Þjóðviljinn - 11.11.1943, Side 1

Þjóðviljinn - 11.11.1943, Side 1
8. árgangur. Fimmtudagur 11. nóv. 1943. 254. tölublað. í viðtali «r Þjóðviljinn birtir í dag skýrir BRYNJÓLFUR BJARNASON frá breytingunum á alþýðu- tryggingarlögunum sem milliþinganefndin leggur til að gerðar verði. BæiroíF fá Itinilt á toliiniinlihásiiin Framsókn o g Sjálfstæðismenn sameinast um að svipta bæina valdi til að veita kvikmyndaleyfí Htlögnr kvikmyndahússeigandans Garðars Þorsteins- sonar samþykktar Frumvarpið um rekstur kvikmyndahúsa var afgreitt til þriðju umræðu í neðri deild í gær. Tillögur meirihluta alls- herjarnefndar, um að fella niður heimildina til handa bæjar- og sveitarfélögum um að taka kvikmyndahúsin eignanámi, var samþykkt, ennfremur tillaga sama meirihluta, um að svipta bæjarfélögin heimild til að veita leyfi til reksturs kvik- myndahúsa og fá það ríkisstjóminni. Kvikmyndahússeigandinn Garðar Þorsteinsson er formað- og sveitarfélögum um að taka kvikmyndahúsinu eignarnámi, tillögur sem samþykktar voru. Jörundur Brynjólfsson var mál- pípa Garðars við aðra umræðu í neðri deild. Garðar var svo lítillátur að láta sér nægja að tala máli kvikmyndahússeig- enda við fyrstu umræðu og í nefndinni. lylBja Hðzía . UIGllBB a Reykvíkingar hafa fylgt þessu máli með miklum áhuga. Sú skoðun er nú orðin mjög út- breidd meðal þeirra, að kvik- myndahúsin eigi ekki að vera í einkarekstri, heldur eigi bæj- ar- og sveitafélögin að reka þau eða félög og stofnanir, sem vinna að almenningsheill. Þetta sjónarmið Reykvíkinga gat af eðlilegum ástæðum ekki sam- rýmst sjónarmiðum Garðars Þorsteinssonar, enda lagðist flokkur hans, á þingi, Sjálf- stæðisflokkurinn, fast gegn því, og með honum stóð Framsókn- arflokkurinn að undanskildum Páli Zophaniassyni. En þessir herrar létu sér ekki nægja að fella þetta áhugamál Reykvík- inga, heldur vilja þeir svipta bæina þeirri heimild, sem þeir hafa fengið í lögreglusamþykkt um sínum til að veita leyfi til kvikmyndahúsreksturs, og fá það vald ríkisstjórninni í hend- ur. Ekkert verður fullyrt um hvort þeir Garðarsmenn koma þessu frumvarpi gegnum þing- ið. en viljann hafa þeir sýnt. Þessir þingmenn greiddu at- kvæði með Garðarstillögunni. J. Brynj., Bj. Ásg., Eyst. J., G. Þorst., G. Sv„ G. Th„ Bj. Fr. Bj., Ing. J., Jak. M., Jóh. Jós., Jón P„ J. Sig., Ól. Th„ P. Þorst., P. Ott„ Sig. Bj„ Sig. E. Hl„ Sig. Kr„ Sig. Þ„ Sk. Guðm„ og 'Sv. H. En þessir vildu samþykkja frumvarpið eins og bað var flutt samkvæmt áskorun bæjar- stjórnar Reykjavíkur. Áki Jak„ Ásg. Ásg„ B. Guðm., Ein. 0„ Emil J„ F. Jónss., L. Jós„ Páll Z., Sigf. Sighj., Sig. G„ Sig. Th„ St. Jóh.. St. og Þ. Guðm. Bandamenn skipa nefnd til eftirlits með ítölsku stjórn- inni Eisenhower yfirhershöfðingi tilkynnir, að stofnuð hafi verið eftirlitsnefnd til að starfa víð hlið ítölsku stjórnarinnar. Er hún skipuð fulltrúum Banda- manna og mun hún starfa sam- kvæmt ákvörðunum þeim, sem teknar voru í Moskva. Hlutverk nefndarinnar er fyrst og fremst að hafa gát á, að ítalir einbeiti öllum kröftum í þágu stríðsins. Ætlast er til að ítalir taki smám saman við af AMGOT undir eftirliti nefnd- arinnar. Raudí herínn hefur tekid meíra en 60 beeí og þorp á þessum vígstödvum Rauði herinn sækir látlaust frá Kieff. Hafa allar tilraunir Þjóðverja til að nema staðar á undanhaldinu reynzt árangurslausar. Rauði herinn hefur tekið yfir 60 bæi og þorp á þessum vígsttöðvum, þ. á. m. bæina ívankoff og Grebenskí. Ákafar skriðdrekaorustur geisa suðvestur af Kieff Rússar eru komnir um 80 km. norður • af Kieff, um 80 km. til vesturs, sem er um hálf leið til Sítonír, 65 km. til suðurs og 50 km. til suðvesturs meðfram Dnéprfljóti, og eru þeir þar í um 50 km. fjarlægð frá brúar- sporði, sem Rússar hafa haldið þar alllengi