Þjóðviljinn - 17.11.1943, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 17.11.1943, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 17. nóvemb. 1943 ÞJÓÐVILJINN 7 ELI og ■ ■ NORSK Börnin góð! Ef þið lítið í þennan dálk á hverj- um morgni, verður þar alltaf eitthvað. sem þið hafið gaman af. Oftast verða það sögur eða ævintýri, en reynt verður að hafa efnið fjölbreytt. Nú hefst stutt framhaldssaga, sem heitir FORVITNA ÝSAN Einu sinni var ofurlítil ýsa. Hún synti frjáls og glöð í bláum sjónum og lék sér við hina fiskana. Stundum komu stórir fiskar og ætluðu að gleypa Ýsu, en þá tók hún sprett og synti burt eins og örskot og stóru fiskarnir góndu á eftir henni með opið ginið. Ýsan litla átti hvorki pabba né mömmu. Fiskarnir eru svo skeytingarlaush um börnin sín, að þau þekkja ekki einu sinni foreldra sína. Hrognin breytast í örlitla fiska og þeir verða að sjá um sig sjálfir. En ýsa litla var ekkert einmana. Það var fjöldi fiska í kringum hana: Lúðan, síldin, þorskurinn, rauð- maginn og margir fleiri. Þetta voru kunningjar hennar og þeim datt ekki i hug að éta hana, því að þau voru barngóð og höfðu gaman af hvað hún var kát. Einn góðan veðurdag sagði lúðan við hana: „Það er hættulegt að vera svona forvitin, eins og þú ert. Ef þú gætir ekki að þér, lýkur með því, að þú gleypir öngul og verður dregin á snæri upp á land. Þar getur þú ekki synt og ekki einu sinni andað. Og þar eru landfiskar, sem ganga á tveim fótum, stórir og illilegir, og sækjast eftir að éta okkur. „Hvað heita þessir landfiskar?“ spurði Ýsa litla. „Þeir eru kallaðir menn,“ sagði sú gamla. „Mig langar samt til að sjá þá,“ sagði Ýsa. „Varaðu þig,“ sagði lúðan og reisti uggana. Rauð- maginn sagði blátt áfram: „Það ætti að flengja hana.“ Ýsa litla varð logandi hrædd og synti frá þeim, þar til hún var komin upp að landsteinunum. Þar hitti hún heldur ófrýnilegan krabba. „Hefur þú nokkurn tíma komið á land?“ spurði Ýsa litla með hálfum huga. Tfjltt 0$ ÞETT4 Róar M SAGÁ EFTIR U SKÁLDKONUNA NINI ROLL ANKER. Áður komið af framhaldssögunni- Róar Liegaard lœ\nir hafði shilið við kpnu sína, Önnu, sem var myndarleg húsmóðir, en svo stjómsöm, að lœknir sá sitt óvœnna. Þau áttu fjögur hörn. Hann felldi hug til Elí Tofte, sem Var bústýra bróður síns en annars listmálari. Þau gift- ust, fóru til Parísar og dvöldu þar um hríð. Þar vann Róar að vísindalegum rann- sóknum, og þau hjónin bjuggust við að sjá œskudraum hans rœtast — að hann yrði frœgur vísindamaður. Elí fann, að hann saknaði barna sinna og hafði áhyggj- ur af þeim. Þau komu aftur til bœjarins, þar sem hann hafði gegnt lœknisstörfum og þau stofnuðu heimili ásamt eldri dóttur lœknisins, Ingrid, og yngri syni hans, Sverre. Ingrid er iðjusöm, þrálynd og dul, og stjúpunni tekst ekki <*ð ná hylli hennar. Aftur á móti er Sverre henni eftirlátur. Adolf Andersen, bakarasonurinn, er hrifinn af Ingrid, en föður hennar þykir hún of gott gjaforð handa bakarasyn- inum. EVi Tofte þykir anda fca/t i sinn garð frá fólkinu í þorpinu. Frú Liegaard fyrri hafði Verið vinsœl þar. BYRJIÐ í DAG AÐ FYLGJAST MEÐ SÖGUNNI „ELÍ OG RÓAR"! — — Nokkru eftir utanför Friðreks byskups og Þorvalds Koðranssonar gerðisk á íslandi svá mikið hallæri at fjöldi manns dó af sulti. Þá bjó í Skagafirði nökkur mikils hátt- ar maður og mjög grimmur er nefndur er Svaði, þar sem heit- ir á Svaðastöðum. Það var einn morgin, at hann kallaði saman marga fátæka menn. Hann