Þjóðviljinn - 16.11.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 16.11.1943, Blaðsíða 2
2 ÞJOBVIL JINN Þriðjudagur 16. nóvember 1943. Um tíma getum við afgreitt fötin út á 3 dögum. cBcejat/póófa'Wí'twi T Ý R , efnalaug, Týsgötu 1. >» 0Q»0»»»0<nXXK)OC^ DAGLEGA NY EGG, soðin og hrá Kaf f isalan Hafnarstræti 16. poooooooooooooooo REGNFRAKKA á unglinga og fullorðna. Verzlun H. Toft Skólavörðustíg 5 Sfrai 1035 MUNIÐ Hafnarstræti 16 Kaffisöluna AUGLYSIÐ í ÞjÓÐVUJANUM 3888É38888S8888888888S8S8S Ráðskona óskast á barnlaust heimili í sveit. Má hafa með sér barn. — Gott kaup. Upplýs ingar í síma 4606 frá kl. 1-3 Þeir vildu ekki hækka framlög til húsmæðraskóla Tuttugu og sjö voru þeir, þing- mennimir, sem sameinuðust um að ■ fella tillögu sósíalista um að hækka i framlög til húsmæðraskóla í kaup- stöðum úr 300 þús. í 400 þús. kr. með tillögunni greiddu 12 atkvæði. Og ekki voru þeir hugulsamari um húsmæðraskóla í sveitunum, hinir sömu tuttugu og sjö greiddu akvæði gegn því að hækka framlög til þeirra úr 150 þús. í 500 þús., að- eins ellefu treystu sér til að vera með því. Þeim finnst víst þessum virðulegu herrum að menntun íslenzkra kvenna sé fullborgið með því að syngja „Fósturlandsins Freyja“ við hátíðleg tækifæri. Þeir vildu ekki leggja fram fé til eflingar landbúnaði Sósíalistar í fjárveitinganefnd lögðu til að fjórum milljónum yrði varið úr ríkissjóði á næsta ári til eflingar íslenzkum landbúnaði, og skyldi „fénu varið að fengnum til- lögum Búnaðarfélags íslands, til stofnunar byggðahverfa í sveitum, til samfelldra ræktunarfram- kvæmda, til fjárhagslegrar aðstoðar við ábúendur byggðahverfanna og til stofnunar fyrirmyndai’búa. Þeir voru 38 þingmennirnir, sem greiddu atkvæði gegn þessari til- lögu. Þeirra virðulegu nöfn eru: Ásgeir Ásgeirsson, Bernhard Stefáns son, Bjarni Ásgeirsson, Bjarni Bene diktsson, Eiríkur Einarsson, Emil Jónsson, Eysteinn Jónsson, Finnur Jónsson, Garðar Þorsteinsson, Gísli Jónsson, Gísli Sveinssort’ Guðmund- ur í. Guðmundsson, Gunnar Thor- oddsen, Haraldur Guðmundsson, Björn Bjarnason, Hermann Jónas- son, Ingólfur Jónsson, Ingvar Pálma son, Jakob Möller, Jón Pálmason, Jón Sigurðsson, Jónas Jónsson, Jör- undur Brynjólfsson, Lárus Jóhannes son, Magnús Jónsson, Ólafur Thors, Páll Hermannsson, Páll Zophonías- son, Páll Þorsteinsson, Pétur Magn- ússon, PétUr Ottesen, Sigurður Bjamason, Sigurður E. Hlíðar, Sig- urður Kristjánsson, Sigurður Þórð- arson, Skúli Guðmundsson, Svein- björn Högnason, Þorsteinn Þorsteins son. Með tillögunni voru þingmenn sósíalista einir. „Ekki umbætur heldur uppbætur“ Kjörorð þeirra þingmanna, sem standa gegn því að varið sé fé úr ríkissjóði til raunhæfra umbóta á sviði landbúnaðarins, virðist vera: , „ekki umbætur, heldur uppbætur" ' „Styrkjastefnan" og kákið er runnið ‘ þeim svo í merg og bein, að þeir UNBLIN8 vantar til að bera blaðið í MIÐBÆINN Talið strax við afgreiðsluna. Sími 2184. Afgreiðsla Þjóðviljans, Skólav.st. 19. geta ekki til þess hugsað að hefja landbúnaðinn á það stig tækni og ræktunar, að hann sé samkeppnis- fær við aðra