Þjóðviljinn - 17.11.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.11.1943, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 17. nóvemb. 1943 ÞJÓÐVILJINN 3 Teresia Guðmundsson Starfandi Konur, a Er enginn við? Frú Teresia Guðmundsson er veðurfræðingur og norsk að ætt. Ég hitti hana á veðurstofunni, þar sem hún hefur starfað síðan 1929, að hún kom hingað til lands. Mig langaði til að vita um viðhorf hennar til starfsins og spurði hana þvi nokkurra spurninga. Er ekki erfiðara fyrir konu að starfa utan heimilisins hér en í Noregi? Veit ekki — ég starfaði sama og ekkert þar. En ég tók strax eftir hvað menn voru áberandi óvanir að hitta konu í stöðu sem minni. Hingað er oft hringt og spurt um veðrið, og er þá stundum spurt, ef menn heyra kvenmannsrödd í sím- anurn: Er ckki einhver karlmaður við? Einu sinni sagði ég vinkonu minni frá þessu. Iíún sagði ekki annað en þetta: „Þar sem ég svara í símann er venjulega spurt: „Er enginn við?“ Þér takið veðurspámannsstarfið fram yfir hcimilisstörfin? Já, ég hef haft áliuga fyrir nátt- úruvísindum síðan ég var barn, en þótt lítið varið í hússtörfin. Ég hefði ekki getað hugsað mér að hætta við starf mitt þegar ég gifti mig. Það er sjálfsagt að þær konur, sem eru hneigðar fyrir heimilis- störfin, vinni þau, en það er jafn heimskulegt að ætlast til að allar konur geri það, eins og til þess að allir karlmenn væru smiðir eða sjó- menn. Heppilegast fyrir bæði ein- stakling og þjóðfélag er auðvitað að hver fái það starf sem liann kann bczt við. íslenzku konurnar voru svo stórbrotnar í fornöld, og ég er viss umj að á síðari öldum hafa verið margar sem aldrei hafa notið sín. Hlustuðuð þér á fyrir- lesturinn um Þuríði Kúld? spyr Teresia. Það var tekið skýrt fram hve mikið gagn hún hafði unnið tslandi með því að koma Matthí- asi í skóla, og það er satt, — en fyrirlesarinn lagði enga áherzlu á það tjón sem landið hefur af því beðið að þessi stórgáfaða kona komst ekki sjálf í skóla. Barði Guðmundsson, maðurinn yðar, heldur því fram, að í forn- öld fari saman kvenfrelsi og skáldakyn. Já, það er dálítið gaman að því, segir frú Teresia. Það er oft sagt .að við, sem höfum áhuga fyrir ein- hverju öðru en heimilinu, van- rækjum börnin okkar. En ef svo margar af mæðrum fornskáldanna voru sjálfstæðar athafnakonur og sumar jafnvel skáld virðist saga ykkar íslendinga ekki benda til þess að slíkar konur vanræki börn sín öðrum fremur. Ekkert mannlegt er konum ðviðkomandi * hftír f^annveigu Kristjdnsdóttur Um fisk Fiskur er prýðileg fæða. Hann færir líkamanum svipuð efni og kjöt, en er yfir- leitt auðmeltari. Boðorðin um jiskinn: 1. Látið fisk aldrei liggja í vatni. 2. Hreistrið liann helzt ekki. 3. Sjóðið hann ekki of mikið. 4. Berið hann sjóðandi heitan á borðið. Starfandi konur, þið húsfreyjur og þið, sem vinnið utan lieimilis, ungu stúlkur og upprennandi! Hvar eru raddir ykkar? Hvað hafið þið að segja, og hvað langar ykkur mest til að ræða um? Fram- vegis mun Þjóðviljinn ætla hinum sérstöku málefnum konunnar rúm tvisvar í viku á þessari síðu, sunnu- daga og miðvikudaga. Að því sem hér verður sagt, ætlum við að standa nokkrar ungar stúlkur. Við viljum ræða málefni konunnar á almennum félagslegum og prakt- iskum grundvelli, og álítum, að konunum beri ekki síður en körl- um að taka afstöðu til þjóðfélags* mála og taka virkan þátt í um- ræðurn og baráttu á þeim grund- velli. Víðsvegar um heim hafa kon- urnar neyðzt til þess að sleppa sleifinni, taka af sér eldhússvunt- una, íklæðast verksmiðjusamfest- ing og taka sér hamar í hönd. Þær liafa ekki alltaf glaðzt af þcirri nauðsyn, en þær hafa á þann hátt orðið áhrifameiri í þjóðfélaginu. Á þeim hvílir nú mikill hluti af fram- Fannst yður ekki starfið erfitt meðan börnin yðar voru ung? Ég hef nú alltaf haft svo góða hjálp, en það sem verst er hér fyrir konur, sem vilja vinna utan heimilisins, er