Þjóðviljinn - 07.11.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 07.11.1943, Blaðsíða 1
8. árgangur. Sunnudagur 7. nóvember 1943. 152. tölublað. Afmœllsgjof trauða herslns Kíeff, höfuðborg Ukraínu, á vali!i rauða hersins Stalín spáir hruni Þýzkalands í náinni framtíð Stalín. Á hádegi í gær v^r tilkynnt í Moskva, að ráuði herinn hefði tekið Kieff með áhlaupi í dögun 1 gær. Götur Moskva fylltust brátt af fagnandi fólki. Borg- in hafði þegar verið skreytt vegna byltingarafmælis- ins með blómsveigum og fánum og fjölda mynda af leiðtogum Sovétríkjanna. Hljómlist var útvarpað á götunum og seinna um kvöldið ræðu Stalíns. Hámarki náðu fagnaðarlætin er skotið var 24 sinnum úr 324 fallbyssum. Stalín marskálkur gaf út dagskipun í tilefni af sigrinum. Var þar lofuð framganga hersveitanna sem unnu borgina, en þær voru aðallega úkrainskar og auk þess ein tékknesk hersveit. Einnig hrósaði hann herstjóm Vatútins hershöfð'ingja, sem stjórnaði töku borgarinnar. Sagði hann, að þessi sigur mundi flýta mikið fyrir lokasigrinum. Rauði herinn hefur þegar sótt um 35 km. suðvest- ur fyrir Kieff og tekið borgina Vasilkoff. Rússar ná fótfestu á austurströnd Kríms Rússneska herstjórnin hefur tilkynnt að rauði herinn hafi með aðstoð Svartahafsflotans náð fótfestu á 2 stöðum á Kerts- skaganum fyrir austan og sunn- an borgina Kerts. Hafa þeir náð um 50 ferkm. landssvæði á öðr- um staðnum. Þjóðverjar hafa gert ítrekaðar tilraunir til að. hrekja Rússa 7. nóvetnber hátíðarhöldin í Reykjavík Sósíalistafélag Reykjavíkur og Æskulýðsfylkingin efna til hátíðahalda í Iðnó og Lista- mannaskálanum í kvöld, í til- efni af 26 ára afmæli Ráð- stjómarríkjanna. Skemmtiatriði verða þau sömu í báðum húsunum, og verða sem hér segir: Ræður flytja Halldór Kiljan Laxness og Gunnar Benediktsson, Jó- hannes úr Kötlum les upp, Fr. Guðrún Þorsteinsdóttir syngur einsöng með undirleik fr. Helgu Laxness, mandolinsveit leikur, auk þess verður söngur og að lokum dans. Skemmtunin hefst kl. 9 stundvíslega. Húsin verða opriuð kl. 8,30. Þeir, sem hafa enn ekki tryggt sér aðgöngumiða að skemmtun- unum ættu að koma á Skóla- vörðustíg 19 milli kl. 2—4 í dag, ef eitthvað væri eftir óselt. Útvarpið flytur í tilefni dagsins mun verða flutt í tilefni dags- ins m. a. Leníngrad-symfónían eftir Sostakovits, verður það sameiginleg dagskrá útvarpsins og Bandaríkjahersins, kynnt á íslenzku og ensku. „1812-forleik urinn“ eftir Tschaikowsky verð ur fluttur í kvölddagsskrá, Sverrir Kristjánsson sagnfræð- ingur flytur erindi, sem hann nefnir „Hrakfarir Napoleons 1812“, Gestur Pálsson les upp kafla úr „Draum Makars“ eftir Vladimir Korolenko, einnig verður flutt niðurlagið á 1. symfóníu Sostakovits og rúss- nesk þjóðlög. burt, og hafa þær allar reynst árangurslausar og Þjóðverjar misst fjölda hermanna. RÚSSAR VINNA Á í HVÍTA-RÚSSLANDI Norður í Hvíta-Rússlandi mið ar rauða hernum vel áfram. Hef ur hann tekið stöðvarbæ á járn- brautinni frá Nevel til Polotsk og þorp, sem er í um 65 km. f jar lægð frá hinum. fyrri pólsk-rúss- nesku landamærum. Stalín hélt hálftíma útvarpsræðu