Þjóðviljinn - 14.11.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 14.11.1943, Blaðsíða 1
8. árgangur. Sunnudagur 14. nóv. 1943. 257. tölublað. Riiil herlio letar Siiinir Sovéfhersvettír 100 km. frá hfnum fyrrí landamærum Póllands Rauði herinn tók Sitomír um miðjan dag í gær. Stalín tilkynnti töku borgarinnar í sérstakri dagskip- un. Hersveitir þær, sem tóku borgina munu hér eftir bera nafn hennar. Sigrinum var fagnað í Moskva með 20 skotum úr 224 fallbyssum. Sítomír er mikilvæg iðnaðarborg og hafði um 100 þús. íbúa fyrir stríð. Hernaðarlega er hún afar mikil- væg, þar sem hún er á síðustu járnbrautarlínunni milli norður og suðurvígstöðvanna, sem Þjóðverjar gátu notað til birgða- og liðsflutninga. Verða Þjóð- verjar nú að nota langar krókaleiðir miklu vestar til þessara flutninga. Framsveitir rauða hersins eru aðeins rúma 100 km. frá fyrrveran'di landamærum Póllands. FjögiKra manna nefndín hefur nú skílað áiíti sínu tíl ríkísstjórnarínnar Vidfal víð Arnfinn Jónsson, fullfrúa Sósíalisfaflokksíns Á síðasta þingi var skipuð fjögurra manna nefnd til að gera tillögur um fullkomna skipasmíðastöð í Reykjavík og ennfremur nýja skipan strandsiglinga. í nefndiná voru skipaðir, samkvæmt tilnefningu þingflokk- anna, þessir menn: Amfinnur Jónsson, Jón Axel Pétursson, Pálmi Loftsson og Gísli Jónsson. Þjóðviljinn átti í gær tal við Arnfinn Jónsson, fulltrúa Sósíalistaflokksins í nefndinni. Eioar Oloeirsson aiþm. fiytur í dag fyrir- lestur um utanríkis- pólitík íslendinga J dag kl. 1,30 e. h. í Iðnó, flyt- ur Einar Olgeirsson, alþm. fyr- irlestur á vegum Fræðslunefnd- ar Fulltrúaráðs verkalýðsfélag- anna, er hann nefnir: Utanrík- ispólitík íslendinga og þáttur hennar i að tryggja atvinnu og frelsi þjóðarinnar. Er þetta annað erindið, sem flutt er að tilhlutun Fulltrúa- ráðs verkalýðsfélaganna, á þess- nm vetri, en áformað er, að minnst sex fræðsluerindi verði flutt í vetur. Ekki er að efa að erindi Ein- ars Olgeirssonar í dag, muni vekja mikla athygli, enda er hvorttveggja, að utanríkismál- in eru veigamikill þáttur í lífi sérhverrar þjóðar, ekki sízt ís- lendinga og hafa jafnan áhrif á atvinnulífið, og Einar hefur aflað sér mjög yfirgripsmikillar þekkingar í þessum efnum. Umræður urðu stuttar, en snerust aðallega um vinnuhætti ráðstefnunnar, og loks kosið í nefndir eins og hér segir: Samræmingar og skipulags- nefnd: Bjarni Þórðarson, Norðfirði, Sigríkur Sigríksson, Akranesi, Tryggvi Gunnarsson, Vest- mannaeyjum, Valdimar Guð- jónsson, Keflavík, Magnús Guð- mundsson Reykjavík, Sigfinn- ur Karlsson, Norðfirði, Sigurð- ur Ólafsson. Reykjavík. Oryggismálanefnd: Sigurjón Ólafsson, Reykja- vík, Kristján Eyfjörð, Hafnar- firði, Ólafur Sigurðsson, Borg- arnesi, Garðar Jónsson, Reykja- vík, Páll Ó. Pálsson, Sandgerði, Rússum segist svo frá, að er þeir nálguðust borgina hafi þeir í fyrstu látizt ætla suður fyr- ir hana. Þjóðverjar létu blekkj- ast og fluttu í skyndi mikið Erindið verður flutt í dag kl. 1,30 e. h. í Iðnó. Er þess að vænta, að alþýða manna og all- ir sem áhuga hafa fyrir félags- málum meti þá tilraun Full- trúaráðsins að halda uppi al- mennri fræðslustarfsemi. án þess að krefjast nema einnar krónu aðgöngugjalds, með því að sækja vel fræðsluerindin. Hlustum á Einar Olgeirsson í dag. Á. Valdimar Bjarnason, Fáskrúðs- firði. Dýrtíðarnefnd: Þóroddur Guðmundsson, Siglufirði, Sveinbjörn Oddsson, Akranesi, Lúðvík Jósefsson, Norðfirði, Sæmundur Ólafsson, Reykjavík. Allsherjarnefnd: Jón Sigurðsson, Reykjavík, Jón Rafnsson, Reykjavík, Thor- berg Einarsson, Reykjavík, Björn Bjarnason, Reykjavík. Annar fundur ráðstefnunnar verður settur í dag kl. 3Vz, að Hverfisgötu 21, en nefndir munu vera að starfa í dag. Nánari fréttir af ráðstefnunni verða birtar síðar. lið þangað. Fótgönguliði og Kó- sökkum var þá skipað að ráðast beint á borgina, og var hún þá tekin í áhlaupi. í sókninni norðvestur frá Kieff miðar rauða hernum jafnt og þétt áfram. Er hann nú í minna en 50 km. fjarlægð frá Korosten (Iskorost), sem er mjög þýðingarmikil járnbraut- amiðstöð á vesturbakka árinn- ar Usj, sem er þverá úr ánni Pripet. Rauði herinn tók enn í gær yfir 100 bæi og þorp á þessum vígstöðvum. Þýzkir fréttaritarar kvarta sáran yfir ótuktarlegri veðráttu. Flora