Þjóðviljinn - 09.11.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 09.11.1943, Blaðsíða 1
8. árgangur. Þriðjudagur 9. nóvember 1943. 252. tölublað. 26, ára bylfíngafafniæfíð Huoairdsufllil untfaF so'jétbjöfliiniim íhr oo innileof bahRlæti" Þfóðvcríatr tnísstu yfír 20 þúsund menn í þríggja daga orustum um Kíeff Fréttaritarar í Moskva lýsa undanhaldi Þjóðverja frá Kíeff sem óskipulegum flótta. Rússar eru í greiðri sókn á breiðri víglínu og ryðjast í gegn um skörð þau, sem þeir hafa rofið í varnarlínu Þjóðverja. í gær sóttu Rússar enn fram um 15 km. í norður, vestur og suður frá Kíeff. í suðvestur frá borginni eru þeir nú komnir rúml. 70 km. Þar tóku þeir í gær bæ- inn Kosjanko, sem er um 14 km. fyrir suðvestan Tast- off, er þeir tóku í fyrradag. Samtals tók rauði herinn um 60 bæi og þorp á Kíeff-vígstöðvunum í gær. hrönnum, og hergögn og farang ur á víð og dreif. Af öðrum vígstöðvum er lítið að frétta. Rússar segjast hafa unnið nokkuð á á Krím nálægt Kerts. Aðstaða þeirra "þar mun Síðastliðna 3 daga hafa 6200 Þjóðverjar verið teknir hönd- um á þessum vígstöðvum, en yfir 15000 fundizt dauðir á víg- vellinum. Afar mikið herfang hefur verið tekið. Rauði herinn hefur nú rofið aðaljárnbrautina milli Dnépr- bugðunnar og Norðvestur-Ukra- ínu. Stafar þýzka hernum stór hætta af þessu. Pravda sagði í gær, að allir Þjóðverjar á Kieffvígstöðvun- um flýðu nú til að bjarga líf- inu. Skildu þeir allt eftir, sem þeir gætu við sig losað. Á öll- um vegum væri allt í öngþveiti. Eyðilagðir bílar lægju þar í Brezkur hershðfðingi sakar Sjetníkasveitir Mikhajlovitsj um hjálp við Þjóðverja Sir Henry Maitland-Wilson, yfirhershöfðingi Bandamanna í löndunum við austanvert Mið- jarðarhaf, hefur í útvarpi til Júgóslavíu ráðizt harðlega á Sjetríkasveitir í Vestur-Júgo- slavíu, sem hafi unnið með Þjóðverjum, og haldið því fram jafnframt að þeir nytu brezks stuðnings. Hershöfðinginn lýsti því yf- ir að hver sem berðist einlæg- lega fyrir frelsi lands síns, nyti stuðnings Bandamanna, en hver fsá sem hjálpar Þjóðverjum er talinn fjandmaður hinna sam- einuðu þjóða. Sjetríkarnir eru hinar vopn- uðu sveitir er Mikhajlovitsj hershöfðingi stjórnar. | batna að mun, er þeir hafa náð þeirri borg, því að þá verða allir flutningar yfir sundið auð- veldari. Nú eru þeir neyddir til að flytja bæði menn og her- gögn að næturlagi. Hjá Nevel segjast Rússar hafa bætt aðstöðu sína í stað- bundnum bardögum. Þjóðverj- ar segja, að Rússar séu búnir að hefja þar nýja sókn, sem beint sé gegn Eystrasaltsríkj- unum. Hafa- borizt fregnir af því, að Þjóðverjar séu byrjaðir að flytja þýzkt fólk úr þeim löndum. í gær var haldið boð í Moskva fyrir stjórnarfulltrúa erlendra ríkja. Hélt Molotoff utanríkisþjóðfulltrúi ræðu og margir aðrir. Japanski sendi- herrann fór snemma heim, seg- ir í brezkri útyarpsfregn. Hitler hótar leppríkj- um sínum hörðu HHler hélt klukkutíma ræðu í Munchen % gær í tilefni crf 20 ára afmæli bjórkjallaraupp- reisnarinnar. Var hún öll í varnarrœðustíl. Þjóðverjar myndu aldrei gefast upp og vinna sigur að lokum. Hitler var nú mjög guðhrædd ur. Mesta eftirtekt vöktu hót- anir hans í garð óánægðra Þjóðverja og þeirra ríkja, sem Frarhhald á 4. síðu. BENES A FÖRUM TIL MOSKVA Benes forseti Tékkóslóvakíu er nú á förum til Moskva. Mun hann undirrita þar sáttmála milli Tékkóslóvakíu og Sovét- ríkjanna, sem mun verða svip- aður 20 ára sáttmála Bretlands og Sovétríkjanna. „Það er ekki aðeins með gleði, heldur lika með aðdáun og þakklæti, að ég sendi hinar hjartanlegustu kveðjuf til hinna hugdjörfu Sovétþjóða og hins rauða hers á 26 ára afmæli nóv- ember-byltingarinnar", segir Johan Nygaardsvold, hinn sósíal- demókratiski forsætisráðherra Noregs, í kveðju til þjóða Sov- étríkjanna. „Fólk hins hertekna Noregs hefur í meira en 3 ár háð baráttu gegn hinum miskunn- arlausu þýzku kúgurum. Þess vegna