrst í stað, myndi slíkt aldrei verða oss fjötur um fót í góðri samvinnu við Norðurlönd. VERKALÝÐSHREYFINGIN OG FLOKKAR HENNAR HAFA JAFN- AN STAÐIÐ í FARARBRODDI í SJÁLFSTÆÐISBARÁTTUNNI. Verkalýðshreyfing Islands hefur ávallt staðið fast á rétti vorum til skilnaðar, og frelsis. Takmark hennar var Iýðveldissbofn- un löngu áður en aðrir aðiljar tóku jafn skýra afstöðu. Onnur afstaða hefði líka verið óhugsandi. Meðan Al]>ýðuflokhurinn var eini skipulagði verkalýðsflokkiurinn í landinu. gerði hann róttækastar kröfur fyr- ir þjóðarinnar hönd, í sjálfstæðismálinu. Frá stofnun var Koinmúnistaflokkiirinn eindregið fylgjandi lýðveldisstofnun að út- runnum sambandslögunum 1943. Sósiai- istaflokkurinn tók frá öndverðu sömu al- stöðu, eins og greinilega kramr fram í þeim kafla stefnuskrár hans sem íjallar um þetta mál og samþykkl var á stofn- þingi flokksins 1938. En þar segir svo: „Flokkurinn vinnur að sjálfstæði og ör- yggi íslenzku þjóðarinnar, með frelsisbar- áttu sinni innanlands og með samstarfi sínu við bræðraflokkana. Flokkurinu skoð- ar sig sem arftaka þeirra. sem á undan- förnum öldum hala háð baráttu fyrir frelsi íslenzku þjóðarinnar, fyrir því að leysa hana undan innlendri og erlendri áþján, þar sem vitanlegt er að fullt frelsi íslenzku þjóðarinnar er þá fyrst fengið, ]iegar þjóðin sjálf ræður sameiginle^a auðlindum Jands- ins og atvinnutækjum, þegar ellginn ein- staklingur er lengur kúgaður á einn eða annan hátt og menningin jafnt sem auð- æfin er orðin almenningseign. Flokkurinn vill því vernda það sjálfstæði, sem islenzka þjóðin hefur öðlazt, fullkomna ]>að með myndun sjálfstæðs og fullvalda íslenzks lýðveldis og tryggja ]>að varanlega með fullum sigri sósíalismans". I stefnuskrá flokksins, sem einnig var sam|>ykkt á stofnþinginu stendur eflirfar- andi: „Flokkurinn vill, að íslendingar verði stjórnskipulega fullkomlega sjólfstæð þjóð, skilji að fullu við Dani 1943, taki sjálfir í hendur öll sín mál og stofni lýðveldi á Islandi'. Frá þessari stefnu hefur sósíaliska verka- lýðshreyfingin ekki vikið. euda væri slíkt í fidlkomnu ósamræmi við hagstnuni al]>ýð- unnar í landinu og vilja hennar til frelsis. Iframmur hins erlenda kúgunarvalds hvíldi jafnan ]>,vngst á herðum hinna snauðu, eins og öll saga vor svo greinilega sannar. Frumvarp sósíalista um að fella niður vald mjólkur- og kjötverðlagsnefnda til að ákveða verð á mjólk og kjöti meðan samkomulag sex manna nefndarinnar er í gildi, og fá það viðskiptaráði, er nú orðið að lögum, með þeirri breytingu einni, að nefndir þessar geri tillögur um verðlagið, en við- skiptaráðið hefur hið endanlega úrskurðarvald um verðið. Meginmál Iaga þessara er þannig: „Meðan það verðlag á inn- lendum afurðum gildir, sem samkomulag varð um í land- búnaðarvísitölunefnd, skal þrátt fyrir ákvæði síðasta málsliðar 1. gr. laga þessara utsöluverð þeirra vara, sem mjólkurverð- lagsnefnd og kjötverðíagsnefnd ákveða verð á, háð samþykki viðskiptaráðs. Við ákvörðun á útsöluverði skal miðað við verð það til bænda, sem samkomulag varð um í landbúnaðarvísitölunefnd, að viðbættum óhjákvæmílegum kostnaði“. Framsóknarmenn og fylgifisk ar þeirra í Sjálfstæðisflokknum, urðu svo hamstola, er tillögur þessar komu fram, að þeir vildu fella þær við fyrstu um- ræðu. Þær ættu að vera „árás á bændur“ o. s. frv. o. s. frv. Svo enduðu þeir með því að greiða atkvæði með þeim nær allir. Fliisiir ntMúM* I lanla lii tekur afstöðu með tafarlausum sambandsslitum oglýsir samúð sinni með norsku og dönsku þjóðunum í frelsisbaráttu þeirra Æskulýðsfylkingin í Reykjavík — félag ungra sósíalista — og „Heimdallur“ — félag ungra