Þjóðviljinn - 13.11.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.11.1943, Blaðsíða 3
Laugardagur 13, nóvember 1943, ÞJOöVILoINjSÍ 3 Kbðmnu Útgefandi t Sa> tiningarflokker aiþýSn - - Só>.-iiMaflokknrinn flitttjérar i Einar Oigeirraon Sigfúa Sigurhjartaraon (áb.) ^itatjárn: Garðaatrœti 17 — Vtkingaprent Simi 2270- Afgxeið—j og auglýamgaskrif— stoía Skólavörðustíg 19, sími 2184. Víkingsprent, h.f. Garðastr. 17. Hverju er það að kenna? Morgunblaðið kvartar yfir vinnubrögðum í þinginu, út af því að spillt sé fyrir rafmagns- veitu Keflavíkur með því að bæta öllu mögulegu og ómögu- legu aftan í tillöguna. Eins og kunnugt er, þá er þetta siður — eða réttara sagt ósiður — í þinginu. Komi einn þingmaður með tillögu um veg- arspotta — og þá venjulega í sínu kjördæmi, — þá koma flestallir aðrir með tillögu um vegaspotta í sínum kjördæm- um. Sama máli gildir, ef ákveða á stað fyrir síldarbræðslu. Allir þingmenn, sem kjördæmi eiga norðanlands eða á Ströndum eru þegar í stað komnir fram með tillögu um síldarbræðslu í þeim, — ekki út frá því sjón- armiði hvar það sé heppilegast að slíkar síldarbræðslur séu vegna náttúrlegra skilyrða, heldur út frá því sjónarmiði að geta næst komið fram fyrir háttvirta kjósendur með ofur- lítið blóm í hnappagatinu: Sjá- ið þið, ég útvegaði ykkur síld- arbræðslu — á pappírnum — handa héraðinu. Og svona gengur það með raforkuveitur, og hvaða önnur þjóðþrifa fyrirtæki sem er. Þing ið lendir í einni „bendu“, skammarlegri flækju í svona málum og fjöldi góðra mála kafnar í þeirri flækju. * En hverju er þetta að kenna? Hver er orsökin að þessu fram ferði, hver er sú undirrót þess- ara spilltu vinnubragða, sem uppræta verður, ef vel á að vera? Undirrótin er kjördæmaskipt- ingin, það ófremdarástand að hafa um 20 ein- og tvímennings- kjördæmi í landinu í stað þess að hafa landið eitt kjördæmi eða í hæsta la^i 5—6. Kjördæmaskiptingin veldur þvi að hver otar sínum tota, — að menn hugsa í hreppum og sýslum, en ekki um land og þjóð. Það verður tilvinnandi verk fyrir Alþingi að skipuleggja svo framfarir landsmanna á sviði atvinnulífsins (t. d. byggingu nýrra verksmiðja, rafveitna, hafnargerða o. s. frv.) að vit sé í frá sjónarmiði þjóðarheildar- innar, ef fulltrúarnir á Alþingi eru ekki kosnir af þjóðinni sem heild og ábyrgir fyrir henni allri, heldur aðeins af smásýsl- í irlilít nfös sfsfallsta er Fyrir áeggjan alls þorra á- skrifenda Þjóðviljans og allra sósíalista yfirleitt var ákveðið af blaðstjórninni fyrir tveim mánuðum að stækka hann um helming. En til þess að slíkt væri hægt, þurfti aðeins að safna 150.000 kr. Söfnunarlist- um var útbýtt og starfið var hafið með ótakmörkuðum skiln- ingi á þýðingu þess. Allir við- urkenna, þrátt fyrir hina dag- legu gagnrýni á öllu blaða- slúðri, að það séu fyrst og fremst blöðin sem stjórna hugs- unarhætti fólksins, og fyrir al- þýðu hvers lands er það að hafa gott og útbreitt málgagn nokk- urnveginn það sama og hafa fólkið með sér. Fyrir hástéttina kostar það aftur á móti hinn mesta glund- roða, barátta okkar fyrir bætt- um lífskjörum, sem alltaf hafa ætlað hana lifandi að drepa, eignast meiri sigurmöguleika { eftir því sem þeir eru fleiri sem á dyrnar berja. ! Allur hinn dásamlegi smíða- skapur yfirstéttarinnar á skött- um tollum og þrælalögum, álp- ast þá einhvernveginn svo bjálfalega út úr höndunum á henni, þessir hagleiksmenn sem allt leikur í höndunum á botna nú ekki lengur neitt í sínum dæmalausa klaufaskap. Mæddir | á svip og skilningssljóum aug- i um horfa þeir þá á hvern nagl- ann á fætur öðrum kengbogna 1 höndum sér. Og ekki nóg með > það, allt mútukerfið uppbyggt með sínum töfrandi tónum, þar