Þjóðviljinn - 17.11.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 17.11.1943, Blaðsíða 1
Þjóðviljinn 8 síður Þau 7 ár, 1936—1943, sem ÞjóSvilj- inn hefur komiS út, hafa veriS stormasöm og viSburSarík l sögu a'- þýSuhreyfingarinnar og þjóSarinnar allrar. Á þessum árum er Sósíalistaflokk- urinn stofnaSur og vinnur hina glœsilegu kosningasigra áriS 1942. A þessum árum' verSur AlþýSusamband Islands aS stórveldi í landinu. A þess um árum urSu lslendingar aS snúast viS hinum nijstárlegu og hœttulegu vandamálam hernámsins, og taka sjálfir stjórn allra sinna mála. Hér er ekki staSur til aS dœma um þátt ÞjóSviljans í þróun íslenzks þjóSlífs almennt og verkalýSshreyfingarinnar sérstakfega þessi ár, en þaS mun sannast, aS sá þáttur er ekki ómerk- Tveir menn hafa tengt nöfn sín viS ÞjóSviljann svo aS ekki verSur sundur rafcið, þeir ritstjórarnir EINAR OLGEIRSSON og SIGFÚS SIGUR- HJARTARSON. ÞaS er ótrúlega mikiS og erfitt starf sem þeir hafa innt af höndum viS ritstjórn blaSsins undanfarin ár. Engir nema nánustu samstarfsmenn þeirra vita, af hve mikilli ósérhlífni og dugnaSi þaS verk hefur veriS unniS. Arangurinn er öll- um kunnur, áhrif hinnar sósíalistíska verkalýSshreyfingar hafa vaxiS mjög ört þessi ár, og ÞjóSviljinn er nú málgagn áhrifamikils landsmála- flokks- Engir tveir menn hafa unniS jafnmiktö til aS þaS mætti verSa og þeir Einar Olgeirsson og Sigfús Sig- urhjartarson, og þeir munu halda því starfi ótrauSir áfram. * Stœkkun ÞjóSviljans gerir kleijt aS hafa blaSiS miklum mun fjölbreytt- ara, rœkja betur þaS hlutverk aS vera vopn til sóknar og varnar fyrir ís- lenzku verklýSshreyfinguna og kom- ast nœr því aS uppfylla kröfur, sem gerSar eru til dagblaSs. ÞjóSviljinn œtlar framvegis mz'/jíS rúm verkalýSsmálum, stjórnmálum, menningarmálum, sérmálum kvenna, íþróttum, ýtarlegum fréttum og grein- um um alþjóSamál, auk skemmti- efnis, sem mjög verSur auk'S- Nokkr- ir fremstu menn landsins á sviSi menningarmála hafa lofaS blaSinu stuSníngi, HALLDÓR KILJAN LAX- NESS og KRISTINN ANDRÉSSON rita vikulegar greinar. Ritstjórn kvennasiSu, er kemur tvisvar í viku, annast RANNVEIG KRISTJÁNS- DÓTTIR kennari. FRÍMANN HELGASON verSur meS íþróttasíSu á hverri viku . Heil síSa VerSur tek- in fyrir framhaldssögu, barnadalk og smœlki og annast ODDNÝ GUÐ- MUNDSDÓTTIR rithöf. þaS efni. * ÞjóSviljinn getur ekki stœrt sig af virSulegum aldri — og heldur ekki S6síalistaflokkurmn- En þeir gœtu stœrt sig af œsku. Unga fólkiS, ekki sízt hin þróttmikla Reykjavíkurœska, hefur fra byrjun rétt blaSinu örfandi hönd og fylkt sér um málstaS þess, málstaS alþýSunnar, og boriS hann fram til mikilla sigra á fáum árum. En fleiri sigrar og stœrri eru fram- undan. Islenzk alþýSa er hvarvetna í öflugri sókn. Eg á enga ósk heitari blaSinu til handa en aS ÞjóSviljinn OerSi jafnan samboSiS málgagn þeirri