bauð þeim að gera éina mikla gröf og djúpa skammt frá bæ sinum við almannaveg, en þeir enir fátæku urðu fegnir, ef þeir mættu hafa ömbun erfiðis sins með nokkuru móti og slökkva sinn sára hungur; ok um kveld- it, er þeir höfðu lokið grafar- gerðinni, leiddi Svaði þá alla í eitt lítið hús. Síðan byrgði hann húsið og mælti síðan til þeirra manna, er inni voru; „Gleðizk þér og fagni þér, því at skjótt skal endir verða á yðvarri ves- öld; þér skulið hér búa í nótt, en á morgin skal yður drepa og jarða í þeirri miklu gröf, er þér hafið gört“. En er þeir heyrðu þann grimma dóm fyrir sitt starf, er þeim var dauði ætlað- ur, tóku þeir að æpa með sár- ligri sorg um alla nóttina. Þar bar svo til, at Þorvarður inn kristni, sonur Spak-Böðvars, fór þá sömu nótt upp um hérað at örendum sínum. En leið hans lá allsnemma um morgininn hjá því sama húsi, er inir fá- tæku menn voru inni. Ok er hann heyrir þeira grátlegan þyt, spurði hann, hvat þeim væri að angri. En er hann varð viss ins sanna, mælti hann til þeira; „Vér skulum eiga kaup saman, ef þér vilið sem eg. Þér skuluð trúa á sannan guð, þann er ek trui á, ok gera þat, sem ek segi fyrir, þá mun ek frelsa yður héðan.; Komið síðan til mín ofan í Ás, ok mun ek fæða yðr alla“------ (Svaða þáttur og Arnórs kerl- ingarnefs). „Ingrid mín“, hvíslaði Elí. Hún fór að taka af borðinu, en hjarta hennar sló örar, því leng- ur, sem Ingrid grét. Þegar hún hafði raðað blöð- unum, sem voru á borðinu, sneri hún sér að Ingrid. Ingrid sat upprétt á stólnum og handlék vasaklútinn. „Get ég ekki hjálpað þer. Ingrid?“ „Ég er svo ljót, ljót og leiðin-. leg. Ljótari en allar aðrar“. Elí strauk hendinni yfir ennið Það var ekki þetta, sem hún bjóst við. Henni varð rótt og hana langaði til að taka stúlkuna í faðm sér. Það þorði hún þó ekki, en færði stólinn sinn nær henni, og settist. „Ingrid. Þú ert ekki ófríðari en svo, að þú gætir orðið lagleg, ef þú reyndir eitthvað til þess“. Stúlkan leit á hana með eymd arsvip. Augnalokin voru rauð. „Eg hef oft gefið þér gætur og mér hefur dottið það rétta í hug, en ég þorði bara ekki að segja það við þig, Ingrid. — — Þú ert vel vaxin, og ef þú vildir lofa mér að athuga kjól- ana þína. — — — Og ef þú vildir lofa mér að mála svo- lítið augabrýnnar á þér“. „Heldurðu að ég vilji mála mig? Nei“. „Því ekki, Ingrid?“ „Pabbi yrði alveg galinn“. Elí hló: „Pabbi þinn tæki ekki einu sinni eftir því. Ég mála svolítið á mér varirnar stundum. Það hefur hann ekki hugmynd um“. „Heldurðu að ég fari á bak við pabba?“ Elí leit niður fyrir sig. „Þú tekur allt svo hátíðlega, Ing- rid. Karlmennirnir vilja, að við séum fallegar, en þeim er sama hvernig við verðum það“. Ingrid horfði á Elí, þurreyg og fölleit. Nú sá hún að stjúpa hennar hafði málaðar varir. Og þessvegna sýndust tennur hern ar svona hvítar. Hvað ætli frú Sturland segði7 „Viltu biðja pabba, að lækna mig í augunum? Það er það eina, sem þú getur gert fyrir mig“. Hún vafði saman því sem hún hafði verið að hekla. Það var blúnda af vandlærðri og torveldri gerð. „Góða nótt, og þakka þér fyr- ir“, sagði Ingrid. ----Dagarnir liðu ekki fljótt en liðu þó. Bernhardina hafði fundið up á því, að þær skyldu nota vel tímann meðan læknir- inn væri í burtu og þvo eldhús- ið hátt og lágt. Sjálf þvoði Bern hardina veggi og loft. Hún var því vönust. Elí og Ingrid þvoðu hillur og skápa og þurrkuðu ryk af spariborðbúnaðinum. Þær töluðu saman, en Elí var- aðist að horfa á Ingrid. Það virtist nákvæmlega útreiknað, V.