Þjóðviljinn - 17.11.1943, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 17.11.1943, Blaðsíða 5
ÞJÓÐVILJINN. Miðvikudagur 17. nóv. 1943. Miðvikuaagur 17. nóv. 1343. ÞJÓDVILJINN. þJÓÐVIUINN Útgefandi: Sameiningarflokk.ur alþý&u — Sósíaíistaflokkorinn. Ritstjóri: SigurSur CuSmundsson. Stjórnmálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifstofur: Austurstrœti 12, simi 2270. Afgreiðsla og auglýsingar: SkólaOörSusttg 19, simi 2184. Prentsmiðja: Víkingsprent h. f., GarSastrœti 17. Áskriftarverð: í Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuðí. — Úti á landi: Kr. 5,00 á mánuði. ÞJÓÐVILJINN Hvað vill Þjóðviljinn þjóðinni? Hvers vegna hafa hundruð manna í Reykjavík og víðsvegar um allt land ákveðið að leggja fram fé til að stækka blaðið og efla það til áhrifa? Hvers vegna hefur verið þraukað við útgáfu blaðsins í sjö ár þrátt fyrir alla þá erfiðleika, sem á veginum hafa verið. skort á fé, skort á húsnæði fyrir ritstjórn, og yfirleitt skort á flestum þeim ytri aðstæðum sem þarf til að gefa út blöð? • Öllum þessum spurningum má svara þannig:’ Þeir, sem standa að útgáfu Þjóðviljans, þau hundruð manna, sem lagt hafa á sig fórnir vegna hans, eru sannfærðir um, að hann hafi boðskap að flytja þjóðinni sem sé svo þýðingarmik- ill, að rétt sé og sjálfsagt að leggja hart að sér til að koma hon- um á framfæri. Þessi boðskapur er kenningar sósíalismans, heim- speki hans og hagfræði. Hvernig sem á því stendur, þá er það nú svo, að allar hug- sjónir sem leitt hafa mannkynið til aukins þroska og farsældar, hafa orðið að brjóta sér braut gegnum fáfræði, fjandskap og fyr- irlitningu. Sósíalisminn er, hvað þetta snertir, engin undantekn- ing, þess er heldur ekki að vænta, en mannkynið væri enn á stigi frumstæðrar villimennsku, ef ekki hefðu á öllum tímum verið til menn, sem hiklaust hafa barizt fyrir því sem þeir vissu sann- ast og réttast og til mestra h'eilla fyrir alþjóð manna, og mann- kynið mundi aldrei komast frá böli atvinnuleysis, sundrungar og sérdrægni, en allt þetta eru fylgifiskar auðvaldsþjóðskipulags- ins, ef ekki væru í öllum löndum menn, sem hiklaust færa per- sónulegar fórnir fyrir málstað sósíalismans. Það er hópur slíkra manna, sem stendur að útgáfu Þjóðviljans. Það er hópur, sem staðráðinn er í því að sannfæra íslenzku þjóðina um ágæti sós- íalismans til þess að hún geti byggt upp hjá sér stéttlaust samvirkt þjóðfélag, þar sem atvinnuleysi og kreppur eru óþekkt fyrirbæri, og samstarf skapar bræðralag, í stað þeirrar sundrungar og ill- deilna, sem hið sundvirka samkeppnisþjóðfélag er vér nú lif- um í, skapar og hlýtur að skapa. Ekki er um það spurt hvort þessi barátta muni taka lengri eða skemmri tíma, heldur aðeins um hvað sé rétt, en hvöt ætti það að geta orðið ýmsum, að þeim er skilja ágæti sósíalismans fjölgar nú ört, og vonir standa til, að þegai; heimsstyrjöldinni lýkur verði sigur sósíalismans mikill. En einmitt þessi staðreynd leggur okkur öllum, sem skilj- um hvílík nauðsyn það er menningu og farsæld þjóðarinnar, að hún læri að meta yfirburði hins sósíalistiska skipulags yfir hið kapital- istiska, þungar skyldur á herðar. Segja má nú, eins og Jón Sig- urðsson sagði forðum: „róið nú íslendingar, nú er lag.