Þjóðviljinn - 13.11.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.11.1943, Blaðsíða 4
ÁRMENNINGAR! Stúlkur — Piltar! Stjálfboðavinna í Jósepsdal um helg- ina. Farið frá íþróttahúsinu í dag kl. 4 og kl. 8, einnig í fyrramálið kl. 8. Hafið með hamra og sagir. Uppl. í síma 3339 kl. 12^—2. í dag. Útvarpið í dag: 20.30 Útvarpstríóið: Einleikur og tríó. 20.45 Leikrit: „Kraftaverk hins heil- aga Antóníusar“, eftir Maeter- linck (Brynjólfur Jóhannesson, Gunnþórunn Halldórsdóttir, Þorsteinn Ö. Stephensen, Har- aldur Bjömsson, Ævar R. Kvaran, Alfred Andrésson, Valdemar Helgason, Gestur Pálsson, Vilhelm Norðfjörð. — Leikstj.: Brynjólfur Jóhannes- son). Hjónaband. í dag verða gefin saman í hjónaband ungfrú Sigríður Eiríksdóttir, Hverfisg. 90 og Þórður Vigfússon. Heimili ungu hjónanna verður á Hverfisg. 90. Leikfélag Reykjavíkur hefur tvær sýningar á morgun. Kl. 3.30 er sýning á Lénharði fógeta, en kl. 8 er sýning á hinu nýja leikriti Ég hef komið hér áður. — Agöngumiða- sala hefst í dag. Grafarholt mefið á 254 853 kr. Lágafell og Varmá á 487 768 @1^> NÝJA Bté Leyst úr læðingi („Now Voyager11) Stórmynd með: BETTE DAVIS PAUL HENREID. Sýnd kl. 6.30 og 9 ÓÐUR HJARÐMANNSINS Carolina Moon Cowboy söngvamynd með: CENE AUTRY. Sala aðgm. hefst kl. 11 f.h. BSÞ TJAJBNABSSðÓ TIMBERLAKE- FJÖLSKYLDAN (In This Our Life). BETTE DAVIS OLIVIA de HAVILLAND GEORGE BRENT DENNIS MORGAN Sýnd kl. 7 og 9 I EG GIFTIST GALDRAKIND (I Married a Witch) Bráðskemmtileg gaman- mynd eftir sögu Thorne Smiths (höfundar Slæðings). FREDRIC MARCH VERONICA LAKE Sýnd kl. 3 og 5. IÆIKFÉLAG REYKJAVÍKUR. „LÉNHARÐUR FÓGETP Sýning á morgnn kl. 3.30. Aðgöngumiðasala hefst kl. 3 í dag. Lokið hefur verið mati á landi Grafarholts, sem bærinn hefur fengið eignarnámsheimild fyrir. Var Grafarholt metið á 254 853 kr. Þá hafa og verið metin hús og lönd að Lágafelli og Varmá, sem ráðgert er að Mosfellshrepp ur kaupi af Reykjavíkurbæ á 487 768 kr. Pálmi Einarsson, ráðunautur og Einar Ásmundsson lögfræð- inur framkvæmdu matið. Þvi mun verða áfrýjað. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR „Ég hef komið hér áður“ Sýning annað kvöld kl. 8 Aðgöngumiðasala hefst kl. 4 í dag. Söfnun til bUndra. Magnesiumframleiðsla. Frá Alþingi. Rafveitumáli Keflavíkur stefnt í hættu með persónu legum metingi þingmanna. Fundur var í sameinuðu þingi í gær, og var aðeins eitt mál tekið fyrir: Heimild til handa ríkisstjórninni til að verja 1 millj. kr. til kaupa á efni í raf- veitu Keflavíkur. Meðferð þessa máls í þinginu var með dálítið einkennilegum hætti. Þegar tillagan var lögð fram af Ólafi Thors var búið að fá útflutningsleyfi á efninu til rafveitunnar, frá Ameríku, og ríkisstjórnin beið eftir heim- ild Alþingis til að festa kaup á því. Aftur á móti gat svo farið að útflutningsleyfið yrði aftur- kallað, ef dráttur hefði orðið á afgreiðslu málsins á Alþingi. En nú skeður það einkennilega, Guðmundur í. Guðmundsson og fleiri þingmenn sjá þarna tæki- færi til að auglýsa umhyggju sína fyrir