atvinnuvegi, að geta veitt þjóðinni neyzluvörur, á verði, sem þolir samanburð við verð ann- arra neyzluvara, um leið og hann býr öllum þeim er við hann vinna lífskjör, sem sambærileg eru því, sem bezt er við aðrar atvinnu- greinir. „Ekki byltingu heldur bitlinga“ Oft heyrist það, frá þeim sem fastast standa gegn raunhæfum um- bótum á sviði lapdbúnaðarins og annarra atvinnumála, að þetta sé bylting, og þar með er málið útrætt frá þeirra, hlið, því byltingu vilja þeir ekki heldur bitlinga. Þeir vilja sem sagt heldur atvinnuvegina á því stigi skipulags og tækni að atvinnu- stéttimar þurfi við og við að knýja á dyr valdhafanna um styrki, því með veitingu þeirra má kaupa kje:- fylgi, og með því skapast líka allt- af tækifæri til að veita einstökum mönnum bitlinga. Þessvegna er kjörorð afturhaldsins: „Ekki bylt- ingu, heldur bitlinga. Er hægt að ráða bót á húsnæðisleysinu? Herra ritstjóri! Þó margt hafi verið rætt og ritað um húsnæðisleysið langar mig til að leggja þar orð í belg. Við vitum það vel, að íhalds- meirihlutinn í bæjarstjórn Reykja- víkur, drap tillögur sósíalista um byggingar á verkamannabústöðum fyrir stríð, í stað þeix’ra voru byggð- ar lúxusvillur utan um stórlaxana, 10—20 herbergja íbúðir, fyrir 3—4 hræður. Kvarz og hrafntinnuhúðun húsanna kostaði ein út af fyrir sig svipað og meðal hús í sveit á þeim tíma. Það voru nógir peningar til þó ekki mætti nota þá til að byggja yfir verkamenn og aðra sem mest voru þurfandi fyrir húsnæði. Þessar syndir íhaldsins frá fyrir- stríðsárunum koma nú harðast niður á efnaminnsta alþýðufólkinu, sem ekki er kleift að kaupa eða taka á leigu rándýrar íbúðir í nýbyggð- um húsum. Eins og mönnum er enn í fersku minni, var lagt fyrir síðasta Alþingi frumvarp um skömmtun húsnæðis, frumvarp þetta var flutt af sósíalist- um, og auðvitað fellt af Sjálfstæðis- mönnum og Framsóknarmönnum í sameiningu undir forustu lúxusvillu- eigandans Jónasar frá Hriflu. Væri nú ekki rétt að taka þetta mál upp að nýju í þinginu, ef ske kynni að samvizka einhverra háttvirtra þing- manna, sem voru á móti frumvarp- inu í fyrra, hefði vaknað. Við sem erum húsnæðislausir vit- um vel, að ekki hefur verið hróflað við þeim sem hafa óþarflega stór- ar íbúðir. Þeir eru nægilega sam- vizkulausir til að þrengja ekki að sér, án þess að vera þvingaðir til þess. Verkamennirnir verða að láta sér nægja að fá að byggja villurn- ar, en að búa í þeim, nei, takk, það er alltof mikil heimtufrekja. Það rýfur „friðhelgi heimilisins" ef erf- iðismenn eiga að fá að vera þar innan veggja. Eina úrræði þeirra stórmenna, er yfir húsnæðismálunum ráða, er að flytja konur, börn og gamalmenni, í bragga, skúra og einfalda sumarbú- staði út um móa og mela. Þar á svo þetta fólk að búa yfir veturinn þó i allt renni sundur í raka, hurðir falli ekki að stöfum og rúmfötin frjósi ! við vegginn á næturnar. Hve marg- í ir af íbúum þessara „íbúða“ hafa tapað heilsunni eða veslast alveg unn og dáið, af því að hafa þessar > , „íbúðir", hefur víst. enginn safnað Óöld Vissulega er nú óöld í heimi manna og mikil hræring kraftanna. Blóð