Þjóðviljinn - 06.11.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 06.11.1943, Blaðsíða 2
1 JÞJ ©Ð VILJINN Langardagur 6. nóvember 1943. FRA FERÐAFELAGINU. Landkynningarskrifstofa - skipulagning orlofsferða Stjóm Ferðafélags íslands bauð fréttamönnum blaða og útvarps í skemmtiferð að skíðaskálanum á Hellisheiði á sunnu- daginn var. Forseti félagsins, Geir Zoéga, skýrði frá hag félagsins og fyrirætlunum. Veður var hið bezta og fóru nokkrir í stutta gönguför, en síðan bauð Ferðafélagið blaða- mönnum til miðdegisverðar í skíðaskálanum. Yfir borðum skýrði Geir Zoega, forseti félagsins, frá starfi þess. Ferðirnar á s. 1. sumri tókust mjög vel og var ágæt þátttaka í þeim. LANDKYNNINGAR- STARF Forsetinn skýrði frá því, að Ferðafélagið hefði í hyggju að koma upp ferða- eða landkynn- ingarskrifstofu, er veitti mönn- um upplýsingar og leiðbeining- ar um ferðalög. Slík skrifstofa yrði að hafa fastan starfs- mann og þyrfti helzt að vera starfandi allt árið. Þörfin fyrir slíka skrifstofu er nú orðin mjög mikil, því síðan Ferðafélagið fór að gang- ast fyrir ferðalögum um landið hefur áhugi manna fyrir því að kynnast landinu vaxið hröð um skrefum. Hefur félagið þeg ar unnið mjög þýðingarmikið brautryðjendastarf, í fyrsta lagi vakið áhuga manna fyrir ferðalögum um landið, og í öðru lagi verið þátttakendum í ferð um þess nokkurskonar skóli í ferðalögum. Sósfalistafélagið #g Æskulýðsfylkingin halda 7 nóv. hátíðlegan með kvöldskemmtunum í Iðnó og Lista- mannaskálanum, 7. nóv. kl. 9 e. h. SKEMMTIATRIÐI: í IÐNÖ : 1 LISTAMANNASKÁLANUM : 1. Skemmtunm sett. 2. Ræða: Halldór Kiljan Laxness. 3. Söngur. 4. Upplestur, Jóh. úr Kötlum. T 5. Mandolinsveit leikur. ^ 6. Einsöngur: Fr. Guðrún Þor- steinsdóttir, með undirleik fr. Helgu Laxness. „ 7. Ræða: Gunnar Benediktsson. wy//. jj 8. Söngur. ÍÉ 9. Dans. 1. Skemmtunin sett. 2. Ræða: Gunnar Benediktsson. 3. Mandolinsveit leikur. 4. Ræða: Halldór Kiljan Laxness. 5. Söngur. 6. Upplestur: Jóh. úr Kötlum. 7. Einsöngur: Fr. Guðrún Þor- steinsdóttir, með undirleik fr. Helgu Laxness. 8. Dans. Aðgöngumiðar í skrifstofunni, Skólavörðustíg 19 kl. 4—7 í dag. Pant- anir verða að sækjast á sama tíma, annars seldir öðrum. Húsin opnuð kl. S1/ e. h. Skemmtunin hefst stundvislega kl. 9. NEItíDIN. En til þess, að Ferðafélagið geti starfrækt slíka skrifstofu þarf styrk frá hinu opinbera. ORLOFSLÖGIN SKAPA NÝTT VERKEFNI Þá vék Geir Zoéga að því, að með orlofslögunum hefði skap- azt nýtt verkefni. Með framkvæmd þeirra veit- ist almenningi í fyrsta sinn kostur á að ferðast um landið og njóta fegurðar þess. Til þess að sumarleyfin komi mönnum að fullum notUm til ferðalaga, þarf að skipuleggja ferðir og útvega farkost. f því efni hefði Ferðafél. öðlazt mikla reynslu, sem það væri fúst til að láta koma öðrum að notum. Verkefnið í sambandi við sumarleyfið til að njóta nátt- úrunnar í kyrrð og friði. í fyrsta lagi að útvega þeim dvalarstaði, sem vildu nota sumarleyfið, nota náttúruna í kyrrð og friði. í öðru lagi þyrfti að skipu- leggja ferðir fyrir þá, sem vildu fara sem víðast og sjá sem flest. Ferðalög og allt, er þeim við kemur er ódýrara og auðveld- ara að framkvæma í stórum stíl og kvað hann Ferðafélagið fúst til samvinnu