Þjóðviljinn - 09.11.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 09.11.1943, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 9. nóvember 1943. ÞJ90VILUINN 3 tMOWIMIllM Otgeiandi i Sai linmgarfiokkai alþýSa •- Só*..á»taf lolcknrinn Ritatjérar i Einar Olgeiraaon Sigfú* Signrhjartaraon (áb.) Ritatjórn: Garðaatrœti 17 — Vfkingsprent Sfmi 2270. Aígreið_.u og auglýsingaskrif— stofa Skólavörðustíg 19, sími 2184. Víkiagsprent, h.f. Garðastr. 17. Víti til að varast Það var 9. nóvember 1918. Þýzku keisarastjórninni var steypt af stóli. Þýzka alþýðan tók völdin í sínar hendur. Verka manna- og hermannaráðin, skipuð sósíaldemokrötum nær einvörðungu, voru æðsta valdið í Þýzkalandi. Ráð þjóðfulltrú- anna, — svo hét ríkisstjórn sósíaldemokrataflokkanna — lýsti yfir í ávarpi sínu til þjóð- arinnar 12. nóv. eftirfarandi: „Hin sósíalistiska stjórn, sem byltingin hefur skapað álítur það verkefni sitt að framkvæma stefnuskrá sósíalista11. Það var fyrst og fremst þrennt, sem þurfti að gera. Það þurfti að skapa lýðveld- issinnaðan her, tryggan hinni nýju stjórn og stefnu, — og brjóta á bak aftur gamla keis- araherinn og þurrka burt völd liðs- og herforingja hans. Það þurfti að þjóðnýta stór- iðnaðinn, námurnar og bank- ana, til þess að svifta stálhring- ana, kolakóngana og bankajöfr- ana einokunarvaldi sínu yfir auðlindum þjóðarinnar. Það þurfti að skipta upp stór- góssum Austur-Prússlands, til þess að svifta „junkarana“, bak- tjald afturhaldsins og drottn- endur Þýzkalands, efnahags- legu valdi þeirra, — og skapa í stað þess sjálfstæða bænda- stétt, sem ætti efnahagslegt sjálfstæði sitt lýðveldinu að þakka. Og það þurfti að hreinsa al- gerlega til í embættiskerfinu, afmá áhrif keisarasinna, skapa lýðræðissinnaða embættismanna stétt. * Þjóðin bjóst öll við því að stjórnin framkvæmdi stefnu sína. Verkalýðurinn beið þess með óþreyju. Bændurnir hlökkuðu til þess að stórgóssunum yrði skipt, — og voru reiðubúnir þessvegna til að sætta sig við þjóðnýtingu stóriðjunnar. Milli- stéttir bæjanna voru hrifnar með af byltingaröldunni. — Junkarnir og iðjuhöldarnir kviðu umskiptunum, en myndu eins og þá stóðu sakir litla mótspyrnu hafa getað veitt. * Þýzka alþýðan gat á þessum næstu tveim til þrem mánuð- um ráðið örlögum sínum. Stjórn sósíaldemokratanna þýzku hélt framtíð Evrópu í höndum sér þessa stund. Hún gat mótað hana hvort heldur hún vildi í anda frelsis, framsóknar og sós- íalisma eða í anda auðvaldsins, EIN MYND Það er fróðlegt að virða fyrir sér myndir af rússneskum borg- um og þorpum eins og þau líta út þegar heimafólkið kemur til baka eftir að her þess hefur leyst byggðina undan oki þýzku fasistanna. Víða eru þorpin 1 raun og veru horfin með öllu, ekkert eftir nema nokkrir reyk- háfar. En ekki átti allt fólkið því láni að fagna að komast undan áður en fasistar lögðu undir sig heimkynni þess, og mega snúa vestur á við aftur þó ekki sé nema til þess að sjá bert land sitt frelsað. Marg- ir áttu ekki heimangengt, ell- egar urðu of seint fyrir að flýja. í engilsaxneskum fréttablöðum má sjá