miklu alþýðuhreyfingu, er nú sœkir fram til útrýmingar fátœkt, atvinnu- leysi og kúgun, sœkir fram til alþýSu- Valda á Islandi. SIGURÐUR GUÐMUNDSSON. TVEIR KOMMCNIST- AR í ÞJÓÐFRELSIS- NEFNDINA Franskir kommúnistar hafa tekið boði de Gaulle og skipað 2 menn í þjóðfrelsisnefndina. Annar þeirra fer með verklýðs- mál. — Þýzkar fréttir herma að Maurice Thores, hinn frægi foringi franskra kommúnista sé kominn til Norður-Afríku. 8. argangur. Miðvikudagur 17. nóv. 1943. 259. tölublað. Riíssar komnír meíra en 135 kílémefra norðvesfur af KíefL — Hersveítír pólsku stjórnarinnar berjasf gegn skærulíðum Rauði herinn hefur á valdi sínu meir en 15 km. af járnbrautinni og þjóðveginum vestur frá Gomel. í nágrenni Rikitsa, sem er borg á þessari járnbraut- arlínu á vestri bakka Dnépr, hefur rauði herinn tekið margar víggirtar stöðvar. Fyrir norðarn Gomel eru Rússar búnir að koma sér vel fyrir á vesturbakka árinnar Sosj. Þar er markmið þeirra að rjúfa járnbrautina, sem liggur norðvestur frá Gomel, síðustu undanhaldsleið þýzka setuliðsins í borginni. Er hún þegar undir skothríð langdrægra rússneskra fallbyssna. Hersveitirnar, sem rufu járn- brautina vestur frá Gomel, hafa fengið liðsauka og hafa sótt norður fyrir brautina. Þæ.r munu ætla að beygja í austur í áttina til Gomel. Á Kieff-vígstöðvunum sækir rauði herinn hraðast til norðvest urs, og er Kieff nú meir en 135 km. að baki. Á þessum slóð- um sóttu Rússar víða fram 15 —20 km. Nyrzti armur sóknar- hersins er lengst kominn, og er hann kominn nærri járnbrautar línunni, sem liggur norður frá Korosten. Poul Winterton fréttaritari News Chronicle símar frá Moskva, að Þjóðverjar hafi not að 'járnbrautina og þjóðveginn vestur frá Gomel til síðustu stundar. Kveður hann sókn Rússa til járnbrautarinnar hafa verið mjög djarflega og allur undirbúningur þeirra fullkom- inn og áætlanir afburða snjall- ar. , Rússar eyðilögðu fyrir Þjóð- verjum 81 skriðdreka og 8 flug- vélar í gær. „Meðan pólskir skæruliðar hafa að því er virðist eytt mestri orku sinni í baráttu gegn Þjóðverjum síðastliðin 4 ár"a segir bandaríska stórblaðið New York Times „er kunnugt, að hinn leynilegi her (pólsku stjórnarinnar í London) hefur sparað vopn sín, og óttazt er, að hann ætli að nota þau, eða að hóta að nota þau, ef þar að kemur, að Rússar fari yfir landa mæri þau, sem Póllandi voru sett í Versölum". Þessi klausa sýnir, að pólsku skæruliðarnir, sem eru vinveitt- ir Sovétríkjunum, hafa Verið þeir einu, sem hafa veitt Þjóð- ver jum ra'irívt' rulega mót- spyrnu. Sveitir pólsku stjórnarinnar hafa ekki barizt, nema þegar þær hafa ráðizt á skæruliðana. Þær bíða ekki eftir því að hjálpa til við að ráða niðurlög- um Þjóðverja í úrslitaátökun- um, heldur eftir því að ráðast á rauða herinn, þegar þar að kemur, að hann rekur Þjóðverja á undan sér yfir Pólland heim til Þýzkalands. Seinna