í gaer, þar sem hann lét svo um mælt að Þýzkaland og bandalagsríki þess væru komin að hruni, og mundi flýtt fyrir því með nýjum vígstöðvum á meginlandi Evrópu, er myndaðar yrðu í ná- inni framtíð. Á einu ári, frá 1. nóv. í fyrra hefur rauði herinn endurheimt % hluta þess lands er þýzki herinn hernumdi, og hafa Þjóðverjar misst 4 milljónir hermanna á þeim tíma. Stalín hóf ræðu sína með því að bera hernaðarástandið nú saman við hina dimmu daga 7. nóv. 1941 og 7. nóv. 1942. Taldi hann merkasta viðburð liðna ársins á sovétvígstöðvun- um hina miklu sumarsókn rauða hersins, þá fyrstu, sem Rússar hefðu gert. Á þessu liðna ári hefur rauði herinn sótt fram allt að því 480 km. á miðvígstöðvunum og allt að 1200 km. á suðurvíg- stöðvunum. Rauði herinn hefur endurheimt % þess lands, sem þýzki herinn hafði náð á tveim- ur árum. Þýzki herinn missti á þessu ári 4 milljónir hermanna. þar af féllu 1 800 000. Auk þess verða Þjóðverjar nú gð senda til vígvallanna unga hermenn og lítt æfða. Þýzki herinn missti á árinu 14 þúsund flugvélar, 25 þúsund skriðdreka og 40 þúsund fall- byssur. Fasistaherinn er því mun veik ari eftir á’rið, en styrkur sovét- hersins hefur aukizt, sagði Stal- ín og lofaði mjög einhug og baráttuþrek sovéthermannanna og fólksins að baki vígstöðv- anna. AFSTAÐAN í ALÞJÓÐAMÁLUM Stalín sagði, að'meiri einhug- ur ríkti nú meðal hinna sam- einuðu þjóða en nokkru sinni fyrr. Rússum hefði verið það veruleg hjálp í sumarsókn sinni að Bretar og Bandaríkjamenn voru í sókn í Norður-Afríku, á Sikiley og Suður-Ítalíu, hafi haldið uppi miklum loftárásum á miðstöðvar þýzka hergagna- iðnaðarins, og sent hergögn og birgðir til Sovétríkjanna. En þessar hernaðaraðgerðir geti enn ekki talizt „nýjar víg- stöðvar", þó þær séu í áttina. Hitlers-Þýzkaland og bandariki þess séu komin að hruni og muni verða mjög flýtt fyrir því með myndun raunverulegra nýrra vígstöðva á meginlandi Evrópu, sem myndaðar verði i náinni framtíð. Leppríki Hitlers reyna nú eft- ir megni að losna úr bandalag- inu, og í hernumdu löndunum | magnast uppreisnaraldan. | Nazistar svara þvi með aukn- um hryðjuverkum og glæpum, og verða sameinuðu þjóðirnar að sjá til þess, að stríðsglæpa- mönnunum verði refsað. Sovétríkin munu stuðla að því að leysa hinar hernumdu þjóðir undan þýzka okinu og sjá til þess að þær fái frelsi til að ákveða sjálfar stjórnarfar sitt, og koma á skipun í Evrópu, þar sem ekki sé hætta á frið- rofum, og þjóðirnar lifi við gagnkvæma hjálp og gagn- kvæmt traust. Stalín lauk ræðu sinni með hvatningu til sovétþjóðanna um að leggja enn fram mikið á- tak til að vinna úrslitasigurinn. Sá tími er ekki fjarri, að rauði herinn frelsar Vestur-Úkraínu, Hvíta-Rússland, Kalinín- og Leníngradsvæðin. Karelíu, Eist- land, Lettland, Litháen og Moldá undan oki Þjóðverja. Hverareykur af tjörninm. Vegfarendur veittu því eftir- tekt í gærkvöld að gufu lagði upp af tjörninni. Skýringin á þessu er eðlilega sú, að hitaveituleiðsla til bæj- arins hefur verið reynd og vatn ið látið renna í tjörnina.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.