“ • Það er skylda vor að nota lagið. Það er skylda vor að víkka þau skörð, sem brotin eru í múra fordómanna, fáfræðinnar og ofstækinnar og víkka, sem mest má verða, yfirráðasvæði hinna sósíalistisku skoðana, verði lagið fullnotað mætti svo fara, að hver einasti íslendingur gæti senn notið raimverulegs frelsis og sjálfstæðis, í frjálsu þjóðfélagi, og frelsi þjóðar vorrar verður aldrei fulltryggt nema í heimi, þar sem hin sósíalistisku sjónar- mið eru ráðandi Stækkun Þjóðviljans er stærsta sporið, sem íslenzkir sósíal- istar hafa stigið til að nota lagið, sem nú er. Þetta spor getur mistekizt ef ekki er róið af öllum mætti. Fjárhagur Þjóðviljans er ekki tryggður, en það er hægt að tryggja hann, ef allir gera skyldur sínar. Sigur sósíalismans er ekki tryggður á íslandi, en það er hægt að tryggja hann, ef allir sósíalistar róa lífróður og það ber að gera, vegna íslenzku þjóðarinnar, hún verðskuldar bjarta framtíð. Edgar Snow, hinn heimskunni ámeríski blaða- maður, var nýlega á ferðalagi um Sovétríkin, og hefur skrifað fjölda greina um styrjöldina á aust- urvígstöðvunum í bandarísk og brezk blöð. í grein þessari ræðir Snow líkindin til þess að rauði herinn ráðist inn í Þýzkaland, og heldur því fram að „Rússar eigi í fórum sínum feykileg- an herafla, sem þeir ætli að nota í úrslitaþættin- um á þann hátt, að það komi öllum heimi mjög á óvart, einkum Þýzkalandi.“ „Hernaðarsérfræðingar“ okk- ar höfðu næstum allir rangt fyrir sér um Sovétríkin árið 1941, og sumir þeirra fara enn villtir, en engu að síður má bú- ast við, að nokkrir þeirra spái enn hruni Sovétríkjanna árið 1944. Jafnvel nú heyrir maður stundum talað um hættu á sér- friði milli Rússa og Þjóðverja, og það meðal manna, sem bú- izt er við, að viti betur en al- menningur. En það er sjaldgæft að heyra menn, sem hafa séð Sovétríkin í stríði og rauða herinn sjálfan, láta í ljós slíkan ótta. Það get- ur verið, að þeir viti líka lítið um Sovétríkin. En þeir vita eitt, og það er, að aðeins bein svik af okkar hálfu, sem mundu gera Þjóðverjum fært að ein- beita öllum sínum kröftum gegn Rússum eitt ár í viðbót, gætu vakið réttmætan efa um staðfesti Sovétríkjanna. Og auðvitað förum við ekki að gera öxulríkjunum slíkan ereiða eins og nú er komið. Samt er fullleyfilegt og tíma- bært að velta fyrir sér, hvort hinir slavnesku bandamenn vorir geti að lokum kórónað sigra sína með innrás 1 Þýzka- land sjálft. Við höfum þegar séð mátt þeirra í takmörkuðum sóknum og hinar glæsilegu varnir þeirra. En munu þeir geta hafið ómótstæðilega sókn í vesturátt um leið og við ger- um innrás á meginlandið?11 Get- ur Stalín enn, eftir að Rússar hafa í meira en tvö ár barizt við allan þann herafla og hern- aðartæki, sem Þjóðverjar höfðu yfir að ráða, komið upp nægi- legum herafla til að fram- kvæma algjör hlutverkaskipti? Verður hann fær um að láta afrek rauða hersins enda með glæsilegri hergöngu til Berlín? Ef svo fer, verður hann lang- samlega sigursælasti herstjórn- andi í sögu Rússlands. ★ , Erl. fréttaritarar í Moskva ræða oft um þetta. Skoðanir þeirra eru skiptar. Meiri hluti þeirra virðist álíta, að Þjóð- verjar bili fyrr á væntanlegum vesturvígstöðvum og öðrum víg stöðvum Evrópu en á Austur- vígstöðvunum og ólíklegt sé, að Rússar komist nokkurn tíma til Berlín. En einhver snjallasti hinna erlendu herforingja í Moskva er á annarri skoðun. Og hann hefur undanfarið haft á réttu að standa, þegar flestir aðrír hafa verið honum ósammála. Hann heldur, að rauði herinn komist jafnsnemma okkur