skiljum við, hvílíkur fögnuður það hlýtur að vera Stalín marskálki og hinum hug- djörfu foringjum og hermönn- um rauða hersins að losa afar víðlend héruð föðurlandsins undan hinni hrottalegu kúgun Þjóðverjanna. Hin hraða sókn, glæsilega herstjórn og óþrjót- Eín ffölsk?lda míssír allt ínnhú síft í eldín&m, — Onnur sfendur uppí heímílíslaus med 7 börn Síðastliðinn sunnudag, um kl. 3, kom upp eldur í húsinu Blómsturvellir, sem stendur við Hólsveg á Kleppsholti. Skemmdist húsið nvjög mikið, bæði af eldi og vatni og 3 fjölskyldur, sem í því bjuggu, standa nú uppi húsnæðislausar og missti ein þeirra allt innbú sitt og yar það óvátryggt. Húsið er timburhús, tvær hæðir. Eldurinn kom upp í hornherbergi á hæðinni niðri, en þar bjó Páil Þórðarson á- samt konu sinni. Hafði hann farið að sækja hana í Lands- spítalann og bað hann að kveikt væri upp í herberginu, svo hlýtt væri inni er hann kæmi með konu sína af spítalanum. Nokkru eftir að kveikt hafði verið upp í ofninum brauzt eldurinn út, en skammt frá ofninum stóð' taska og lágu föt ofan á henni og mun neisti hafa hrokkið úr ofninum í föt- in. Á hæðinni bjó, auk Páls, eig- andi hússins, Enok Ingimund- arson með konu sinni og 7 börnum. Herbergið, sem eldurin kom upp í brann allmikið, en eldur- inn læsti sig upp á efri hæðina og brann. hún mjög innan..Þar uppi bjó Hörður Guðmundsson með konu sinni og tveim börn- um og björguðust þau út um glugga út á pall er reistur hafði verið fyrir utan húsið. Allt innbú beirra brann í eldinum og var það allt óvá- tryggt. Eitthvað bjargaðist úr eldin- um af innbúi Páls og innbúi Enoks en meira og minna skemmt af vatni og reyk. Inn- bú Enoks var vátryggt og eins húsið. Tjónið a'f eldinum er mjög tilfinnanlegt, þar sem ein fjöl- skylda missir allt sitt í eldin- um, en önnur stendur uppi heimilislaus með 7 börn. S.Í.S. heimtar rann- sakað hverjir séu hioir seku í kjöt- irðlinu!! S. í. S. hefur óskað rannsókn- ar á kjötmálinu til þess að það komi í ljós hverjir hafi látið fleygja kjöti í Hafnarfjarðar- hraunið, hverjir hafi urðað það forsvaranlega, hverjir hafi graf- ið það upp og hverjir séu hin- ir raunverulega seku í þessu kjötmáli. andi orka rauða hersins hefur fyllt okkur alla, ekki aðeins mikilli aðdáun, heldur líka inni- legu þakklæti, því að hinir miklu sigrar rauða hersins hafa fært nær þann dag, þegar Nor- egur og önnur hertekin lönd verða leyst undan þýzka okinu. Þessir sigrar hafa orðið öllum Norðmönnum hvatning. Á sama hátt höfum við fagn- að árangri Moskvaráðstefnunn- ar, sem er annar stórsigur á hinum illu öflum og stríðinu. Sovétríkin hafa, ásamt fulltrú- um -Bretlands og Bandaríkj- anna flýtt mjög fyrir skilyrðis- lausri uppgjöf Þjóðverja og fyr- ir myndun betri framtíðar fyr- ir þjóðir heimsins". Fjölmenn hátíða- höld 7. nóvember Þjóðviljinn birtir í dag ræðu Halldórs Kiljans Laxness Á sunnudagskvöldið var 26 ára afmælis Ráðstjórnarríkj- anna minnst með skemmtun í Iðnó og Listamannaskálanum^ og voru bœði húsin troðfull. Halldór Kiljan Laxness flutti snjalla ræðu um ógnir þær er Ráðstjórnarþjóðirnar hafa átt við að stríða í baráttunni við fasismann, og birtir Þjóðvilj- inn hana í dag. Jóhannes úr Kötlum las upp tvö kvæði er hann hafði ort, hvorttveggja ágæt kvæði. Gunnar Benediktsson flutti erindi. Gunnar er löngu þekkt- ur sem einn bezti fyrirlesari þjóðarinnar, sem ávallt þegar hann lætur til sín heyra, hefur eitthvað það að flytja sem á erindi til fólksins, það brást heldur ekki í þetta sinn. Frk. Guðrún Þorsteinsdóttir söng nokkur lög með undirleik frk. Helgu Laxness. var þeim Vel fagnað af áheyrendum. Mandolin- og banjohljómsveit undir stjórn Haralds Guð- mundssonar, lék nokkur rúss- nesk lög. Var það hin bezta skemmtun, sem margur mun vilja eiga kost á aftur. Að lokum var stiginn dans. fram eftir nóttu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.