flýtur um alla jörð, fjöldi manna svamlar í áfengisflóði, aðr- ir í gulli og seðladrífu, lifa í ofáti og ofdrykkju, en börn, konur og karlar svelta svo heilu hungri víða um lönd. Eg hef ferðast um þetta land síð- astliðin Í0—12 ár, en hef sjaldan séð meira af ölvun en í síðustu ferð minni vestur og norður um land. Oft hef ég farið sólarhringum sam- an með ströndum landsins á skip- um okkar, án þess næstum að sjá ölvaðan mann. Strax á leiðinni til Vestfjarða um daginn var allmikið um ölvun um borð í Esju, þegar norður kom og lagst var að bryggju, komu fullir . rónar um borð, fullir menn sungu á götum úti, fullir menn slösuðu hvem annan á danssam- komum ,og fullir menn höfðu af okk ur allan svefnfrið um borð. Á leið- inni suður var fullur róni í bílnum, sem pestaði allt í kringum sig, svo að stúlka sem sat fyrir framan hann, varð að biðja um að fá annað sæti, og seinast gubbaði hann utan í þá, er næstir sátu. Þetta eru mennirnir, sem gera miklar kröfur, heimta frelsi til allra hluta, frelsi til að drekka áfengi og þykjast kunna með slíkt frelsi að fara. En útkoman verður jafnan sú, að þeir eru háðung sín og allra sinna, en þyrnar á vegum okkar hinna. Allstaðar eru þeir til ama og leiðinda og fyrir mönnum. Halda vökum fyrir vinnandi mönnum, sem þurfa að sofa, flangsast utan í menn með vitleysis röfli og klúryrðum. Heyra, t. d. orðbragð fulla manns- ins, er eg áður nefndi og var með okkur í bílnum. Farþegarnir kvört- uðu undan framkomu hans. Hann hélt, að ég væri þingmaður og lang- aði auðvitað ákaflega mikið í þing- manninn. Annars væri ekki úr vegi að minna bifreiðarátjóra og sérleyf- í ishafa á, að þeim er víst óheimilt að flytja menn þannig fulla og far- þegum til skapraxmar. Eg hef hvað eftir annað orðið var við slíka menn í bifreiðunum, þótt eg hafi ekki viljað kæra það enn. Hvernig stendur á, að þjóðir vilja viðhalda viðskiptum, sem valda slíku tjóni og áfengissalan, gera menn svo brjálaða, að þeir ráðast jafnvel á feður sína og ætla að drepa þá? Slíkt hefur komið fyrir hér á landi og það oftar en einu sinni. Fyrir nokkru komu tveir menn af skipi á land og gengu inn á danssamkomu þar sem ölvun og .óregla var í algleymi. Annar þess- ara manna var drukkinn, hinn ekki. Hinn ódrukkni krækti sér í stúlku, sem hann ætlaði auðvitað að skemmta sér með, en hinn ölvaði maður náði henni frá honum. Fóru svo leikar, að fulli maðurinn sló hinn niður og misþyrmdi honum svo svívirðilega, að tæpast verður í frá- sögu fært. Maðurinn missti meðvit- und og var fluttur í sjúkrahús, en hinn í steininn .Á sömu samkomu var annar maður hálfrotaður og lá á sjúkrahúsi dögum saman á eftir .