sem hver lýgur annan fullan. og hver selur sjálfan sig, auð- vitað á mjög misjöfnu verði, eftir því hve góð innréttingin er, hverfur eins og vel til bú- inn rjómaís ofan í sælkerann. Svona dásamleg er stækkun Þjóðviljans. Það vantar heldur ekki að við skiljum þetta. í stórhópum höfum við tekið söfnunarlista og margur hefur staðið sig með prýði, en svo eru líka svörin hjá alltof mörgum sem ég hef talað við, eitthvað á þessa leið: Eg hef ekki safnað neinu ennþá, ég þekki mann vestur í bæ sem mundi láta mig hafa eitthvað, en næ bara aidrei í hann! Vegna tímaskorts hef ég engu safnað en vísa öðrum til kunningja míns! Tilkynni, kæri félagi: Hef þegar náð í fimmtíu kall! Svo mörg eru þau orð í guðs heilaga nafni, amen. um og skoða sig aðeins ábyrga gagnvart kjósendahópnum þar. Morgunblaðið ætti því að skyggnast dýpra én bara skamma Alþingi fyrir afgreiðslu mála. Það ætti að segja Sjálf- stæðisflokknum hvað gera þarf til þess að breyta þessu. Þjóðviljanum hafa borizt margar fyrirspumir um það hver það sé, sem safnað hafi 7000 kr. í Þjóðviljasöfnunina og inn þær dularfullu aðferðir, sem sá maður hljóti að kunna. Það er Einar Andrésson verzlunarmaður sem nú, eins og svo oft áður, slær met í söfnun, og í þessari grein segir hann á sinn gamansama hátt frá þeim „dularfullu aðferðum“ sem hann beitir til að vinna stórsigra eins og þennan söfnunarárangur. Það eru ekki stóryrði í þess- um blátt áfram og látlausu til- svörum, en þau eru hræðileg vegna vesaldóms þess og aum- ingjaskapar sem í þeim felst og þau eru ófyrirgefanleg af vörum sósíalistá þegar Þjóðvilj- inn á í hlut. Eins og flestum er kunnugt er nú öldin önnu: en þegar Gaukur bjó á Stöng. Allt það bezta og fegursta sem maðurinn sér og þráir er að einhverju leyti tengt við sósíalisma, svo það er ekki nema mannlegur breyzkleiki þó okkur langi til að kela við hann, svona töfr- andi fallegan og aðlaðandi sem hann er Nú er því ekki að leyna að við höfum gaman að keliríi. En við framkvæmum ekki sósíal- isma á svo einfaldan og skemmtilegan hátt. Til þess að framkvæma sósíalisma þarf fyrst og fremst ósérplægt starf, og um fram allt má því ekki gleyma, að gera fyrst kröfuna heima. Stærsta skrefið sem við stígum í dag yfir til hans er stækkun Þjóðviljans. Hverjar eru svo fórnirnar sem við þurfum að færa, eigum við kannski að stíga upp í flug- vél hlaðna sprengjum í von og óvon hvort við verðum skot- in niður, eða máske við séum á leið til skotgrafarinnar með byssu í hönd? Enga bölvaða vitleysu hér, svo alvarlegt er það ekki. Allt og sumt sem við þurfum að gera er að ganga til kunningjanna, segja þeim frá stækkuninni og taka á móti peningunum. Til þess arna þurfum við að fórna nokkrum kvöldum í skemmtilega heim- sókn. Ef við erum ekki ánægð með árangurinn af því starfi, þá er til sá möguleiki að taka sér frí einn dag frá vinnu. Bræður og systur! Man nú enginn lengur hina gömlu daga, þegar við höfðum aðeins 100 daga vinnu á ári? Haldið ekki að við myndum einhvernveginn draga fram lífið þó við ynnum ekki nema 364. Aðeins þetta þurfum við að gera, og Þjóðviljinn verður átta síður. Það er engin hætta á ferðum, líflátsdómur er eng- inn til í íslenzkum lögum, hér er það mál-, rit-, hugsana-, athafnar-, skoðunar-, trúar- og prentfrelsi sem ríkjum ræður. Stjórnarskráin okkar lætur ekki að sér hæða, fremur en sá er í himnum býr. Annað mál er það, að ennþá tíðkast hér kinnhestur eins og á dögum Hallgerðar, en það hrist- ir enginn marga slíka úr ermi sér nú á dögum, þegar hver ein- stakur kostar minnst fimmtíu kall. Ef einhver lenti í svo ó- líklegum ævintýrum, þá væri sá hinn sami ekki lengur með auðan lista. Sem sagt, félagar, við