Þjóðviljinn - 10.11.1943, Page 1

Þjóðviljinn - 10.11.1943, Page 1
8. árgangur. Miðvikudagur 10. nóv. 1943. 253. tölublað. EDUARDBENES forseti Tékkoslovakíu hef- ur ritað mjög athyglisverða grein um afstöðu Sovét- ríkjanna til grannríkjanna. Þjóðviljinn birtir grein þessa 1 dag á 3. síðu. a Wínston ChurchíU: i ii M1944 Merkastí atburdur ársíns sókn rauða hcrs- íns frá Volgu vesfur yfír Dnepr Fjárlðgín kotnín fil þríðju umræðu Etlept ié íil sli!!ilaDDa aé Eiíiaaap iaaélfaaaiaai Atkvæðagreiðsla fór fram um fjárlögin í gær til þriðju um- ræðu, en í sambandi við þriðju umræðuna verða eldhúsumræð- ur. Breytingartillögur sósíalista við fjárlagafrumvarpið, voru nær allar felldar, þar á meðal 4 milljónir til eflingar landbún- aðinum og 10 milljónir til bygginga fiskiskipa. Svo framarlega sem hinar sameinuðu þjóðir gera ekki alvarleg herstjórnarglappaskot, er ástæða til að ætla að Evrópustyrjöldin nái hámarki á árinu 1944, sagði Winston Churchill í ræðu er hann hélt í gær. Churchill rakti þá miklu sigra er unnizt hefðu á umliðnu ári, og taldi merkasta atburð ársins sókn rauða hersins frá Volgu vestur yfir Dnéprfljót. Rússar hefðu á þessu ári veitt þýzka hernum það sár er vel gæti reynzt banvænt. Lofaði Churchill mjög hreysti, herstjórn og vísindi Rússa, er gert hefðu þessa miklu sigra mögulega. de Gaulle forseti frönsku þjóðfrelsis- nefndarinnar Giraud á ekki lengur sæti i nefndinni Franska þjóðfrelsisnefndin hefur verið endurskipulögð, og er de Gaulle nú forseti hennar. Eiga 17 menn nú sœti í nefnd- inni og var fjölgað um 8. Eru það fulltrúar pólitískra flokka og hreyfinga heima í Frakk- landi. Giraud á ekki lengur sæti í nefndinni, en er áfram yfirfor- ingi franska hersins. Bretar og Bandaríkjamenn hafa fullan hug á að láta sitt ekki eftir liggja, sagði Churc- hill, og nú eftir Moskvaráð- stefnuna væri mjög breytt um hugarfar Rússa í garð þeirra; Rússar muni nú treysta því að Bretar og Bandaríkjamenn vilji ekki einungis berjast trú- lega við hlið þeirra þar til sig- ur sé fenginn í styrjöldinni, heldur vinna einnig með þeim í bróðurlegri samvinnu að við- reisnarstarfinu. Churchill lagði áherzlu á að herir Bretlands og Bandaríkj- anna yrðu á næsta ári að heyja fórnfrekari orustur en nokkru sinni fyrr, en þeir mundu ganga að því vitandi vits og hiklaust vegna skilnings á því mikla hlutverki er þeir yrðu að gegna. II oesíop ai Hieii Hardír bardagar víð Ncvcl og á Krím Rauði herinn hefur stækkað yfirráðasvæði sitt á Kíeff- vígstöðvunum og eru sovéthersveitir nú komnar 100 km. suð- vestur af borginni. Sækja Rússar einnig til vesturs og norðvesturs frá Kíeff og verður vel ágengt. Öflugar sovéthersveitir sækja suður með Dnéprfljóti, að vestan. Vestur og norðvestur af Nev- el hafa Rússar tekið marga bæi og þorp, og halda áfram harð- ir bardagar á þeim slóðum. Á Krím vinnur rauði herinn að því að treysta stöðvar sín- ar á Kertsskaga. Þjóðverjar skýra frá harðnandi árásum Rússa á stöðvar Þjóðverjar á Perekopeiði. Þýzte stöd á cyfu við Grænland Bandaríkjamenn hafa eyði- lagt þýzka veðurathugana- og sendistöð á eyju við austur- strönd Grœnlands, að því er Knox, bandaríski