inn í Þýzkaland, ef ekki fyrr. „Jafn- vel nú“, sagði hann við mig, 1) Greinin var skrifuð fyrir nokkrum vikum, og þarf nú ekki að efast um getu rauða hersins til að sækja stanz- laust vestur, eftir að innrás hefur verið gerð inn á meginland Evrópu að vestan, þótt engum getum skuli að því Ieitt, hvað lengi þeir geta haldið áfram ó- studdir. „eru áætlanir ókunnugra um varalið Rússa að mestu leyti getgátur. Við vitum sennilega minna um liðsafla og hergagna birgðir Sovétríkjanna en um það sama hjá öxulveldunum. Eg held, að Rússarnir eigi enn eftir að'koma okkur mjög á ó- vart. Ætlun mín er sú, að Rúss- arnir eigi í fórum sínum feiki- legan herafla, sem þeir ætli að nota í úrslitaþættinum á þann hátt, að það komi öllum heimi mjög á óvart, einkum þó Þýzka landi“. Þetta var sagt, áður en nazistar hófu sókn sína í byrj- un júlí. Þessi vinur minn spáði illa fyrir þeirri sókn. Sagði hann, að Rússar mundu svara jafnskjótt með gagnsókn, sem hrekti þýzka herinn til Hvíta- Rússlands. ★ Þeir, sem höfðu rétt fyrir sér um rauða herinn, byggðu auðvitað ekki á tómum getgát- um. Þeir athuguðu nákvæmlega heimildir, sem margir virtu lít- ils. En það er satt, að við er- um enn mjög ófróðir jafnvel um slík Undirstöðuatriði sem mannaflann. En mannafli og siðferðisþrek getur auðveldlega haft meiri áhrif á úrslitin á aust urvígstöðvunum en hergögn. Fyrir ári síðan sagði Wendel Willkie í viðtali við blaðamenn í Moskva, að manntjón rauða hersins mundi vera um 5 millj- ónir. Willkie var þá nýbúinn að eiga tal við Stalín, og ritskoð unin lét þessi ummæli afskipta- laus. Þessi tala var því álitin sem opinber upplýsing. En skömmu áður en Þjóðverjar hófu sóknina, upplýsi sovét- stjórnin, að manntjón rauða hersins væri 4 milljónir og 200 þúsundir fallnir og særðir. Flestir álitu þetta of lítið. En samt sagði mér áreiðanlegur Rússi, að talan væri fremur höfð of há en of lág til að villa Þjóðverjum sýn um vara- liðið. Sjálfur get ég ekki sagt annað en að hann hefði átt að vita þetta, og ég held, að hann hafi meint það sem hann sagði. ★ Fyrir bardagana í sumar sögð ust Þjóðverjar hafa fellt og sært 12 millj. og 800 þús. Rússa og tekið 5 milljónir og 400 þús. til fanga. Við vitum vel, að þessi fullyrðing er tilbúningur. En að hve miklu leyti? í byrjun stríðsins var álitið, að Rússar hefðu um 6 millj. hermanna undir vopnum. I jan- úar 1943 getur verið að um 15 millj. manna hafi verið kvadd- ir til herþjónustu. Sumir álíta þó, að þeir hafi ekki verið orðn ir svo margir, fyrr en í lok ársins. ★ Um 70 millj. manna bjuggu í herteknum hlutum Sovétríkj- anna. Álitið er, að ekki hafi meir en 20 milljónir þeirra kom izt undan til hinna frjálsu hluta ríkisins. Rússar hafa því um það leyti, sem Þjóðverjar höfðu mest land á valdi sínu, haft auk þess, sem eftir var af hern um, um 150 milljónir íbúa til að sækja til nýliða. Rússar hefðu þá átt að hafa 15—20 milljónir herkvadds varaliðs. En má hér reikna á vanalegan hátt? Eg hef verið á öllum víg- stöðvum nema á Ryrrahafinu, og hvergi er um að ræða jafn- algjöra hervæðingu og í Sovét- ríkjunum. Hendur stríðsins eru langar hér. Fingur þeirra teygja sig inn í fjarlægustu afkima og draga fram menn, sem við mundum mjög oft álíta alveg nauðsynlega á sínum stað. Margs konar undanþágur, er leyfðar eru í Bandaríkjunum og Bretlandi, eru ekki teknar gildar hér. Auk þess er aldurs- takmarkið