fiytur í nýtt húsnæði Blómaverzlunin Flóra hefur flutt í ný húsakynni við Aust- urstræti 8, þar sem áður var Isafoldarprentsmiðja, og mun búðin þar vera snotrasta blóma- búð hér á landi. Blaðamönnum var í gær boð- ið að skoða hina nýju búð Flóru Blómaverzlunin Flóra var stofnsett á Vesturgötu 17 árið 1932, af Rögnu Sigurðardóttir og Ingimar Jónssyni, en síðan 1940 hefur Ragna Sigurðardótt- ir rekið verzlunina ein. Verzlunin var flutt af Vest- urgötunni og í Austurstræti 1 1935 og í Austurstræti 7 1938 og var hún þar til nú. Hefur af- greiðslurúm verzlunarinnar tí- faldazt á þessum árum, eða úr 14 upp í 140 fermetra. í hinum nýju húsakynnum er öllu fyrirkomið á mjög smekk- legan hátt. Auk allskonar blóma hefur verzlunin einnig á boð- stólum keramik o. fl. í kjallara hússins eru geymslur fyrir blóm o. fl. og ennfremur vinnu- Framhald á 4. síðu. — Nefndin tók til starfa snemma í sept. s. 1., sagði Arn- finnur, og hefur haldið fjölda funda og lengi vel daglega og hefur hún nú skilað áliti til ríkisstjórnarinnar um byggingu skipasmíðastöðvar, en á ólokið störfum við að gera tillögur um nýja skipan strandferða og mun hún halda því starfi áfram. Nefndin varð strax sammála um það, og því aðeins væri hægt að tala um fullkomna skipasmíðastöð að hún gæti ann að öllum viðgerðum á íslenzk- um skipum og þeim er væru í förum hér við land og auk þess byggt bséði stál- og tréskip eftir þörfum. Nefndin var bundin við það, að stöðin skyldi vera reist í Reykjavík og kom henni sam- an um að heppilegasti staður- inn fyrir stöðina væri við Ell- iðaárvog, því öllum sem til þekkja eru kunn þrengzlin í höfninni hér í Reykjavík, en þeirra vegna er ekki hægt að byggja skipasmíðastöðina þar. Nefndin naut verkfræðilegr- ar aðstoðar Sigurðar Thórodd- sem verkfræðings og gerði hann frumdrætti að skipulagsupp- drætti af þeim mannvirkjum við Elliðaárvog, er nefndin hugs ar sér að þar verði komið fvr- ir. — Hverjar eru tillögur nefnd- arinnar um skipasmíðastöðina? — Nefndin leggur til að skipasmíðastöðinni sé ætluð 1000 metra löng strandlengja við Elliðaárvog með 500 m. breiðu athafnasvæði meðfram ströndinni. Byggðar verði 2 þurrkvíar og tilheyrandi hafnargarðar. Ætl- að er að stærri þurrkvíin taki skip allt að 6 þús. tonn að stærð, eða 2 minrii. Minni þurr- kvíin á að taka allt að 400 tonna skip. Þá verði byggðar 3 dráttar- brautir fyrir 400—2000 smál. skip og 2 dráttarbrautir fyrir fiskibáta 100—200 tonn. Ennfremur verði byggðar 3 rennibrautir fyrir nýsmíði skipa frá 400—3000 smál. auk þess nokkrar rennibrautir fyrir báta smíði. Komið verði upp nægilega mörgum bryggjum fyrir skip sem verið er að gera við á floti, eða skip, sem eru að búa sig á veiðar. — Ennfremur báta lægi í sama augnamiði. Á athafnasvæðinu á að vera nægilegt rúm fyrir vélsmiðjur, plötusmiðjur og efnisgeymslu og annað, sem þarf fyrir full- komna skipasmíðastöð. Nefndin leggnr áherzlu á að strax sé hafizt handa með bygg- ingu þurrkvínna ásamt tilheyr- andi hafnargarði og renni- brautum fyrir smíði járnskipa. Nefndin leggur til að hafn- arsjóður Reykjavíkur verði eig- andi þessara mannvirkja og njóti til þess styrks úr ríkis- sjóði á sama hátt og önnur hafnarmannvirki, og leggi rík- issjóður fram % hluta af kostn- aðarverði, en hafnarsjóður %. Ætlun nefndarinar er að hafn arsjóður eigi öll mannvirki þarna önnur en smiðjurnar. Framh. á 4. síðu. Flokksstjórnarfundur Sósíalistaflokksins iiefst annað kvöld Flokksstjórn Sósíalistaflokks- ins kemur saman til fundar annað kvöld (mánudagskvöld) kl. 8 e. h. í fundarherbergi Sósíalistaflokksins í Alþingis- húsinu. í flokksstjórn Sósíalista- flokksins eru alls 33 menn, en óvíst er enn hve margir af með- limum hennar, sem búsettir ei'u úti á landi, geta mætt. Á þessum fundi flokksstjórn- ar mun miðstjórn flokksins gefa skýrslu sína og verður þar rætt um verkefni flokksins á hinum ýmsu starfssviðum hans. Siðmannaráðstefnan Itófst í gær Sjómannaráðstefna Alþýðusambands íslands var sett af forseta sambandsins, Guðgeiri Jónssyni, í gær kl. 2,30, að Hverfisgötu 21. Lagði forseti fram þessa dagskrá: 1. Samræming sjómannakjara. 2. Skipulags- og útbreiðslu- mál sjómanna. 3. Dýrtíðarmál. 4. Öryggismál.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.