öðrum sjávarþorpum og vilja bæta inn í tillögu Ólafs fleiri þorpum á Suðurnesjum og fyrir austan fjall. Myndaðist þarna spaugileg togstreita milli þingmanna, sem hefði getað leitt til þess að þetta nauðsynja mál Keflvíkinga dagaði uppi, ef sósíalistar hefðu ekki verið á- Framh. af 3. eíðu. stöðumun, sem það hefur til lífsbaráttunnar samanborið við þá, sem alheilir eru, með því að veita þeim möguleika til að nota krafta sína á þann hátt sem geta þeirra leyfir og hjálpa þeim til að lifa lífinu sem eðli- legast og við hæfileg skilyrði og það mun takast ef alþjóð vill, þá mun það takast að veita ljósgeislum inn í það myrkur, sem sjálf sólin megnar ekki að má í burt. Gjafir til Blindraheimilisins: Gefið til minningar um Guð- mund Einarsson kr. 100,00, Á- heit frá N. N. kr. 50,00, Gjöf frá M. S. kr. 10,00, Gjöf frá I. S. kr. 25,00. — Kærar þakkir. Blindravinafélag íslands Þorsteínn Bjarnason. kveðnir að láta málið ná fram að ganga. Þóttust Framsóknarmenn sum ir hverjir sýna alveg sérstakt göfuglyndi þegar þeir greiddu atkvæði með tillögunni. Eftir mikið þóf og nafnaköll var málið þó að lokum afgreitt. Breytingartillögur felldar með atkvæðum sósíalista og Sjálf- stæðismanna, en aðaltillagan samþykkt með samhlj. atkvæð- um. Framhald af 1. síðu öðrum málmum. Er það spá margra, að léttu málmarnir, alu minium og magnesium muni á næstu árum útrýma þungum málmum, svo sem járni og kop- ar, úr mörgum iðngreinum. Magnesiumframleiðsla hefur víða stóraukizt upp á síðkastið, enda er það mun þolnara, mið- að við þyngd, en aðrir málmar, sem til greina koma. Eru mestu líkur til þess, að þessi iðnaður eigi sér glæsilega framtíð. Þær framleiðsluaðferðir, sem vinna málminn úr sjávarvatni með aðstoð rafmagnsstraums, eru nú taldar líklegastar til frambúðar. Hráefni þau, sem til framleiðslunnar þarf, eru sjór, kalk, og eins og áður var sagt, rafmagn. Hér á landi eru, sem kunnugt er, óvenjugóð skilyrði til fram- leiðslu rafmagns; kalk er hér til víða við land í skeljasands- lögum, og um sjóinn þarf ekki að spyrja. Er því líklegt, að þessi iðnaður mundi henta vel íslenzkum staðháttum. Það virð ist því æskilegt, að aflað verði upplýsinga um nýjustu vinnslu- aðferðir á magnesium og mögu- leika fyrir því að öðru leyti, að slíkur iðnaður yrði tekinn upp hér.“ NINI ROLL ANKER: ELI OG ROAR „Eg hef oft séð Nansen á götu“. „Sá hefur líklega harða vöðva“, sagði drengurinn. Hann beygði handleggina. „Viltu finna vöðvana á mér?“ sagði hann. Elí tók utan 'um handlegg hans. „Já, þeir eru stinnir“, sagði hún. „Segðu mér eitthvað fleira“, sagði hann. Þá sagði hún honum frá því, þegar „Fram“ kom til Kristjaniu. „Mamma var þar og sá það. Hún sá, þegar litla skútan kom inn fjörðinn og þegar sjómennirnir á „Fram“ gengu á land. Þeir reru upp að bryggjunni og það rigndi yfir þá blómum. Það var sólskin og heiður himinn. Það safnaðist mikill mannfjöldi niður að höfninni og æpti fagnaðaróp. „Þar hefði ég viljað vera“, sagði drengurinn. Hún fékk hann ekki til að hátta