hátt. T. d. var einn af kunningjum mínum kvaddur til landvarnastarfa skömmu eft ir 60 ára afmæli sitt. ★ Það starf er varla til, sem konurnar í Sovétríkjunum geta ekki tekið að sér í stað karl- mannanna. Og fá eru þau verk sem 16 ára gamlir unglingar geta ekki tekizt á hendur. Og sennilega vinna flestir drengir frá 12—16 ára aldri einn þriðja hluta til hálfs dagsverks full- orðins manns hver. Bókstaflega allir, nema auðvitað öryrkjar og ung börn, starfa að fram- leiðslunni. Listamenn eru und- antekning, en í Sovétríkjunum er listunum einnig beitt í þágu stríðsátaksins. Það er því erfitt að andmæla þeirri staðhæfingu margra Rússa, að hægt sé, ef að kreppti, að hervæða 20% af íbúunum. Og ekki er hægt að segja með vissu, að það mundi hafa hættu leg áhrif á framleiðsluna bak við víglínuna. Ef við tvöföldum tölu þá, er Rússar gefa upp um manntjón sitt, til að fá heildartölu, þar sem særðir menn séu taldir með, fáum við tölu, sem er nokkru lægri en hálf tala sú, sem Þjóðverjar tilkynntu. Setj um svo, að manntjón Rússa sé 8 millj. og 500 þúsundir að öllu samanlögðu. Af því væru um 3 milljónir særðir. Um helming- ur fær lækningu og fer aftur í herþjónustu. Heildarupphæðin er þá um 7 milljónir Rússa fallnir, örkumla eða fangar. Sú tala mun vera nógu há. Jafnvel þótt hún væri eitthvað hærri, I er augljóst, að Rússar hafa nægan mannafla til að fram- kvæma sókn í ennþá stærri stíl en hingað til. Hvað snertir hergögn, hafa bardagarnir í sumar sannað, að Rúsar bera nú af þýzka flug- hernum, hvað tækni við kemur og e. t. v. líka að fjölda. Þeir virðast einnig hafa sams kónar yfirburði með tilliti til skrið- dreka og a. m. k. jafnmikið af fallbyssum. ★ Á hinum löngu og dapurlegu mánuðum eftir Stalíngrad-ósig- urinn, höfðu Þjóðverjar haldið kjarkinum við með því að tala mikið um ráðstafanir til algerðr ar hervæðingar þjóðarinnar, sem þeim var lofað, að mundi færa þeim sigra í mikilli vor- sókn. í von um að hressa upp á álit sitt með sigri á austur- vígstöðvunum dró Hitler lið og hergögn frá Sikiley, Balkan- skaga og Norður-Evrópu, en hinar 2500 flugvélar hans reynd ust ófullnægjandi á austurvíg- stöðvunum. Hinir 4000 skriðdrek ar, sem Þjóðverjar notuðu í júlí-sókninni, — stórkostlegasta samsafn af skriðdrekum, sem enn hefur verið notað á jafn- stuttri víglínu, — voru þurrk- aðir út á nokkrum dögum. Ennþá einu sinni afsökuðu Þjóðverjar ósigra sína með því að vitna til hins ótrúlega vara- liðs, sem streymdi til Rússa austan úr Asíu. En þúsundir Þjóðverja vita nú,. að sannleik- urinn er sá, að engin von er til þess, að þeir geti sigrað Sovét- ríkin héðan af. Með töku Sikileyjar og hruni Ítalíu, sem boðar bráðlega stofnun nýrra vígstöðva, er Hitler neyddur til að dreifa tugum nýrra herfylkja um Balkanskaga, Frakklandsstrend ur og Norðurlönd. Mjög mikil- vægt er, að árangurinn af loft- árásum Bandamanna á sam- göngukerfi Þýzkalands og iðju- ver, fer nú að koma í ljós. Og þar sem nazistar hafa nú misst frumkvæðið í stríðinu og geta ekki flutt lið nógu fljótt á milli vígstöðvanna, verða þeir að reyna að vera öflugir á mörg- um stöðum í einu. Afleiðingin er sú, að þeir eru veikir á þeim öllum. Hitler gat ekki unnið sigur, eins og hann ætlaði sér, áður en Bandamenn mynduðu nýjar víg stöðvar í vestri. Á meðan varabirgðir og fram leiðsla flugvéla í Þýzkalandi Drekavarnarsveit úr rauða hemum. minnka