Þjóðviljinn - 05.11.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 05.11.1943, Blaðsíða 1
8. árgangux. Föstudagur 5. nóvember 1943. 25§. tölublað. m mwmwmm Sovéfherstjórfiín fílkysinitr: ilðfintjón þióðverja síðan f júlf samtals 2700000 Rauði herinn kominn að Dnéprósum Ríkið borgar verð- lækkunarfé á mjólk- ina til sefuliðsins Einar Olgeirsson innti eft- ir því í gær utan dagskrár í sameinuðu þingi hvort at- vinnumálaráðherra ætlaði að svara fyrirspurn sinni um hvort greitt væri verðlækk- unarfé á mjólk þá, er setulið ið keypti, — eða hvort það ætti að skoða þögnina sem samþykki. Vilhjálmur Þór atvinnu- málaráðherra upplýsti að greitt væri úr ríkissjóði verð lækkunarfé á alla mjólk, er seld væri, — þar með líka á mjólkina til setuliðsins. Skýringar eru óþarfar. Hernaðaráætluninni um sumar- og haustsókn rauða hersins hefur verið framfylgt til hins ýtrasta, segir í tilkynnihgu er sovétherstjórnin birti í gær í Moskva, þar sem skýrt er frá þeim stórkostlega ár- angri sem náðst hefur frá því að Rússar hófu sumar- sóknina 5. júlí. Á hinum feykilöngu vígstöðvum sótti rauði herinn fram 300—500 km. og endurheimti 350 þúsund fer- kílómetra lands, þar á meðal landið milli Donets og Dnépr. Þessa fjóra mánuði hafa Rússar sigrað 144 þýzk * herfylki, þar á meðal 21 vélaherfylki. Þjóðverjar hafa alls misst 2700 000 hermenn, og þar af hafa 900 þúsund fallið. iiiiiiiilil>llliffllW,!M|W.l»*WIIII*ll|lllill|'lliWIWlipillWtWBMI herinn hafi á þessum tíma her- tekið: 289 flugvélar, 2600 skriðdreka, 7000 fallbyssur, 6000 sprengjuvörpur, ¦m.. GÍFURLEGT HERGAGNATJÓN Þýzki herinn hefur beðið gíf- uriegt hergagnatjón þessa fjóra mánuði. Segir í tukynningu Sovétheretjórnarinnar að rauði Hústnædraskólí Reykjavíkur þarfnast aukíns húsnæðís~ Námsmeyjar húsmæðraskólans. Frú Hulda Stefánsdóttir, forstöðukona húsmæðraskóla Reykjavíkur, bauð blaðamönnum í gær tíl miðdegisverðar. Sýndi hún þeim húsakynni skólans og skýrði frá starfsemi hans. Á bórðum var framreiddur í'jöldi íslenzkra rétta, sem of langt yrði hér upp að telja, en hitt ætti blaðamönnum að vera Ijúft að votta, að þau húsmæðra efni, sem framleiða slíkan mat, hafa lært þann þátt húsmæðra- .starfanna vel. í ræðu, sem forstöðukonan 'hélt við þetta tækifæri, kvaðst hún hafa boðið blaðarnönnum að kynnast starfsemi skólans, m. a. vegna þess að hún hefði orðið vör ýmiskonar misskiln- ings viðvíkjandi starfsemi skól- ans. HÚSAKYNNI SKÓLANS ERU ALLTOF LÍTIL Þetta er þriðja árið sem skól- inn starfar. Á s.l. hausti bárust 120 umsóknir um skólavist, en heimavistin rúmar ekki nema 31 stúlku. Öllum hinum varð Framhald á 4. síðu. 24000 vélbyssur, 7 millj. sprengikúlna, 15000 flutningabíla, 400 eimreiðir, 13000 járnbrautarvagna. Það sem rauði herinn hefur eyðilagt af hergögnum, er sam- kvæmt tilkynningu sovéther- stjórnarinnar: 10 þús. flugvélar, 15 þús. skriðdrekar, 13 þús. fallbyssur, 13 þús. sprengjuvörpur, 65 þús. flutningabíla. Auk þess sem hér er talið hefur rauði herinn tekið geysi- mikið af margvíslegum birgð- um, er þýzki herinn hefur ekki komizt með undan eða getað eyðilagt. Meðal þeirra sex sovéthers- höfðingja, sem stjórnað hafa þessari miklu sókn eru Tímo- sjenko, Súkoff og Voronoff. Rússar sóttu í gær einkum fram á þrem stööum. Fyrir sunnan Dnjepr komust þeir að ósunum. Á þessum slóð- um hertóku þeir yfir 30 byggð ból, þ. á. m. borgina Aleski, sem er á fljótsbakkanum andspæn- is Kerson. Rússar eru þegar farnir að nota flugvelli, sem þeir hafa tekið .