höfum enga afsökun fyrir hvað hægt gengur nema okkar eigin leti. Það eru engin takmörk fyrir því hvað hægt er að gera og það eru heldur engin takmörk fyrir því hvað við getum gert. í þúsunda tali frá yztu nesj- um til innstu dala bíða menn eftir heimsóknum okkar, ánægð ir með tilveruna og sjálfa sig, eftir að hafa lagt góðu málefni lið sitt, en þrátt fyrir þetta er söfnunin aðeins hálfnuð, svona handarbakavinna, geng- ur ekki lengur. Einn, tveir, þrír, út í starfið, áfrám gakk, látum nú hendur standa fram úr erm- um og Ijúkum söfnuninni næsta IV2 mánuði Blaðið verður stækk að og þá getum við einbeitt kröftum okkar að áskriftarsöfn- uninni. í orðabók góðs sósíalista er orðið starfsleysi ekki til. Einar Andrésson. Sðfnun til blindra- vinnustofu á Akureyri Blindravinafél. íslands gekkst fyrir merkjasölu á Akureyri sunnud. 31. október s. I. til á- góöa fyrir vœntanlega vinnu- stofu blindra á Akureyri. Akur eyrarbúar tóku merkjasölunni með ágætum. og söfnuðust þar í bœnum kr. 2800,00. Nauðsyn þess að stofnsetja vinnustofu fyrir blinda norð- anlands er augljóst hverjum hugsandi manni og þarf það mál ekki útskýringar við. Ak- ureyringar hafa með hinum góðu undirtektum sýnt það, að þeir sýna þessu máli engu síðri skilning en Reykvíkingar. Ennþá eigum við langt í land að blindramálin hér komist í það horf að viðunanlegt sé, svo hægt sé að veita blindum hér á landi sambærileg kjör við þau, sem blindir njóta í öðrum löndum. Þetta er forystumönnum Blindravinafélags íslands Ijóst Aðalfundar Ægís liinningarsjóður Páis Erlingssonar Aðalfundur Sundfélagsius Ægis var haldinn 5. þ. m. í byrjun fundarins voru sýndar skuggamyndir frá ferðalagi fé- lagsins norður í Skagafjörð í sumar. í stjórn voru kosnir: Þórður Guðmundsson, form.; Theodór Guðmundsson, Ingibergur Sveinsson og Guðmundur Jóns- son, sem var kosinn í stað Jóns D. Jónssonar, sem baðst undan endurkosningu vegna annríkis. Fyrir í stjórninni voru: Magnús Pálsson, Jón Ingimarsson og Hjörtur Sigurðsson. Ákveðið var að félagið geng- ist fyrir stofnun minningarsjóðs um Pál heitinn Erlingsson sund kennara. Innan skamms verð- ur samin skipulagsskrá fyrir sjóðinn og þá hafizt handa um fjársöfnun. Tillaga frá Jóni D. Jónssyni og Eiríki Magnússyni, var sam- þykkt um það að fela félags- stjórninni að vinna að stofnun sundsambands. Ffá Norðfirði 7. nóv. minnst. Ilíkið athafnalif á Norðfirði Sósíalistafélag Neskaup- staðar minntist 7 nóvember með skemmtisamkomu og kaffi- drykkju. Sigdór Brekkan setti sam- komuna en Jóhannes Stefáns- son og Bjarni Þórðarson fluttu ræður. Valdemar Eyjólfsson annaðist útvarpsþátt, sem hann samdi sjálfur, Kristján Imsland söng gamanvísur eftir Guð- mund Magnússon og síðan var leikið smáleikrit. Undir borð- um var mikið sungið. Að lok- um var stiginn dans fram eftir nóttu. Flestir bátar eru hættir róðr- um, en afli hefur verið ágætur á stærri báta. Hefur aflahæsti bátur 1300 skippund með Horna f jarðarvertíðinni. Sundlaugin starfar hér enn og sóttu hana frá byrjun í 3 mánuði rúmlega tíu þúsund baðgestir. Ovenjumikið er um byggingarframkvæmdir hér í haust. Þrjú námskeið fyrir sjómenn standa hér yfir með alls um 65 nemendum, eru það stýrimanna vélstjóra og matsveinanámskeið og mun félagið ekki linna bar áttunni fyrir hagsmunamálum blindra "fyrr en risið er af grunni myndarlegt dvalarheim- ili í Reykjavík með vinnustof um á sama stað og smærri deildir í öðrum kaupstöðum landsins, þar sem því verður við komið og haganlegast þykir. Því verður ekki neitað, að það er þjóðfélagsleg skylda, að bæta blindu fólki upp þann að- FrcjnWd á 4. síou. \

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.