______________________________ hvernig Ingrid hélt áfram að vera stjúpu sinni ókunnug. Gat þessi hlédrægni verið eðli henn- ar. Ingrid, sem var svo rösk og ákveðin í hreyfingum, þegar hún var við vinnu sína. En þeg- ar Elí reyndi að segja eitthvað við hana í trúnaði, fór hún óð- ar undan í flæmingi. Smám saman fór Elí að hafa það á tilfinningunni, að sér væri ofaukið. Ingrid var henni fremri við vinnu og bar sig fýrir. Elí hraðaði sér, eins og hún gat. Og þá mölvaði hún mjólkurkönnu. Henni fannst kökkur í hálsinum á sér, þegar hún var að tína upp brotin. Jafnvel þessi glerbrot áttu hér heima, eins og Ingrid og Bern- hardina. Henni varð litið á hilluna, þar sem Bretagne-borðbúnaður- inn stóð. Hann höfðu þau Róar keypt í París og notað hann þar. „Þetta ættum við að nota á sunnudögum“, sagði hún. Ing- rid svaraði engu. „Er þetta ekki glaðlegt á svipinn?“ sagði h'ún og sýndi Ingrid eitt fatið. Það var rauð- rósótt. ,Jú, það er laglegt“. „Hvað langar þig til að verða, Ingrid?“ Elí tók lokið af fatinu og horfði athugul niður í það, eins og svarið væri á botninum. „Eg hef ekki hugsað um það“. „Mig mundi langa til að læra að búa til svona hluti, mála og brenna leir“. Ingrid leit á fatið og hristi höfuðið. „Ekki langar mig til þess“. „En til hvers langar þig þá“. Elí var að hugsa um, hvað lengi svona stór stúlka ætlaði að vera heima með ólund. „Eg sá vöggustofuna hennar systur Maríu í vetur-----Hún þagnaði og fór í mesta flýti að brjóta bréf og leggja í hill- urnar. Elí roðnaði. Nú hafði Ingrid í raun og veru svarað spurn- ing hennar, þó að það væri út í hött. Þetta vildi Ingrid — heim- ili, börn og mann — líklega _____________________________/ Adolf, bakarasoninn. Hvern annars? „Það fyrsta sem ég geri, þeg- ar pabbi kemur heim, verður að minnast á augun í þér. Nú verður að reyna að lækna þig sem fyrst“. — Sunnudagurinn var allra lengstur. Á sunnudögum var Róar van- ur að ganga um stofurnar og gefa öllu gætur af meiri ná- kvæmni en endranær. Og þá söng hann með djúpri falskri rödd: „Eg kvíði ekki áhyggjum kom andi dags — “ Elí sat við gluggann og var að hugsa um þetta. Úti á torg- inu var fólk á leið til kirkju. Ingrid sneri baki að glugg- anum og horfði í leiðslu á drag- kistuna. Adolf hafði beðið hana að hitta sig við eikina. En nú var rigning. Frú Sturland hafði beðið hana að fara með sér í kirkju. En í kirkjunni var víst enn dauflegra en hér. Þá kom Sverre þrammandi inn í hnéháum stígvélum og með sjóhatt. Hann ætlaði niður að sjó til að reyna nýja seglið, sem Elí hafði saumað á bátinn hans. Elí fór að spyrja hann: Var nú báturinn orðinn alveg sjófær, með rá og reiða? Vant- aði ekki þetta eða hitt? — Elí varð fegin að hlusta á skæra rödd drengsins inni í tómlegri stofunni. Hún tók af honum sjóhattinn og strauk hár hans. Það varð úr, að hún fór með hann inn í herbergið sitt. Hann vantaði seglgarn og hún ætlaði að gefa honum spotta. Þegar þau voru farin, sneri Ingrid sér að glugganum. I dag hefði hún getað farið með Per og Annik upp í Torbudal, ef -------. Þá hefðu þau haft með sér nesti og veitt þar upp frá. Hún reikaði að blómaborðinu. Hún leit á blómin hvert af öðru. Þau voru ljósgræn og kyrkingsleg, því að þau höfðu ekki næga birtu. Ingrid þreifaði á einum rósa- knappi og sleit hann af. Það fór hrollur um hana. Hún sleit

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.