á móts við borgina Perejaslavl. Snjókrap þekur nú alla vegi á þessum vígstöðvum og tefur það bæði sókn Rússa og undan- hald Þjóðverja. Þjóðverjar kvarta nú undan „vondu veðri“ þarna, en sú klausa er annars fastur liður í þýzkum fréttum þegar illa gengur. Skömmu áður en Þjóðverjar voru reknir út úr Kieff hófu þeir að vanda skipulögð rán og eyðileggingar auk þess sem þeir söfnuðu saman öllu vinnufæru fólki til brottflutnings vestur á bóginn. Borgarbúar földu sig á hinum ólíklegustu stöðum, en nazistar leituðu með þýzkri ná- kvæmni. Sem betur fór tók rauði herinn borgina svo skyndi lega, að eyðileggingarsveitun- de Gaulle skýrlir frá hlutverkí Þíóðfrelsísnefndarínnar Þáttur kommúnista í frelsisbaráttu Frakka „afar mikilvægur“ de Gaulle ræddi við blaðamenn í gær, og sagði að mark- mið frönsku þjóðfrelsisnefndarinnar sé fyrst og fremst að frelsa Frakkland úr höndum Þjóðverja, endurreisa franska lýð- veldið á grundvelli lýðræðis og þjóðfélagslegrar endurskipu- lagningar. Fyrst um sinn væri þó aðeins um eitt að ræða, nefni- lega að heyja styrjöld af alefli. Þíóðvflíasöfnunín komín yfítr 60 þilsund krónur Söfnunin fyrir stækkun Þjóðviljans nemur nú kr. 57 326,11 í peningum og kr. 2 940.00 í styrktarloforðum í 6 mánuði, eða samtals kr. 60 266.11. Söfnunin á einstökum stöðum er sem hér segir: Reykjavík ..................... 51 659,11 Siglufjörður .................. 1200,00 Akureyri ...................... 1000,00 Selfoss ....................... 1000,00 Vestmannaeyjar ................ 1000,00 Hafnarfjörður .................. 810,00 Fáskrúðsfjörður ................ 280,00 Tálknafjörður .................. 200,00 Raufarhöfn ..................... 127,00 Vopnafjörður .................... 60,00 Samtals kr. 57 326,11 Það er sýniiega að komast skriður á söfnunina, og er nú um að gera að láta skriðinn aukast daglega. Tekið er á móti söfnunarfé á skrifstofu Sósialistaflokksins Skólavörðustíg 19, kl. 1—7. Hann kvað engum vafa bund- ið að þjóðfrelsisn. hefði hlot- ið viðurkenningu frönsku þjóð- arinnar. Einn blaðamannanna spurði de Gaulle um samvinnu- horfur kommúnista og nefndar- innar. Sagði hann kommúnista i Frakklandi berjast á móti Þjóð- verjum með glæsilegum hetju- skap og fórnfýsi. Væri þáttur þeirra í baráttunni afar mik- ilvægur. Kvaðst hann vonast til að a. m. k. einn kommúnisti fengi innan skamms sæti í frönsku þjóðfrelsisnefndinni. de Gaulle kvað það einróma samþykkt af nefndinni, að Petain og félagar hans yrðu dregnir fyrir lög og dóm. I bláðinu í gær var sagt frá breytingum þeim, sem nýlega urðu á skipun þjóðfrelsisnefnd- arinnar í Alsír. Nú hafa borizt fréttir um orsakir þessara breyt inga. Fulltrúar þeir, sem eru nýkomnir frá Frakklandi, höfðu um gafst ekki timi til að ljúka verki sínu. Þó voru þær búnar að eyðileggja öll menningar- verðmæti svo sem háskólann og almenningsbókasafnið. — Endurreisn er nú hafin af al- efli. Romain Rolland látinn? Nazistar höfðu flutt hann í fangabúðir Romain Rolland Franski rithöfundurinn Rom- ain Rolland lézt 19. okt. s. I., 75 ára að aldri, að því er þýzka fréttastofan skýrir frá. Áður hafði borizt fregn um að naz- istar hafi látið flytja Rolland i fangabúðir. Fregnin um lát hans hefur ekki verið staðfest af öðrum heimildum. Rolland fékk bókmennta- verðlaun Nóbels árið 1916 fyrir hið mikla skáldrit „Jean Christ- ophe“. I heimsstyrjöldinni fyrri var Romain Rolland fremstur í flokki friðarsinna, en á seinni árum gerðist hann eindreginn talsmaður baráttu gegn fasism- anum. látið í ljós mikla óánægju með þá afstöðu Girauds að vilja ekki samþykkja að Petain marskálk- ur væri landráðamaður og eins, að Giraud væri tregur til að setja Vichy-sinnaða embættis- menn af.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.