daglega vegna loftárása Bandamanna, aukast varabirgð- ir rauða hersins stöðugt vegna birgðasendinga Bandamánna, og heimaframleiðslan jókst svo hröðum skrefum, að fáa utan Sovétríkjanna mun gruna það. Það er athyglisvert, að Rússar smíða nú beztu flugvélar sínar mjög nálægt vígstöðvunum og óttast ekki árásir á þær. Alla vetrarmánuðina, er ég dvaldist í Moskva, og alla hina björtu, sólríku vordaga vogaði ekki ein einasta sprengjuflugvél Þjóð- verja sér inn yfir verksmiðju- hverfin, þar sem hin ágætu vopn voru smíðuð innan 160 km. frá vígstöðvunum. ★ Eftir nýbirtum tölum að dæma, senda Bandamenn Rúss- um nú aðeins syðri leiðina um 200 000 tonn af áríðandi vörum og um 500 skriðdreka og flug- vélar á mánuði. Mér var sagt nýlega í Teheran (í Iran), að Rússar fullyrtu, að sérhver flug- vél, sem við sendum þeim, væri komin í gagnið á vígstöðvunum innan 48 klukkutíma eftir af- hendingu. Þó virðist til skamms tíma hafa verið lítil þörf fyrir vopn okkar, að láns og leigu-vopnun- um undanteknum. A. m. k. voru þau lítið notuð. Eg kom á 4 vígvelli á austurvígstöðvunum snemma á þessu ári, en aðeins á einum þeirra höfðu vopn frá okkur verið reynd í orustu og að mjög litlu leyti. Rússarnir sögðu mér, að Churchill-skrið- drekarnir mundu verða notaðir í fyrsta skipti í „sumarsókninni okkar“, og þeir hafa vafalaust nú gert mikinn usla í liði Þjóð- verja. Með hinum öflugu rúss- nesku KV-skriðdrekum og hin- um ágætu Stormovik-flugvél- um, sem segja má, að séu fljúg andi skriðdrekavarnabyssur, — stöðvuðu þeir skriðdrekasókn nazista í ’júlí, áður en þeir höfðu sótt fram 20 km. Aðstoð okkar var þýðingar- mikil að því leyti, áð hún gerði Rússum fært að grípa fyrr til varabirgða sinna, en það er al- rangt að gera ráð fyrir, að hún hafi verið nema lítið brot af öllum þeim vopnum, sem þörf var fyrir. Þrátt fyrir að Þjóð- verjar hertækju landsvæði, sem á voru fyrir minna en 10 árum um 2000 þýðingarmestu iðjuver Sovétríkjanna, er það stað- reynd, að Rússar framleiddu langmestan hluta þeirra vopna, sem þeir þurftu til að stöðva með þýzka herinn. Hér er aðeins eitt dæmi um það, hvað Rússar eru fljótir að ná sér aftur eftir áföll. Og er mér kunnugt um það persónu- lega. Á meðan ég var í Sovét- ríkjunum um nokkurra mánaða skeið, byggðu Rússar alveg nýja flugvélaverksmiðju á landsvæði sem áður hafði verið yfirgefið og hófu þegar framleiðslu. Þessi verksmiðja smíðar nú á mánuði hverjum nokkur hundruð or- ustu-sprengjuflugvéla (fighter- bombers), sem amerískir sér- fræðingar kalla „hinar beztu í heimi“. Rússar fullyrða, að nú séu tvöfalt fleiri faglærðir og hálf- faglærðir verkamenn í sovétiðn aðinum en fyrir stríðið. Komið hefur verið á fót þjálfunarkerfi sem á hverju ári færir iðnað- inum meir en eina milljón fag- lærðra verkamanna úr hópi æskulýðsins eins. Hvergi er framleiðslan jafnhröð og í Sov- étríkjunum. Og áherzla sú, sem Rússar leggja á framleiðslu hernaðarnauðsynja framar öll- um öðrum vörum — bókstaf- lega öllum — fer langt fram úr öllu, sem við þekkjum til. KAFFl FLORIDA Hverfisgötu 69 Allskonar veitingar á boðstólum. Atvinnuleysi í Hafnarfirði Framhald af 2. síðu. í Hafnarfirði þarf sannarlega ekki að vera atvinnuleysi vegna verkefnaskorts. Bátabryggjan er aðkallandi úrlausnarefni og kröfurnar um byggingu hennar verða æ há- værari frá þeim sem við vél- bátaútveg fást. Bryggjuleysið hindrar