myndir af heilum rúss- neskum fjölskyldum sem fas- istarnir myrtu meðan þeir héldu byggðunum, myndir af konum, börnum og gamalmenn- um, sem liggja hlið við hlið með skot í höfðinu. Það má sjá myndir af fjöldagröfum, sem rauði herinn hefur látið opna, þar sem lík rússnesks fólks liggja unnvörpum kösuð í gröfum, sem fólkið var látið grafa sjálft áður en það var myrt. Það má sjá myndir af líkum ungra stúlkna, sem þýzk- ir fasistar svívirtu fyrst en afturhaldsins og harðstjórnar- innar. Hún kaus hið síðara. Hún gerði ekkert, til að byrja með, breytti engu, lét tækifærin og eldmóð fólksins ónotuð. Og síð- an barði hún verkalýðshreyf- inguna niður — með hjálp keis- arahersins undir forustu Hind- enburgs, og lét dæma bylting- armennina — af dómurum keisarans, — þá sem ekki voru drepnir án dóms og laga — af liðsforingjum keisarans. í janúar 1919 sagði Noske, einn af leiðtogum og ráðherr- um sósíaldemokrataflokksins, j við einn flokksbróður sinn aust urrískan, sem varaði hann við liðsforingjunum og kvað þá myndu „hálsbrjóta lýðveldið“, þessi orð: „Það eru • verkamanna- og hermannaráðin, sem eru að háls brjóta lýðveldið, en ekki liðs- foringjarnir. Eg er ábyrgur fyr- ir því að halda uppi röð og reglu í Þýzkalandi og það verð- ur að gerást, hvað sem það kostar. Eg tek mennina til þess, hvar sem ég fæ þá“. Leiðtogar þýzka sósíaldemo- krataflokksins höfðu valið — valið röð og reglu gagnbylt- ingarinnar. Noske hálsbraut lýðveldið í janúar 1919. Hitler jarðaði það í janúar 1933. * Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. íhaldssemi, vesaldómur og kjarkleysi leiðtoga þýzku sós- íaldemokrataflokksins 1918—’19 hefur valdið slíkum ógnum að veröldin hefur aldrei þekkt aðr ar eins. Vegna þess að þeir slepptu tækifærinu til að brjóta völd junkaranna, stóriðjuhöld- myrtu síðan. Sömuleiðis raðir af hengdum mönnum og kon- um á torgum og strætum. Sum- ar þessara mynda hafa ljós- myndarar rauða hersins tekið eftir að þeir höfðu frelsað bæ- ina aftur, aðrar hafa fundizt á dauðum þýzkum fasistum, sem kunnu betur við að hafa með sér skemmtilegar minjar frá Rússlandi. Til dæmis um hve víðtæk morðin hafa verið á friðsömu fólki óvopnfæru, skal ég aðeins nefna síðasta dæmið, sem kunngert hefur ver- ið af hinni opinberu nefnd Bandamanna til upplýsingar hryðjuverkum fasista 1 Rúss- landi: í Smolenskhéraði einu saman myrtu fasistar 135 þús- und friðmenn á því tímabili sem þeir höfðu hérað þetta á valdi sínu. Fasisminn hefur verið s'kil- greindur sem auðvaldsstefna plús morð. En það mætti eins kalla hann auðvaldsstefnu mín- us öllum siðrænum hugmynd- um, auðvaldsstefnu efnahreins- anna og hershöfðingjanna á bak aftur, hefur þessi þrenning nú fengið tækifæri til að leiða fasismann yfir Þýzkaland, fas- ismann yfir meirihluta Evrópu- búa, ægilegustu styrjöld allra styrjalda yfir mannkynið. Þeir slepptu tækifærinu, af því þeir sögðust hata ofbeldi, blóðsúthellingar og stríð. — Af- leiðingarnar urðu ægilegustu ofbeldisverk, sem sögur fara af, — blóðbað, slíkt að engir ann- álar veraldarsögunnar þekkja annað