sjálfstæðismanna — héldu almennan æskulýðsfund inn sjálfstæðismálið í Gamla Bíó s. 1. sunnudag. Var fundurinn mjög vel sóttur. Félagi ungra framsóknarmanna og Félagi ungra jafnaðar- manna var boðin þátttaka í umræðunum, en þau höfnuðu því. Fyrir Æskulýðsfylkinguna töluðu þeir Stefán O. Magnús- son, form. Æ. F. R., og Guð- mundur Vigfússon. Birtist ræða Guðmundar annars staðar í blaðinu. Fyrir „HeimdaH“' töluðu þeiir Jóhann Hafstein og Lúðvíg Hjálmtýsson. f lok fundarins voru bornar ÆSKAN Á AÐ FYLKJA SÉR UM LÝÐVELDISMÁLIÐ. TRYGGJUM LÝÐVELDISSTOFNUNINA 17.. JÚNÍ 1944. Fiestir muiiu liafai vænzt þess, aö; ioka- skrefið í sjálfstæðisbardttu Islendiiiga yrði stigið af einhuga þjóð, án innbyrðis ágrein- ings. Samkomulagið í stjórnarskrárnefnd Alþingis, sem sktpuð er iulltrúnm allra ]iingflokka. benti og eindregið ti£ þess, að svo yrði. Hiniii dæmalausi fjandskapur, sem Alþýðublaðið og a. m. k. nokkur liluti flokks þess, er að því stendur, hefur sýnt hinni fyrirhuguðu lýðveldisstofnun 17. júní 1944, mun. því iiafa komið mönnum nokk- uð á óvart, enda ekki annað vitað en Is- lendingar stæðu einhuga að ]>essari lausn. Þessi andstaða afturhaldsaflanna í Al- ]>ýðuflokknum mun sannarlega engin áhrif hafa. Þeir sem fjandskapast við frelsis- kröfur vorar og rétt munu baka sjálfum sér skaða og skömm. Æskan i landinu þarf að mæta allri andúð gegn frelsi voru í fullkominni einingu. Henni ber fyrst og fremst að gerast brimbrjólur og brjóstvörn þjóðfrelsisins. Hún á að erfa þetta land, sem nú getur loks, eftir nærri 7 alda erlend yfirráð, náð rétti sínum til fulls. Og á hennar lierðum hvílir sú skylda að tryggja ]>að, að lýðveldið ísland verði ekki heim- kynni skorts, í utvinnu- eða menningarlegu tilliti. Þjóðin verður að finna það, að hún á þettá Iand og enginn annar, að hamingja hennar og lífsmöguleikar er tengd frelsi þess og framtíð. En boðorð dagsins í dag er þó framar iillu: Sameining þjóðarinnar um sjáljstccðismálið — tryggjum lýðveldis- stojnunina jyrir 17. júní 19ýý. Að því eiga allir góðir Islendingar að vinna. Og alveg sérstaklega hvílir sú skylda á æskulýð landsins, að skapa þá þjóðar- vakningu og þann eldmóð, sem sanni um- heiminum, að við erum alráðnir í að taka öll vor mál í eigin liendur og skapa liér frjálst og fullvalda lýðveldi íslenzku þjóð- arinnar. upp eftirfarandi tillögur og samþykktar í einu hljóðir „Fjölmennur æskulýðsfúndur, haldinn 1 Gamla Bíó 31. októ- ber 1943, skorar á Alþingi að afgreiða stjórnarskrárbreytingu í sambandi við sjálfstæðismál- ið, samkvæmt sameiginlegum tillögum stjórnarskrámefndar Alþingis, þannig að gengið verði frá stofnun lýðveldis á Islandi eigi síðar en 17. júní 1944“. Eftirfarandi tillaga var einn- ig samþykkt: „Fundurinn lýsir yfir aðdá- un á baráttuþreki norsku og d'önsku þjóðanna og væntir þess, að takast megi öflug sam- vinna Norðurlandaþjóðanna að stríðinu loknu á grundvelli fullkomins frelsis og sjálfstæð- is þessara þjóða“. BREZKIR HERMENN Framhald af 1. síðu við þessum tilmælum Ðags- brúnar og skrifaði utanríkis- málaráðuneytinu um málið. Fór Alþýðusambandið þess á leit, að utanríkismálaráðuneytið bæri fram mótmæli við brezk stjórnarvöld og mæltizt til þess að slíkt sem þetta endurtæki | sig ekki. Ennfremur hefur Alþýðu- sambandið snúið sér bréflega til Vinnuveitendafélags íslands, og skorað á það að bera fram samskonar tilmæli við utan- ríkismálaráðuneytið. Ljósatími bifreiða og bifhjóla er frá kl. 16,30 síðdegis til kl. 7,30 að morgni. Allir stjórnendur farartækja hljóta að vita að bannað er að fara fram úr öðrum farartækjum á gatna mótum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.