að vélbátaútvegur sé stundaður í Hafnarfirði. Bygging íþróttasvœðis og barnaleikvalla er einnig að- kallandi. íþróttavöllurinn er ó- viðunandi og barnaleikvöllur er enginn til í bænum. Allir eru sammála um, að vatnsveituna verði að laga, en erfiðleikar munu hafa verið á því að fá efni til hennar. Hafnargerðin er þó sú fram- kvæmd, sem mesta áherzlu þarf að leggja á, því bærinn á alla sína tilveru komna undir góðri höfn. Og verkamenn geta ekki skilið að ekki sé hægt að vinna við hafnargerðina allan ársins hring ef vilji er fyrir hendi. FÉLAGSSTARFSEMI HLÍFAR ÁGÆT — Hvað geturðu sagt mér um félagsstarf Hlífar? — Það gengur ágætlega. í vetur höldum við uppi fræðslu- starfsemi og fáum ágæta menn til að flytja fræðandi erindi um ýmis efni. Verða þau flutt hálfsmánaðarlega, hafa þegar þrjú verið flutt og var einkum góð aðsókn að því síðasta. Málfundastarfsemi tókum við upp á s. 1. vetri og er hún nú að hefjast og býst ég við góðri þátttöku. Skemmtifundi munum við halda einu sinni í mánuði í vet- ur. Hjálmur, blað félagsins hef- ur komið út prentaður í rúmt ár og komið út mánaðarlega og er útbreiðsla hans ágæt. Hann er keyptur af miklum hluta bæjarbúa. í bókinni Þeir gerðu GARÐINN FRÆGAN sem er nýútkomin í tveim bindum, eru ævisagnaþættir sextíu og níu karla og kvenna, sem vissulega hafa gerli garð sinn frægan. , . Nöfn þeirra fara hér á eftir: Albert Einstein Rudolf ríkisarfi Somerset Maugham Josephine Enrico Caruso Eddie Richenbacker Demanta-Jim Brady Cristopher Columbus Hetty Green Orville Wright H. G. Wells Nizaminn of Hyderbad Theodore Roosevelt Charles Dodgson Woodrow Wilson Vilhjálmur Stefánsson Martil Johnson Katrín mikla Harold Lloyd John Law John D . Rockefeller Edward Bok Sinclair Lewis María stórhertogaynja Bazis Zaharoff Zane Grey Mayobræðurnir Comelíus Vanderbilt Helen Keller Nikulás annar Andrew Camegie Lawrence Tibbett Chic Sale Charlés Dickens Marconi Frú Lincoln Mary Pikford P. T. Barnum Walt Disney Carry Nation < Upton Sinclair Theodore Dreiser Mahatma Gandhi S. Parkes Cadman Wladimir I. Lenin Mary Roberts Reinhart Benito Mussolini Wilfred Grenfell Lowell Thomas Brigham Young Thomas A. Edinson Lousia May Alcott A1 Jolson O. O. Mclntyre Wolfgang Mozart F. W. Woodworth Mark Twain Evangeline Booth Gréta Garbo Robert Falcon Scott ‘Jack London Bill Sunday John A. Sutter Howard Thurston Richard Byrd Leo Tolstoy John Gottlieb Wendel Robert Ripsley O. Henry DALE CARNEGIE, liöfundur þessarar bókar er þegar orðinn að góðu kunnugur hér á landi af bókinni VINSÆLD- IR OG ÁHRIF, sem kom út í fyrra í þýðingu VILHJÁLMS Þ. GÍSLASONAR skólastjóra. Þeir, sem vilja kaupa bók, sem hefxu- geisimikinn fróð- leik að geyma og er auk þess einhver bezti skemmtilestur, sem á verður kosið ættu ekki að láta hjá líða að eignast Þeitr gerðu garðinn frægan Vélstjórafélag íslands minnir á happdrætti styrktarsjóðs félagsins. — Þeir fást hjá vélaverzlun G. J. Fossberg, Erlingi Þorkellssyni, Bjarna Jónssyni í Hamri og á skrifstofu félagsins. Jarðarför mannsins míns og föður okkar Eiríks Guðjónssonar, skósmiðs, fer fram frá heimili hans, Hverfisgötu 98,A, föstu'dag-i inn 19. nóv. 1943, kl. 1 eftir miðdegi. — Jarðað verður frá Fríkirkjunni'. yilborg Sigurðardóttir, Sólberg Eiríksson, Sigríður Eiríksdóttir, Runólfur Eiríksson. Jarðað í Fossvogi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.