við fulltrúaráð verklýðsfélaganna og samtök verzlunarmanna um þessi mál. íþróttaskðlinn á Laug arvatni og framtíðar- skipulag íþróttamann- virkja þar Um síðastliðna helgi buðu skólastjórar íþróttaskólans og Héraðsskólans að Laugarvatni ýmsum mönnum að Laugarv. til að skoða framkvæmdir þær, sem hafnar eru til úrbóta á í þróttaiðkunum skólans og svc tillögur um framtíðar mann- virki í sambandi við íþrótta skólann sjálfan. Voru þar mættir: kennshr málaráðherra, fjárveitinga' nefnd, íþróttanefnd ríkisins stjórn íþróttasambands ísland: og U.M.F.Í., íþróttafulltrúar ríl isins og Reykjavíkurbæjar, for menn stærstu íþróttafélagannc í Reykjavík og margir aðrir, o^ munu hafa komið þar um 4( manns. Var fyrst setzt að snæí ingi og veittí Bjami Bjamasor af rausn. Vom margar ræður fluttaj og gefnar lýsingar á því hvaf í vændum væri þar á staðnuir í sambandi við báða skólana sem er æði margt. Var síðar gengið um og aðstæður athug aðar og verður þeas nánar get- ið síðar. AQalfundur Vals Aðalfundur Vals var nýlega haldinn og vom kosnir, í stjóm: Sveinn Zoéga formaðux, Sig. Ólafsson varaform., Baldur Steingrímsson gjaldkeri, Magn- ús Bergsteinsson féhirðir, Magn ús Helgason bréfritari og Ólaf- ur Sigurðsson ritari. Unglinga- leiðtogi var kosinn á fundinum Sveinn Helgason. Var fundi síð an frestað þar til skíðaskálanum er lokið, sem mun verða í lok þessa mánaðar. Tilkynning frá at- vinnumálaráðu- neytinu Eftirjarandi tilkynmng hefwr blaðinu borizt frá atvinnu- og samgöngumálaráðuneytinu: „Vegna ummæla í blöðum af afskiptum atvinnumálaráðuneyt isins af kartöfluverði á þessu hausti, vill ráðuneytið gefa eft-. irfarandi upplýsingar. 1. Nefnd sú, er ákveða skal verðskráningu á kartöflum, samkvæmt lögum nr. 31/1943, ákvað í septembermánuði síðast liðnum, að smásöluverð á kart- öflum skyldi vera kr. 1,40 hvert kg. um uppskerutímann, 15 sept ember til 1. nóvember. 2. Þegar séð varð að kartöflu uppskeran myndi hvergi nærrí fullnægja neyzluþörf land9- manna var reynt að fá kartöfl- ur keyptar í Bretlandi. Þegar vitað var, að þetta mundi heppn ast ákvað ráðuneytið að jafna verðið á erlendu kartöflunum og þeim íslenzku kartöflum, er boðnar væru til Grænmetis- verzlunarinnar fyrir 20. okt- óber. — Með tilliti til þá gerðr- ar áætlunar um magn íslenzku kartaflnanna var jafnaðarverð ið ákveðið í útsölu kr. 1,00 kílóið. 3. Þegar tilkynningarfrestur- inn um sölukartöflur var út- runninn og vitað var hversu mikið magn af innlendum kart- öflum þurfti að verðbæta, kom það í ljós, að hægt var enn að lækka smásöluverðið niður í 80 aura hvert kg. og var það gert með auglýsingu, dags. 30. f. rru 4. Eftir er að flytja til lands- ins um 50 000 tunnur af kart- öflum til næsta sumars. Ef kart- öfluverðið hefði ekki lækkað hlaut afleiðingin að verða sú, að grænmétisverzlunin hefðl grætt stórfé, sennilega yfir 2 milljón krónur ef fyrsta heild- söluverðinu hefði verið haldið óbreyttu, en ríkisstjórnin taldi réttara, að þessi fjárhæð kæml neytendum til hagsbótar. Af þessum ástæðum hefur verið hægt að lækka verðið niður í 80 aura kíló“. Atvinnu- og samgöngumála- ráðuneytið, 4. nóv. 1943. MUNIÐ Kaffisðlnna Hrfnarntræli 16

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.