Þjóðviljinn - 06.11.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 06.11.1943, Blaðsíða 1
8. árgangur. Laugardagur tölublað. oesfufs f lipautin f il Sítomip) rof in Rússar aðeíns 5 fetn, frá mídbífcí borgarínnar Fá Bandamenn flug- velli hjá Tyrkjum? Þrálátur orðrómur gengur um að Tyrkir muni í þann veginn að slaka á hlutleysisstefnunni eins og Portúgal óg lána Banda- mönnum tyrkneska flugvelli. Áhrifaríkt tyrkneskt blað lét svo um mælt í gær, að sjálfsagt væri fyrir Tyrki að taka þátt í samstarfi hinna frjálsu þjóða og þýddi ekki að horfa í það, þótt það kostaði að ívilna öðr- um stríðsaðilum. Þungamiðja átakanna á austurvígrstöðvuniim hef- ur nú flutzt norður til Kieff, höfuðborgar Úkraínu, sem verið hefur á valdi Þjóðverja síðan sumarið 1941. í fréttum í gær var þess getið, að Rússar hefðu stækkað yfirráðasvæði sitt á vesturbakka Dnéprfljóts nálægt Kieff. En í gærkvöldi tilkynnti rússneska her- stjórnin,. að rauði herinn hefði hertekið, eftir harða bardaga, 12 víggirta staði, sem allir voru nafngreind- ir, í nágrenni borgarinnar, þ. á m. bæ rúmlega 10 km fyrir norðaustan Kieff og annan um 8 km. beint fyrir vestan, og um leið rofið þjóðveginn, sem liggur frá Kieff vestur til Sítomir. Virðist rauði herinn því vel á veg kominn með að um- kringja Kieff, og eru frétta- ritarar þegar farnir að spá falli hennar. Norður í Hvíta-Rússlandi hef MíÉMím selur 11.1 millldnip aififti tnplp öæinn Vegna Sogsstöðvar 6 milljónir - Rafmagns- veitunnar 5,4. Bankinn fær 228 þús. fyrir snúð sinn Landsbankinn hefur boðið Reykjavíkurbæ að útvega 11.4 milljónir króna lán, 6 millj. vegna Sogsvirkjunarinnar og 5,4 millj. vegna rafveitunnar. Fyrir ómakið tekur bankinn 2% eða 228 þús. kr. Vextir af báðum lánunum eru 4%. Sogsstöðv- arlánið er til 20 ára, það er með ríkisábyrgð, en hitt til 10 ára. Það mun vera ráðið að Sjálf- stæðismenn í bæjarstjórn taki þessu tilboði Landsbankans. Sós íalistar í bæjarstjórn hafa eins Ný skipulagsnefnd fyrir Reykjavík Bæjarráð samþykkti í gær að mæla með frumvarpi, sem sam- ið hefur verið til skipulagslaga íyrir Reykjavík. Frumvarpið gerir ráð fyrir að valdið í skipu- lagsmálum bæjarins verði feng- ið bæjarstjórn, og sérstök skipu lagsnefnd skipuð fyrir bæinn. Skal hún skipuð bæjarverkfræð ing, húsameistara bæjarins, borgarstjóra, og tveim mönnum kjörnum af bæjarstjórn. Bæjarráð óskaði að þingmenn Reykjavíkur flyttu frumvarpið.' og kunnugt er lagt til að hin stóru lán bæjarfyrirtækjanna séu boðin út á frjálsum mark- aði. Annars er það eftirtektarvert fyrir Reykvíkinga, að af því sem þeir fá nú til nauðsynlegra framkvæmda vegna vaxandi raf magnsnotkunar verða þeir að borga um 450 þús. í vexti á ári. Það er skattur sem borgaður er auðugustu mönnum þjóðarinn- ar, þeir kaupa meginhluta skuidabréf anna. Ekki er ósennilegt að skuld- ir vegna fyrirtækja bæjarins verði um 50 milljónir króna, þegar hitaveitan er komin upp. Ársvextir af þeim nema þá 2 milljónum. Þann skatt verða Reykvíkingar að borga þeim rík ustu. i, Er ekki eitthvað athugavert við fjármálakerfi sem leyfir slíkan fjárdrátt? ur rauða hernum orðið enn frek ar ágengt og tekið mörg þorp í sókninni frá Nevel. Síðustu leifar þýzka hersins á svæðinu milli Dnépr og Krím- skaga hafa nú verið upprættar. í gær var mikið þýzkt lið, sem haldið hafði undan frá Melitopol um 200 km. vega- lengd, komið að fljótinu. Hóf það þegar að leggja flotbrýr yfir fljótið. Rauði flugherinn kom brátt á vettvang og eyði- lagði brýrnar. Skömmu síðar komu kósakkahersveitir, sem veittu Þjóðverjum þegar at- göngu. Rússneskar vélahersveit ir komu nú til sögunnar og lauk svo, að þýzka liðið var um- kringt. Engu að síður neituðu Þjóðverjar að gefast upp og voru þeir að síðustu allír felld- ir. I H|! M OOloap stHiií Hafnfirðingar skipa S.