hvað þær eiga að gera af börnunum og hér hefur verið svo Iítið til af sérmenntuð- um barnfóstrum eða barnaheimil- um, og svo hefur fólki fundizt allt fram á síðustu ár, að barnaheimili eða leikskólar væru eingöngu fyrir fátæk börn og skammazt sín fyrir að láta þau þangað. Nú er þetta að breytast til allrar hamingju. Það er gott að spjalla við frú Teresiu og við höldum áfram. Allt í einu segir hún: Mikið kenni ég í brjósti um vestrænu karlmennina, sérstaklega þá ame- rísku, samkeppnin um þá er að verða svo hörð. Bráðum geta þeir ekkert vitað urn hvort konunum þykir nolckuð vænt um þá! Ég verð hissa á slíkurn brjóst- gæðum og spyr: Hvers vegna þá vestrænu? Jú, eftir því sem maður fréttir er þetta allt öðru vísi í Sovétríkj- unum. En þar er líka allt gert til að hjálpa konunni til þess að sam- eina starf og fjölskyldulíf. Ég hef nýlega heyrt verkakonu, er ferð- ast hafði um Sovétríkin, segja frá konu sem var járnbrautarvörður í Suður-Rússlandi og var undir eins flutt á Múrmanskjárnbrautina af því að maður hennar hafði fengið stöðu sem verkfræðingur þar norð- urfrá. Hvernig hafið þér annars kunn- að við yður hér á landi? Nokkuð vel, og nú fer ég að kunna ennþá bctur við mig, því að liugs- unarhátturinn er að breytast svo mikið gagnvart konum, sem unna starfi sínu og vilja ekki sleppa því, segir frú Tcresia að lokum. R. K. leiðslustarfi stórþjóðanna. Vissu- lega lofar Churcliill ensku konun- um, að ef þær bara haldi út nokk- ur ár til, skuli þær aftur fá að hverfa að eigin arni. Sumar þeirra óska þess sjálfsagt og gera það, en margar munu krefjast þess að halda áfram, krefjast þess að hafa jafnan aðgang að atvinnu og sömu laun fyrir sömu vinnu og karl- mennirnir. Heimsstyrjaldirnar hafa komið kvenþjóðinni á lireyf- ingu. Þær hafa sýnt, að konurn- ar geta unnið flest þau störf, er áður voru talin karlmannsverk. En það hefur einnig orðið til þess, að konurnar liafa fárið að hugsa meira en áður. Þær hafa neyðzt til að sleppa hinum þröngu sjónarmiðum síns eigin heimilis og byrjað að hugsa á þjóðfélagslegri mæli- kvarða um vandamál heimila sinna og annarra. Hér á landi hafa ekki verið gerð- ar jafn miklar kröfur til vinnuaf- kasta kvenna, þær virðast einnig vera minna vakandi fyrir þörfimii á aukinni samvinnu. Karlmenn- irnir rffast um mjólkina og kjötið, en konunum hefur ekki ennþá skilizt, að þær geta tæplega hald- ið áfram að gefa börnum sínum mjólk að drekka, ef þær neita að skipta sér nokkuð af því, sem ger- ist fyrir utan þeirra eigin litlu dyr. Óvíða munu liúsmæður láta bjóða sér annað eins og hér viðgengst í Reykjgvík um dreifing vörunnar og allar aðstæður til aðdrátta. Ó- ánægjan er til, það vitum við, en fáar uppástungur heyrast frá hús- mæðrunum eða kröfur til úrbóta. Það ætti ekki að þurfa að skilja á milli áhugamála og vandamála karla og kvenna, því að í raun og veru krcfjast öll vandamál þjóð- félagsins sameiginlegra átaka beggja kynja. En þar scm vitað er, að konunni veitist oft örðugt að sinna áhugamálum sínum, öðrum en heimilinu, ef hún er gift, telj- um við ýmislegt um híbýlaskipun, tækni í matargerð og klæðnaði og um uppeldi barna vera sérmál kvennanna nú sem stendur. Þess vegna beri að ræða möguleikana til heppilegra skipulags á því sviði í sérstakri kvennasíðu með það fyrir augum að veita konunum meiri möguleika til starfs og þroska á öðrum sviðum en oftast á sér stað. íslenzku konur! Við höfum það nú sem stendur öðrum konum betra. Við þurfum ekki að sjá á bak ástvinum okkar í stríðið, bera sjálfar vopn, né bæta á okkur jafn gífurlegum vinnukvöðum og marg- ar konur stríðslandanria. En við megum heldur ekki láta þetta verða til þess að svæfa okkur, lield- ur ættum við nú að nota krafta okkar til þess að starfa og berjast fyrir bættum kjörum landsins barna. Það er svo margt að gera, hvcrt sem litið er. Það er orðið svo venjulegt að láta karlmennina