fyrr en klukkan tíu. Svo gekk hún inn í herbergið þar sem hann svaf, til að bjóða honum góða nótt, eins og pabbi hans var vanur að gera. Hann lá á bakinu með hendurnar á hnakkanum og var nú orðinn syfjaður. „Góða nótt, Sverre“, sagði Elí. Hún herti upp hugann, laut niður og kyssti hann á vangann. Þá fann hún hand- leggina með „stinnu vöðvunum" snöggvast um hálsinn á sér. Svo sneri hann sér til veggjar. Henni vöknaði um augu og hún gekk hægt út úr her- berginu. -----Þegar þau sátu við miðdegisborðið daginn eftir, leit Ingrid tvisvar rannsakandi á bróður sinn. Hann þagn- aði aldrei og sagði stjúpu sinni frá skólanum, kennurun- um og öllu mögulegu. Hann minnti hana líka á, að hún ætlaði að sauma segl á bátinn hans. „Elí — En heyrðu Elí“ sagði hann aftur og aftur. Ingrid var ekki svona tamt að nefna nafnið hennar. „Viltu fara með mér á bíó í kvöld, Sverre?“ spurði hún. „Með ykkur Adolf?“ sagði drengurinn og hló. Ingrid roðnaði. „Það er ekki Adolf, sem borgar. Kon- súllinn gaf Betu aðgöngumiða. „Hver er Adolf?“ spurði Elí og leit á Ingrid. „Kærasti Ingridar", sagði drengurinn íbygginn. Þá kom ,,servietta“ fljúgandi þvert yfir borðið í andlit- ið á Sverre. „Svínið þitt“, sagði systirin. „Ingrid. Hvað er þetta?“ Elí rétti sig í sætinu. Drengurinn rak út úr sér tunguna: „Heldurðu að ég viti ekki, að þið Adolf eruð að læðast á Ástarbrautinni á kvöldin? Eg skal skrifa mömmu það. Og þá færðu fyrir ferðina“. „Kjaftaskúmur“. „Uss!“ Börnin litu upp. En þegar Ingrid mætti augnaráði stjúpu sinnar, leit hún undan. „í kvöld verðum við heima, öll þrjú. Eg keypti hnetur. Við skulum skemmta okkur reglulega vel og ég skal kenna ykkur að spila skrítið spil“, sagði Elí. -----Eftir kvöldverð sátu þau öll við kringlótta stofu- borðið og spiluðu. Og þau höfðu öll stóra hrúgu af hnet- um fyrir framan sig. Ingrid athugaði spilin sín súr á svip- inn. Því meir sem hin hlógu, því ólundarlegri varð Ingrid. Loks var Elí nóg boðið. „Hvað er að þér Ingrid?“ Ingrid sleppti spilunum og sum duttu í gólfið. „Mér bara leiðist að skemmta mér. Við erum heldur ekki vön því. Við erum vön að sitja við handavinnu eða lesa“. . „En pabbi þinn segir, að þú eigir að hvíla1 augun á kvöldin“. „Eg gæti þá hlustað á útvarp. Pabbi ætti reyndar að lækna mig. Það segir frú Sturland11. „Sverre, þér er bezt að fara að hátta, þú getur tekið hneturnar þínar með þér“. Elí tók saman spilin. Drengurinn hlýddi. Hann lét hneturnar í vasa sinn, leit feimnislega á Elí og rétti henni hendina. „Góða nótt“. Hann hneigði sig, eins og þegar hann heilsaði henni í fyrsta sinni. Þegar Elí var orðin ein eftir með Ingrid, sat hún um stund með krosslagðar hendur. Ingrid stóð upp. „Hvað er að, Ingrid? Get ég gert nokkuð fyrir þig?“ „Nei“, sagði Ingrid. „Þú vilt bara ekkí segja það“. „Þú getur ekkert við því gert, hvort eð er-------“. Allt í einu fleygði hún sér niður á stólinn og byrgði andlitið við stólbakið. Herðar hennar kipptust til af gráti.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.