verður sagt nánar frá ódáðum og föðurlandssvikum þessara liðsmanna pólsku stjórn arinnar í London. Sjómannaráðstefnðn Sjómannaráðstefnan hélt á- fram störfum í allan gœrdag. Rætt var aðallega um skipu- lagsmál sjómannastéttarinnar. Þjóðviljinn mun næstu daga skýra frá störfum ráðstefnunn- ar og samþykktum. Eggert Ste ánssosi hiltur Á sunnudaginn var héldu þeir Eggert Stefánsson og Sig- valdi Kaldalóns hljómleika í Grindavík og hlutu ágætar við- tökur. Á söngskránni voru 14 lög, flest eftir Sigvalda Kaldalóns og varð Eggert Stefánsson að endurtaka flest þeirra. Að lokum söng hann „ísland ögrum skorið" og var hann þá hylltur sem fremsti söngvari íslands, en hann bað menn rísa úr sætum og hrópa ferfalt húrra fyrir fósturjörðinni og var það gert. Finnur Jðnsson opnar málverkasýningu ídag Finnur Jónsson opnar mál- verkasýningu í dag í Lista- mannaskálanum. Á sýningunni verða 50—60 málverk og 30—40 vatnslita- myndir og teikningar. Verða þarna myndir, sem Finnur hefur málað á ýmsum tímum, en þó er hér ekki um heildarsýningu á verkum hans að ræða. — Finnur hefur eink- um orð fyrir myndir sínar frá sjávarsíðunni. • Flokksstjórnarf undurinn \ \ Framtfðarverkefni { 1 Sósíalistaflokksins [ { rædd { 5 Flokksstjórnarfundur Sósí-\ S alistaflokksins var settur í\ \ fyrrakvöld. t l Brynjólfur Bjarnasón flutti • \skýrslu miðstjórnar og fr % sögu um verkefni flokksins. \ \ Að lokinni framsöguræðu • í Brynjólfs hófust umræður • • og tóku einkum til máls; •bændur og fiskimenn, sem l \ eiga sæti í miðstjórninni, þ. • ! á m. Þórður Þórðarson • ' • bóndi á Gauksstöðum í Jök- : • uldal, Skúli Guðjónsson \ \ bóndi á Ljótunnarstöðum í í Í Strandasýslu, Bjarni Þórðar-; • son sjómaður, Norðfirði,; • Tryggvi Helgason sjómaður : • Akureyri og Gunnar Bene- • : diktsson. • : Umræður héldu áfram í 5 i gærkvöld. : Sósíalistar! Fundurinn, sem vera átti í kvöld á Skólavörðustíg 19 fell- ur niður vegna þess, að flokks- stjórnarfundurinn verður hald- inn þar í kvöld. Fundurinn verður næstkom- andi föstudagskvöld. Finnar verða að taka ákvörðun Sœnska blaðið Nya Daglig Allehanda segir, að finnska stjórnin hafi nýlega sent full- trúa sinn til þýzku herstjórn- arinnar með beiðni um að hún flytti burt þýzka herinn í Finn- landi. Brezk blöð leggja áherzlu á, að Finnar verði að taka skjóta ákvörðun um, hvort þeir vilji hætta stríðinu eða ekki. r" <-' .-....,,,;,,...¦:,,,,... ¦j ^Mé ::i 1 :;í £',i';j?:t:rí ¦¦-.¦¦¦¦' ;:"'"j M±Æ.:. . L ^ ,' \'s^r. ::. W ..... W^íæ^^»w:j^jiJ ' ¦" . ¦¦• . ::' - , ¦ • ,", :;i . -¦-¦.. ¦' í ¦ ¦ ¦¦ ;. ' ¦ •-' H 1 v.- ¦¦¦<»* H": ¦ >v '¦¦".* ' tJ^.Jlfc. 1 1 H:i^:f> » -issAs, H H .:::!« ¦ ' . ', ' " »¦' .: — Mynd- Sovéthermenn 1 3Íða eftir að þýzkur skriðdreki komi í nógu goíi skotfæri. in er frá orustunum á Orelvigstöðvunum í sumar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.