þarna af Þjóðverjum. Fyr ir norðan Kieff hafa Rússar stækkað landsvæði það, er þeir höfðu á valdi sínu vestan Dnjepr. Enn norðar á vígstoðvunum hafa Rússar sótt fram hálfa leið Framhald á 4. síðu. Hvðð líður barnðheim- ili í sambandi v!ð- væntanleg bæjðrhðs? Katrín Pálsdóttir spurði á fundi bæjarstjórnar í gær hvað liði athugun á tillögu hennar sem vísað var til bæjarráðs í vor um dagheimili fyrir börn í sambandi við væntanleg bæjar hús, sem ákveðið hefur verið að byggja á Melunum. Borgar- stjóri kvað þetta enn til athug unar hjá byggingafulltrúa bæj- arins. Kjðtfundurinn í hrauninu ræddur á Alþingi Hvernig er verðiækkunar- féð greitt út? Einar Olgeirssnn gerir fyrirspurn ura þaö. Atvinnumálaráð- herra og formaður kjötverölagsnefndar svara gerólíkt Einar Olgeirsson spurði að því utan dagskrár í gær, eftir hvaða reglum og með hvaða hætti verðlækkunarféð væri greitt út úr ríkLssjóði og hvort þessari greiðslu væri þannig hagað að öruggt væri að ekki væri greiddur verðlækkunarstyrkur á kjöt eins og það, sem nú hefði fundist í Hafnarfjarðarhrauni. Vilhjálmur Þór atvinnumálaráðherra svaraði þessari fyrir- spurn á þann veg að hann hefði lagt fyrir kjötverðlagsnefnd að greiða verðlækkunarféð til seljenda kjötsins (kjötkaup- manna og kaupféíaga) jafnóðum sem þeir selja kjötið. Þegar Einar svo innti nánar eftir þessu og óskaði eftir upp- lýsingum frá kjötverðlagsnefnd, reis Ingólfur Jónsson, formað- ur kjötverðlagsnefndar, upp og tilkynnti að nefndin greiddi verðlækkunarféð til þeirra aðilja, er hefðu sláturleyfi, jafn- óðum, sem þeir seldu. Svör atvinnumálaráðherra og formanns kjötverðlagsnefndar eru því gerólík. Eftir þeim að dæma hlýðir^. kjötverðlagsnefnd Sfórkostlepr loftárás ir ð Dusseldorf og Wilhelmshafen Brezkar sprengjuflugvélar vörpuðu 2000 tonnum sprengna yfir þýzku iðnaðarborgina Dúss eldorf í fyrrinótt. Arásir voru einnig gerðar á Köln og fleiri borgir i Vestur-Þýzkalandi. Nítján brezku flugvélanna fórust og 5 þýzkar orustuflug- vélar voru skotnar niður. Vm 1000 bandariskar sprengju flugvélar gerðu í gær harða dagárás á þýzku flotahöfnina Wilhelmshafen. Árásir voru einnig gerðar ájlugvelli i Belg- íu, Frakklandi og Hollandi. Ellefu Bandamannaflugvélar fórust í þessum árásum, en 48 þýzkar orustuflugvélar voru skotnar niður. alls ekki fyrirmælum ráðherr- ans. Hann hefur lagt fyrir hana að greiða eftir skýrslum og sölu smásalanna, en hún greiðir eft- ir sölu heildsalanna. Og vitan- legt er að hér getur skakkað nokkru. En frekari umræður um mál- ið fengust ekki utan dagskrár, þó reynt væri. Haraldur Guðmundsson spurði ríkisstjórnina um rannsókn á kjötfundinum syðra og heil- brigðisástandi kjötsins, en fékk eigi greið svör. Hvað líður hitðveit- unnttðxtum innheimtu o. s.frv.? Har. Guðmundsson spurði á bæjarstjórnarfundi í gær hve- nær mætti búast við, að farið yrði að nota heita vatnið, hvað hitaveitan mundi kosta, eftir hvaða töxtum heita vatnið yrði selt og hvernig innheimtu yrði háttað. Framhald á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.