eins, — og tortíming milljónatuga af karlmönnum, konum og börnum í stríði. * I dag eru liðin 25 ár, síðan 9. nóv. 1918. Aftur dregur að hruni þýzka herveldisins og harðstj órnarinnar. A harmleikurinn frá 1918 aft- ur að endurtaka sig? Á að leiða enn hrikalegri hörmungar yfir börn núlifandi kynslóðar en hún hefur orðið að þola sjálf? Eða — á nú að ganga á milli bols og höfuðs á þýzku auðvaldi og afturhaldi, þannig að það risi aldrei upp aftur? Framtíð Evrópu, friður kom- andi kynslóða í Norðurálfu heims, er undir því kominn að nú verði notað það tækifæri, er sleppt var 1918, — að nú verði stóriðja Þýzkalands þjóð- nýtt, góssum junkaranna út- hlutað til kotbænda, embœttis- lýður nazista útþurrkaður og öruggur lýðræðisher skapaður í Þýzkalandi í stað fasistahers Hitlers. Þetta verður aðeins gert með byltingu alþýðunnar í Þýzka- landi, framkæmd sósíalismans í Þýzkalandi, sem nú er höfuð- ból harðstjórnar og villi- mennsku í heiminum. aða af öllum mannlegum eig- indum, fagnaðarboðskap hins nakta ofbeldis, sem hefur.iafn- vel losað sig við síðustu tætlur venjulegrar hræsni. „Hugsjón- ir“ fasismans eru manninum sem siðferðisveru og siðmenn- ingar framandi og óskiljanleg- ar. Sú algerða auðn sem þýzkir fasistar skilja eftir sig á flótt- anum úr Ráðstjórnarríkjunum er einsdæmi í sögu hernaðar. Dæmi um tilraunir til slíkrar eyðingar úr fyrri stríðum eru smáfelld í samanburði við þetta í Ráðstjórnarríkjunum virðast þeir stefna að einu marki, úr því þeim tókst ekki að sigra rauða herinn, og það er að nota hin fullkomnu skemmdartæki sín til þess að eyða sérhverju mannaverki í héruðunum það- an sem þeir verða að ílýja, og ef hægt væri, útslökkva einn- ig allt mannlíf. Hryðjuverk þeirra í Rússlandi taka jafnvel langt fram því versta, sem þeir hafa framið í öðrum löndum, meira að segja hryðjuverkum þeim sem þeir frömdu 1 Þýzka- landi sjálfu á valdatökuárum sínum. Vitaskuld hafa þessi verk ekkert hernaðargildi. Þessi grimmd er sprottin af van- kennd og minnimáttar, tilfinn- ingu þess að hafa beðið lægra hlut í viðureigninni við höfuð- andstæðinginn á vígvellinum, hafa látið rússnesku herstjórn- ina narra sig, þvæla sér út í hverja ófæruna annarri verri, eyðileggja allar áætlanir sínar. I gremjunni yfir óförunum skeyta þeir skapi sínu á varn- arlausum friðmönnum. En á verkum slíkum sem þessum má bezt sjá, hvílíkur mannkyns- óvinur hefur herjað á Rússland. Það er sagt að herkonungur einn til forna hafi látið berja hafið í bræði sinni, eftir að floti hans hafði týnzt í því. Þeir sem þekkja Ráðstjórnar- ríkin vissu frá upphafi hve hlægilegur skortur á skilningi stærðarhlutfalla-, á skyni rýmda það var, þegar þýzkir fasistar héldu að þeir gætu með hern- aði lagt undir sig þessa óra- víðáttu, sem hlýtur að gleypa sérhvern árásarher lifandi, drekkja honum í djúpum sín- um; það er sami vanskilningur- inn á stærðarhlutföllum, sem kemur fram í tilraun þeirra til að afmá rússneskt mannlíf með hryðjuverkum. Sá sem þekkir Rússland og víðáttu þess og hefur skynjað mannhaf þess, veit hvílík fjarstæða það