flotamálaráð- herrann skýrir frá. Knox lét ósagt hvenær stöð- in hefði verið eyðilögð, en sagði að Þjóðverjar hefðu sýnilega búið um sig til langdvalar. NihiMar Þjóðviljinn getur að þessu sinni ekki skýrt frá afgreiðslu einstakra tillagna að undan- skildum þeim tveim er að fram- an getur. Afturhaldsöfl borg- araflokkanna þriggja, samein- uðust um að drepa allar hinar stærri tillögur til atvinnuveg- anna og menningarmála. Sér- staka athygli vakti þátttaka al- þýðuflokksmanna flestra 1 at- kvæðagreiðslunni, þeir gengu víðast jafn langt, og víða lengra í afturhaldsátt, en þeir aftur- haldssömustu í Framsóknar- flokknum og Sjálfstæðisflokkn- um. Menningarsjóður blaðamanna fær 10 þús. kr. styrk Tillaga Sigfúsar Sigurhjart arsonar, Jakobs Möllers og Bjarna Ásgeirssonar um að veita menningarsjóði Blaða- mannafélagsins 10 þús. kr. styrk á fjárlögum 1944 var samþykkt við aðra umræðu fjárlaganna 1 gær. DO Fyrstu tiilögur alþýðutryggingarnefndar lagöar fyrir alþingi Milliþinganefnd í heilbrigðis- og félagsmálum lagði fram í gær, í efri deild Alþingis, frumvarp til laga um breytingar á I.—III. kafla laga um alþýðutryggingar. Nefndin heldur áfram störfum, og er þetta ekki nema fyrri hluti af álitsgerð hennar. Seinni hlutinn mun væntanlega verða lagður fram á næsta þingi, og verður hann um elli- og örorku- og atvinnuleysistryggingar. Frumvarp þetta er samið af milliþinganefnd, er falið var að endurskoða alþýðutryggingalög- in. Nefndarmenn hafa óbundin atkvæði um einstök atriði írv. Nefndin var skipuð af fyrrv. félagsmálaráðherra Jóhanni Sæ mundssyni, í marzmánuði 1943. Eiga þessir menn sæti í nefnd inni: Haraldur Guðmundss. al- þm. (form.), Brynjólfur Bjarna- son alþm., Kristinn Björnsson læknir, Brynjólfur Stefánsson forstjóri, Eggert P. Briem for- stjóri og Jens Hólmgeirss. skrif- stofustjóri. Einn nefndarmanna gat ekki tekið þátt í störfum nefndar- innar, Eggert P. Briem. Til alþýðutrygginga teljast samkv. lögum þessum: Slysa- tryggingar, sjúkratryggingar, elli- og örorkutryggingar og at- vinnuleysistryggingar. Verkefni nefndarinar var 1 fyrsta lagi það að reyna að bæta úr göllum þeim á lögunum, sem kunna að hafa komið í ljós við fram- kvæind þeirra, og í öðru lagi. að gera þær breytingar á lög- Erarnö. a 4. síðu. 44 þjóðir aðilar aJ hjálpar- og viðreisnprsáttmála Fulltrúar 44 þjóða undirrit- uðu í gær í Washington sátt- mála um samstarf að hjálpar- og viðreisnarstarfi að striðinu loknu. Fór athöfnin fram í Hvíta húsinu og flutti Roosevelt for- seti ræðu, þar sem hann lagði áherzlu á að hinar sameinuðu þjóðir muni vinna saman að mannúðar- og friðarmálum engu síður en hernaðarmálum. Engar frekari 1 aðgerðir í Ránarmálinu Atvinnu- og samgöngu- málaráðuneytið hefur sent Þjóðviljanum útdrátt úr rannsókn í Ránarmálinu. Er þar komizt að þeirri niðurstöðu að skipaeftirlits- menn og aðrir er hlut eiga að máli j,hafi rækt störf sín eins og af þeim verði krafizt“ og að atvinnumálaráðuneytið „sjái eigi ástæðu til að fyrir- skipa frekari aðgerðir í máli þessu“. Þjóðviljinn mun skýra nán ar frá áliti rannsóknarnefnd- árinnar á morgun.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.