tala og vasast í öllu, að konan þarf hughreystingar við til þess að hún láti rödd sína heyrast út fyrir eld- hús og borðstofu. Við skulum því reyna að fræðast um málin, læra af fortíðinni til þess að standa styrkar í framtíðinni. Vegna þess hve okkur konunum er gjarnt á að cfast um andlega krafta okkar og starfþrek, ætlum við til hug- hreystingar að birta hér smágrein- ar um merkar konur innlendar og erlendar, og stutt viðtöl við núlif- andi konur um viðhorf þeirra til starfsins. Við leitum jafnt til kvenna starfandi á heimilinu og utan þess og biðjum um álit þeirra. Viðtöl og æviágrip verða svo fram- vegis birt undir fyrirsögninni: Kon- an og starfið. Við biðjum ykkur að senda síð- unni efni, fyrirspurnir og athuga- semdir, smágreinar um áhugamál ykkar. Bréfin þurfa alls ekki að vera neitt sérlega kvenleg — en þau mega líka vera það. Ekkert mannlegt er okkur konunum óvið- komandi. Umfram allt, látið okkur heyra raddir ykkar. ■p-asg. r > trfwrsw" Fulltrúar 500 þúsund brezkra kvenna * á þingi í London Síöastliðinn sunnudag kom saman í London þing brezkra kvenna, og mættu þar 800 full- trúar 500 þúsund kvenna, úr öllum stéttum og starfsgrein- um. Komu fram á þinginu ákveðn ar kröfur um bætt kjör kvenna, og aukin réttindi þeim til handa. Meðal ræðumanna var kven- læknirinn dr. Elizabeth Jacobs, en hún hefur langa og mikla starfsreynslu úr fátækrahverf- unum í London. Verkakonur, kennarar, lækn- 5. Sjóðið fiskinn heilan oftar en þið ger- ið, og steikið liann stundum heilan með haus og sporði. Uppskriftir sem hér birtast eru ætlaðar handa 4 ef ekki er annars getið. HEILL STEIKTUR FISKUll MEÐ SPÍNATJAFNINGI. kg. þorskur eða ýsa, I tesk. edik, 1 malsk. salt, ofurl. eggjaduft, 2 matsk. mjólk, brauðmylsna, 4 matsk. fita, 2 dl. sjóðandi vatn. Fiskurinn er hreistraður, tálkn og uggar tekin burt, liaus og sporður látinn halda sér. Ediki og salti blandað saman og fisk- urinn núinn með því bæði að utan og inn- an. Látinn bíða hálfa klst. Síðan lagður í hálfhring á kviðinn í ofnskúffu, penslaður með eggjaduftinu og mjólkinni. Brauð- mylsnu er stráð yfir og smjörlíkisbitar sett- ir á hrygginn. Fiskurinn er látinn inn í vel heilan ofn og steiktur 30—45 mín. eftir stærð. Setjið glóð á ef þið hafið liana og slökkvið á glóðinni þegar brún skorpa er komin á fiskinn. Ilellið þá vatni við og við í skúffuna og ausið svo fiskinn með því af óg til. Leggið fiskinn heilan á fat með- fram öðrum kantinum og liellið spínatjafn- ingi hinum megin. ", - < SPÍNATJAFNINGUR. j 5 dl. mjólk og spinatsoð, % dl. hveiti, 2 matsk. smjörlíki, 14—V!> dós niðursoðið spínat, salt, pipar, sykur. Ilveitið er hrært út með 1 dl. af mjólk- inni kaldri og hin mjólkin jöfnuð þegar suða er komin upp. Smjörlíkið látið í síð- ast og kryddað. Spínatið saxað og blandað saman við þegar jafningurinn er soðinn. Jafningur sem þannig er búinn til er hollari heldur en jafningur, þar sein liveiti og fita er bakað saman. Niðursoðna spín- atið er vissulega ekki eins gott og nýtt, en það hefur þó ennþá að geyma ýms góð efni. Vorgestur á Laugarvatni fékk oft „upp- bakaðar“ sósur, er hann nefndi danskar sósur. Eftir hádegisverð varð honum geng- ið út, og sá þá borna þorskhausa á völlinn. Honum varð ])á að orði: „Nær væri, finnst mér, að bera dönsku sósurnar á túnið en þorskhausana á borðið“. Gamni fylgir oft mikil vizka. ar og konur úr hinum fjar- skyldustu starfsgreinum lögðu hver sitt fram til hinnar sam- eiginlegu baráttu fyrir bættum kjörum kvenna. Fallegt og einfalt kvöld- eða morgunverðarborð í eldhúshorninu. Brauðið er borið fram á stórri fjöl úr góðum viði og aðeins skorið af því það sem borðað er í einu. Motturnar undir diskunum og bollunum eru stangaðar saman úr einlitum vaxdúk og flóneli (vaxdúkurinn snýr upp) og bryddar með skáböndum, sem nú fást hér í búðum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.