er, að ætla að berja þetta haf til hlýðni eða ausa í bræði upp nokkrar skjólur úr flæði þess í von um að tæma það. Hvern- ig sem þýzkir fasistar láta, fá þeir ekki undirokað hin ójöfnu stærðarhlutföll sem ríkja milli þeirra sjálfra og Ráðstjórnar- lýðveldanna, og lýsa sér meðal annars í því, að nýliðaviðkoma árleg í þýzka fasistahernum, ef allt er samanreytt sem hægt er að leiða til slátrunar, er í hæsta lagi 400 þúsund menn þar sem normul nýliðaviðkoma rauða hersins á ári er fjórum sinnum meiri, eða 1 allt 1.600 þúsund menn. Af því leiðir að þýzka herstjórnin á austurvíg- stöðvunum verður að horfast í augu við þá staðreynd, að þýzki herinn, sem missti blóm- ann af hermönnum sínum á fyrstu misserum rússnesk-þýzka stríðsins, stendur andspænis sí- vaxandi her rússneskum, sem heldur áfram að aukast að bol- magni í sama mæli og kraftar þýzka fasistahersin§ réna; en hlutverk hans var fyrst og fremst miðað við leifturstríð þar sem allar stríðsáætlanir Ráðstjórnarríkjanna voru mið- aðar við þolstríð. Engar aðgerð- ir fasista, jafnvel ekki barna- morð, geta bægt frá þeim þeirri óbónþægnu staðreynd, að stepp- ur Austurevrópu verða grafir þýzku þjóðarinnar. Meiri hluta ungra þýzkra karlmanna. mun ofur einfaldlega verða tortímt á þessum víðlendu flatneskjum; nokkrar milljónir þeirra hafa þegar borið þar beinin; en menn úr sunnanverðri og austan- verðri Evrópu eru fluttir millj- ónum saman til Þýzkalands nauðungarflutningi í staðinn. •Þeir eiga eftir að verða herrar Þýzkalands, þótt þeir séu þræl- ar þess nú. Ein mynd frá Rússlandi, sem kom í enskum myndablöðum nýlega, er mér sérstaklega minn- isstæð. Hún er svo vel tekin, að það skal mörg listaverk til að jafngilda henni. Ljósmyndarinn hefur heint tæki sínu mót vestri, í áttina til þorps, sem fasistarnir hafa lagt í rústir áður en þeir flúðu. Fremst í myndinni hægra meg- in eru leifarnar af tröllaukinni þýzkri fallbyssu, og stefnir hlaupið í austur, gegnt ljós- myndaranum. Þetta ægilega málmferlíki stendur nú hallt á grunni sínum, sundurtætt eftir skothríð rauða hersins, aðeins gínandi hlaupið er heilt og veit í áttina inn í Rússland. En vinstra megin í forgrunninum, úr austri, í áttina þangað sem fallbyssuhlaupið snýr, sést aft- an á fjórar persónur, sem stefna inn í þorpið í kjölfar hins sig- ursæla rauða hers, — heim til sín. Þau ganga fram hjá óskað- vænu líkinu af hinu þýzka stál- skrýmsli, sem Hit'ler hafði sent til höfuðs þeim: tvær konur og tveir smásveinar, öll berfætt, með föggur sínar í böggli í hendinni. Annar drengurinn gengur dálítið á undan, eftir- væntingarfullur framvörður þessa litla regíments, hinn á milli kvennanna, og það má lesa vonina og kvíðann út úr sporinu sem hann er að stíga. Reynslan og alvaran er saman- dregin 1 baksvip hans með þeim átakanlega einfaldleik, sem aðeins barn getur tjáð. Og þó, það eru ekki til æðrur í hreyfingu þessara auðmjúku friðmanna, trúnaðartraustið er inntak þessarar myndar. Hús Framh. á 4. síðu. eftir ________ HALLDÓR KILJAN LAXNESS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.