Það er svo sem óþarfi að fá fræga listamenn til þess að leika „síðasta fullið“, það er leikið alls staðar fyrir augum okkar ,og alger ’ óþarfi að blása í þær glæður. Væri annars ekki snjallræði, að einhver i 'háskólaprófessor orti nú listaverk skýrslum um ennþá, það verður kannski gert síðar . Og svo að endingu þetta, til þeirra sem þykjast „eiga“ stóríbúðirnar: Villumar ykkar eru byggðar af íslenzkum verkamönnum, ekki ykk- ur sjálfum. Vinnulaun og efni greitt með arðránsfé, sem þið hafið sogið út úr framleiðslunni til lands og sjávar, m. ö. o.: stolið fe. Villurn- ar eru því langt frá því að vera ykk ar eign, sem þið getið ráðstafað eftir eigin geðþótta, án tillits til hagsmuna hins vinnandi fólks. Skil- ið þið ránsfeng ykkar! Húsnæðisleysingi. Shipasm fðastSðin Frumv. um að ríkið leggi fram 2. mi’lj. og ábyrgist 3. millj. Þjóðviljinn hefur áður, í viðtaii við Arnfinn Jónsson, skýrt frá tillögum nefndar þeirrar, er skip- uð var til að gera tiliögur tmt hyggingu skipasmíðastöðvar í Reykjavík. Nefndin samdi breyting á hafn- arlögum fyrir Reykjavík með til- liti til þessa mannvirkis og hefnr það nú verið flutt af sjávarút- vegsnefnd. Lagt er til að rí.kið greiði tvo fimmtu kostnaðar, allt að 2 millj. kr. og að ríkið ábyrgist allt að 3 millj. kr. lán fyrir hafnarsjóð Reykjavíkur. Aðalatriði frumvarps þessa fara hér á eftir: „1- gi'- Við 1. gr. Aftan við greinina bætist ný málsgrein svo hljóð- andi: Til hafnargerða, skipakvía, dráttarbrauta og annarra mann- virkja í sambandi við skipa- smíðastöð við Elliðaárvog veit- ist úr ríkissjóði % kostnaðar eftir áætlun, sem ríkisstjórnin hefur samþykkt, þegar fé er til þesg veitt í fjárlögum, allt að 2 millj. kr., gegn % frá hafnar- sjóði Reykjavíkur. 2. gr. Við 2. gr. Aftan við greinina bætist ný málsgrein, svo hljóð- andi: Ríkisstjórninni veitist heimild til að ábyrgjast fyrir hönd rík- issjóðs allt að 3 millj. kr. lán, er hafnarsjóður Reykjavíkur kann að fá til hafnargerða, skipa kvía, dráttarbrauta og annarra mannvirkja í sambandi við byggingu skipasmíðastöðvar við Framh. á 4. sí0u. um síðasta fullið við Garðvígsluna, þá síðustu. Vel metinn skólastjóri sagði mér nýlega, að í sinni sveit hefði óregla ekki þekkst árum saman. Nú bæri ofurlítið á þessu og væru þar helzt ungir menn að verki, og sér til mik- illar sorgar, yrði hann að segja það, að sumir þeirra væru fyrrv. nem- endur sínir, sem hann hefði haldið alveg örugga, en nú væru þeir búnir að vera nokkuð á hærri skólum í Reykjavík .Þetta er öfugt við það sem vænta mætti af æðri menntun. Ef ekki væri það tízka að drekka áfengi, þá drykkju menn ekki heldur eitraðan óþverra í nafni áfengis, og þá gerðust ekki aðrir eins sorgar- atburðir og í Vestmannaeyjum . Nokkrir íþróttamenn frá Reykja- vík, fengu í sumar lánaðan skóla úti á landi, til íbúðar nokkra daga. Skólastjórinn sagði mér það sjálfur, að í skólahúsinu hefði hann fundið 18 tæmdar heilflöskur, frá áfengis- verzluninni, og tvær fullar af ein- hverjum brugguðum óþverra. Þann- ig eiga íþróttamenn ekki að kynna sig . Búsettur maður á Þingvöllum sagði mér, að hann hefði séð 7 þjón- ustumeyjar frá einu kaffihúsi hér í Reykjavík ,koma, að mestu leyti naktar, hoppandi út úr bifreið all- ar þéttslompaðar og stökkva stríp- aðar yfir garða og girðingar á Þing- völlum. Og svo eru atburðir, sem mönnum leyfist ekki að segja frá. Slík er enn óöld drykkjuskaparins .Menning sem unir slíku á ekki háa einkunn skilið. Pétur SigurðssoH.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.