Í.S. burt með kjfit sitt Hangikjöt, kindakjöt, hrossakjöt, bjúgu og salt- aðar garnir í tunnum, pokum og umbúðalaust hefur nú fundizt í nágrenni Hafnarfjarðar. Hvar er ostanáman fyrir austan fjall? Kjötnámunum í Hafnarfjarðarhrauni fjölgar stöðugt. Upphaflega fannst saltkjöt í dysjum við Krísuvíkurvegínn, síðan hafa fundizt birgðir á 3—4 stöðum, bæði sunnan og norð- an bæjarins. Hefur þar fundizt saltkjöt af kindum, hrossum og naut- gripum, söltuð bjúgn, garnir og hangikjöt Virðist nú ekkí vanta annað en að einhver finni ostanámuna fyrir austan fjalL — Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar hefur skipað SÍS að hverfa á brott með kjöt sitt. og hangikjöt, söltuð bjúgu og garnir. HANGIKJÖT í GÁLGAHRAUNI Allt þetta kjöt, sem hér hef- ur verið skýrt frá er í hraun- inu sunnmi Hafnarfjarðar. En einnig hefur fundizt hangi- k'jötsnáma í Gálgahrauni, sem DYSJARNAR VIÐ KRÝSUVÍKURVEGINN Það sem fyrst fannst og frá var skýrt var í dysjum með- fram Krýsuvíkurveginum, eigi alllangt frá Vatnsskarði, ca 8— 9 km. frá Hafnarfirði. Var það saltað kindakjöt í pokum. NY NÁMA Síðan hefur fundizt meira af kjöti á svipuðum slóðum og hefur því verið fleygt lausu. Segja Hafnfirðingar, sem séð hafa þessa námu, að þar sé bæði hrossakjöt og nautakjöt. TUNNUGEYMSLA VIÐ RAUÐHÓL Þá hefur ennfremur fundizt tunnunáma við Rauðhól, sem er í hrauninu skammt fyrir sunnan Hafnarfjörð. í tunnum þessum segja Hafn- firðingar vera saltað kindakjöt Þjódvílfasöfnunín utn 54 þtásund ktrónur Þjóðviljasöfnunin nemur nú tæpum 54 þús. kr., og veltur nú á miklu fyrir stækkun blaðsins að ötullega verði unnið þessa viku og þá næstu. Söfnunin skiptist þannig eftir stöðum: Reykjavík .................................!...... Kr. 48609,11 Hafnarfjörður ................................ — 570,00 Selfoss ................................................ — 1000,00 Akureyri ..-.......................................... — 1000,00 Vestmannaeyjar ............................ — 1000,00 Siglu'fjörður .................................... — 1200,00 Raufarhöfn ........................................ — 127,00 Fáskrúðsfjörður ..............•.............. — 280,00 Vopnafjörður .................................... — 60,00 53846,11 í Reykjavík hefur einn maður safnað um 7000 krónum. er noröan Hafnarf jarðar. ÁLÍTUR S. f. S. AÐ HAFNAR- FJÖRÐUR SÉ EINHVER RUSLAKISTA FYRIR ÓÆTT KJÖT? Hafnfirðingar hafa ekki átt því að venjast, að S. I. S. veitti þeim nein vildarkjör í kjöt- kaupum, íram yfir aðra menn, en nú hefur verið hrúgað niður kjöti í nágrenni Hafnarfjarðar, Framhald á 4. síðu. Ný bókaverzlun á Leifsgötu 4 Bóka og ritfangaverzlun verð ur opnuö í dag á Leifsgötu 4. Frú Lára Pétursdóttir og Þor- valdur Sigurðsson bókbindari eru eigendur verzlunarinnar og veita henni forstöðu. Blaðamönnum var boðið í gær að skoða nýja bókaverzl- un, sem þau Lárá Pétursdóttir og Þorvaldur Sigurðsson hafa sett á stofn á Leifsgötu 4. Verzl unin hefur allar nýjustu ís- lenzkar bækur og allmikið af enskum bókum, ennfremur pappír og ritföng. Innrétting búðarinnar e'r öll hin smekkleg- asta. Borð og skápar úr „•satín"- viði. Hefur Hafliði Jóhannsson gert teikningu af fyrirkomulagi búðarinnar, en Jóhann Jóhanns- son annast smíðið. Nafn hinnar nýju verzlunar er: Pappírs- og ritfangaverzlun- in Fróði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.